blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 blaðíö
Skrímsli á
Grœnlandi
Myndlistarkonan Hulda Hákon er
nýkomin frá Grænlandi þar sem hún
sýndi nokkrar af myndum sínum.
Sýningin var í samkomuhúsi í
Tasiilaq sem hýsti skákmót Hróksins
sem haldið var um síðustu helgi.
„Ég hef sýnt þessar myndir nokkuð
oft áður,“ segir Hulda Hákon.
.Myndirnar eru af
skrímslum og eru
eftirmyndir
af gömlu
Islandskorti
frá 17. öld.
Þegar ég
bjó úti i
New York
s e n d
a m m a
mín mér
konfektkassa
með mynd af
þessukorti. Égklippti
myndina út og hún
hefur fylgt mér síðan.
Af og til hef ég svo
skapað svipuð skrímsli
og eru á kortinu. Árið
2000 ákvað ég að
vanda mig og gera eins
nákvæmar eftirmyndir og ég gæti
eftir þessum teikningum og notaði
mjög fíngerð verkfæri til að móta
skrímslin.“
Grænlensku börnin á skákmótinu
í Tasiilaq voru greinilega hrifin af
Eitt verka Huldu Hákon á
sýningunni á Grænlandi.
Grænlensk börn voru
greinilega hrifin af
verkunum.
myndum Huldu Hákon. „Mér líkar
ekki sérlega vel þegar fullorðið
fólk potar í verkin mín en þegar
litlir krakkar á Grænlandi klappa
verkunum og pota í þau þá get ég
ekki verið annað en ánægð,“ segir
Hulda Hákon sem þarna var í
sinni fyrstu Grænlandsferð.
Sleðahundarnir vöktu
sérstakan áhuga
hennar en þeir
eru bundnir
í hlíðum
bæjarins og
góla hátt.
Ekki er
ólíklegt að
hundarnir
eigi eftir
að verða
Huldu Hákon
innblástur að
listaverkum, en hún
hefur mikið velt fyrir sér
hlutverki þeirra. „Ég á
bolabít, dekurrófu heima i
Reykjavík sem situr uppi í
sófa og horfir á sjónvarpið.
Mér fannst því erfitt að
horfa á þessi grey sofa úti
alla daga, grútskítuga og fá ekki
nóg að éta,“ segir Hulda Hákon.
„Grænlendingar hafa hins vegar lifað
með þessum hundum um aldir og
vita örugglega hvernig á að fara með
þá. Kannski finna þessir hundar
mikið til sín því þeir vita að þeir hafa
tilgang. Þeir eru ekki bara stofustáss.
Mennirnir þurfa að treysta á þá.
Góður sleðahundur er eins og fínt
tryllitæki heima á íslandi.”
Nú eftir komuna frá Grænlandi
er Hulda Hákon önnum kafinn við
að vinna að útlistaverki sem setja á
upp í Finnlandi. Hún er einnig að
undirbúa myndlistarsýningu sem
hún mun halda í Galleríi 101 á næsta
ári.
kolbrun@vbl.is
„Mér líkar ekki sérlega vel þegar fullorðið
fólk potar I verkin min en þegar litlir
krakkar á Grænlandi klappa verkunum
og pota í þau þá get ég ekki verið annað
en ánægð," segir Hulda Hákon
Skaðabætur
vegna Picasso
myndar
Agatha Christie
vinsæl í Guant-
anamo Bay
í fangelsinu illræmda Guantanamo
Bay sitja 520 fangar. Þeir stytta sér
stundir við lestur en í bókasafni
fangelsisins eru um 800 bækur.
Harry Potter bækurnar njóta að
sögn mikilla vinsælda meðal fang-
anna. Sakamálasögur Agöthu
Christie eru sömuleiðis ofarlega á
vinsældalistanum, og þá sérstaklega
þær sem fjalla um Hercule Poirot og
frú Marple. Ekki er undarlegt að af-
þreyingarbókmenntir njóti mestra
vinsælda meðal fanganna þar sem
bækur með pólitískum texta eru
stranglega bannaðar í fangelsinu. ■
Kyrrðin talar
Út er komin hjá Sölku bókin Kyrrð-
in talar eftir Eckhart Tolle. Eftir
Tolle hefur komið út fjöldi bóka og
þar á meðal metsölubókin Máttur-
inn í núinu. I Kyrrðin talar eru skila-
boð sett fram í tíu köflum þar sem
hver kafli beinir athyglinni að ein-
stöku atriði en saman mynda þeir
heild. Eckhart Tolle byggir fræði sín
á speki fornra siðvenja og bendir á
hve nauðsynlegt er að skilja hismið
frá kjarnanum og öðlast innri ró og
lífshamingju.
