blaðið - 01.07.2005, Page 18
IfXJpTJ
kynjanna
föstudagur, 1. júlí 2005 I blaðið
Hann er bara
ekki svo hrifinn af þér
- Bókin sem kennir konum að sjá hlutina í réttu Ijósi...
halldora@vbl.is
<■111:1: „1
Bókín He's Just Not That
Into You hefur tröllriðið
markaðnum í Bandaríkj-
unum og hefur undanfar-
in misseri einnig verið
að ryðja sér til rúms víðs
vegar í heiminum og vak-
ið mikil viðbrögð og eftir-
tekt. Höfundamir, Greg
Behrendt og Liz Tucc-
illo, sameina þama
krafta sína og reyna
eftir fremsta megni að
koma konum í skiln-
ing um sannleikann
á bak við hegðun
karlmEuina þegar til
kastanna kemur, en
þau vilja meina að
konur misskilji upp til
hópa skilaboð karlmanna og búi til af-
sakanir þeim til handa um ástæður
þess hversu erfitt geti verið að ná at-
hygli þeirra. Setningar á borð við t.d.:
„Hann vill ekki eyðileggja vináttuna,"
Jlonum stafar ógn af mér og því fer
hann hægt í sakimar," „Það er svo
mikið að gera hjá honum," og „Hann
er auðvitað bara nýkomin úr sam-
bandi,“ em að mati tvíeykisins dæmi-
gerðar þegar konur reyna að sann-
færa sjálfar sig og vinkonur sínar um
að það hljóti nú að vera önnur ástæða
fyrir hegðun hans en sú að hann
skuli hreinlega ekki vera spenntur
"HIAIJI
"<CIU.o
he 's j"si
. nOtihm
"u°you
*
fyrir áffamhald-
andi sam-
bandi. í
bókinni
sýna höf-
undar kon-
um hvem-
ig bregðast
eigi við ank-
annalegri
hegðun karl-
manna og
segja að þrátt
fyrirfógurfyr-
irheit séu þær
hreinlega að
sóa tíma sín-
um til einskis.
Karlmenn
ekki eins
flóknirog kon-
ur vilja halda
fram
Greg og Liz segja aðaltilganginn með
bókinni vera að sýna konum ffam á
að karlmenn séu einfaldlega ekki
eins flóknir og konur haldi, þó svo
að þeir vilji kannski að þær standi
í þeirri trú. Það séu engin misskilin
skilaboð; ef hann er of upptekinn til
að hitta hana, heldur ffamhjá þótt
hann segist elska hana, sýnir henni
lítinn áhuga og setur hana neðarlega
í forgangsröðina, er hann hreint út
sagt ekki ástfanginn og ekki ástæða
til að halda í vonina um það á einn né
annan hátt. Konur eiga ekki að vera
í afneitun þegar viðkemur körlum og
gera sér grein fyrir því hvemig í pott-
inn er búið.
Það sem hins vegar hefur í aldanna
rás gefið konum hugmynd um annað
en í raun er, gæti, að mati höfund-
anna, verið það að karlmenn lýsi ffek-
ar skoðun sinni í ffamkvæmdum en
í tali. Þau vilja meina að ansi margt
renni stoðum undir að karlmenn séu,
öfugt við kvenfólkið, hræddir við
að segja hug sinn ef þeir hafa ekki
áhuga á konunni - en hvort það er af
ótta við að særa konuna eður ei skal
ósagt látið.
Allt vitlaust í sölu eftir umfjöll-
un í Opruh
Eftir að He's Just Not That Into You
vom gerð góð skil í þætti Opruh Win-
ffey ætlaði allt irni koll að keyra í
Bandaríkjunum og konur flykktust
í bókabúðimar með það fyrir augum
að ná eintaki af bókinni. í kjölfarið
hafa margar komið ffam og talað um
kosti hennar, að hún sé ein sú besta
þegar viðkemur þessum efnum og að
hver og ein geti virkilega farið að sjá
hlutina í réttu ljósi.
Liz Tuccillo segist hafa vitað að
bókin yrði afar vinsæl um leið og þau
ákváðu að skrifa hana en hún stend-
ur í þeirri trú að margt breytist í sam-
skiptavenjum kvenna við hitt kynið í
kjölfar bókarinnar. „Ég vissi um leið
að bókin yrði tekin fyrir í Opmh og
öllum þáttum, auk þess sem konur
myndu breytast til muna og taka
mark á því sem við emm að segja.
Það er æðislegt að heyra um allt að
konur séu að hlusta á mann og taki
sér tak,“ segir Liz, og bætir því við
að það sé góð tilfinning að vera með
þessu jafnvel að bjarga mörgum kon-
unum ffá mikilli depurð.
