blaðið - 05.07.2005, Side 30

blaðið - 05.07.2005, Side 30
þriðjudagur, 5. júlí 2005 I blaðið LM/ ... Af sem áður var Það hefur verið gefin út ákæra. Loksins. Málið er stórt. Það er um- fangsmikið segja menn, hundruð yfirheyrslna skjalfærðar og skráð- ar eins og lög gera ráð fyrir og lekið í valda fjölmiðla. Það þarf að hafa almenningsálitið í lagi segja menn. Almannatenglar um allan bæ eru á yfirvinnutaxta við að stýra og stílfæra. Þetta er stríð. Penninn er máttugri en sverðið segja menn, allir nema Eiríkur Jóns. Og Mikki Torfa. Live 8 tónleikamir glymja lát- laust. Tekst að syngja þriðja heim- inn úr klóm H&M, Coka Cola og Bechtel? í forleik heyrist Jón Ger- ald Sullenberger, eða hvað hann heitir nú annars sá ágæti maður, beijast fyrir sínu á afar sérstöku afbrigði íslenskrar tungu. Hann hefur greinilega fengið tilsögn ekk- ert skrýtið kannski. Hann er alinn upp í útlöndum. Á milli stíðsfyrirsagna laumast litlar íréttir um lítil villidýr sem alin eru upp í manna höndum, neysluvísitöluna og hundrað ára afmæli loftskeytasambands við út- lönd. Það var nú gríðarlegtframfar- arspor fyrir íslendinga. Þjóðskáldið mikla, maðurinn sem stífstagaðist á klæðaleysi keis- arans, Einar Benediktsson mark- aði þetta mikilvæga og djúpa spor í þjóðarsöguna. Það er auðvitað ekki á allra færi að fóta sig í slíkum sporum og alltaf svolítið klaufalegt þegar minni menn reyna og reyna. En auðvitað er ekki hægt að ætl- ast til þess að venjulegir menn yrki Starkaðarstökur á milli þess sem blekið þomar á samningunum. Og Vodaphone kann ráð við því. Gamla þjóðskáldið er fengið til að skreyta stutta „frétt" um aldaraf- mæli loftskeytasambands. Hvort sem honum líkar betur eða verr. Einar fer í fína skreytingu og minn- isvarða við Höfða, bakkaður upp af þjóðþekktum og elskuðum sagn- fræðingi og gamanleikara í hlut- verki loftskeytamanns. Einar Ben. Þjóðhetjan frá þeim tíma þegar Islendingar voru að vakna úr dvala vistarbandsins eft- ir aldalanga kyrrstöðu undir stjórn íslenskra stórbænda að ógleymdri dönsku grýlunni. Einar Ben. sá ís- lendingur sem í upphafi 20. aldar holdgerði þá stóru drauma sem í dag em Islendingum sjálfsagður vemleiki, veruleikasjónvarpsefni, og ungvíkingunum nútímans heppilegt auglýsingaslagorð. Fyrirætlanir Einars vora löngu á undan samtíð hans og mættu því harðri andstöðu afturhaldsins á ís- landi. Hmm, hvað olh því? Æ, það var ekki komið neitt MTV. Þrátt fyrir þrusufínt tilboð í loftskeyta- stöð frá Einari og Marconi gekk Hannes kallinn Hafstein til þess að gefa Landssímanum einkaleyfi til loftskeytasendinga. Síðan era liðin mörg ár. Get up stand up, Stand up for your rights - glymur frá Live 8 í boði Baugs. Það er því miður ekki á færi ungvíkinganna að yrkja í anda Einars, ekki einu sinni al- mannatenglanna. Já, það er af sem áður var - eða hvað? SU DOKU Su Doku - 3. gáta 6 1 3 2 5 8 1 7 7 JL 4 9 6 1 'i 7 8 3 2 9 5 5 7 3 0 9 1 9 7 8 2 4 6 4 1 2 lL Su Doku - I ausn viö 2. gátu 6 5 2 8 4 1 3 9 7 7 3 1 9 2 6 8 5 4 8 9 4 5 3 7 2 6 1 5 7 8 3 "íT 2 1 4 6 4 2 3 1 6 5 9 7 8 9 1 6 7 8 4 5 2 3 1 6 7 2 5 3 4 8 9 3 8 5 4 7 9 6 1 2 2 4 9 6 1 8 7 3 