blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
LIK VIÐ
STJÓRNVÖLINN
Pegar stofnað var til Reykjavíkurlistans á sínum tíma höfðu
vinstrimenn af því áhyggjur að flokkar þeirra væru að daga
uppi og engin von væri til þess að þeim tækist að koma sjálf-
stæðismönnum af valdastólum í Ráðhúsinu. Til þess að það mætti
takast var brugðið á það ráð að bjóða fram saman undir forystu
sameiginlegs leiðtoga, sem allir flokkar gátu fellt sig við, og skoð-
anakannanir bentu til að væri borgarbúum að skapi. Það var Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir.
En um leið og Ingibjörg Sólrún var helsti styrkur listans kom líka
helsti veikleiki hans berlega í ljós við brotthvarf hennar. Sá veikleiki
var og er sá, að Reykjavíkurlistinn hefur í raun aldrei átt sér aðra
stefnu eða hugmyndafræði en að koma Sjálfstæðisflokknum frá
völdum. Út af fyrir sig er slík stefna ekki gagnrýnisverð, en menn
verða að eiga annað og meira í pokahorninu ef þeir ætla að fara
með almannavaldið á þann hátt sem þarf til þess að stýra öflugu og
gróskumiklu sveitarfélagi.
Þessi veikleiki R-listans hefur ágerst undanfarna mánuði og hef-
ur í raun orðið farsakenndur síðastliðnar vikur þar sem menn hafa
ekki getað komið sér saman um neitt nema nauðsyn þess að hanga
á valdastólum við kjötkatlana. Til hvers gat enginn upplýst með við-
unandi hætti, enda er R-listann löngu þrotið erindi í borgarstjórn.
Sjálfstæðismenn í minnihluta borgarstjórnar hafa gagnrýnt R-
listann fyrir fjármálaóstjórn og að hafa svikið velflest kosninga-
loforð sín. Sjálfsagt er það rétt athugað að fjármálastjórn R-list-
ans hefur ekki verið til hreinnar fyrirmyndar og vel má vera að
efndirnar á kosningaloforðunum hafi verið misjafnar, en eftir á
að hyggja er það ekki það, sem helst má átelja R-listann fyrir. Á
bautastein hans má fyrst og fremst letra glötuð tækifæri. Hann
hefur verið samfleytt við völd í höfuðborg landsins á mesta vel-
megunartíma þjóðarinnar, en það væri synd að segja að þess sæ-
ist stað. Þvert á móti hefur hann staðið á bremsunni þegar kem-
ur að vexti og viðgangi borgarinnar, en samt hefur það kostað
borgarbúa meira. Að þeim orsökum er lítil eftirsjá í R-listanum.
Þeim mun einkennilegra er það að nú, þegar ljóst er að R-listinn
er allur, hyggjast borgarfulltrúar hans sitja áfram eins og ekkert
sé fram að kosningum. Það eru ekki átta lík í lestinni, heldur við
stjórnvölinn. Haldi menn að stirt sé milli flokkanna nú geta þeir
rétt ímyndað sér hvernig samkomulagið verður þegar nær dregur
kosningum. Framundan er eitt langdregnasta pólitíska sjálfsmorð
Islandssögunnar og borgarbúar munu gjalda þess.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsímí: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur.
20% afsláttur af öðrum plöntum
Betri plöntur á góðu verði -Tilboð alla daga
14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 blaðið
VG opnar á nýjan meirihluta
með Sjálfstæðisflokknum
Samfylkingin hef-
ur öll spil á hendi
eftir að VG sleit
samstarfinu um
Reykjavíkurlist-
ann í gærkveldi.
Nú á Samfylking-
in bara að taka
því rólega, skoða
alla möguleika í
stöðunni - og gefa sér tíma. Það var
vel mælt hjá Stefáni Jóni að faðmur
Samfylkingarinnar væri breiður
og opinn. Við eigum ekki að varpa
neinum möguleika frá okkur fyr-
irfram - heldur skoða stöðuna vel.
Okkar fólk stóð sig vel í erfiðri stöðu
og undir lokin var alveg ljóst að það
hélt mjög skynsamlega á grundvall-
arprinsippi okkar um lýðræðislega
aðkomu stuðningsmanna listans.
Á sama tíma voru þau sanngjörn
gagnvart samstarfsfólkinu í öðr-
um flokkum. Þarna var vel teflt í
þröngri stöðu og Samfylkingin hef-
ur algerlega hreinan skjöld. Nú eru
ýmsir möguleikar uppi sem Sam-
fylkingin í Reykjavík á að skoða vel
áður en nokkrum leiðum er lokað.
Sameinað afl vinstri manna, sem
óflokksbundnir Reykvíkingar hafa
stutt í stórum stíl, hefur tryggt að
99.......................
í þessu Ijósi er erfitt
að draga aðra ályktun
en þá að forysta VG í
Reykjavík sé að opna
þann möguleika að
auka enn á völd sín í
Borginni með því að
mynda hugsanlega
meirihluta með Sjálf-
stæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
komist í meirihluta í Borginni. I
þvi ljósi er erfitt að skilja niður-
stöðu VG. Hún mun endurvekja
hina lífseigu mýtu um sundrung
á vinstri vængnum og VG er því
að taka þá áhættu að verða þess
valdandi að Sjálfstæðisflokkurinn
komist aftur til valda í Borginni.
Afstaða VG er mjög athyglisverð í
ljósi tveggja þátta: Árni Þór Sigurðs-
son borgarfulltrúi úr röðum VG hef-
ur sagt það skýrt að enginn málefna-
ágreiningur sé á milli flokkanna
þriggja.KröfuVGumjafnræðiviðval
á lista var jafnframt mætt að lokum.
