blaðið - 11.07.2005, Side 30
£
föstudagur, 8. júlí 2005 I blaðið
cr. \/r
ir iA
WWj ...
að sprengja og springa
Einhvemveginn komu þær ekkert
á óvart þessar hryðjuverkaórósir
á Lundúni. Við þeim hafði verið
búist frá því ráðist var á Nýju
Jórvík 2001 - enda var búið að
hóta vestrænum ríkjum frekari
sprengingum. Viðbrögð bresku
þjóðarinnar standa upp úr fféttum
af þessum hömungum. Þau em
aðdáunarverð - þvílík yfirvegun,
þvílík ró. Menn benda ó að Bretar
séu aldir upp við árásir og löngu
hættir að kippa sér upp við það þó
sprengjur springi um alla borg, en
getur maður nokkum tíma vanist
slíku?
Bandaríkjamenn em óvanari
því að sprengjur springi um þeirra
borgir þó þeir séu öllu vanari
því að sprengja annarra þjóða
borgir. Kannski er auðveldara
að venjast því að sprengja en að
vera sprengdur. Og með ámnum
er víst ábyggilega erfiðara að sjá
samhengi þar á milli.
Þú skalt ekki sprengja nóunga
þinn ef þú vilt ekki verða sprengdur.
Þessa línu vantar augljóslega í
helgitexta þessara „sannheilugu"
manna sem ráða ríkjum og hópum
eins og þeim sem fara um með
hryðjuverkum.Bókstafstrúarmenn
sem með bókina á lofti telja að þeir
geti þröngvað guði inn í ákveðið
hólf og haft hann svo með sér og
sínum málsstað. Ótrúlegt - hugsar
maður með sér. Að fólk geti látið
sér detta slíkt og annað eins í hug
núna á 21. öldinni!
En það er svo sem ekkert
ótrúlegt. Mannskepnan virðist á
einhvem undarlegan hátt hafa
hópsálina í genum sér og þessa
gríðarlegu þörf til að flykkjast
saman um markmið og málstaði,
já að ógleymdum gullkálfunum.
Vísindadýrkun er til að mynda
ótrúlega leiðinlegt fyrirbæri sem
náð hefur gríðarlegri fylgispekt á
vesturlöndum en með því að vísa
til vísinda má fá fjöldann allan
til hinna ótrúlegustu athafna þó
pilluát hverskonar sé auðvitað
einna auðveldast.
í gegnum þennan genagalla
má svo ná stijóm á ótrúlega
stómm hópum og fá þá til að
gera ótrúlegustu hluti. Þannig
hefur þetta alltaf verið í gegnum
alla mannkynssöguna. Hin ýmsu
trúarbrögð rísa og falla, stefnur
og hugmyndafræði sem á einum
tímapunktu nær fótfestu í heimi
sem er á sífelldri hreyfingu.
Genagallinn sem hefur þau áhrif
að heilbrigð gagrýnin hugsun
hverfur með öllu er eitthvað sem
nauðsynlegt er að finna lausn á.
Þó ótrúlegt sé að erfðafræðingar
nútímans geti með einum eða
öðram hætti nóð að uppræta
vandamálið er ekki eins víst að það
sé ólæknanlegt.
Það má þó fastlega gera róð fyrir
að vandamálið verði óþægilega
stórt í náinni framtíð og skipi fólki
í fylkingar sem sprengja og verða
sprengdar. Það væri óskandi að
tappa mætti stóískri ró bresks
almennings á flöskur - það gæti
gert lítið úr vandamálinu.
SU DOKU
Su Doku - 6. gáta
7 9
2 5 7 6
8 1 4 7
4 1 3
6 1 8 9
9 8 6
5 8 9 1
1 6 3 2
6 3
Su Dok j- i ausn við 5. gátu Laus
3 8 5 7 6 4 2 1 9
7 9 4 5 1 2 6 8 3
2 1 6 3 9 8 7 5 4
5 7 3 4 8 9 1 2 6
9 4 1 2 7 6 5 3 8
8 6 2 1 5 3 9 4 7
6 3 8 9 2 5 A 7 1
1 5 9 8 4 7 3 6 2
4 2 7 6 3 J 8 9 5
Lausná 7.
gátu verður
að finna í
blaðinu á
morgun.
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða tölunum
frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð
box sem innihalda 9 reiti. Sama talan
má ekki koma fyrir tvisvar í hverri
línu og innan hvers box. Allar gátur
er hægt að ráða út frá þeim tölum sem
gefnar era upp í upphafi. Leitað er að
talnapörum og reynt að koma þeirri
þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7
er í efsta boxinu vinstra megin og því
neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt
að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-
boxinu. Ef möguleikarnir era tveir
er ágætt að skrá þá hjá sér og halda
áfram.