5 Lausn 3. gátu verður að finna í miðvikudags- blaðinu Lausn við 2. gátu frá blaðinu í gær Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar era upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og þvi neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju- boxinu. Ef möguleikamir era tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Victoria ekki mikill aðdáandi Snoop Dogg Victoria Beckham hefur nú bannað manni sínum Dav- id Beckham að fara út með Snopp Dogg en þau hittust baksviðs á Live 8 tónleik- unum í Lundúnum um helg- ina. Victoria var ekki yfir sig hrifin af Snoop Dogg og sagði við hann: „Heyrðu Mr. Snoopy, þú ert ekkert að fara að taka manninn minn út. Ég veit allt um þitt orð- spor“. Ekki var Victoria alveg búin að tjá sig um þetta mál og hélt áfram og sagði tímarit- \ ' inu The Sun: „Eins og ég myndi láta David fara út með honum!! En ég held að honum hafi ekki líkað að ég kallaði hann Mr. Snoopy". David var að sögn mjög hrifinn af að hafa hitt bandaríska söngvarann. „Mig hefur langað til að hitta hann mjög lengi. Okkur kom vel saman. Ég var mjög hrifinn af hvað hann vissi mikið um fótbolta" sagði David. P. Diddy komst ekki á Live 8 Talsmaður rapparans P.Diddy hefur nú sagt að honum þyki mjög leitt að hafa ekki getað komið fram á Live 8 í Fíladelfíu um helgina. P.Diddy hafði verið auglýstur og átti að koma fram ásamt mörgum frægum lista- mönnum eins og Jay-Z, Aliciu Keys, Stevie Wonder, Maroon 5 og fleiram. Talsmaður P.Diddy sem heitir í raun Sean Combs, sagði New York News nýlega: „Hann styður Live 8 fullkom- lega og finnst mjög leitt að hafa ekki komist eins og gert var ráð fyrir“. Samkvæmt blaðinu Daily News flaug flugvél yfir Fíladelfíu á meðan á tón- leikunum stóð sem á stóð stóram stöfum: Sean Combs. „segir bless við Philly“ McCartney segir ____ nlii Paul McCartney segir að nýjaplatanhans, sem vænt- anleg er í haust, muni heita: Chaos and Creati- on in the Backyard. Paul neitar því að diskurinn verði tvöfaldur en segir þó: „Ég hef tvær plötur í vinnslu í einu“. McCartney hefur verið að vinna með fram- leiðandanum Nigel Godrich sem hefur áður unnið með hljóm- sveitunum Radiohead og Travis. Mikið er rætt um hvaða lög verði á nýju plöt- unni en ekkert hef- ur verið gefið upp enn sem komið er. Þó er talað um að eitt lagið heiti Fine Line. Paul er nú að undirbúa tónleika- ferðalag um Norður-Amer- íku sem byrjar í Miami, Flor- ída 16. sept- ember. Hvað segja stjörnurnar? ©Krabbi (22. júní-22. júlQ $ Þú ert miðpunktur athyglinnar og þér líður vel með það. Þú vinnur á við tvo enda er nóg að gera. V Hluti af þér vill vera heima í dag og kúra. Annar hluti vill fara út og skemmta sér. Hlust- aðu á þann hluta, þú getur alltaf verið heima hjá þér. