blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 38
ina
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÖST 2005 I blaöið
38 i
SMÁboraannn
GÓÐAR
FRAMHALDSSÖGUR
Smáborgarinn, eins og allir hin-
ir smáborgararnir sem hæst
hafa, hefur sína skoðun á því
hvernig fjölmiðlarnir komu út úr
stóra Baugsmálinu. Það jafnast
kannski ekkert á við sérfræðiálit-
in sem hafa fengið að hljóma á
öldum ljósvakans og fylla hvern
dálksentimetrann á fætur öðr-
um, en það býr grunur í smáborg-
aranum um að líklega hitti hann
betur naglann á höfuðið en nokk-
ur þeirra sérfræðinga sem hafa
hvort eð er eytt allt of miklum
tíma í að spá í fjölmiðla, mikil-
vægi þeirra og áhrif.
Kenning smáborgarans gengur
nefnilega út á „business". Og slík-
ar kenningar eru auðvitað mun
betri, ja að minnsta kosti arð-
vænlegri, en kenningar um fjöl-
miðla. Smáborgarinn er á því að
þessir blessuðu Baugsmenn séu
útsmognari „businessmenn" en
við Islendingar höfum átt í okkar
röðum fram til þessa. Auðvitað
lítur þetta ekki vel út samkvæmt
ákærum því þeir virðast ekki al-
veg hafa á hreinu lög og reglur
um rekstur hlutafélaga og ruglast
æði oft í reikningshaldinu.
Þó er ekki útséð með að Baugs-
menn séu lélegir „businessmenn".
Nýja Dagsbrúnarbatteríiið þeirra
ætlar til að mynda að færa út kví-
arnar í afþreyingu. Á íslandi hafa
menn alltaf skemmt sér best yfir
fréttum og slúðri enda hvergi í
heiminum aðrir eins fréttafíklar
og hér á landi. Þá þarf bara að
finna eitthvað efni sem seðjar
hungrið og skilar krónunum í
kassann.
Góðar framhaldssögur eru
auðvitað mikilvægar í slíkri
sölumennsku. Fólk vill lesa um
þá ríku og frægu, þá skrýtnu og
þá sem brjóta af sér. Líka þeirra
útgáfu af málunum. Þetta vita
Baugsmenn sem gefa út DV þar
sem þeir hafa æruna af mönn-
um í viku hverri án þess að fólk
geti komið við vörnum. Auðvitað
var ekki alveg sama traktering á
eigendahópnum í Fréttablaðinu
enda ekki sama Jón og Jón Ás-
geir.
Að koma því við að gefa út
flóru fjölmiðla sem fæst svo aðal-
lega við að útvarpa, sjónvarpa og
prenta efni sem snýr að aðaleig-
anda miðlanna er ekki svo slæm-
ur „business". Hljómar eins og
besti Dallas þar sem kallinn með
hattinn stýrir öllu og hver græðir
mest á þessu öllu saman?
Auðvitað er þetta samt „risky
business" því á endanum verð-
ur það dómskerfið sem ákvarð-
ar endalok sápunnar enda snýr
kjarni hennar að lögum og regl-
um. En það hefur nú ekki aftrað
ungu íslensku „businessmönnun-
um“ okkar hingað til. Þeir þrífast
á áhættu, þeysast áfram óhrædd-
ir og leggja allt undir. Svo verður
bara að koma áljós hver niðurstað-
an verður. Vogun vinnur - vogun
tapar.
Alltént getum við hin fylgst
með stöðu mála og lesið næstu
kafla sápunnar í miðlum Baugs-
manna. Og auðvitað græða þeir
á tá og fingri á meðan. Hver vill
ekki lesa miðla sem bestan að-
gang hafa að eigendunum? Hver
vill ekki fylgjast með gagnárás-
um í beinni? Þetta er örugg sala.
Góður „business“.
