blaðið - 29.07.2005, Side 4
www.tv.is
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 blaöiö
Friðrik lak rannsóknar-
skýrslu ekki ífjölmiðla
Reiður og mun
leita réttar síns
hjá lögmönnum
Skýrsla sérskipaðrar rannsókn-
arnefndar um flugslysið í Skerja-
firði 7. ágúst árið 2000 var send
íjölmiðlum í gær, einum degi
fyrr en áætlað var. Með skýrsl-
unni fylgdi bréf frá Sigurði
Líndal, formanni nefndarinnar,
þar sem ástæður þessa eru rakt-
ar. í bréfinu segir meðal annars
að blaðamannafundi sem halda
átti í dag vegna málsins sé aflýst.
„Vandamönnum þeirra sem
létust var send skýrslan fyrir
hádegi i gær og þeir beðnir
um að fara með hana sem
trúnaðarmál þar til íúndurinn
yrði haldinn“, segir í bréfinu.
Þar er ennfremur rakið
að í kvöldfréttum Stöðvar
2 i gær hafi verið greint
frá innihaldi skýrslunnar.
Um það segir Sigurður.
„Ljóst virðist því að einhver
vandamanna - og er varla
öðrum að dreifa en Friðriki
Þór Guðmundssyni - hefúr
brotið trúnað og látið Stöð 2 í té
framangreindar upplýsingar”.
Mjög alvarlegar ásakanir
1 samtali við Blaðið í gær sagðist
Friðrik, sem er faðir eins þeirra
sem lést í slysinu, furða sig á
þessum fuflyrðingum Sigurðar.
„Þessi leki er ekki frá mér
kominn og ljóst að fjöldi aðila
veit um innihald skýrslunnar.
Það eru ýmsir aðrir en ég sem
hafa hagsmuni af því aðláta
einhvern leka fara út og langar
mig að benda sérstaklega á
hinn ákafa fögnuð Rannsóknar-
nefndar Flugslysa um umsögn
skýrslunar" segir Friðrik.
Hann bendir ennfremur á
að þetta séu mjög alvarlegur
áburður af hendi Sigurðar.
„Ég fúrða mig á þessum
vinnubrögðum og velti því fyrir
mér hvort ekki sé ástæða til
að draga í efa ályktunarhæfni
mannsins. Ég er hoppandi
reiður og mun ráðfæra mig við
lögffæðinga nema afsökunar-
beiðni komi frá Sigurði áður
en ég næ því. Hann er að ásaka
mig um mjög alvarlegt trúnað-
arbrot og hann lýgur gegn betri
vitund” segir Friðrik að lokum.
Töívunám í viðurkenndum skóla
Ómissandi námskeið þar sem krakkarnir
læra á stafræna Ijósmyndavél og
Ijðsmyndavinnslu með PhotoShop.
Vikunámskeið á morgnana eða eftir
hádegi I ágúst. Verð 11.900.
m
TÖLVU- OG
VERKFRÆÐIMÓNUSTAN
Tðlvusumarskóllnn
Sími 520 9000 • www.tv.is
Skýrsla umflugslysið í Skerjafirði
Flugvélin hefði ekki átt
að hafa lofthæfiskírteini
Flugmálastjórn hefði hvorki átt að
skrá flugvélina TF-GTI né heldur
gefa út lofhæfiskírteini henni til
handa sakir óljósrar sögu hennar
og ófullkominna gagna sem fylgdu
henni. Þetta er meðal niðurstaðna
rannsóknarnefndar sem samgöngu-
ráðherra skipaði til að fara yfir til-
drög flugslyssins í Skerjafirði um
verslunarmannahelgina árið 2000.
Tekið undir með Rannsókn-
arnefnd Fiugslysa
Forsaga málsins er að 7. ágúst árið
2000 fórst flugvélin TF-GTI í Skerja-
firði og með henni flugmaðurinn
og 5 farþegar en þeir voru að koma
af Þjóðhátíð í Eyjum. Rannsóknar-
nefnd flugslysa (RF) rannsakaði
tildrög slyssins en feður tveggja
farþega sem létust í slysinu töldu
rannsókn nefndarinnar, og skýrslu
hennar, ekki fullnægjandi og fengu
því tvo breska flugslysarannsak-
endur til að fara yfir málið. Þeir
skiluðu skýrslu sem RF gerði síðar
athugasemd við. Að lokum ákvað
samgönguráðherra að skipa nefnd
Slegist
um lóðir í
Kópavogi
Bæjarráð Kópavogs úthlutaði í gær
lóðum í landi Vatnsenda, Þinga-
hverfi. Gífurleg eftirspurn var eftir
þessum lóðum og má sem dæmi
nefna að daginn sem umsóknar-
frestur rann út voru biðraðir út á
götu allan daginn. Alls sóttu yfir
2000 manns um þær lóðir sem í
boði voru. Nokkur nöfn vekja at-
hygli á listanum yfir þá sem bæjar-
ráð gefur kost á lóðum í hverfinu.