I þessu ljósi er erfitt að draga
aðra ályktun en þá að forysta
VG í Reykjavík sé að opna þann
möguleika að auka enn á völd
sín í Borginni með því að mynda
hugsanlega meirihluta með Sjálf-
stæðisflokknum næði VG oddaað-
stöðu að loknum kosningum - og
þvinga í hrossakaupum út embætti
borgarstjóra úr örmagna íhaldinu.
Ég er ekki viss um að vinstri mönn-
um getist vel að þessari nýju pólitík
VG - og er ekki viss um að þeir hafi
valið farsælustu leiðina fyrir þá sem
vilja berjast gegn vaxandi ofurtök-
um Sjálfstæðisflokksins í landinu.
Össur Skarphéðinsson, alþingismað-
ur - www.ossur.hexia.net
Össur
Skarphéðinsson
Vinstriöflin í Reykjavík sterk
ari en nokkru sinni fyrr
Nú þegar ákveð-
ið hefur verið
að Vinstrigræn í
Reykjavík bjóði
fram í eigin nafni
hefur gripið um
sig ákveðinn
taugatitringur.
Hjá Fréttablaðinu
er þetta kallað að
„slíta samstarfinu" þó að fyrir liggi
að Vinstrigræn verði áfram í því
samstarfi sem samið var um vor-
ið 2002, aldrei hefur staðið til að
slíta og ítrekað hefur komið fram
að Vinstrigræn vilja vera áfram
í. Stöku Framsóknar- og Samfylk-
ingarmaður tekur þátt í þessu
rugli og ruglar saman orðinu „sam-
starf“ og „sameiginlegt framboð“.
Ákvörðun Vinstrihreyfingarinn-
ar-græns framboðs snýst ekki um
samstarf R-listaflokkanna, hvorki
núna né í næstu kosningum held-
ur um aðferð við framboð. Sam-
99..........................
Ekkertsem Vinstrihreyf-
ingin-grænt framboð
eða félagar hennar
hafa gert eða sagt gefur
tilefni til samstarfsslita.
starfið getur haldið áfram eins og
hingað til. Ekkert sem Vinstrihreyf-
ingin-grænt framboð eða félagar
hennar hafa gert eða sagt gefur til-
efni til samstarfsslita. Ákvörðun
annarra samstarfsflokka um
slíkt væri því úr lausu lofti gripin.
I seinustu kosningum fékk Sjálfstæð-
isflokkurinn sögulegt lágmarks-
fylgi í Reykjavík, eftir átta ára sterkt
samstarf R-lista flokkanna. Staða
félagshyggjuaflanna í borginni er
því sterk og fátt bendir til annars en
að þau fái meirihluta saman. Næst-
um þvi hið eina sem getur komið
í veg fyrir það er taugaveiklun og
upphrópanir í kjölfar ákvörðunar
Vinstrigrænna. SÍík taugaveiklun er
hins vegar óþörf. í ákvörðun Vinstri-
grænna liggur ekki nein gagnrýni á
samstarfsflokkana og við munum
sýna þeim sömu vinsemd og virð-
ingu og áður.
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður
VG - www.murinn.is
Andlát R-listans
Undanfarið hefur
þjóðin fylgst
með sundrun R-
listans nánast í
beinni útsendingu.
Nú er ljóst að
Vinstri Grænir
hafa ákveðið að
binda enda á
samstarfið í þeirri
mynd sem það hefur verið
undanfarin ár. Farið hefur fé betra.
Sú umræða undanfarinna daga
hefur í raun sýnt hvernig starfið
hefur verið í borginni undanfarin ár,
enda í öllu þessu umræðuferli (alla
vega 15 umræðufundir), var ekki
verið að ræða um málefni, heldur
eingöngu verið að reyna að búa til
embætti og raða niður bitlingum
svo að allir gætu vel við unað.
Margir hafa haldið að það hafi
verið eitthvað sérstakt keppikefli
fyrir sjálfstæðismenn að R-listinn
myndi sundrast en það er þó ekki.
Nú ætla listarnir, sem þó stóðu að
baki R-listanum, að koma fram
saklausir af öllum gjörðum hans
og víkja sér þannig undan þeirri
ábyrgð sem þeir standa fyrir.
99.......................
Nú verður fróðlegt
að sjá framhaldið
þegar frumeindir
R-listans fara að klína
skandölum listans á
samstarfsflokka sína.
Líklega er það jafnframt ein
helsta ástæðan fyrir því að listinn
sundrast nú, að þeir sem að honum
standa hafa áttað sig á því orði
sem fer af honum og erfitt verði
að svara fyrir þær gjörðir listans á
þessu tímabili. Nú verður fróðlegt
að sjá framhaldið þegar frumeindir
R-listans fara að klína skandölum
listans á samstarfsflokka sína.
Flestum sem horfa á þetta að utan
er ljóst að VG ætlaði sér aldrei í
samstarf, frá upphafi hafa kröfur
þeirra verið þannig að þessu hefur
stefnt. Viðræðurnar virðast hafa
verið á yfirborðinu af þeirra hálfu
frá upphafi. VG ætlaði sér að
fara fram undir eigin merkjum
og allar tillögur sem hafa komið
fram virtust vera ómögulegar.
Nú þegar R-listinn er sundraður
í frumeindir sínar er nú komið
tækifæri fyrir sjálfstæðisflokkinn
til þess að stilla vopn sín miðað við
það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
tækifæri til þess að ná borginni á
sitt vald og ráðast í það mikla verk
að bjarga borginni.
Tómas Hafliðason,
framkvæmdastjóri - www.frelsi.is
Tómas
Hafliðason