SU DOKU
talnaþraut
31. gáta
9 7
5 2 7 9
8 1 6
1 6 4 5
4
7 6 8 2
4 9 8
6 2 3 4
7 9
Lausn á 30. gátu
lausn á 30. gátu
5 1 7 2 3 8 6 4 9
2 6 4 7 1 9 3 5 8
3 8 9 4 J 6 1 7 2
9 3 2 5 4 1 8 6 7
1 7 5 8 6 2 4 9 3
14 4 8 3 9 7 JJ 1 5
7 9 1 6 2 3 5 8 4
Z 2 6 9 8 5 7 3 1
8 5 3 1 7 4 9 2 6
Lausn á 31.
gátu verður að
finna i
blaðinu á
morgun.
Leiðbeiningar
Su Doku gengur út á að raða
tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og
í þar til gerð box sem innihalda 9
reiti. Sama talan má ekki koma fyrir
tvisvar í hverri línu og innan hvers
box. Allar gátur er hægt að ráða út
frá þeim tölum sem gefnar eru upp
í upphafi. Leitað er að talnapörum
og reynt að koma þeirri þriðju fyrir.
Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta
boxinu vinstra megin og því neðsta
líka, ætti ekki að vera erfitt að átta
sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu.
Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt
að skrá þá hjá sér og halda áfram.
Justin með
nýja persónu-
lotu
Justin Timberlake er búinn að lýsa því
yfir að næsta plata hans verði mjög per-
sónuleg, en byrjað verður að taka upp
plötuna á næstu mánuðum. Hefur Justin
verið að semja lög með vini sínum, Matt
Morris, sem samdi einmitt fimm lög á
nýjustu plötu Christinu Aguileru,
Stripped. Morris sagði MTV að
þeir hefðu samið saman all-
skyns efni á eina plötu, um 15
til 20 lög, en þar sem efnið
væri svo persónulegt væri
það einungis fyrir vini
í bili. Búist er við nýju
plötunni árið 2006, en
Justin hefur verið í hléi
frá tónlistarheiminum
að undanförnu og verið í
staðinn að taka upp tvær
kvikmyndir.
HVAÐ SEGJA
STJÖRNURNAR?
Steingeit
(22. desember-19. janúar)
$ Yfirmennirnir hafa tekið eftir þér og þú munt
fá erfiði þitt verðlaunað. Haltu áífam að vera svona
dugleg/ur.
V Þú munt fá hrós íyrir eitthvað sem þú hefur
affekað. Kannski er kominn tími til að breyta um
stefnu.
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
$ Tíminn flýgur áffam og þér finnst sem þú haf-
ir orðið eftir. Ekki missa af næstu tímamótum, þau
eru mikilvæg.
V Það er kominn tími til að neyða þig til að gera
þetta lítilræði sem þú hefur frestað. Þvíverður ekki
ffestað lengur.
OFiskar
(19.febrúar-20. mars)
$ Forysta fer þér vel og hver veit nema það sé
kominn tími fyrir breytingar. Þú ert í góðri stöðu til
að taka ákvaroanir og ættir því að láta í þér heyra.
V Ástin svífur yfir og eina vafamálið er hvenær
hún lendir heima hjá þér. Njóttu þess að vera til.
Hrútur
(21. mars-19.apríl)
$ Haltu orðspori þínu hreinu og eerðu það sem
þarf til að þú fáir það sem þú átt skilið. Það gæti
purft mikla vinnu en þú getur það.
V Það er óþarfi að ofoera sér. Taktu eitt skref í
einu og ekki vera of áköfyafur.
Katie Holmes segist vera alveg
sama um 16 ára aldursmun á
milli hennar og unnusta henn-
ar Tom Cruise, og segist hún
strax hafa fundið tengsl á
milli þeirra. „Það var alveg
frá fyrstu stundu. Ég hef
aldrei hitt neinn sem er
svona lífsglaður, svo ör
uggur um hver hann er
og hvað hann gerir. Það
er mjög fallegt að geta
orðið ástfangin af þann-
ig manni,“ segir Katie.
Einnig bætir hún við
að hún hafi verið mik-
ill aðdáandi Toms áður
og að það sé eins og
mjög góður draumur
sem verður að veru-
leika að fá að vera með
honum í alvöru.
