blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 16
Sjónvarp Simans
fyrir ADSL n otendur
-Enski boltinn og allt að 60 sjónvarpstöðvar
I fyrra tryggði Skjár einn sér sýning-
arrétt á Enska boltanum og urðu
margir aðdáendur hans himinlif-
andi yfir því að fá boltann heim í
stofu - frítt. En Adam var ekki lengi
í paradís þar sem ný sjónvarpsstöð,
Enski Boltinn, sem hóf göngu sína
um síðustu helgi, er aðeins opin
þeim sem eru með sjónvarp gegnum
ADSL tengingu eða breiðband hjá
Símanum. Það er hins vegar mikill
misskilningur að það verði að flytja
öll viðskiptin til Símans fyrir þá
sem eru með ADSL hjá OgVodafone.
Hverji
j eru ódýrastir?
t Samanburður averði 95 oktana bi
1 bensíns
AO Sprengisandur 112,9 kr. Kópavogsbraut 112,9 kr. Óseyrarbraut 112,9 kr.
6go Vatnagarðar 112,9 kr. Fellsmúli 112,9 kr. Salavegur 112,9 kr.
<0 Ægissíða 114,2 kr. ^iHSkr" Stóragerði 114,5 kr.
Ananaust 114,2 kr. Gullinbrú 114,0 kr.
InlisB
Eiðistorg 112,8kr. Miklabraut 112,8 kr. Skemmuvegur 112,8 kr.
ORKANj
03 Amarsmári 112,9 kr. Starengi 112,9 kr. Snorrabraut 112,9 kr.
Gylfaflöt 113,9 kr. ■Krr
Nóg er að fara í næsta þjónustuver
OgVodafone og biðja um að símalín-
an verði færð yfir til kerfis Símans
en greiðslur haldast óbreyttar til Og-
Vodafone. Síðan er sjónvarpið pant-
að gegnum ADSL hjá Símanum þar
sem símalínan er komin þangað.
Nú er verið að vinna í því að koma
þessum kerfum upp og hafa verið
óánægjuraddir meðal fólks vegna
þess hversu seint framkvæmdin
gengur. Einstaklingar sem fyrir
löngu hafa skráð sig í þessa þjónustu
og vonuðust til þess að hún væri
komin í gagnið fyrir byrjun boltans
hafa margir hverjir ekki haft erindi
sem erfiði.
Eva Magnúsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans segir að búið sé að
uppfæra ADSL kerfi Símans þannig
að ADSL2+ sé nú komið á Suðvest-
urhornið,
Akureyri
og Húsa-
vík. Eva seg-
ir að búast
megi við að
þeir sem bíða eft
ir að kerfið verði
sett upp þurfi ekki
að bíða lengur en fram að
næstu heígi.
„Það er búið að vera meiri eftir-
spurn en við þorðum að vona. Starfs-
menn okkar fara í hús og gera bún-
aðinn tilbúinn til notkunar. Þeir
viðskiptavinir sem komnir eru með
þessa þjónustu eru afar ánægðir.
Þetta kerfi er stafrænt sem þýðir að
gæðin eru mjög mikil,“ segir Eva.
Hún segir þessar tvær leiðir vera í
boði fy rir fólk sem ætlar sér að gerast
áskrif-
endur
af Sjón-
v a r p i
Símans,
þ.e. Breið-
bandið sem
nær til 57% af
höfuðborgarsvæð-
inu og svo ADSL sem
nær til 93% landsmanna.
1 þessu þjónustukerfi eru 60 stöðv-
ar í boði og hægt er að velja um
nokkra pakka þar sem innifaldar
eru ákveðnar stöðvar. Meðal þeirra
stöðva sem verða í kerfinu eru: Rík-
issjónvarpið, Skjár einn, Enski Bolt-
inn, Animal planet, CNN, CNBC,
DRi, Eurosport, Discovery, BBC
prime. ■
Kominn tími til
ao slaka á
-Ogfara út á videoleigu
Bensínverð
rýkur enn upp
Enn rýkur bensínverð upp úr öllu
valdi og á einungis einni viku urðu
tvær stórar hækkanir. Það þýðir að
það sem af er þessum mánuði hef-
ur bensín hækkað þrisvar sinnum.
