blaðið - 01.07.2005, Síða 6
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið
Gagnrýna
gjaldtöku
fasteignasala
Neytendasamtökin gagnrýna fast-
eignasala harðlega í yfirlýsingu og
segja óljós vinnubrögð í sambandi við
innheimtu umsýsluþóknunar skaða
nejdendur. Þau vinnubrögð tíðkist
meðal fasteignasala að innheimta
umrædda þóknun af kaupendum fast-
eigna, en Neytendasamtökin segja að
klausu um innheimtu slíkra gjalda
sé oft og tíðum skotið inn í kauptil-
boð og því komi gjaldtakan aftan að
íbúðakaupendum. Lýsa neytenda-
samtökin því yfir að „fasteignasalar
geti ekki byggt neinn rétt á lítilli
grein sem skotið er inn í kauptilboð",
eins og segir orðrétt í yfirlýsingunni.
Telja samtökin að gera þurfi sérstak-
an samning við fasteignakaupendur,
ef innheimta á umrædda þóknun og
kynna kaupanda hvað í henni felist.
Eðlilegt að slíkt gjald sé inn-
heimt
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri
Félags fasteignasala, segir mjög mis-
munandi hvort fasteignasalar inn-
heimti umsýslugjald eða ekki. Ljóst
sé þó að slíkt sé fullkomlega leyfilegt.
Ástæðan fyrir innheimtu gjaldsins
lægi í því að fasteignasalar sinni
fjölþættri þjónustu fyrir kaupendur
fasteigna og þeim bæri að veija hag
þeirra í einu og öllu. Grétar bendir
á að milli 80 og 90% þeirra lögsókna,
sem fasteignasalar yrðu fyrir, væru
frá kaupendum fasteigna komin.
Þær gerðu kröfu um fullkomna ráð-
gjöf frá fasteignasala sínum og að ef
honum yrði á gæti kaupandi sótt rétt
sinn, þ.e. stefnt fasteignasala og kraf-
ist skaðabóta. Því væri fullkomlega
réttlætanlegt að krefja kaupendur
um greiðslu fyrir veitta þjónustu.
„Það er hins vegar ákaflega mikil-
vægt að samningur um þetta sé gerð-
ur við kaupanda áður en fasteignavið-
skipti eiga sér stað og að kaupanda
sé skýra frá því að slíkt gjald verði
tekið,“ sagði Grétar að lokum.
z
SSODIAC
Stööugir - Áreiöanlegir
Tlraustir
slöngubátar
Zodiac
áratuga reynsla á íslandi
Verð fr*
98.197 kr.
ELLINGSEN
Opiö virka daga kl. 8-18, laugard. kl. 10-14
Sími 580 8500
Milljarðar í iþróttastyrki
á næstu árum
Samningur milli íþróttafélaganna og Reykjavíkurborgar var
undirritaður í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
í gær voru undirritaðir samstarfs-
samningar upp á 4,4 milljarða króna
milli Reykjavíkurborgar, ITR, ÍBR
og 16 íþróttafélaga í Reykjavík.
Samningarnir eru vegna ár-
anna 2005-2008 og taka á
ferða-, húsaleigu-, vallar-
og æfingastyrkjum til fé-
laganna. Einnig er gert
ráð fyrir styrkjum vegna
ráðninga íþróttafull-
trúa hjá íþróttafélögun-
um, sem og til reksturs
skrifstofu félaganna og
annarrar þjónustu.
Á að bæta þjónustu
Samningarnir kveða á
um samstarf Reykjavík-
Ríkið
hætti
að dreifa klámi
Fulltrúar nokkurra kvennasamtaka
hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem
stjómvöld eru meðal annars hvött til
að stöðva dreifingu ríkisfyrirtækja á
klámi.
í yfirlýsingunni er bent
á að Síminn hafi um nokk-
urt skeið dreift og selt
aðgang að stöðinni Adult
Channel í gegnum breið-
bandið. Ennfremur að Skjár
1, sem er að hluta til í eigu
Símans, hafi nýverið gert samn-
ing við sjónvarpsstöðina Playboy
TV um dreifingu á klámefni. Að lok-
um er bent á að fyrirtæki í einkaeigu
stundi einnig dreifingu og sölu klám-
efnis. 365 ljósvakamiðlar eru nefndir
sérstaklega í þessu samhengi og bent
á að fyrirtækið selji aðgang að klám-
stöðinni Private Blue í gegnum
Digital ísland.
Dreifing á klámi bönnuð
í yfirlýsingunni er vitnað í 210.
grein hegningarlaga þar sem sagt
er:
Ef klám birtist á prenti, skal sá,
sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir
prentlögum, sæta sektum eða fang-
elsi allt að 6 mánuðum. Sömu refs-
ingu varðar það að búa til eða flytja
inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta
eða dreifa á annan hátt út klámrit-
um, klámmyndum eða öðrum
slíkum hlutum, eða hafa þá
opinberlega til sýnis.