Dætur ráðamanna
Dætur bæði forseta Islands og for-
sætisráðherra Islands fengu sitt-
hvora einbýlishúsalóðina. Þá gefur
bæjarráð feðgunum Stefáni Jóns-
syni og Jóni Stefánssyni kost á lóð-
um hlið við hlið en þeir eru einmitt
faðir og bróðir Ómars Stefánssonar
bæjarfulltrúa, sem vék þó af fundi
meðan ákveðið var um þær lóðir.
óháðra aðila til að fara yfir málið í
heild sinni.
Skýrsla þeirrar nefndar liggur nú
fyrir og staðfestir niðurstaða henn-
ar í grófum dráttum upphaflega
niðurstðu RF, um að eldsneytisskort-
ur og þreyta flugmanns hafi valdið
slysinu.
Ábyrgð flugmálayfirvalda mikil
Samkvæmt skýrslunni var hinsveg-
ar fjölmörgu ábótavant í flugrekstri
Leiguflugs ísleifs Ottesen ehf. sem
átti flugvélina sem fórst.
Samkvæmt skýrsl-
unnihefðiflug-
málayfir-
völdum
átt að
vera þetta ljóst og því hefði flugvél-
in í raun ekki átt að hafa leyfi til að
fljúga.
Friðrik Þór Guðmundsson, fað-
ir eins þeirra sem lést í slysinu, og
einn þeirra sem hve harðast hefur
gagnrýnt rannsókn málsins, vildi
lítið tjá sig um innihald skýrslunnar
þegar Blaðið ræddi við hann í gær.
„Eg og aðrir aðstandendur ætl-
um ekki að tjá okkur efnislega um
skýrsluna fyrr en við erum búnir að
fara yfir hana og ígrunda með ráð-
gjöfum, enda tökum við
hlutverk okkar al-
varlega", sagði
Friðrik. ■
tvöfaldur pottur
lotto.ls
Fjölskyldur bæj-
arfulltrúanna voru
þó fleiri til þess að fá lóðirnar
en Ester Gunnsteinsdóttir dóttir
Gunnsteins Sigurðssonar bæjarfull-
trúa fékk einbýlishúsalóð.
Snorri Magnús-
son fyrrverandi bæj-
arfulltrúi. Þá fékk Viggó Einar
Hilmarsson sína lóð en hann sat
lengi vel í stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna.
Stjórnmálamenn
Valþór Hlöðversson, fyrrverandi
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar,
var einn þeirra sem fékk lóð. Það
gerðu einnig Guðni Aðalsteinsson,
fyrrverandi formaður ungra sjálf-
stæðismanna í Kópavogi, Tryggvi
Felixson, varamaður Samfylking-
arinnar í bæjarstjórn, Jón Þorgrím-
ur Stefánsson, fyrrverandi bæjar-
ritari, Ágúst Þór Bragason, sonur
Braga Mikaelssonar sem er fyrrver-
andi bæjarfulltrúi, og bræðurnir
Magnús Snorri og Birgir Örn Ragn-
arssynir en faðir þeirra er Ragnar
Frægir
Fræga fólkið lætur sig ekki vanta í
nýja hverfinu en meðal annarra er
sjálfur Afi, Örn Árnason. Feðgarn-
ir Arnór og Eiður Smári Guðjohn-
sen verða ekki langt í burtu frá hon-
um og á milli þeirra Everestfarinn
Hallgrímur Magnússon. í næstu
götu við þá verður handboltakapp-
inn Ólafur Stefánsson og kempan
Brynjar Kvaran ekki langt undan.
Birgir Leifur Hafþórsson golfari
var einnig einn þeirra heppnu sem
fá lóðir í þessu vinsæla hverfi. ■
Eimskip í útrás
Kaupa annað flutninga-
fyrirtæki í Færeyjum
Eimskip hefur keypt markaðs-
leiðandi fyrirtæki í landflutn-
ingum í Færeyjum. Fyrirtæk-
ið, sem heitir P/F Heri Thomsen er
með um 30 flutningabíla í sinni þjón-
ustu, en rekur einnig þrjú flutninga-
skip. I fyrra tók fyrirtækið í notkun
nýtt og fullkomið 2.000 fermetra
vöruhús i Runavík. Greinilegt er að
Eimskip hugar mjög að Færeyjum
um þessar mundir hvað útrás varð-
ar, því fyrir tæpu ári keypti fyrirtæk-
ið stærsta skipafélagi Færeyja, Faroe
Ship.