Þýðandi er Vésteinn Lúðvíksson
rithöfundur.
Kona í Chicago ætlar að greiða af-
komanda gyðingakonu 440 millj-
ónir vegna Picasso myndar sem
nasistar lögðu hald á í seinni heims-
styrjöldinni. Carlotta Landsberg,
sem var gyðingur, flúði frá Berlín
þegar nasistar voru komnir til valda
og kom Picasso mynd sinni í vörslu
listaverkasala í París. Þegar nasistar
hernámu París tóku þeir myndina í
sína vörslu. Árið 1975 keypti banda-
rískur listaverkasali myndina og
seldi hana bandarískri konu. Þegar
hún reyndi síðan að selja myndina
fyrir þremur árum síðan var saga
myndarinnar könnuð og ljóst varð
hver upprunalegur eigandi var. Nú-
verandi eigandi ákvað að greiða af-
komandanum stórfé í skaðabætur
í stað þess að eiga á hættu löng og
kostnaðarsöm málaferli. Picasso-
myndin var máluð árið 1922 og heit-
ir Hvítklædda konan. Myndin er
metin á 800 milljónir.
Nasistar rændu á sínum tima mynd
Picassos, Hvitklædda konan. Nú
fær afkomandi eigandans ríflegar
skaðabætur.
Dansverk undir áhrifum frá Dieter Roth
Danshópurinn Svið-group er að und-
irbúa verkefni vegna Menningarnæt-
ur í Reykjavík sem haldin verður
20. ágúst. Ætlunin er að sýna verk
í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni
Islands og Gallerí 100° Unnið verð-
ur dansverk út frá aðferðum Dieter
Roth en þetta er í fyrsta skipti sem
hópurinn sameinar dans og mynd-
list.
Verkið er unnið af meðlimum
hópsins, fimm ungum stúlkum á
aldrinum 17-21 árs, sem koma allar
úr Listdansskóla íslands. „Við höf-
um allar fengist við sjálfstæð verk-
efni af þessum toga, til dæmis döns-
uðum við verkið „Allt getur gerst...“
á löngum laugardegi í október 2004,
og sýndum verkið „Mar“ á Vetrarhá-
tíð Reykjavíkurborgar. í sumar unn-
um við sem skapandi sumarhópur á
vegum Hins hússins. Þannig erum
við að skapa okkur vettvang sem
ungir, sjálfstætt starfandi listamenn
þar sem danssenan hér á landi hef-
ur ekki mikið upp á að bjóða,“ segir
Melkorka S. Magnúsdóttir sem er
dansari hjá hópnum.
í dansverkinu er unnið út frá Di-
eter Roth og hugmyndafræði hans
og um leið sett spurningarmerki við
skilgreiningu þjóðfélagsins á menn-
ingu, hvað er menning og hvað
ómenning. „Þetta þema mun birtast
í samspili tónlistar, staðsetningu og
hreyfiforms. Meðal þess sem við
höfðum að leiðarljósi við vinnslu
verksins var vinnuferlið og mikil-
vægi þess, hvernig það skiptir jafn
miklu máli og lokaútkoman,“ seg-
ir Melkorka. „Við notum texta frá
Dieter sjálfum en bækur voru hon-
um mjög hugleiknar. Að hans mati
rúmaði bók hvað sem er. Þetta yfir-
færðum við á spurningar og hvernig
við gefum þeim mismunandi svör
eftir aðstæðum. Líkt og markmið Di-
eters er markmið þessa dansverks að
sjá hversdagslega hluti í nýju ljósi.”
Dieter Roth vann mikið með
hljóð og hljóðverk hans fá að njóta
sín bæði á Listasafni Reykjavíkur og
Listasafni Islands. I gallerí 100° verð-
ur það hins vegar rafkvartettinn
Mg4 sem býr til tónlistina en þeir
hafa áður unnið með hópnum við
verkið Best í heimi...?! sem sýnt var
á Ingólfstorgi 17. júní og í Færeyjum
3. júlí. ■