blaðið - 08.06.2005, Page 10

blaðið - 08.06.2005, Page 10
10 bórn og upp miðvikudagur, 8. júní 2005 I blaðið 'CÁAí,^ 4)h*\JJtA Barnavömverslun Glæsibæ Táknmál í sumarbúðum Valur býður upp á starf fyrir heyrnarlaus börn starfsmenn munu taka þátt í starf- inu í sumar og tryggja bömunum táknmálsumhverfi. Börn eiga auðvelt með sam- skipti SoffiaÁmundadóttir,skólastjóriSum- arbúða í borg, segir að mikilvægt sé að tryggja heyrnarlausum börnum aðgang að góðu sumarstarfi: „Hlíðar- skóli er í okkar hverfi og þar læra öll böm táknmál svo það verður ekki erf- með að ræða við starfsfólk og fá upp- lýsingar um bömin sín og hvað þau eru að starfa hjá okkur." Fræðsla, skemmtun, íþróttir 26 starfsmenn, úr meistaradeild Vals og öðrum flokki karla og kvenna, ann- ast börnin sem skipt er upp í hópa, yngri og eldri, og kynna þeim ýmsar íþróttir, leiki og umhverfi. „Við blönd- um saman fræðslu, skemmtun og íþróttum,“ segir Soffía. „Við nýtum inn í bland við nýrri rétti.“ Sigurður segir að best sé að elda góðan mat sem hann veit að börnin borða eins og pítsu, hakk og spaghettí, lasagna, fiskibuff og plokkfisk. Ekki gróðahugsun Valur hefur boðið upp á námskeið sem þessi í 17 ár en býður nú í fyrsta skipti upp á sérstaka þjónustu fyrir heymarlaus böm. Sofíia, sem sjálf er táknmálstúlkur, hefur starfað við Sumarbúðir í borg síðastliðin þrjú ár. Hún segir að námskeiðin séu ekki á dagskrá af gróðahugsun - það sé reynt að stilla verðinu í hóf. „Við viljum fyrst og fremst ná til barn- anna og kynna þeim íþróttastarfið.“ Námskeiðin eru ætluð börnum á aldr- inum 5-11 ára. Þau hefjast 9. júní og standa til 29. júlí. Gióður matur Námskeiðin standa í tvær vik- ur í senn frá klukkan níu á morgnana til fjögur í eftirmið- daginn. Boðið er upp á heit- an mat í hádeginu sem hefur vakið mikla lukku. „Hann Sigurður Karlsson, kokkur á Þremur frökkum, hefur séð um matinn fyrir okkur og hann leggur áherslu á gamla, góðahefðbundnaheimilismat- í Valsheimilinu á Hlíðarenda er yfir sumartímann boðið upp á leikjanóm- skeið fyrir böm. í ár eru heymarlaus börn sérstaklega boðin velkomin á námskeiðin en tveir heymarlausir itt að blanda bömunum í hópa. Börn eru líka svo opin og eiga auðvelt með samskipti. Við vildum líka reyna að ná til barna sem eiga heymarlausa foreldra því þeir eiga þá auðveldara vel okkar nánasta umhverfi - Mikla- tún, Nauthólsvík og Slökkvistöðina - þar sem við byrjum á kynningu í upphafi námskeiðsins. Svo notum við auðvitað túnið hjá okkur og fórum í leiki og kynnum íþróttir, eins og t.d. bandí, fyrir krökkun- um.“ Fyrstu skrefln - stigin í borginni Skapandi sumarhóparnir hjá Hinu húsinu hófu störf l.júni síðastliðinn og munu þeir halda úti gölbreyttu og metnaðarfullu menningarstarfi í sumar. Skapandi sumarstörf hafa staðið ungu fólki til boða allt frá árinu 1994. Ása Hauksdóttir, deild- arstjóri menningarmála hjá Hinu húsinu, segir að það hafi verið ungt fólk sem hafði frumkvæði og þor sem kom þessu verkefni á laggimar. Hugmyndaauðgi „Ungt fólk kom oft til okkar með hugmyndir um sumarstörf en við höfðum ekkert fjármagn til að koma að því starfi hér áður. Nú má segja að þetta sé komið í ákveðnari farveg. Við höfum vitað með fyrirvara að undan- fómu að við fáum fjármagn í þennan málaflokk, sem eflir bæði gæði og fjöl- breytni umsókna um sumarstörfin og gerir okkur kleift að auglýsa þau.