blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 ! blaöið Baugsmálið þingfest í dag Baugsmálið, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jó- hannesi Jónssyni, Kristínu Jóhann- esdóttur, Tryggva Jónssyni, Stefáni Hilmarssyni og Önnu Þórðardóttur, verður þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur kl. 13.30 í dag. I ákærunni felast ásakanir um margvísleg laga- brot: fjárdrátt, umboðssvik, tollsvik, rangfærslu skjala og brot á lögum um hlutafélög, bókhald og ársreikn- inga. Meint brot, ef sönnuð verða, varða háum fjársektum og allt að sex ára fangelsisvist. Við þingfestingu málsins mun saksóknari lesa ákæruna upp í heyr- anda hljóði af hálfu ákæruvaldsins. Sakborningar eiga að hlýða á hana og eiga svo að taka afstöðu til ákæru- atriðanna og lýsa yfir sakleysi sínu eða sekt eftir atvikum. Verjendum sakborninga gefst tækifæri til þess við þingfestinguna að leggja fram kröfu um frávísun eða annað slíkt, en að öðru leyti verð- ur ekki tekið til varna fyrr en við meðferð málsins. Dómarinn, Pétur Guðgeirsson, mun kynna hvort dóm- urinn verður fjölskipaður, en líklegt er að svo verði. Einn dómaranna verður væntanlega endurskoðandi. Öllum ásökunum neitað Baugsmenn hafa ítrekað neitað öllum ásökunum í málinu og í gærkvöldi hamraði Jón Ásgeir Jó- hannesson á sakleysi sínu og ann- ara sökunauta í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpssins. Enginn ásetn- ingur um auðgunarbrot hefði verið fyrir hendi og lán Baugs til þeirra hefðu verið endurgreidd. Þær skýringar, sem Baugsmenn hafa gefið á málinu hafa þó ekki allar verið í samræmi hver við aðra. í viðtalinu við Kastljós tók Jón Ásgeir t.d. af öll tvímæli um það að skemmtibáturinn Thee Viking hefði aldrei verið í eigu Gaums, fjölskyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs. Það skýtur hins vegar skökku við tvær málshöfðanir Gaums í Bandaríkjunum, þar sem reynt var að sýna fram á eignarhald fé- lagsins á bátnum. Ekki flókin lögfræði Lögfræðingar, sem Blaðið ræddi við, telja að málið sé ekki ýkja flókið lögfræðilega. Liggi sönn- unargögn og vitnisburður fyrir líkt og ráða megi af ákærunum eigi þau ekki að vefjast mjög fyrir dómi. Nefna menn þar til dæmis meint brot á tollalögum, sem liggi ljós fyrir, einnig ólögmæta notk- un á krítarkortum þar sem lög og dómafordæmi séu afar skýr. „Síðan kemur að þessum tækni- lega erfiðu vandamálum, sem Jón Ásgeir stendur frammi fyrir, sumsé notkun á sjóðum Baugs til þess að auðga sjálfan sig og kaupa hlutabréf í Baugi,“ segir hæstarétt- arlögmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Þá þýðir tæpast að halda því fram að ásetningur hafi ekki legið að baki líkt og þeir hafa haldið fram. Eða halda menn að þessi brot hafi verið framin í gáleysi?“ Sakborningarnir kunni ekki að hafa gert sér grein fyrir því að um brot hafi verið að ræða þegar þau áttu sér stað, en lögin séu á öðru máli og þau ráði. „Fram til þessa hafa varnirnar verið afskaplega veikar, enda tala Baugsmenn helst um pólitiskar of- sóknir frekar en efnisatriði máls- ins. En það mun ekki duga fyrir dómi.“ ■ Jón Ásgeir Jóhannesson BIM/StelnarHugl Reykjavíkurlistinn: Þreifíngar hafnar um samstarf án þátttöku vinstrigrænna Samstarf Reykjavíkurlistans þarf ekki að vera úr sögunni þó Vinstri grænir hafi ákveð- ið að bjóða fram til borgarstjórnar undir eigin merkjum í kosningun- um næsta vor. Innan Samfylkingar og Framsóknarflokks útiloka menn slikt ekki og eru menn þegar farnir að þreifa fyrir sér hvað það varðar. Framsóknarmenn eru greinilega áfram um frekara samstarf Reykjav- íkurlistans. Á hinn bóginn eru Sam- fylkingarmenn varfærnari hvað það varðar, en þau mál verða rædd á fundi Samfylkingarinnar í kvöld. Stefán Jón Hafstein, borgarfull- trúi og Samfylkingarmaður telur stöðuna enn mjög opna. „Sagan og hefðin að baki Reykjavíkurlistanum er mönnum auðvitað ofarlega í huga, en það að búa til nýtt pólitískt fram- boð með þeim trúverðugleika og ferskleika, sem til þarf, er meira en að segja það,“ segir Stefán Jón. „En við höfum ennþá tímann fyrir okk- ur og þetta þurfa menn einfaldlega að hugsa vel. Eins og staðan er hygg ég að menn séu heitari fyrir því að bjóða óflokksbundnum og óháðum kjósendum að slást í lið við Samfylk- inguna svo hún geti orðið stærsti flokkurinn í borginni.