blaðið - 20.07.2005, Síða 24
24 I MENNING
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 2005 blaðið
Ástir dansara
Margot Fonteyn og Rudolf Nureyev
voru frægasta ballettpar 20. aldar. 1
breska menningarþættinum South
Bank Show sem sýndur verður í Bret-
landi í næsta mánuði er nýju ljósi
varpað á samband þeirra en þau
voru miklu meira en vinir þrátt fyr-
ir að hún væri í hjónabandi og hann
hneigðist til karla.
Nureyev var 23 ára þegar hann
flúði frá Sovétríkjunum til vestur-
landa. Hann var samkynhneigður
en átti þó í nokkrum kynferðissam-
böndum við konur. Nureyev lést úr
eyðni árið 1993 og sagði í síðasta við-
tali sem tekið var við hann að hann
hefði einungis elskað þrjár mann-
eskjur um ævina, tvo karlmenn og
Margot Fonteyn. Leikstjóri heimild-
armyndarinnar segist sannfærður
um að Nureyev hafi verið stóra ástin
í lífi Fonteyn. Aðstoðarkona Nur-
eyev segir að hann hafi viljað kvæn-
ast Fonteyn.
1 þáettinum kemur fram að parið,
sem kynntist árið 1962, átti í ástar-
sambandi og því er haldið fram að
Fonteyn hafi orðið barnshafandi
eftir Nureyev en misst fóstrið. Dans-
ari segist hafa heyrt Fonteyn hvisla
þessu að Nureyev sem komst í mik-
ið uppnám. Fleiri dansarar vissu af
fósturlátinu. Eiginmaður Fonteyn
var sendiherra og bundinn við hjóla-
stól eftir að reynt var að ráða hann
af dögum árið 1964.
I South Bank sjónvarpsþættinum
kemur fram að síðustu árin svalt
Fonteyn svo að segja og lifði aðal-
lega á morgunkorni því hún átti
ekki peninga til að kaupa mat. Hún
lést árið 1991. g
m m
|1
*
V
Jmm
V
i
}
*
#
'Æ I i
m S \
SUMARRAÐGATUR
BORGAR SIG F. K K I
AÐ UPPLÝSA!
ÓS KA R S V f R ÐLAUNA II A 1 I N N
j E N N I F E R C O N N E L LY
DARK WATER
/ / /
KOMIN I BIO!
REYKJAVÍK - KEFLAVÍK - AKUREYRI
-1 1
How Do You
Like Iceland?
Atriði úr sýningunni How Do You Like lceland.
Söngvar
kvekara
og indjána
Bandaríski stúlknakórinn Penn-
sylvania Girlchoir syngur á hádeg-
istónleikum sumartónleikaraðar
Hallgrímskirkju fimmtudaginn 21.
júlí kl. 12 undir stjórn Marks And-
erson. Á efnisskrá kórsins eru með-
al annars norður-amerísk þjóðlög,
söngvar indjána og kirkjutónlist,
negrasálmar og kvekarasöngvar.
Stjórnandi kórsins, Mark Ander-
son, kom hingað fyrst fyrir 10 árum
til að halda námskeið í Skálholti
fyrir stjórnendur barnakóra og í
framhaldi hefur hann komið reglu-
lega til tónleikahalds, bæði sem
orgelleikari og kennari í orgelleik
og kórstjórn. Undanfarna viku hef-
ur kórinn verið á tónleikaferðalagi
um ísland og sungið m.a. á sumar-
tónleikum í Mývatnssveit og á Akur-
eyri. Stúlknakór Pennsylvaníu var
stofnaður í september 2004.1 kórn-
um eru 80 stúlkur á aldrinum 8 -18
ára frá Philadelphíu-svæðinu.
Kórinn syngur við messu í Krists-
kirkju Landakoti í dag, miðvikudag.
Messan hefst kl. 18 en kórinn syng-
ur einnig fyrir messu og byrjar söng
kl. 17.40. ■
Leikritið How Do You Like Ice-
land? eftir Benóný Ægisson
verður frumsýnt í dag, mið-
vikudaginn 20. júlí kl. 17, á efri hæð
Kaffi Sólons. Verkið er á ensku og er
einkum ætlað ferðamönnum. Leik-
arar eru tveir, þau Kolbrún Anna
Björnsdóttir og Darren Foreman,
sem jafnframt er leikstjóri.
How Do You Like Iceland? (Er
Island eftirlæti yðar flauslegri þýð-
ingu) er skemmtiferð í gegnum
íslandssöguna að fornu og nýju. í
verkinu, sem er tæpur klukkutími
að lengd, leika tveir leikarar fjöl-
margar persónur sem komið hafa
við sögu, allt frá landnámi til vorra
loftkœling
E
Verð frá 49.900 án vsk.
daga og endurspegla flest það sem
gerir þjóðina einstaka. Áhorfand-
inn kynnist m.a. Ingólfi Arnarsyni
og þrælum hans, hetjunni Þorgeiri
Hávarsyni, ferðabókarhöfundinum
Dithmari lygapytti Blefken en einn-
ig er fjallað um núlifandi fólki eins
og Björk, John Travolta, afkomend-
ur víkinga og fornkonunga, íslands-
vini og fjandvini landsins.
Leikritið er frjálslega vaxið, ein-
hverskonar blanda af hefðbundnu
leikverki, uppistandi og kabarett.
Það er einfalt í uppsetningu, leik-
tjöld eru engin og hægt .er að sýna
það nánast hvar sem er. I ráði er
að sýna það í hefðbundnu leikhúsi,
sem hádegis- eða kvöldverðarleik-
hús á veitingastöðum, sem kaffileik-
hús, skemmtiatriði á ráðstefnum,
hótelum eða á söfnum, utanhúss
sem innanhúss eða jafnvel um borð
í skemmtiferðaskipi.
How Do You Like Iceland? verður
fyrst í stað sýnt á Kaffi Sólon á mánu-
dögum og miðvikudögum kl. 17.
Harry Potter
snýraftur
Ný sendingaf
Harry Potter
and the Half-
BloodPrince
er komin í
bókabúðir
hér á landi.
Fyrstasend-
ing, 1700
e i n t ö k ,
s el dis t
upp á sól-
arhring.
I þessari
nýju send-
ingu eru 600 eintök. Þriðja sending
kemur svo í verslanir fyrir helgi.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir
þessari hádramatísku ævintýra-
bók sem hefur yfirleitt fengið góða
dóma gagnrýnenda.
ís-húsid 566 6000