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) $ Þú hefur góða sjálfsstjórn og ættir að geta heillað alla viðskiptavini þína upp úr skónum. Reyndu persónulegu aðferðina, jafnvel þó hún viroist ekki heppileg. V Rómantíkin hefur ekki gengið vel undan- farið. En þú hefur gáfurnar og sálina til að láta allt ganga. Treystu a einlægnina til að ná til allra. Meyja V (23. ágúst-22. september) $ Hjálpaðu til þegar vinnufélagi þinn hefur vinnu að nýju verkefni eða hjálpaðu til að ryðja veginn. Hlutverk þitt í þessu verkefni er mikil- vægt. V Þú ert öllum trú/r en stundum þarftu að einbeita þér að öðru. ©vog (23. september-23. október) $ Þinn hefðbundni vinnudagur truflast oft- sinnis í dag vegna samkeppnisaðila. Aðlagastu og haltu áfram að vinna. V Borðaðu með vinum þínum í kvöld. Ef þú ert á lausu skaltu láta þá vita að þú sért að leita að elskhuga. Vinir geta reddað málunum. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) S I dag er þinn dagur til að ná árangri. Gerðu það sem þú þarft til að allt gangi upp það verður ekki erfitt. V Hvað viltu fremur öllu? Hvað sem það er þá gæti dagurinn í dag fært þér það. Notaðu inn- sæi þitt og leitaðu að óvenjulegum tækifærum. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) S Ekki hafa of lltið að gera þannig að þér leiðist. Yfirmaður mun taka eftir frumkvæði þínu. V Þú og ástvinur þinn eru mjög ósammála þessa dagana og er það eitt mál aöallega sem truflar ykkur. Þetta mun allt saman ganga yfir. Steingeit (22. desember-19. janúar) $ I dag verður ekki hægt að forðast ákveðin málefni, sama hve erfið þau virðast vera. Vertu óhrædd/ur við að takast á við þau og þú munt Ijúka þeim fljótt af. V Orka þín er meiri en flestra í dag. Það er ágætt, svolítil framtakssemi lætur hlutina ger- ast. Á svona dögum getur allt gerst. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) S Tilfinningar eru á kreiki í dag og því verð- ur sérstaklega erfitt að eiga við vinnufélaga og viðskiptavini í dag. Reyndu að ná til þeirra á per- sónulegan hátt. V Þér finnst skyldur þínar stundum yfirþyrm- andi en reyndu að horfa á það jákvæðum aug- um. Þú hefur gáfurnar og þolinmæðina til að þola þetta. Þú þarft bara að anda og einbeita þér. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Þú ert mesti orkuboltinn í vinnunni þessa dagana. Þú ættir því að venjast brosum og beiðn- um um hjálp. V Það er mikið að gera hjá þér, bæði í vinn- unni og einkalífinu. Af hverju ekki að biðja ástvin um aðstoð. Þeir sem biðja um hjálp sýna styrk. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Hlustaðu á þá sem hafa verið lengur í bransanum en þú. Lausnir gærdagsins gætu líka virkað í dag. V Þú þarft að losa um ýmislegt tilfinninga- legt í dag. Bjóddu vini í hádegismat og lattu dæluna ganga. Hann verður ánægður með að aðstoða. ©Naut (20. apríl-20. maQ $ Þú verður óvenju tjáningarík/ur í dag. Þú getur auðveldlega fengið þær upplýsingar sem þú þarfnast. Hafðu sambandi við fólk sem þú hefur ekki heyrt I lengi. V Þú ert búin/n að halda aftur af þér of lengi. Leyfðu tilfinningunum að flæða út, til til- breytingar. Ástvinur mun veita þér jákvæð við- brögð. ©Tvíburar (21. mai-21. júní) $ Ekki eyða um efni fram. Það eru fjárhags- lega erfiðír tímar framundan og ef þú nærð að spara núna þá ættirðu að komast í gegnum það. V Lífið er eins og góð veisla, full af skemmti- legu og flottu fólki. Taktu fullt vald á öllum þeim móguleikum sem þér bjóðast.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.