blaðið - 29.07.2005, Síða 30

blaðið - 29.07.2005, Síða 30
30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 2005 Maöiö • Smurþjónusta ■ ■ Peruskipti • ■ Rafgeymar* Hvað get ég gert fyrir þig? Betri verð! Smiöjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110 Formúla i um verslunarmannahelgina Brýtur Button samn- inga við Williams Verð 28.000 kr. - 0\ Jenson Button hefur snúist hug- ur varðandi það að yfirgefa BAR HONDA liðið í Formúla í kappakstr- inum og fara til Williams 2006. Button lýsir þessu yfir í ítarlegu viðtali við tímaritið Autosport á Englandi. Honum líst ekki á stöð- una hjá Williams þessa dagana og telur BAR HONDA betri kost. Wil- lams er þó með löglegan samning við Button fyrir næsta ár sem flæk- ir þetta aðeins. I fyrra vildi Button fara til Williams í ljósi þess að BAR HONDA virtist komið í öngstræti í vélarmálum sínum. Eftir baráttu í réttarsölum milli Williams og BAR HONDA, sem gárungarnir nefndu “Buttongate”, þá varð Button að starfa fyrir BAR í ár en ljóst var að Williams átti þó rétt á honum á næsta ári. Nú telur Button hinsveg- ar að BAR HONDA sé betri kostur þegar ljóst er að HONDA hefur eign- ast 45% í liðinu en BMW hefur yfir- gefið Williams og keypt Sauber. „Ég hef trú á því að fólk skilji að ég vilji vera hjá liði sem á sigurmögu- leika. BAR HONDA hefur ekki gengið vel á árinu en það er margt spennandi i bígerð þar á bæ. Það var ýmislegt klúður í gangi í fyrra varðandi samningamál mín en núna hef ég meiri stjórn á mínum málum“ sagði Jenson Button í við- tali við fréttamenn aðspurður um hvort hann verði ekki talinn tæki- færissinni. Jenson Button sagði í viðtali við tímaritið Autosport, aðspurður um hvað hann myndi gera ef hann yrði neyddur til að aka fyrir Williams 2006. „Ég get ekki svarað því að svo stöddu. Einhverjum kann að þykja það skrítið að ég skipti svona um skoðun en ég þarf að hugsa um framtíðina og vonandi vilja landar mínir eignast breskan heimsmeist- ara í Formúlu 1 kappakstrinum. Ökumannsferillinn er stuttur og minn vettvangur til árangurs er hjá BAR HONDA liðinu“, sagði Jenson Button. Ljóst er á öllu að málið lítur hálf- illa út fyrir þennan ágæta breta en honum til happs er ekki talið líklegt að Fran Williams eigandi Williams- liðsins setji honum afarkosti og láti Button keppa fyrir Williams á næsta ári. ■ Garðarfer líklegatil Lyn Forráðamenn norska knatt- spyrnuliðsins Lyn hafa gert tilboð í Garðar Jóhannsson sóknarmann úr KR. Garðar sem kom til KR frá Stjörnunni í Garðabæ var úti í Noregi að líta á aðstæður hjá norska liðinu. Sigurður Helgason framkvæmdastjóri KR-Sport kom til landsins í gær frá Nor- egi með tilboð í vasanum en KR-ingar ætla að svara því í dag. Samkvæmt heimildum ætla KR-ingar að gera gagntilboð og síðan á Garðar eítir að semja við Lyn. Þó er talið nokkuð líklegt að af utanför Garðars til Lyn verði að veruleika. Nistelrooyog Ferdinandí rifrildi Ruud van Nistelrooy og Rio Ferdinand lentu í rifrildi í leik Manchester United gegn japanska hðinu Kashima Antl- ers. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Antlers og í miðjum leik lentu þeir félagar í míklu orðaskaki og var þar um að ræða “face-to- face” eins og englendingurinn segir. Fyrir tveimur dögum lenti Nistelrooy í illindum við leikmenn kinversks hðs og það virðist því vera ansi hreint stutt- ur í honum kveikju- þráðurinn þessa dagana. Hvort sem um er að kenna marka- þurrð hjá Ni- stelrooy eður ei skal ósagt látið hér en að undan- förnu hefur fréttamönnum ytra verið tíðrætt um óánægju leikmannsins hjá United. Fljótastur í einstökum hring M. Schumacher Ferrari Ráspóll 2004 1 M. Schumacher 1:19:146 Ferrari 2 R. Barrichello Ferrari 3 T. Sato BAR Honda 4 J. Button BAR Honda Fyrri ráspólar 2003 F. Alonso Renault 2002 