Vandross
borinn til grafar
Útför söngvarans vinsæla, Luther
Vandross, fór fram frá Riverside
kirkjunni í New York á fóstudag.
Fjölmargir þekktir einstaklingar
vora vistaddir, þar á meðal Usher,
Aretha Franklin, Alicia Keyes,
Stevie Wonder og Patti LaBelle.
Luther Vandross var aðeins 54 ára
þegar hann lést eftir hjartaáfall 1.
júlí síðastliðinn. Hann seldi um 25
milljónir eintaka af plötum sínum á
ferlinum og lög eins og Stop for love,
Here and now og Danee with my
father urðu mjög vinsæl. Athöfnin
í Riverside kirkjunni þótti afar
falleg. Patti LaBelle fór með ljóð og
síðan sungu Stevie Wonder, Aretha
Franklin og Cissy Wonder. Mesta
athygli vakti þegar Frankin fékk
alla í kirkjunni til að standa upp og
syngja Amazing Grace.
Aðdáendur Luther Vandross
fjölmenntu fyrir utan kirkjuna og
létu ausandi rigningu ekki hafa áhrif
á sig. Sjálfur var hann alinn upp í
New York og þótti því við hæfi að aka
einn hring með kistuna um Harlem
hverfið áður en útfórin fór fram.
Bobby Brown í
nýjum sjónvarpsþætti
Meira en milljón manns
horfðu á frumsýningu nýjasta
raunveraleikaþáttarins í
Bandaríkjunum, Being Bobby Brown,
en þar er fylgst með Bobby Brown,
eiginmanni Whitney Houston. Það
er kapalstöðin Bravo sem sýnir
þáttinn. Þrátt fyrir að þátturinn
hafi ekki fengið mjög góða gagnrýni
í fjölmiðlum horfði 1,1 milljón manns
á fyrsta þáttinn og meirihlutinn
af þeim - 829.000 þúsund - var á
aldrinum 18-49 ára. Lauren Zalaznik,
yfirmaður Bravo stöðvarinnar, segir
að Being Bobby Brown gefi innsýn
í líf poppstjömunnar og nánustu
ættingja og vina. Hann segir að
áhorfstölur bendi eindregið til þess
að sjónvarpsáhorfendur hafi áhuga á
þess konar efhi.
Rúmlega ein milljón áhorfenda
þykir ekki mikið hjá kapalstöðvum
í Bandaríkjunum. Þannig fær
þátturinn The Closer á TNT stöðinni
fimm sinnum meira áhorf. Yfirmenn
Bravo era þó himinlifandi enda er
áhorfið á Bobby Brown tvöfalt meira
en á þótt sem stöðin sýndi á sama
tíma í fyrra.
Zsa Zsa Gabor
á sjúkrahús
Leikkonan heimsþekkta, Zsa Zsa
Gabor, sem er 88 ára gömul, fékk
að fara heim til sín um helgina eftir
að hafa verið flutt á sjúkrahús í
síðustu viku. Þangað hafði hún verið
flutt vegna þess að hún fékk vægt
hjartaáfall á heimili sínu í Bel Air
í Hollywood. Eiginmaður hennar,
Frederic Von Anhalt, sagði að hún
hafi aldrei misst meðvitund heldur
hafi hún misst alla tilfinningu í
vinstri hluta líkamans. Hann sagði
að líðan hennar væri ágæt en að hún
ætti enn erfitt með mál.
Zsa Zsa Gabor, sem fæddist í
Ungverjalandi, varð þekkt fyrir
myndir eins og Moulin Rouge frá
árinu 1952 og Queen of Outer Space
frá árinu 1958. Hún hefur oft komist
í fréttimar, til dæmis þegar hún
réðist á lögregluþjón árið 1989 og var
dæmd í nokkurra daga fangelsi. Eins
þegar hún lenti í bílslysi nokkrum
áram síðar sem leiddi til þess að
hún lamaðist að hluta og þurfti að
notast við hjólastól. Þá hafa deilur
innan fjölskyldu hennar um erfðamál
ratað á forsíður fjölmiðla vestanhafs
undanfama mánuði.
Hvad segja
stjörnurnar?
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Þú ert opin/n fyrir þörfum viðskiptavina
þinna sem eru annars staðar. Hafðu samþand
við þá og myndaðu enn sterkara samband.
V Þú getur pert allt í dag, eða næstum því.