Esso, Olís og Shell hækkuðu bensín-
ið um 1,40 krónur á lítra á mánudag-
inn og dísilolíu um 2,40 krónur.
Olíufyrirtæki segja þessa hækkun
vera vegna hækkunar heimsmark-
aðsverðs á olíu. Ekki sér fyrir end-
ann á þessari hækkun og olíuverð er
nú í sögulegu hámarki hér á landi. Á
vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeig-
enda kom þó fram að heimsmarkaðs-
verð á hráolíu hefur lækkað litillega
eftir hækkun að undanförnu.
Sjálfsafgreiðsluverð er nú hæst hjá
nokkrum afgreiðslustöðvum Esso
og Olís, 114.5 krónur lítrinn. Lægst
er verðið hjá Orkunni, 112,8 krónur
lítrinn. ■
Þegar tekur að hausta, útilegum fer
að fækka og veðrið fer smám saman
að kólna er gott að geta kúrt uppi í
sófa og horft á góða bíómynd. A höf-
uðborgarsvæðinu eru margar mynd-
bandaleigur að finna og er úrvalið
af videospólum og DVD myndum
gríðarlegt auk þess sem hægt er að
leigja sér Playstation leiki fyrir þá
sem vilja aðeins meira fjör.
Blaðið kannaði stöðuna á nokkr-
um myndbandaleigum bæjarins.
Hvað það kostar að leigja sér mynd-
band/DVD, hvort það fylgi gömul
mynd með og þá hvort hún sé á
myndbandi eða DVD. Einnig var
spurt hvort Playstation myndir væru
til leigu, hvort borga þyrfti sekt eftir
klukkan 20 á kvöldin og hvort hægt
væri að fá afsláttarkort.
Tekið skal þó fram að það er mis-
jafnt eftir leigum hversu mikið úr-
valið er enda eru leigurnar misstór- á mörgum stöðum á höfuðborgar-
ar og sumar hverjar eru staðsettar svæðinu. ■
Nýspóla/ DVD Gömul spóla með Gömul DVD með Playstation leikir Sekteftir kl.20 Afsláttarkort
Videoheimar 500 nei nei já nei já
Skalli 300 já nei nei nei bónuskerfi
Bónusvideó 550 já já nei nei nei
Snæland videó 500 já já nei nei bónuskerfi
Videohöllin 550 nei nei nei nei nei
Neytendasamtökin
kanna lögmœti lokunar
Neytendasamtökin hafa falið lög-
manni sínum að kanna lögmæti
þess að breska sjónvarpsstöðin SKY
hefur ákveðið að loka á öll íslensk
krítarkort fyrir tilstilli Samtaka
myndrétthafa á íslandi (SMÁÍS).
SMÁlS segir ástæðuna fyrir lokun-
inni vera þá að SKY hafi einungis
sýningarrétt á Bretlandseyjum.
Þetta á þó ekki við SKY fréttastof-
una sem opin er öllum, lokunin nær
til SKY -one, -movies og -sport og
þar með hafa íslenskir áhorfendur
ekki lengur rétt á að horfa á enska
boltann nema gegnum ADSL kerfi
símans.
Samkvæmt formanni neytenda-
samtakanna, Jóhannesi Gunnars-
syni, hefur lögmaður nú hafið
rannsókn á þessari aðgerð en hann
vildi ekki segja til um að svo stöddu
hvenær niðurstaðu væri að vænta.
Hann sagðist þó vona að það yrði
fyrr en seinna.
Neytendasamtökin hafa nú þegar
fengið góð viðbrögð við fyrirhug-
aðri rannsókn. Fólk hefur sýnt sam-
tökunum stuðning sinn og bent á að
fólk viða um land hefur misst 'sinn
eina möguleika á að sjá enska bolt-
ann þar sem það kerfi sem núna sé
það eina sem sýnir enska boltann,
Síminn - sjónvarp nær ekki nema
til afmarkaðs hluta landsins. ■