R. Barrichello Ferrari 2001 M. Schumacher Ferrari Urvalslið Landsbankadeildar karla umferða 7 til 12 Besti leikmaður: Allan Borgvardt,FH íí A Besti þjálfari: Ólafur Jóhannesson,FH Besti dómari: Kristinn Jakobsson mmmsam v . ... _ 1 . "W! 08 Vaxtalausar léttgreiöslurl Finnar hafa gegnum tíðina litið á Búdapest sem sinn heimavöll og flykkjast þangað þúsundum saman á hverju ári til að fylgjast með keppn- inni. Það verður lykilatriði fyrir þeirra mann, Kimi Raikkönen að vinna á brautinni í Ungverjalandi, eftir að hann féll úr leik í Þýskalandi svo ekki sé talað um álagið á Raik- konen vegna kröfu landa hans um sigur í keppninni á sunnudag. Brautin gæti þó hentað Renault Fernando Alonso og Giancarlo Fis- ichella sérlega vel, en Juan Pablo Montoya og Raikkönen hafa ekið listavel að undanförnu. Slagurinn um titil bílsmiða er í algleymingi, en Alonso er í mjög sterkri stöðu í stigakeppni ökumanna. Renault menn eru þó engan veginn búnir að bóka titil ökumanna og Flavio Bria- tore hélt sérstakan fund um málið á mánudaginn. Minnti starfsmenn sína á það að gerast ekki værukærir þó staða liðsins væri sterk. Tímataka laugardag í beinni útsendingu á RÚV.kl: 10.50 Kappakstur sunnudag í beinni útsendingu á RÚV ,kl: 11.30 Úrslit 2004 1 M. Schumacher Ferrari 2 R. Barrichello Ferrari 3 F. Alonso Renault 4 J. P. Montoya BMW Williams 5 J. Button BAR Honda 6 T. Sato BAR Honda Keppnin um helgina í Form- úlu 1 kappakstrinum fer fram í Ungverjalandi, nánar tiltekið á brautinni í sveitasælunni í Hungaroring. Þetta er i3.umferð heimsmeistarakeppninnar. Eknir verða 70 hringir. Hungaroring brautin er í 20 km fjarlægð frá miðborg Búdapest í Ung- verjalandi, nærri borginni Mogy- arod. Brautin er umvafin hólum og hæðum til allra átta. Þetta þýðir að áhorfendur sjá nánast 80% brautar- innar, sem er mikill kostur. Fyrsti kappaksturinn í Ungverja- landi fór fram árið 1930, en eftir seinni heimstyrjöldina og tilkomu járntjaldsins aflögðust skipulögð kappakstursmót í landinu í rúm tutt- ugu ár. Árið 1983 samdist mönnum um að smíða nýja Formúlu 1 braut og hún opnaði formlega árið 1986. Nærri 200.000 áhorfendur mættu á fyrsta mótið. Brautin er mjög hlykkj- ótt og þröng. Mesta breidd hennar er 15 metrar, en minnsta breidd 10 metrar. Áætluð þjónustuhlé/hringur íhlé: 44-48 hring 2hlé: 20-32,45-56 hring 3 hlé: 19-22,35-39,53-57 Fyrri sigurvegarar 2004 M. Schumacher, Ferrari 2003 F. Alonso, Renault 2002 R. Barrichello, Ferrari 2001 M. Schumacher, Ferrari 2000 M. Hakkinen, McLaren 1999 M. Hakkinen, McLaren 1998 M. Schumacher 1997 J- Villeneuve, Williams 1996 J. Villeneuve, Williams 1995 D. Hill, Williams Tímatakan mikilvæg Það er vandasamt að aka um Hung- aroring brautina. Bæði er hún sleip vegna ryks, sérstaklega í upphafi mótshelga og svo er framúrakstur því sem næst ómögulegur. Brautin er það þröng og hlykkjótt að helsta von manna til að komast fram úr keppinautunum er að spila á stöð- una í brautinni í þjónustuhléum. Tæplega 300 km hraði næst í lok beina kaflans, en minnsti hraði í brautinni er 90 km á klukkustund. Þrír þráðbeinir kaflar eru á braut- inni, sá lengri fram hjá þjónustu- svæðunum er 700 metra langur. Að mörgu leyti minnir Hungaroring brautin á kartbraut, en ljóst er að úrslitin í tímatökunni gætu ráðið úr- slitum á brautinni um helgina. ÍÞRÓTTIR Valtýr Björn Sækjum og sendum báðar leiðir. Verð frá kr. 850 -2B% afsláttur af vinnu við smur Þú gerir góð kaup með þv( að láta okkur í Bílkó sjá um að smyrja bílinn. tÞ -20% afsláttur af sumardekkjum -20% afsláttur af low-profile y -20% afsláttur > Polar-rafgeymar af sendibfladekkjum á tilboðsverði Bón og alþrifá tilboði klakavelar ÍS-hÚSÍð 566 6000 Auglýsingar <0 i II ú # blaöiö—

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.