blaðið - 05.07.2005, Page 8
þriðjudagur, 5. júlí 2005 I blaðið
Hámarks öryggisgæsla
á leiðtogafundi G8
bjornbragi@vbl.is
Með 6 feta háum og 8 kílómetra löng-
um stálhring, 10 þúsund lögreglu-
mönnum í viðbragðsstöðu, ógrynni
öryggismyndavéla og fjölmörgum
varðturnum verður Gleneagles-hótel-
ið varið með hámarks öryggisgæslu
þegar valdamestu menn heimsins
hittast þar á morgun. Þá er öll flug-
umferð í námunda við svæðið strang-
lega bönnuð og minnst tvær öryggis-
þyrlur munu sveima yfir svæðinu.
Fundurinn stendur frá miðvikudegi
til fóstudags.
John Vine, yfirlögregluþjónn í Tay-
side-lögreglunni, hefur síðustu 18
mánuði undirbúið komu þjóðarleið-
toganna. Lið hans er búið undir þús-
undir mótmælenda sem vilja trufla
fundinn og þann möguleika að hryðju-
verkaárás verði gerð. Vine sagði að
hver sá sem gerði tilraun til að fara
yfir stálgirðinguna }Tði handtekinn.
Á hótelinu sjálfu þar sem leiðtogar
Bretlands, Bandaríkjanna, Frakk-
lands, Þýskalands, Rússlands, Kan-
ada, Japan og Ítalíu hittast eru svo
enn frekari öryggisráðstafanir sem
lögregluyfirvöld vildu ekki útskýra
nánar. Þá hefur bensínsvöðvum um
allt Skotland verið meinað að selja
alla eldfima vökva í brúsum sem
mótmælendur gætu notað til vopna-
gerða.
Lögreglulið fjölmennt en yfir-
vegað
Skipuleggjendum öryggismála vegna
fundarins er enn í fersku minni þeg-
ar lögreglumaður skaut mótmælanda
á leiðtogafundi G8 í Genóa á Ítalíu
2001. Vine sagði að lögreglan myndi
reyna eftir fremsta megni að taka
á vandamálum með ró og reyna að
koma í veg fyrir allt uppþot. Þá yrðu
lögreglumenn í hefðbundnum búning-
um, brosandi og kurteisir. „Aðgerðir
okkar munu miða að því að ganga frá
málum hratt og örugglega. Við mun-
um reyna að taka vandræðaseggi úr
umferð og aðskilja þá frá friðsamleg-
um mótmælendum", sagði Vine.
Margir íbúar Gleneagles, sem er fal-
legur smábær í miðhluta Skotlands,
eru mjög ósáttir við að fundinum hafi
verið valin staður í bænum þeirra.
„Það er fáránlegt að lítið samfélag
eins og Gleneagles þurfi að umbera
þetta. Þessi fundur hefði frekar átt að
vera haldin úti á miðju Atlantshafi í
loftfari eða einhverju álíka", sagði
Colin White, slátrari í Gleneagles.
Lífstíðarfangelsl
fyrir nauðgun
16 ára gamall breskur drengur sem
nauðgaði kennslukonu sinni var
í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Drengurinn mun þó geta sótt um
reynslulausn eftir fjögur og hálft ár
en verður ekki látinn laus fyrr en
læknar munu fullyrða að hann sé
hættulaus samfélaginu. Drengurinn
var 15 ára gamall þegar atburðurinn
átti sér stað en konan 28 ára og hafði
aðeins starfað við skólann í tvo daga.
Læknir sem ræddi við drenginn sagði
að hegðun hans gæfi til kynna að lík-
ast til hafi hann ákveðið nauðgunina
með löngum fyrirfara.
Amma ákærð
fyrir morð
Yfirvöld í Oregon-fylki í Bandaríkjun-
um hafa gefið út morðákæru á hend-
ur konu sem sökuð er um að hafa
banað 4 ára gömlum dreng. Konan
var stjúpamma drengsins. Hafði hún
verið úti með hann en þegar hún kom
heim kvaðst hún hafa týnt honum.
Þremur dögum síðar vísaði hún svo
lögreglu á lík hans og var handtekin í
kjölfarið. Lögregluyfirvöld gáfu ekki
upp hvernig drengurinn dó en sögðu
að ljóst sé að um morð hafi verið að
ræða.
Lögreglumenn í átökum við mótmælendur í miðbæ Edinborgar í gær vegna G8
fundarins. Óeirðarlögregla átti í fullu kappi við að halda aftur af mótmælendum sem
margir beittu vopnum. Búist er við hundruð þúsundum mótmælenda til Skotlands og
eru þúsundir lögregluþjóna staddir í Gleneagles þar sem fundurinn fer fram.
Bandariski rapparinn Snoop Dogg kom fram á LIVE 8 en fór fyrir brjóstið á sumum.