í tilkynningu frá Eimskip í gær
segir að kaup Eimskips á Heri
Thomsen séu liður í heildarupp-
byggingu Eimskips á flutninga-
þjónustu í Færeyjum með sambæri-
legum hætti og Eimskip hefur gert
á fslandi. Landflutningar hafa auk-
ist verulega í Færeyjum á síðustu kaupunum eflast landflutningar í
árum, rétt eins og á Islandi og með Færeyjum enn frekar.
T*pt ár er síöan Eimskip keypti stærsta flutningafyrirtaeki Fœreyja blaíMUHDI
Sex mátiaða uppgjör Össurar hf.
Hagnaður
nam tæpum
300 milljón-
um króna
Hagnaður Össurar hf á fyrri hluta
ársins nam tæpum 300 milljónum
króna, sem er um 20% meiri hagnað-
ur en á sama tíma í fyrra. I tilkynn-
ingu frá fýrirtækinu kemur fram
að sala á öðrum (jórðungi ársins
hafi verið sú mesta í sögu fyrirtæk-
isins. Salan nam 35,4 milljónum
Bandaríkjadala (2,3 milljörðum
íslenskra króna) samanborið við
31,8 milljónir á fyrra ári. Þar segir
ennfremur að góðan árangur megi
rekja til þess að vel gekk á öllum
markaðssvæðum en miklu munar
um að einkar góður vöxtur var í
sölu stoðtækja á Bandaríkjamarkaði.
Kaupa bandarískt stoð-
tækjafyrirtæki
1 gær undirritaði Össur hf. samning
um kaup á öllu hlutafé í fyrirtæk-
inu Royce Medical Holding, Inc,
að aflokinni áreiðanleikakönnun
á félögunum. Royce hefur árum
saman verið einn af fremstu fram-
leiðendum í stuðningstækjum í
Bandaríkjunum. Heildar kaupverð
nemur um 14 milljörðum króna.
Gert er ráð fyrir að gengið verði
endanlega frá kaupunum í ágúst, en
fyrirvari er um samþykki frá banda-
rískum samkeppnisyfirvöldum.
Að sögn Jóns Sigurðssonar,
forstjóra Össurar, eru kaupin
mikilvægur áfangi í enn frekari
sókn inn á stuðningstækjamarkað-
inn. „I sameiningu verða Össur og
Royce öflugri og verða í forystu á
sviði stuðningstækja á Bandaríkja-
markaði. Össur hefur um árabil
verið forystufyrirtæki í hönnun
og framleiðslu á stoðtækjum og
ætlar sér nú að ná sama árangri á
markaðnum fyrir stuðningstæki.“ ■
Fleiri skila
framtali
Tæplega 5000 fleiri skiluðu skatt-
framtali í ár miðað við í fyrra. Þá
hækkaði gjaldstofn tekjuskatts og út-
svars um 9% og nam 526,8 mifljörð-
um króna en að meðaltali hækkaði
gjaldstofninn um 7% á hvern ein-
stakling. Samanlögð álagning tekju-
skatts og útsvars nemur 145,2 millj-
örðum króna og hækkar um 12,3%
frá fyrra ári.ÁIagðir tekjuskattar til
ríkissjóðs skiptast í almennan og
sérstakan tekjuskatt annars vegar og
fjármagnstekjuskatt hins vegar en
útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.
Actavis
gengur
frá Amide-
samningi
Islenska lyíjafyrirtækið Actavis
Group hefur gengið frá samningi
um kaup á bandaríska samheita-
lyfjafyrirtækinu Amide Pharmac-
euticals sem var fyrir kaupin
óskráð fjölskyldufyrirtæki f New
Jersey. Tilkynnt var um kaupin fyrir
nokláu en nú hafa samkeppnisyf-
irvöld f Bandaríkjunum úrskurðað
um þau og því hefur Actavis öðlast
öll réttindi til að ganga frá þeim.
Eins og áður hefur verið getið nam
kaupverð Amide 500 milljónum
dala en til viðbótar koma allt að
100 milljónir dala sem eru skilyrtar
og háðar góðri afkomu félagsins. ■