Katie alveg sama
um 16 ára
Vince
hafnar Jennifer
Leikarinn þéttvaxni úr The Wedd-
ing Crashers, Vince Vaughn, fullyrð-
ir að ekkert sé hæft í þeim orðrómi
að hann sé með Jennifer Aniston.
Orðrómur þess efnis hefur verið
hávær að undanförnu eftir að þau
sáust saman meðan á tökum
myndarinnar Break-Up stóð,
en bæði leika þau stór hlutverk
í myndinni. Vince er sagður góð-
ur vinur bæði Jennifer Aniston
og Brads Pitts fyrrver-
andi eiginmanns
hennar og er
hann allt ann-
að er kátur með gróusögurnar. „Ég
myndi aldrei nýta mér það að hún
er nýfráskilin," segir
hann. „Þar að auki
er ég hrifnari af
einnar nætur kon-
um, í stað þess að
vera að binda mig
til framtíðar."
Naut
(20. apríl-20. maí)
$ Það eru stói
jafnvel þótt þú taláí ekki éítir þeim í byrjun. Ein
persóna mun reyná að hafa áhrif á þig varðandi
mgmyndir á borðinu í dag,
em efdr ]
persóna mun rey
ákveðið málefni.
V Áætlanir þinar éru á hreinu ogþú ert spennt/ur
vfir framtíðinni. Hver veit hvað þu munt gera eða
hvern þú munt hitta.
©Tvíburar
(21. maí-21. júní)
$ Það eru einhver leyndarmál á kreiki á vinnu-
staðnum og aldrei þessu vant veist þú þau ekki.
Reyndu að komast að því hvað er í gangi.
V Þegar þú hefur meiri upplýsingar þá mun það
sem er að vefjast fyrir þér verða ljóst. Farðu að
leita að upplýsingum.
®Krabbi
(22. júní-22. júlí)
$ Yfirborð verkéfnisins er á hreinu og því engar
áhyggjur að hafa. Þú ert að nálgast ákveoio jafnvægi
mufivinnunnar og einkalífsins.
V Þú hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig ann-
arripersónuliður enþað er ekki víst aðþúhafir aréttu
að standa. Spurðu spurninga og fáðu það á hreint.
Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
$ Bjóddu fram bestu þjónustu sem mögulegt er.
Þú þarft að koma vel fvnr þar sem þú veist aídrei
hver er að fylgjast með pér.
V Nýia heilsuátakið þitt er verðugt verkefni. En
ekki tala endalaust um það við alla í kringum þig.
Með tímanum munu allir spyrja þig hvað þu sért að
gera.
©
Meyja
(23. ágúst-22. september)
»ín er í blóma um þessar
ipa nýjar hugmyndir. Skrif-
iö betur seinna.
$ Listræna hliðin
mundir svo þú skalt
aðu það niður og skoðaðú þai
V Þú ert uppfull/ur af nýjum hugmyndum og þú
ættir að hrinaa þeim í framkvæmd. Núna er ein
mitt rétti tíminn til þess.
Vog
(23. september-23. október)
$ Þú ert hliðholl/ur fortíðinni en það eetur skap-
að vanda í nútímanum. Reyndu að einblína á dag-
inn í dag, gærdagurinn er lioinn.
V Þér líður skringilega í dag og engum finnst það
þægilegt. Þú ert engin unaanteknmg. Taktu pér
tíma til að átta þig á nvernig þér líður og af hverju
þér líðurþannig.
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
$ Það verða miklar umræður í dag og þú skalt
taka fullan þátt í þeim. Þær snúast meöal annars
um framtíð pína hjá fyrirtækinu.
V Það er svaka gaman hjá þér og vinum þínum
og hamingjan svífur yfir vötnum. Njóttu þess.
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
$ Hjá þér snýst allt um eienir og þú gætir grætt
mikið áþvf, svo lengi sem þu bregst fljótt við þegar
rétta tækifærið býðst.
V í dag ættirðu að skoða gildi þín og hvað það er
sem þú vilt fá út úr lífinu. Hvaöa eildi hefurðu og
hvaða gildi sækistu eftir hjá öðru folki?