Kvörtuðu vegna
fúkyrðaflaums á Live 8
FBI aðstoðar við írakskar rannsóknir
bjornbragi@vbl.is
írakar eru reiðubúnir að leyfa Banda-
ríkjamönnum að aðstoða þá við að
rannsaka morð og mannrán á opin-
berum embættismönnum. Þetta sagði
Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna en hann kom í óvænta
heimsókn til íraks á sunnudag.
Hinu óformlega samkomulagi sem
varðar rannsóknir á glæpum var náð
eftir að Gonzales fimdaði með for-
sætisráðlierra íraks, Ibrahim al-Jaa-
fari og lögreglu- og dómsyfirvöldum.
Gonzales ræddi einnig meðferð fanga
sem eru í haldi Bandaríkjahers og
væntanleg réttarhöld yfir Saddam
Hussein. Gonzales dvaldi í írak í sex
klukkutíma. „Það eru enn valdamikl-
ir glæpir, morð og mannrán sem hafa
ekki verið leidd til lykta. Ein af ástæð-
unum er sú að sönnungargögn liggja
ekki fyrir hendi,“ sagði Gonzales þeg-
ar hann kom aftur til Washington.
Gerðar voru miklar öryggisráðstaf-
anir vegna heimsóknar Gonzaels og
fengu fjölmiðlar ekkert að frétta fyrr sem hýsir embættismenn og stjórn-
en hann var kominn óhultur inn í hið sýslu í írak.
vandlega víggirta „Græna svæði,“
Alberto Gonzaels á blaðamannafundi í Irak í gær.
Hundruð sjónvarpsáhorfenda í Bret-
landi sem fylgdust með útsendingu
BBC frá Live 8 viðburðinum, kvört-
uðu við sjónvarpsstöðina vegna
blótsyrða ýmissa tónlistarmanna
sem komu fram. Bono, Madonna,
Snoop Dogg og meðlimir hljómsveit-
arinnar Green Day voru meðal fjöl-
margra sem komu fram og notuðu
hið forboðna f-orð. Sérstaklega fór
rapparinn Snoop Dogg fyrir bijóstið
á viðkvæmum en m.a. sönglaði hann
orðið „motherfy****" í sífellu í einu
laga sinna.
Talsmaður BBC sagði minnst 350
kvartanir hafa borist og bað alla þá
sem móðgast hefðu afsökunar fyrir
hönd stöðvarinnar. „Brýnt var fyrir
öllum listamönnum sem komu fram
áður en þeir fóru á svið að um beina
útsendingu væri að ræða og þeir
þyrftu að gæta orða sinna" sagði tals-
maðurinn. Sagði hann að kvartanirn-
ar yrðu þó að skoða í samhengi við
hið geysimikla áhorf sem viðburður-
inn fékk.
Takeru Kobayashi lýkur við síðustu bitana eftir að hafa sigrað í pylsuátskeppni Nat-
han’s, sem haldin er á Coney-eyju í New York ár hvert. í gær tókst honum að borða
49 pylsur á 12 mínútum. Kobayashi hefur þó gert Petur í greininni en honum hefur
tekist að borða 53 og hálfa pylsu á sama tíma. Kobayashi hefur sigrað í keppninni
fimm ár í röð.
lm'i'cr:F=?a
inbnl
seamge
Landsins mesta úrval fjarstýrðra bíla
Tómstundahúsið Nethyl 2 sími 5870600 www.tomstundahusid.is
Verð 10.950-
fTjj i tí 11 fkf~n
Verð frá 17.395-
onmntmm
*
Verð frá 29.900-
ffifcas
4
Verð frá 39.995-
Verð frá 43.900-
Klæðskiptingur
tók inntökupróf
fyrir systur sína
Ungri stúlku var vfsað frá inntöku-
prófi í fjölmiðladeild Moskvuháskóla
á sunnudag þar sem í ljós kom að hún
var strákur sem reyndi að ná prófun-
um fyrir systur sfna. Deildarforseti
fjölmiðladeildarinnar, Yasen Zasur-
sky, greindi frá því að öryggisstarfs-
menn sem gættu þess að próftakend-
ur væru ekki að svindla hefðu tekið
sérstaklega eftir stúlku með skæran
farða og „ákaflega kvenlega andlits-
drætti". Fannst öryggisvörðum brjóst
stúlkunnar grunsamleg þar sem þau
hafi verið „óviðjafnanlega stór“ og
héldu þeir að svindlmiða gæti verið
að finna inn á barmi hennar. Við nán-
ari aðgát sáu þeir að um gervibrjóst
var að ræða og eins og áður sagði var
ekki um neina stúlku að ræða. Ungi
maðurinn var rekinn úr prófsalnum
og systur hans var að auki meinaður
aðgangur að háskólanum.
ókeypis til
heimila og fyrirtækja
alla virka daga
blaóió