ÞAKMÁLUN
S: 697 3592/8441011
urborgar, ÍBR og viðkomandi íþrótta-
félaga, þar sem m.a. koma fram þau
verkefni sem félögin taka að sér að
sinna. Þá er skilgreint hvað Reykja-
víkurborg leggur til vegna samstarfs-
ins. Markmið samninganna er m.a.
að skapa íþróttafélögunum sem best-
ar aðstæður til að reka starfsemi
sem tryggir íbúum hverfanna fyrsta
flokks þjónustu með hliðsjón af
íþróttanámskrá félaganna bæði hvað
varðar þjálfun barna, unglinga og af-
reksfólks og þjónustu vegna almenn-
ingsíþrótta og félagsstarfs.
Tryggja öflugt íþróttastarf
í tilkynningu vegna málsins segir
að með samningunum sé Reykja-
víkurborg og borgarbúum tryggt
öflugt íþróttastarf í viðkomandi
hverfi, heilsu og félagslífi
'X. borgaranna til heilla.
Þau félög sem gerður var
samningur við eru:
ÍBR, KR, Valur,
Fram, Ármann,
Þróttur, Víking-
ur, ÍR, Leikn-
ir, Fylkir,
Fjölnir, TBR,
Skautafélag-
; ið Björninn,
; Skautafélag
Reykjavík-
J ur, Júdófé-
lag Reykja-
víkur og
Sundfélagið
Ægir.
lotto.is
Sparisjóður Hafnarfjarðar:
Allt enn á huldu
um kaup á
stofnfjárhlutum
Enn hefur ekkert komið í Ijós um
hugsanleg uppkaup á stofnfjárhlut-
um í Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem
þrálátar fregnir hafa verið um und-
anfama daga. Stjórn sparisjóðsins
fundaði á miðvikudag, en Páll Páls-
son stjórnarformaður vill ekkert gefa
upp um efni hans og ber við banka-
leynd.
Ljóst má vera að þar hafi meint
uppkaup borist í tal, enda ber að til-
kynna öll viðskipti með stofnfjárhluti
til stjórnar sparisjóðsins, sem þarf að
samþykkja þau til þess að af þeim
geti orðið. Ef fregnir um að meiri-
hluti stofnfjárhluta sé þegar seldur
eða kaupsamningar hafi verið gerð-
ir þar um, má þó ljóst vera að sam-
þykki stjórnarinnar er formsatriði
eitt. Ekki hefur fengist upplýst hvort
tilkynning um stofnfjársölu hafi ver-
ið lagðar fyrir funchnn, en á hinn
bóginn hefur legið fyrir beiðni fimm
stofnfjárhafa um stofnfjárhafafund.
Á honum hyggjast þeir óska upplýs-
inga um það hvað stjómin hyggst fyr-
ir með sjóðinn.
Blaðið greindi frá því fyrir skömmu
að orðrómur væri uppi um að KB
banki stæði að baki kaupunum í gegn-
um Sparisjóð Kaupþings, en lög um
sparisjóði heimila þeim að sameinast
öðrum sparisjóðum næsta hindrunar-
laust, meðan verulegar tálmanir em
fyrir yfirtöku annarra fjármálastofn-
ana á sparisjóðum. Jónas Sigurgeirs-
son, forstöðumaður fjárfestatengsla
KB banka, segir þessar vangaveltur
úr lausu lofti gripnar. „Það er alveg
á hreinu, KB banki stendur ekki á
bak við þessi kaup eða kauptilboð að
nokkru leyti.“
Alþjóðlegt vináttuhlaup
á íslandi
Frá upphafi hlaupsins í New York 16. apríl.
Á morgun kemur alþjóðlega Vináttu-
hlaupið, „World Harmony Run“, til
íslands og ætlar Alfreð Þorsteinsson,
forseti borgarstjórnar, að ýta því úr
vör með því að tendra á kyndli sem
fer svo hringinn í kringum Iandið.
Hlaupið hófst í New York borg 16.
apríl og verður kyndillinn borinn á
milli 70 landa í öllum heimsálfum til
að efla vináttu, skilning og umburðar-
lyndi. Farið verður af stað frá Höfða
klukkan 10 á morgun en hópur hlaup-
ara frá maraþonliði Sri Chinmoy
ætlar að passa að kyndillinn komist
þá 1.534 kílómetra sem hringurinn
í kringum fsland er. Aðstandendur
hlaupsins hvetja alla til þess að taka
þátt og stíga þannig skref í þágu al-
þjóðlegrar vináttu.