“ Fleiri umsóknir í ár Hinu húsinu bárust 48 umsóknir í ár, sem er mikil aukning frá árinu á undan, en fjármagn fékkst til að veita 15 verkefnum brautargengi. Styrkur- inn sem Hitt húsið veitir snýr að því að greiða unga fólkinu laun í sex til átta vikur en annan kostnað vegna verkefnanna verða krakkarnir að fjármagna sjálfir. Það er ýmist gert með því að leita til fyrirtækja, ann- arra stofnana eða einstaklinga um framlag. Til að mynda hefur danshóp- urinn Dansdömumar aðstöðu í List- dansskólanum til æfinga. „Lesið á leiðinni" Mikil fjölbreytni er í verkefnum sumarsins. Tónlistarhópur, leiklistar- hópur, fimleikahópur og danshópur, gerir götulífið skemmtilegra. Eitt verkefnanna, sem ber heitið „Lesið á leiðinni", er eins manns verkefni sem Kópavogsblóm Dalvegi Á1fablóm Á1 fheimum hefur mikla samfélagslega vídd. Þar er á ferðinni ung stúlka sem ætlar sér að skrifa smásögur í sumar sem hún setur svo upp í strætisvögnum Reykja- víkur í ágúst svo farþegar SVR geti lesið þær á ferðum sínum um bæinn. Annað, „Þrjár fræknar", er kynning á fimleikastarfi víða um bæinn. Ása segir að starf sumarhópanna sé mik- ilvægt fyrir menningarlíf borgarbúa. „Ég vil meina að þetta gefi okkur öllum hér í borgarlandinu tækifæri til að líta upp úr hversdagleikanum í önnum dagsins og gefi ungu fólki tækifæri til að stíga sín fyrstu skref.“ Foreldrar ánægðir með leikskóla Tilfinning foreldra fyrir veru barns þeirra í leikskólanum er mjög jákvæð, samkvæmt niðurstöðum umfangsmikill- ar könnunar meðal foreldra leikskólabarna í Reykjavík en 99% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólanum. Almennt eru foreldrar ánægðir með uppeldis- og menntastefnu leikskólans eins og hún kemur fram í námskrá skólans og sýna jákvætt viðhorf til foreldrasam- starfs. Þó kemur fram mikill meiri- hlutavilji fyrir því að foreldra- viðtölum sé fjölgað úr einu i tvö á ári og 18% foreldra vilja að þau séu jafnvel oftar á dagskrá. Könnunin fór fram í apríl sl. en hún var send 2.500 foreldrum í 43 leikskólum úr öllum hverfum borgarinnar. Hlutfall þeirra sem svöruðu var 68,4%. Sorg og gleði í Húsdýragarðinum Mikil sorg varð í Húsdýragarð- inum í gærmorgun þegar upp komst að nýkæptum kópi urt- unnar Særúnar hefði ekki lánast líf. Ekki er vitað hvort kópurinn lést í kæpingu eða eftir hana en hann var dauður þegar að var komið. Kópinum hennar Kobbu, sem fæddist á sjómannadaginn, heilsast hins vegar vel og mæðg- inin eiga afar náið og gott sam- band. Brimillinn Snorri, faðir kópsins, heldur sig hins vegar til hlés, enda geta urtur verið afar viðskotaillar eftir kæpingu og vemda afkvæmi sín gagnvart öllu ytra áreiti.Urturnar tvær áttu í einhverjum stympingum eftir að kópur Særúnar hafði verið fjarlægður úr lauginni en vonir standa til að Særún jafni sig fljótt á missinum. Háskóli unga fólksins Háskóli unga fólksins hefur nú annað starfsár sitt en þar býðst bömum á aldrinum 12-16 ára tækifæri til að kynna sér eðli, eiginleika og notkunarmögu- leika vetnis, fylgj ast með eðlisvís- indunum að verki í lffi Ragnars Reykáss, ræða fjölskyldutengsl og kynlíf unglinga, fræðast um upphaf alheimsins og líf úti í geimnum, greina kynjamynstur ogkynhlutverk, tala um fótbolta á þýsku og rannsaka fugla og plöntur innan borgarmarkanna svo eitthvað sé nefnt. Skólahald- ið stendur í tvær vikur, dagana 13.-25. júm', og í boði verða 25 námskeið úr hinum ýmsu deild- um og skorum Háskóla íslands. Frekari upplýsingar um Há- skóla unga fólksins má finna á veffanginu www.ung.is. - Kassaklifur - GP5 ratleikir - Bdtasiglingar - Vatnaleikir - Frumbyggjastöpf 9-i2 “ : ..; m! ÚLFLJÓTSVATNI Upplýsingar og skráning á netinu: www.ulfljotsvatn.is 7-8 ára Einstök krakkanámskeið Útilíf og œvintýri! Almenn námskeið Vinir, fjör og hópef li! INNRITUN ER HAFIN - OpiS virka daga kl. 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.