Skyndilega á lausu
- Fimm þrep í áttina að betri líðan
halldora@vbl.is
Setningin „Lífið er ekki bara dans á
rósum“ á oft við þegar kemur að sam-
skiptum kynjanna, en flestir lenda
einhvem tímann á lífsleiðinni í því að
vera hafnað af þeim sem hann elskar.
Höfnun sem slík, eða óviðráðanlegar
aðstæður, sem gera það að verkum
að til sambandsshta þurfi að koma,
geta riðið einum einstaklingi að fullu
og gert líf hans óbærilegt í ákveðinn
tíma. Þó svo að fólk hafi sjálfl viljann
fyrir því að ganga úr sambandinu
breytir það ekki þeirri staðreynd að
viðkomandi er orðinn einn í tilver-
unni og þarf að feta sig undir nýjum
kringumstæðum.
Fæstir fara í gegnum ævina án
þess að verða fyrir þessari reynslu
en hún getur verið mörgum afar erf-
ið viðureignar og hleypt af stað alls
kyns illgresi sem gert hefur sér stað í
skúmaskotum sálarinnar.
• Ekki fara í afneitun. Sumir
hverjir halda áfram upp á hluti
sem makinn átti og bíða með það
í lengstu lög að fjarlægja tann-
burstann eða aðra persónulega
hluti sem viðkomandi á. Það er
mikill misskilningur, og gerir hlut-
ina enn verri fyrir vikið. Mikilvægt
er að gera sér strax grein fyrir
stöðu mála og halda þannig áfram
eigin lífi með það fyrir augum að
koma sér í gott og betra jafnvægi.
Að fara í ræktina, lesa sjálfshjálp-
arbækur, stunda einhvern félags-
skap eða áhugamál og margt fleira
getur hjálpað allverulega til.
• Hleyptu reiðinni út. Það er
allt í lagi að taka mynd af fyrrver-
andi og öskra á hana þegar reiðin
blossar upp. Aldrei er gott að bæla
slíkar tilfinningar með sér og mun
betra að taka á hlutunum og við-
urkenna reiðina hjá sjálfum sér.
I CAMBRIDGE A EIUGLAIMDI
Hafðu samband NÚNA
weststarmarketing@btinternet.com
eða ísíma 00447748424233
BÝÐUR UPP Á ALLT, FLOTTAR VERSLANIR,
TRÁBÆRA.....VEITINGASTAÐI, GLÆSILEGA
GOLFVELLI, GET ÚTVEGAÐ HÓTEL MEÐ
ÖLLU SEM ÞARF FYRIR ÁRSHÁTIÐINA.
Cambridge er aðeins í 45 mín. fjarlægð
frá miðborg London með lest. Geteinnig
útvegað miða á knattspyrnuleiki
Varast skal hins vegar að ganga
of langt, en reiði er tilfinning sem
getur auðveldlega leitt til haturs -
það vill enginn. Kláraðu bara reið-
ina á sómasamlegan hátt og haltu
svo áfram leiðinni til betra lífs.
• Talaðu við þriðja aðilann.
í stað þess að vera síhringjandi í
þinn fyrrverandi og ræða málin við
hann/hana skaltu tala við einhvern
sem þú getur rætt opinskátt við
um tilfinningarnar. Sálfræðimeð-
ferð getur komið sér vel, auk þess
sem mjög gott er að létta á sér við
fjölskyldu eða nánustu vini. Mikil-
vægt er að tala við fólk þar sem
gagnkvæm virðing er og þú getur
hlustað á ráð þeirra. Þá er gott að
rifja upp verstu hliðarnar á sam-
bandinu svo auðveldara sé um vik
að gleyma hinu góða.
• Taktu þér taki og farðu
út. Þó svo að eðlilegt sé að vera
heima við fyrstu dagana og vilja
ekki mikið fara út á meðal fólks
er afar nauðsynlegt að gera það
á ákveðnum tímapunkti. Það kem-
ur að því að þú verður hreinlega
að gera þig fína/n og hitta fólk, en
að vera í góðum félagsskap kem-
ur í veg fyrir að yfirgengileg dep-
urð geri vart við sig. Ekki hanga
heima og drekkja sorgum þínum,
né liggja uppi í rúmi og stara upp í
loftið - skelltu þér út og hittu fólk
- staðan verður án efa mun betri.
• Hugsaðu fram í tímann.
Ekki festast í nútíðinni, hugsaðu
með þér að framtíðin eigi eftir að
bera eitthvað gott í skauti sér og
að innan tíðar verði líðanin önnur.
Þá getur sumum reynst vel að fara
á stefnumót eftir ákveðinn tíma til
þess að gera sér sem best grein
fyrir stöðu sinni - að þú sért ekki í
sambandi og stjórnir þér sjálf/ur.