“ Stefán Jón telur að Samfylkingin hafi marg- vísleg sóknarfæri með því að bjóða fram í fyrsta sinn undir eigin merkj- um. „Með því mætti ná fram þeirri endurnýjun, sem er þörf á til þess að fá umboð borgarbúa til að stýra Reykjavíkurborg.“ Álfreð Þorsteinsson, oddviti fram- sóknarmanna i borgarstjórn, segir ýmsa Reykjavíkurlistamenn hafa áhuga á frekara samstarfi í komandi borgarstjórnarkosningum. „Það hef- ur aðeins verið imprað á því að Reykj- avíkurlistinn gæti haldið áfram undir nýjum formerkjum, þ.e.a.s. Samfylkingin, Framsókn, óháðir, hugsanlega frjálslyndir og jafnvel einhverjir óánægðir vinstrigrænir, en þær þreifingar eru á algeru frum- stigi.“ Álfreð taldi að slíkar viðræð- ur þyrftu ekki að taka langan tíma. ,En ég tel að tímanum hafi verið só- að til einskis undanfarna mánuði. Ef menn ætluðu aldrei í samstarf hefðu þeir þá bara átt að segja það strax.“ Athyglisvert er að nokkuð er rætt um að klofningur sé innan vinstri- grænna um frekara samstarf, að þar sé ágreiningur, sem engan veginn hafi verið útkljáður. Björk Vilhelms- dóttir, borgarfulltrúi vinstrigrænna, vildi þannig áframhaldandi sam- starf og hefur ekki hvikað frá þeirri skoðun sinni þó hún hafi orðið und- ir á flokksfundinum. Menn vildu þó ekki spá neinu um það hvort hún eða aðrir kynnu að hlaupast undan merkjum vinstrigrænna til þess að taka þátt í framboði endurnýjaðs Reykjavíkurlista. Aukinn pirringur milli flokkanna líklegur „Það er verið að slíta hjónabandi eftir 12 ár og það getur auðvitað haft með sér einhver sárindi" segir Ölafur Þ. Harðarson, prófessor við félagsvís- indadeild Háskóla Islands. Hann seg- ir hinsvegar að engin sérstök ástæða sé til þess að svo þurfi að vera, ffekar en þegar flokkar sem setið hafa sam- an í ríkisstjórn lengi fara hvor á móti öðrum í kosningabaráttu. Ennfrem- ur bendir Ólafur á að mikill munur sé að því að ákveða að bjóða ffam f sitt í hvoru lagi eins og Vinstri Græn- ir ákváðu að gera í fyrrakvöld, eða að slíta samstarfinu. Ólafur segir að honum lítist ekki illa á samstarf flokkanna það sem eftir er af kjörtfmabilinu. Ég geri ekki ráð fyrir að það þurfi að ganga eitthvað illa. Maður hefði í raun búist við að meiri pirringur væri í tóninum að undanförnu en hefur verið. Hann verður þó líklega meiri núna en ef þeir hefðu ákveðið að bjóða fram saman“. „Það verður mjög ffóðlegt að sjá næstu skoðanakönnun, enda er þetta meiriháttar breyting. Þetta opnar öll spil og þó hægt sé að velta hugsanlegum áhrifum fyrir sér er engin leið að spá fyrir um hvað þetta þýðir nema að hafa niðurstöð- ur kannana í höndunum“ segir Ólaf- urÞ. Harðarson. Morð a varnarsvœðinu á Keflavíkurflugvelli Bandarískir sérfræðingar komnir Fimm sérfræðingar á vegum banda- riska hersins eru komnir hingað til lands til að taka þátt í rannsókn á morð- inu á tvítugri konu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. í gær tóku þeir þátt í vettvangsrannsókn á svæðinu. Þá var 21 árs gamall Bandaríkjamaður, sem grunaður er um að hafa stungið konuna til bana, yfnheyrður í gærdag. Samkvæmt heimildum Blaðsins hefur lögregla áður þurft að hafa afskipti af manninum. Tuttugu og níu ára gömul íslensk kona, af asískum uppruna, var einnig yfirheyrð í gær, en hún var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Höfðu áður lent í deilum Samkvæmt fféttum um málið á heima- sfðu Víkurfrétta hafði maðurinn lent í deilum við stúlkuna fyrir nokkrum mánuðum. Þá hafi hann, ásamt öðr- um vamarliðsmanni, stohð kreditkorti stúlkunnar og tekið af því talsverða fjárhæð. Herlögreglan á Keflavíkur- flugvelli fer með málið svo það kemur ekki til kasta lögregluyfirvalda hér að krefjast gæsluvarðhalds yfir mannin- um. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli aðstoðar hinsvegar herlögregluna, en litlar upplýsingar eru gefnar upp um máhð. ■ Viðskiptakort einstaklinga Nánari upplýsingar i síma: 591 3100 AtlantsoiU - VMtarvfe 29 - 200 ItófMraogur • Siml S91-3100 • «tUnt*oU*OatUi>tooUaJs o Heiðskirt 0 Léttskýjað ^ Skýjað | Alskýjað Rignlng, litilsháttar //'// fllgnlng 5 5 Súld Snjókoma / ÍJÍ Slydda Snjóél ' Skúr Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 20 27 20 18 22 19 17 19 24 32 30 17 22 26 21 25 19 13 22 26 18 18 10// /// "/■*+ /// m'// /// ///. /// 12° Á/// 13°/// 15° Cf /V/ /// /// '/A / // cTn' 413 Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum Irá Veðurstofu íslands 1° • Á morgun // / s// 10° '// / // % w 14°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.