blaðið - 01.07.2005, Side 16

blaðið - 01.07.2005, Side 16
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið 9 500 g innanlærisvöivi 4mskóltfuolía nýmaladur pipar 1/2 dl tómatsafi safi úr 1/2 sítrónu salt eikariaufssalat, lambhagasalat eda annað áþekkt salat 2-3 vorlaukar (eóa 1 knippi graslaukurj nokkur fersk mintulauf (má sleppa) Kjötiö skoriö í þunnar sneiöar, helst ekki þykkari en 6- 8 mm. Plastfilma breidd á bretti, sneiðunum raðað á hana, ónnur filma lögð yfír og sneiðarnar barðar létt eða pressaðar með kökukefli til að gera þær þynnri. Siðan eru þær penslaðar á báðum hliðum með 2 msk af olfunni, kryddaðar með nýmöluðum pipar og látnar standa 110-15 mtnútur. Grillpanna eða venjuleg, þykkbotna panna hituð vel og kjötið snöggsteikt við háan hita, 1-1 mtnútu á hvorri hlið. Tekið af pönnunni og látið standa í nokkrar mínútur. Afgangurinn af olfunni (2 mskj setturiskál ogtómatsafa, sftrónusafa, pipar og salti þeytt saman við. Kjötið skorið í ræmur ogsett út í sósuna. Salatblöðin rifín niður eða skorin (ræmur, vorlaukurinn saxaður og mintulaufín rifin niður. Blandað saman vlð kjötið og sósuna og sett t salatskál. Ájfdícdýet — fótíufrAettun Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldl uppskrifta á www.lambakjot.is Árekstur við halastjörnu Deep Impact er verkefni á vegum bandarísku geimferðastofnunarinn- ar (NASA) sem beðið hefur verið eft- ir með mikilli eftirvæntingu. Deep Impact geimfarið hefur verið u.þ.b. sex mánuði á leið sinni upp að hala- stjömunni 9P/Tempel 1. Á mánudag- inn mun verkeíhið ná hámarki þegar sprengdur verður gígur á yfirborði halastjörnunnar. Til þess er sérstakt árekstrarfar, sem er fast á sjálfu brautarfarinu. Árekstrarfarið mun losna frá brautarfarinu og rekast á halastjörnuna og er brautarfarinu ætlað að safna hinum ýmsu upplýs- ingum um áreksturinn. í leit að fyrsta efninu Markmið leiðangursins em marg- þætt. Fyrst og fremst vilja stjörnu- fræðingar rannsaka gígamyndun í sólkerfinu og ákvarða efnasamsetn- ingu halastjörnunnar. Vonast vís- indamenn til að þetta varpi ljósi á upprunalegan efnivið sólkerfisins, þar sem halastjömur eru taldar með elstu fyrirbærum þess. Risavaxin sprenging Árekstrarfarið mun rekast á hala- stjörnuna á 10,2 km hraða á sekúndu og hreyfiorkan sem losnar mun svara til 4,8 tonna af dínamíti. Líkja má árekstrinum við þegar steinn skýst í vöruflutningabíl, svo hann mun lít- il áhrif hafa á sjálfa halastjörnuna. Vísindamenn vita þó hvorki nákvæm- lega hvert umfang árekstrarins verð- ur né hversu stór gígur myndast. Það er mikið í húfi og margt gæti farið úrskeiðis en aðstandendur verkefnis- ins eru vongóðir um að allt gangi vel. „Stærsta áhættan er líklega fólgin í því að hitta ekki halastjörnuna. Við viljum einnig vera viss um að rekast á halastjörnuna á upplýstu hliðinni, til þess að við sjáum gíginn sem mjmdast. Við gætum verið óheppin ef yfirborð halastjörnunnar er mjög ójafnt," segir Karen J. Meech, ein af rannsakendum verkefnisins. íslendingar fylgjast með Karen kom hingað til lands í októb- er á síðasta ári og flutti fyrirlestur um Deep Impact verkefnið á fundi Stj örnuskoðunarfélags Seltj arnar- ness. íslendingar hafa verið áhuga- samir um verkefnið og í vikunni hélt hópur ungs fólks til Havaii, þar sem ætlunin er að fylgjast með árekstrin- um. Ferðin er afrakstur Deep Impact verkefnis framhaldsskólanema sem hafa unnið úr myndum af Tempel 1 halastjörnunni frá Faulkes-sjónauk- anum á Havaii. Allt samkvæmt áætlun Geimfarinu hefur vegnað vel hingað til, fyrir utan eitt vandamál sem kom upp í myndunarbúnaði geimfarsins. Það hefur