blaðið - 01.07.2005, Qupperneq 27
blaðið I föstudagur, 1. júlí 2005
Smáauglýsingar
510-3737
Auglýsingadeild
510-3744
Ritstjórn
510-3799
Skiptiborð
510-3700
blaðiö=
Þrjár íslenskar hljóm
sveitir hita upp fyrir
Snoop Dogg
Nú er loksins komið á hreint hvaða
íslensku hljómsveitir hita upp fyrir
Snoop Dogg og hljómsveitina hans,
Snoopadelics, í Egilshöll 17. júlí næst-
komandi.
Samkvæmt aðstandendum tónleik-
anna voru fjölmargar sveitir sem sótt-
ust eftir að fá að spila á undan hip-
hop-meistaranum en að lokum voru
Forgotten Lores, Hjálmar og Hæsta
höndin valdar úr þeim hópi. Forgott-
en Lores hefur verið ein athyglisverð-
asta hiphop-sveit landsins í þó nokk-
urn tíma og vekja þeir mikla athygli
og hrifningu í hvert sinn sem þeir
stíga á svið. Þeir eru nú með aðra
plötu í vinnslu en Týndi hlekkurinn
kom út fyrir um tveimur árum og
fékk einróma lof gagnrýnenda. Reggí-
sveitina Hjálma þekkja flestir, enda
hafa þeir félagar verið duglegir við að
fylgja plötunni Hljóðlega af stað eftir
með tónleikum, bæði hér heima sem
og erlendis, og eiga í engum vandræð-
um með að fá áhorfendur til að dilla
sér í takt á dansgólfinu. Hljómsveitin
Hæsta höndin með Erp Eyvindarson
í fararbroddi er ekki ókunn því að
hita upp fyrir stóra rappara, en þeir
spiluðu á undan 50 Cent og G-Unit
í Laugardalshöllinni seinasta sumar.
Auk hljómsveitanna þriggja þeyta
plötusnúðarnir Robbi Rampage og
Gísli Galdur skífum og halda uppi
flörinu um leið og húsið er opnað og
á milli atriða. Miðasala er enn í full-
um gangi á tónleikana en miðaverð
er 5.900 krónur.
ÍSANGELSES í
Kling og Bang
Á laugardaginn verður opnuð sýning- armennirnir Hekla Dögg Jónsdóttir
iníSÁNGELSESi'KlingogBanggall- og Megan Whitmarsh sem sýna þar
eríi á Laugavegi 23. Það eru myndlist- verk sín. Megan Whitmarsh er starf-
Da Vinci Code
komin á fullt skrið
a n d i
í Los
A n g e -
les, en
Hekla Dögg
starfaði og bjó þar t i 1
margra ára þar til hún flutti til ís-
lands fyrir skömmu. Svo virðist sem
þessir tveir staðir, ísland og Los
Angeles, eigi ýmislegt sameiginlegt,
eins og rótgróna menningu, þjóðtrú,
stórbrotna náttúru og veðurfar, sam-
tal nútímans við fortíðina og óvænt
uppátæki móður nátturu. Öll þessi
atriði eru nýtt til sköpunar í sýning-
unni, sem er bæði litrík og fjölbreyti-
leg. Þar má finna striga með ísaum-
uðum smásenum og uppstillingum
sem sýna snjómenn, álfa, stúlkur,
kristalla, ísjaka, kletta prýdda smá-
um sígarettum, gullhálsmenum og
silfurfarsímum. Sýningin í Kling og
Bang galleríi verður til 24. júlí og
er opin fimmtudaga-sunnudaga frá
klukkan 14-18. Opnunin er klukkan
17 á morgun.
Tökur eru hafnar á myndinni
The Da Vinci Code sem gerð
er eftir samnefndri bók rithöf-
undarins Dans Brown. Það er Ron
Howard sem leikstýrir myndinni
en hún skartar meðal annars Tom
Hanks, Jean Reno, Audrey Tautou,
Ian McKellen, Alfred Molina og Paul
Bettany í aðalhlutverkum. Tökur hóf-
ust á Ritz-hótelinu í París og eiga að
halda áfram í umhverfi Louvre-safns-
ins, sem gegnir einmitt mikilvægu
hlutverki í bókinni, áður en tökulið-
ið heldur til Bretlands. Myndin á að
vera tilbúin til sýninga í maí á næsta
ári.