blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 28
28 I MEWNIWG FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 biaðÍA Funi i Sigurjónssafni Á sumartónleikum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar þriðjudagskvöldið 2. ágúst flytur dúóið Funi, þau Bára Grímsdóttir söng- og kvæðakona og kjöltuhörpuleikari og Chris Foster söngvari og gítarleikari íslensk þjóð- lög - þar með talin kvæðalög - og ensk þjóðlög, öll í útsetningu þeirra sjálfra. Bára Grímsdóttir söngkona og tónskáld hefur um langt árabil ver- ið fly tjandi íslenskra þjóð- og kvæða- laga. Hún ólst upp við kveðskap og söng foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Þegar fjöl- skyldan flutti suður til Reykjavíkur gerðust foreldrar hennar félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni og fór Bára jafnan með þeim á fundi og í sumarferðir félagsins. Bára hefur sérstakan áhuga á rímum og kvæðalögum en hefur einnig kynnt sér hinn fjölbreytilega þjóðlagaarf liðinna alda, bæði veraldlegan og trúarlegan. Hún hefur sungið með Sigurði Rúnari Jónssyni og Njáli Sig- urðssyni og þjóðlagahópnum Emblu og hafa þau komið fram á tónleikum á Islandi og víða í Evrópu og Norður Ameríku. Chris Foster ólst upp í Somerset á suðvestur Englandi. Þar heyrði hann fyrst ensk þjóðlög sungin og leikin og þar hóf hann tónlistarfer- il sinn. Hann hefur í þrjá áratugi komið fram á tónleikum víða á Bret- landseyjum, Evrópu og Norður Am- eríku og skapað sér sess sem frábær flytjandi enskrar þjóðlagatónlistar. Á undanförnum árum hefur hann verið eftirsóttur sem undirleikari í upptökum hjá ýmsum tónlistar- mönnum. Síðastliðin 4 ár hafa Bára og Chris komið fram saman á ýmsum hátíð- um, tónleikum og í útvarpi á íslandi, Englandi, Skotlandi, Irlandi og í Bandaríkjunum. I júní 2004 gáfu þau út geisladiskinn Funi og hafa fengið mikið lof fyrir hann. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Dönsk og frönsk orgeltónlist í Hallgrímskirkju Um verslunarmannahelgina verður danski orgelleikarinn Anne Kirstine Mathiesen gestur tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið í Haligríms- kirkju. Hún leikur laugardaginn 30. júh' kl. 12 og sunnudaginn 30. júlí kl. 20. Axme Kirstine Mathiesen er organisti Sct. Nicolai kirkju í Koge, sunnan Kaup- mannahafnar en á undanförnum árum hefur hún líka vakið athygli sem góður orgelleikari á tónleikaferðum víða um Norðurlönd og í Þýskalandi, auk þess að vera eftirsótt sem undirleikari með kórum og einsöngvurum. Þá hefur hún tekið þátt í kynningum á gömlum dönskum orgelum, bæði í kirkjum og hallarkapellum. Fyrsta verkið er Tokkata eftir Buxte- hude, en hann er sennilega þekktasta tónskáld Dana. Eftir Leif Kayser flytur Anne Kóraltilbrigði og Tokkötu byggða á stefi Maríubænarinnar Ave Maria. Nýjustu dönsku verkin eru tveir orgel- kóralar eftir Bo Gronbech dómorgan- ista í Helsingjaeyri. Inn á milli dönsku verkanna flytur hún Prelúdíu og fúgu í g-moll eftir Johann Sebastian Bach, Pre- lúdíu og fúgu í a-moll eftir sænska tón- skáldið Emil Sjögren og fyrri hlutanum lýkur með Salamanca sem svissneska tónslcáldið Guy Bovet samdi árið 1986. Á síðari hluta tónleikanna flytur Anne Kirstine hina vinsælu 5. orgelsinfóníu Charles-Marie Widors. Sinfónían er í fimm þáttum og er sá síðasti, Tokkata, meðal vinsælustu orgelverka allra tíma. Á laugardagstónleikunum fá tónleika- gestir að heyra sýnishorn af efhisskrá Anne Kirstine Mathiesen orgelleikari leikur á tónleikum í Hallgrímskirkju um helgina. sunnudagsins, það er Tokkötu Buxtehu- des, Kóraltilbrigði eftir Kayser, Prdúdíu og fúgu eftir Sjögren og Salamanca sem Guy Bovet samdi yfir þjóðlög ffá borg- inni Salamanca á Spáni. alvöru fjallahjól 26" Dekk Kvenstell: 16" & 18' Karlstell: 16", 18" & Sram ESP 3.0 21 gír, Framdempari, ÞÆGILEGUR HNAKKUR Dempari í sæti, Stillanlegt hátt stýrl, Fyrsti gír extra léttur, Götudekk, Álstell, ál gjarðir o.fl. Einmg til án framdempara kr.29.900 FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 MÁN - FÖS. KL-Ó-18. LAU. KL. 10-16 WWW.gop.ÍS Kvartett Dorthe Höjland á Jómfrúnni Á nfundu tónleikum sumartónleika- raðar veitingahússins Jómfrúarinn- ar við Lækjargötu, laugardaginn 30. júlí, kemur fram kvartett danska saxófónleikarans Dorthe Höjland. Auk hennar skipa kvartettinn þeir Jacob Hojland á píanó, Andreas Drei- er á bassa og Soren Olsen á tromm- ur. Kvartettinn mun flytja jazzstand- arda í bland við eigin tónsmíðar Dorthe Höjland. Tónleikarnir hefj- ast kl. 16 og standa til kl. 18. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jóm- frúnni. Aðgangur er ókeypis. ÁRBÆJARSAFN OPIÐ ALLfl DAGA í SUMAR FRÁ10 -17 Nánari upplýsingar á vefslóðinni www.minjasafnreykjavikur.is "0~ TE & KAFFI - í Dillonshúsi Minjasaín Reykjavíkur ÁRBÆJARSAFN

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.