Þú græðir á þvi að geta gert góð plön fram í
tímann og nú færðu tækifæri til að ganga á eftir
þeim. Með því öðlastu það sem þú vilt.
®Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
$ Það er meira í gangi en það sem þú veist
um. Taktu á öllu með varkárni og íhugaðu hvað
það getur boðið þér og vinnustaðnum upp á.
V Þótt það sé ekki líkt þér skaltu fylgjast
með samkeppni. Það er einhver sem er að gera
áætlun sem er andstæð þinni áætlun. Vertu vak-
andi og þú getur komið i veg fyrir vandamál.
OFiskar
(19. febrúar-20. mars)
$ Þú ert að bíða eftir upplýsingum en ef
þú framkvæmir strax þá áttu von á góðu. Vertu
óhrædd/ur.
V Ertu viss um að þú sért að hugsa þig vel
um eða ertu kannski Para að tefja málið? Þú
þarft að halda áfram, sérstaklega i ástarlífinu.
Hrútur
(21. mars-19. apríl)
$ Þetta ákveðna verkefni mun stækka og
jafnvel fara úr böndunum. Nú er ágætis tími til
að fá utanaðkomandi aðstoð.
V Þú ert óvenju varkár op raunsæ/r í dag.
Það er ekkert að því. Það er akveðinn aðili sem
hefði ánægju af að sjá þig í feimnari kantinum.
©Naut
(20. april-20. mai)
$ Listræna hlið þín er upp á sitt besta í dag.
Hvort sem þú ert að búa til listaverk eða bara
endurskipuleggja skrifborðið þá skaltu hafa
gaman af.
V Hættu þessari varkámi og skemmtu þér
vel. Kíktu á tónleika og taktu einhvern sérstakan
með.
©Tvíburar
(21. maí-21. júnQ
$ Vinnufélagar þínir munu skipta sér af mál-
efnum sem koma þeim ekki við. Þú þarft meira
næði í vinnunni og ættir að ræða það við yfir-
menn þína.
V Fólk vill hjálpa þér, í alvöru talað. En öll
þessi ráð, þótt þau séu ætluð til góðs, eru ekki
að hjálpa þér. Þú veist hvað þú þarft að gera svo
þú skalt gera þínar eigin áætlanir.
©Krabbi
(22. júní-22. júlQ
$ Grafðu djúpt í ákveðnu verkefni í vinn-
unni. Útkoman mun koma þér skemmtilega á
óvart. Láttu vita hvað þú fannst.
V Eyddu deginum með nánum vinum, sér-
staklega ef þú þarft á góðum ráðum að halda.
Vinir eru alltaf til í að hjálpa.
Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
$ Þú ættir að draga þig til baka og íhuga
hvað skal gera næst. Þú ert ekki eins fersk/ur og
venjulega og það gæti reynst þér erfitt að eiga
samskipti við viðskiptavinina.
V Þú ættir að endurskoða hvers lags jafn-
vægi er í lífi þínu. Ertu að einbeita þér jafnt að
vinnunni og einkalífinu? Ef ekki þá þarftu að
breyta því.
Meyja
(23. ágúst-22. september)
$ Þú hefur það innsæi sem þarfnast til að
redda málunum í dag. Vertu viss um að þú breyt-
ir aðeins út af vananum í dag, þú þarft á því að
halda.
V Það er að birta til. Smáatriðin falla sam-
an í góða heildarmynd. Notaðu þennan frábæra
dag til að ná þeim árangri sem þú vilt.
Vog
(23. september-23. október)
$ I dag er góður dagur til að heilla og
byggja upp samband við víðskiptavini. Þú getur
sagt þeim það sem þeir vilja heyra.
V Þetta er yfirþyrmandi og leiðinlegur dag-
ur. Þraukaðu hann og skipuleggðu svo skemmti-
legan kvöldverð fyrir tvo í kvöld.
0
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ Komdu vinnufélaga á óvart með þvi að að-
stoða hann við verkefni án þess að þeir biðji um
hjálp. Sú skuld verður endurgoldin.
V Þú þarft ekki alltaf að vera út um allt. Það
er líka í lagi að slaka aðeins á og gera ekki neitt.
Þú ert ekki að missa af neinu.
I Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
$ Þessir litlu gallar sem þú getur yfirleitt
hunsað hjá vinnufélögunum munu pirra þig í
dag. Ef þú getur lokao að þér eða einbeitt þér
að þinni vinnu þá ætti þetta að ganga fljótt ytir.
V Ástvinur þinn mun biðja um álit þitt (dag
en svaraðu varlega. Þú gætir sært einhverjar til-
finningar.