blaðið

Ulloq

blaðið - 01.07.2005, Qupperneq 14

blaðið - 01.07.2005, Qupperneq 14
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kárí Ragnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-3701. Simbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar® vbt.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Að eyðileggja ímynd sína Það ber að fagna framtaki Iceland Express, sem í gær hætti að selja blöðin DV og Hér og nú í vélum sínum. Framkvæmdastjóri félagsins lét hafa eftir sér að „ritstjómarstefna blaðanna væri ógeðfelld" og að Iceland Express vildi ekki láta tengja sig við hana. Þama er félag sem bmgðist hefur við af ábyrgð og festu. Óskandi væri að önnur fyrirtæki fæm að dæmi Iceland Express. Áfram verður þó væntanlega hægt að kaupa DV og Hér og nú í versl- unum Baugs og fer Bónus þar fremst í flokki. Þar munu áfram verða blaðastandar við kassana þar sem boðið verður upp á afurðir félagsins. Á veggjum andspænis kössunum verður áfram bmgðið upp risastórum auglýsingum af forsíðu DV, þar sem smjattað er á einkalífi þekktra og óþekktra einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar verða áfram yfirlýsingar um einkahagi fólks, fyrirsagnir sem gera ekkert annað en að meiða þá sem í hlut eiga og valda nánustu ástvinum þeirra sársauka. Allt þetta verður áfram í boði Baugs, helsta útgefanda DV og Hér og nú. Þar á bæ hafa menn litlar áhyggjur, enda upplýsti Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður 365 miðla, í Blaðinu í gær að stjórnarfundur yrði ekki haldinn fyrr en í byijun ágúst. Fram að þeim tíma, að minnsta kosti, hef- ur félagið gefið veiðileyfi á æm einstaklinga. Fram að þeim tíma mega DV og Hér og nú hamast á þeim sem falla ekki í kramið hjá ritstjórnum blaðanna. Fram að þeim tíma fá menn eins og Jónas Kristjánsson, Mika- el Torfason, Eiríkur Jónsson og Símon Birgisson að leika lausum hala. Líklega gera forsvarsmenn 365 sér vonir um að málið verði gleymt á þeim tíma þannig að ekkert þurfi að gera. í leiðara Blaðsins í fyrradag var fjallað um ábyrgð eigenda og útgefenda - ábyrgð Baugs í þessu tilviki. Það er engu líkara en stjórnarformaður 365 átti sig ekki enn á þeirri afar eríiðu stöðu sem hann er kominn í. Og það sem verra er - honum viróist vera nákvæmlega sama um ærumeið- ingar og mannorðsmorð þeirra miðla sem hann stýrir. Málsvörn mann- orðsmorðingjans er nefnilega engin í þeim tilvikum sem hafa komið upp undanfama daga. Staða Baugs Group er þó undarlegri í öllu þessu máli. Hér er félag sem eyðir hundruðum milljóna króna í að bæta og skapa sér góða ímynd. Fá- um félögum hefur enda tekist það betur á liðnum árum, þökk sé elju og dugnaði þeirra feðga, Jóhannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar. Þeir hafa verið í fararbroddi þeirra sem hafa bætt lífskjör alþýðu manna með lægra vöruverði. Því er það vægast sagt undarlegt að þessari miklu vinnu og þessum glæsilega árangri skuli vera hent út um glugg- ann í einu vetfangi, í þeim tilgangi einum að halda úti mannskemmandi slúðurblöðum. Því er vart trúandi að þessir menn geti, samvisku sinnar vegna, staðið í þessari útgáfustarfsemi mikið lengur. Því fyrr sem því lýkur, því betra fyrir alla aðila. Það er fyrir löngu komið nóg. Giftingar samkynhneigðra Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar Ússur Skarphéðinsson Það er grundvallarréttur sérhvers trúaðs manns að fá blessun kirkj- unnar yfir samband sitt við annan