nú verið leyst og er ekkert að vanbúnaði fyrir sjálfan árekstur- inn á mánudaginn. Áreksturinn mun eiga sér stað kl 05.52 að íslenskum tíma en mun ekki sjást héðan. Blaðið mun birta frétt um hvernig til tókst en áhugasamir geta aflað sér upp- lýsinga um Deep Impact verkefnið á Stjörnufræðivefnum (www.stjorn- uskodun.is). Reikistjörnuleit Síðan fyrsta reikistjama utan okk- ar sólkerfis fannst árið 1995 hefur reikistjörnuleit verið nýjasta „æðið“ í stjörnufræðigeiranum. í hveijum mánuði fær umheimurinn nýjar fréttir um reikistjörnur utan okkar sólkerfis. En hvers vegna er þetta svona spennandi svið? Það eru flest- ir sammála því að hér sé ekki að- eins um könnunarþrá mannsins að ræða heldur einnig leit okkar að lífi. Draumur fjölmargra stjörnufræðinga er að finna lífvænlega reikistjömu ut- an okkar sólkerfis. Við mennirnir eigum ekki í neinum erfiðleikum með að mynda reikistjöm- ur okkar sólkerfis. Könnunarfarir okkar hafa heimsótt allar reikistjörn- ur þess (nema Plútó) svo við höfum ágætis sýn yfir sólkerfið. Annað gildir þó um önnur sólkerfi í margra ljósára fjarlægð. Við sjáum stjörnur einungis sem ljóspunkta í geimnum og getum ekki greint reikistjörnur á braut um þær, jafnvel með öflugustu sjónauk- um dagsins í dag. Hvemig fara menn þá að þegar þeir segjast hafa fundið slíka reiki- stjörnu? Stj ömufræðingar nýta sér oft- ast þyngdaráhrif stórra reikistjarna á sjálfa stjörnuna. Þyngdarkraftur massamikillar stjömunnar togar fast í reikistjörnuna til að halda henni á braut um sig. Eins togar reikistjam- an (sem er miklu massaminni) örlít- ið í stjörmma. Þessi þyngdarverkun veldur örlítilli hringhreyfingu stjöm- unnar, eða því sem stjömufræðingar kalla þyngdarvagg. Þessi litla hreyf- ing er oftast nægileg til að stjörnu- fræðingar nemi hana. Út frá þessu geta þeir reiknað út hinar ýmsu upp- lýsingar um reikistjömuna, sem er þeim í raun ósýnileg! Núna eru 155 reikistjörnur utan okkar sólkerfis þekktar og fer sú tala sífellt hækkandi. Flestar þessara reikistjama eru massamiklir gasris- ar, þ.e. stórar úr gasi, svipaðar Júp- íter. Við höfum þó mestan áhuga á reikistjörnum sem líkjast jörðinni, þ.e. litlum og þéttum reikistjörnum. Nýlega var tilkynnt að fundist hafi reikistjarna umhverfis stjörnuna Gliese 876. Þetta er þá þriðja reiki- stjarnan sem finnst umhverfis þessa tilteknu stjörnu. Það sem gerir þenn- an fund sérstakan er að reikistjarnan er aðeins um 6-9 sinnum massameiri en jörðin. Mun þetta vera massa- minnsta reikistjarna sem fundist hef- ur utan okkar sólkerfis en því massa- minni sem þær em, því erfiðara er að finna þær. Þrátt fyrir stórmerkan fund telja vísindamenn nánast útilok- að að á henni þrífist líf þar sem hún er ákaflega nálægt sólstjömu sinni og með stuttan umferðartíma. Eitt ár á reikistjörnunni er um 46 klst. og er yfirborðshitinn talinn vera á bilinu 200°-400°C. Enn höfum við ekki búnað til að sjá (og ljósmynda) reikistjörnur utan sólkerfis okkar en það gæti breyst í nánustu framtíð. Mörg verkefni geim- ferðastofnanna munu líta dagsins ljós á næstu árum, sem tengjast reiki- stjörnuleit. Þau verkefni, sem helst er beðið eftir, em Terrestrial Planet Finder verkefnið á vegum NASA og Darwin-verkefnið á vegum ESA. Þau byggjast bæði á tækni sem felst í upp- stillingu nokkurra geimsjónauka á braut um jörðina. Með þeim ætti að vera unnt að sjá litlar reilristjörnur á borð við jörðina og efnagreina þær að einhverju leyti. Útlit er fyrir að þetta komist í gagnið um eða eftir árið 2014. Þangað til bíðum við spennt. Kári Helgason

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.