einstakling. Hvers vegna mega sam- kynhneigðir þá ekki gifta sig í kirkju ef þeir vilja? Guð fer ekki í mannagrein- arálit. Ef samband byggist á þeirri gagnkvæmu ást og virðingu, sem ergrundvöll- ur sérhvers langvarandi sambands tveggja einstak- linga, er fráleitt að kyn- hneigð skipti máli. Það er ranglátt og óveijandi á okkar tímum að kirkjan og löggjafinn séu í farar- broddi fyrir mismunun gegn samkynhneigðum Samkynhneigðir mega nú til dags búa í staðfestri samvist. Ég var ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar þar sem fram komu jákvæð kynslóðaskipti um viðhorf til samkyn- hneigðra. Sú ríkisstjóm lagði til með mikilli ánægu að staðfest samvist yrði heimiluð. Þáverandi dóms- málaráðherra, Þorsteinn Pálsson, gekk enn lengra og að hans frumkvæði var samþykkt lagaheim- ild um sameiginlega forsjá barna samkynhneigðra í staðfestri samvist. Vegna þessara nýmæla voru íslend- ingar því um hríð fremstir allra þjóða varðandi réttindi samkynhneigðra. Þörf á að breyta hjúskaparlögum Síðan hafa réttarbætur samkyn- hneigðum til handa verið alltof hægar. Við þurfum því að taka ný skref varðandi réttarbætur handa samkynhneigðum. Ann- ars vegar þarf strax á næsta þingi aö leiða í lög að þeir hafi sama rétt til að frumættleiða og aðr- ir, - enda fari þeir í gegnum sama nálar- auga hins opinbera og við hin sem höf- um ættleitt börn. Hins vegar verður að breyta hjúskap- arlögum þannig að samkynhneigðir eigi sama kost og aðrir á því að fá kirkjulega vígslu. Kanadíska þingið hefur nýlega samþykkt lög sem leyfa slíkt, og Belgía og Holland hafa þeg- ar gert hið sama. ísland á að feta í þessi fótspor. Ég tel að vísu að það eigi ekki að þvinga forstöðumenn trúarsafnaða til að fram- kvæma slíka vígslu ef það er andstætt skoðunum þeirra, en heimildin á að vera fyrir hendi. Það er nóg af klerk- um sem eru reiðubúnir til að vígja samkynhneigða í hjónaband ef lögin heimila það á annað borð. Lög í andstöðu við stjórnarskrána Stjórnarskránni var breytt árið 1995, þar sem sett var inn ákvæði sem með ótvíræðum hætti var þann- ig túlkað af okkur sem samþykktu þau lög, að samkynhneigðum væri tryggt algert jafnræði á við aðra. í eldri lögum frá 1993, sem gilda um hjúskap, er hins vegar ákvæði um skilyrði fyrir hjónavígslu þar sem fortakslaust er sagt að hjónaband verði að vera milli karls og konu. Þessi eldri lög eru einfaldlega í andstöðu við stjórnarskrána eftir breytinguna frá 1995. Þau eru líka í andstöðu við almennan skilning sam- tímans á stöðu samkynhneigðra. Lög- in eigaekki að banna fólki það sem eng- an meiðir. Kirkjan og löggjafinn mega ekki viðhalda gömlum fordómum. Þess vegna munum við frjálslyndir þingmenn beita okkur fyrir nauðsyn- legum breytingum á þessu ákvæði strax í haust - ef ríkisstjórnin gerir það ekki sjálf. http://ossur.hexia.net „Það er nóg af klerkum sem eru reiðubúnir til að vígja samkyn- hneigða í hjónaband ef lögin heimila það á ann- að borð.“ Nýr umboðsaðili UPS á íslandi! Frá og meó 1. júlí munu Vallarvinir ehf. taka viö umboði hraósendingafyrirtækisins UPS á íslandi. Þessi breyting er liður í aó bjóóa vióskiptavinum UPS aukna og bætta þjónustu sem kynnt verður nánar á næstu vikum. Nýtt þjónustunúmer UPS er 420 0900 Vallarvinir ehf. Authorized Service Contractor for UPS Bygging 10, Keflavikurflugvöllur P.O. Box 40, IS 232 Keflavík Sími 420 0900 - Fax 420 0901 http://www.express.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.