blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 37

blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 37
dagskrái37 blaöiö MIÐVÍk'tJDAGUR Í7. ÁGUST 2805 ■ Fjölmiðlar Frasier og sjálfstraustið Það er löngu tímabært að skrifa um Frasier þótt þættir hans séu ekki sýndir lengur. Ekkert getur komið í stað Frasier í hjarta mínu, það er að segja þegar að sjónvarpsefni kem- ur. Frasier er reyndar maður sem ég myndi aldrei þola nálægt mér í raunveruleikanum en í sjónvarpi er hann hreint ómótstæðilegur. Við átt- um saman vikulegan hálftíma einu sinni (viku í mörg ár. Nú eru þau ár liðin en ég hugsa oft til hans. Frasier birtist reyndar enn á skján- um í endursýndum Staupasteinsþátt- um á Skjá einum. En þar er hann ekki eins og Frasier minn. f Staupa- steini birtist ungur og grannur Frasi- er sem fær sitt rými og stendur sig ágætlega en nýtur sín samt ekki til fulls vegna þess að leikarinn, Kels- ey Grammer, hefur ekki nægt sjálfs- traust. í Frasier þáttunum mætti hann hins vegar til leiks fullur af sjálfstrausti og fyllti út í skjáinn. í lífinu skiptir sjálfstraust miklu. Kelsey Grammer varð miklu betri leikari með árunum vegna þess að hann öðlaðist sjálfstraust. Einhverj- ir myndu kannski halda því fram að handritshöfundar Frasier þáttanna hefðu gert stjörnu úr Grammer. Ekki ætla ég að gera lítið úr því en ég held samt að sjálfstraustið hafi haft sitt að segja. Ég hef margoft séð svipuð dæmi í lífinu og ekki síst þegar listamenn eiga í hlut. Þeir fá tækifæri og góðar viðtökur og byrja að blómstra. Svo eru önnur dæmi um gríðarlegt hæfi- 21:00-23:00 23:00-00:00 00:00-6:00 22.00 Tíufréttir 22.20 Formúlukvöld 22.45 Medlci-ættln - Guöfeður endurreisnarinnar(1:4) (The Medici: Godfathers of the Renaissance) Bandarlskur heimildarmyndaflokkur um hina voldugu Medici-ætt 1 Flórens á öldum áður. Medici- menn ráku stærsta banka Evrópu og voru traustir bakhjarlar og velgjörðarmenn margra af fremstu listamönnum sinnar tlðar. (e) 23.40 Eldlfnan (6:13) (Line of Fire) Bandarfskur myndaftokkur um starfsmenn alríkislögreglunnar i Richmond i Viriginíufylki og baráttu þeirra við glæpaforingja. Meðal leikenda eru Leslie Bibb, Anson Mount, Lesiie Hope, Jeffrey D. Sams, Julie Ann Emery, Brlan Goodman, Michael Irby og David Paymer. Atriði i þáttunum eru ekki við hæfi barna. (e) 00.25 Kastljósiö Endursýndur þáttur frá því fyrr um kvöldiö. 00.50 Dagskrárlok 21.30 Strong Medicine 3 (16:22) (Samkvæmt læknisráöi 3) Vönduð þáttaröð um tvo ólíka en kraftmikla kvenlækna sem berjast fyrir bættri heilsu kynsystra sinna. Hjá læknunum Dönu og Lu rikir engin lognmolla en til þeirra leita konur úr öllum þjóðfélagshópum. Whoopi Goldberg er einn framlelðenda Strong Medicine. 22.15 Oprah Winfrey (Exduslve: Brooke Shields's Struggle For Sanlty) 23.00 Kóngur um stund (12:16) Hestamenn eru þekktir fyrir að vera skemmtllegt og lifsglatt fólk og hér fáum við að kynnast mörgum þeirra, landsþekktum sem lltt þekktum. Umsjónarmaður er Brynja Þorgeirsdóttir og hún fjallar um allar hliðar hestamennskunnar f þætti sinum. Það verða þvi óvæntar uþpákomur og sumarstemning á Stöð 2 (allt sumar. 23.25 Playing Mona Lisa (Einsog Mona Lisa) 01.00 Mile High (16:26) (Háloftaklúbburinn 2) Velkomin aftur um borð hjá lággjaldaflugfélaginu Fresh. Bönnuð börnum. 01.45 Medical Investigations (18:20) (Læknagengiö) 02.25 Fréttir og Island f dag Fréttir og Island f dag endursýnt frá þvl fyrr 1 kvöld. 03.45 Island í bítið 05.25 Tónlistarmyndbönd frá PoppTíVf 21.00 Dr. Phil Sálfræðingurinn vinalegi Dr. Phil McGraw er mættur aftur á skjáinn. 22.00 Law&Order 22.45 JayLeno 23.30 CShMiami (e) Kona er drepin og bllnum hennar rænt. Lögreglan kemst að því að konan var sþilaflkill og kom fjölskyldufyrirtæki mannsins slns á hauslnn. 00.15 Cheers(e) Þátturinn var vinsælasti gamanþáttur 1BNA 7 ár í röð og fjöldi stórleikara prýddi þættina. 00.40 TheO.C. 01.20 TheLWord 02.05 Óstöövandl tónlist 21.00 Spurtaö leikslokum (e) Leikskipulag, leikkerfi, umdeild atvik og fallegustu mörkin eru skoðuð frá ýmsum hliðum og með nýjustu tækni. 22.00 Wigan -Chelsea frá 14.08. 00.00 Portsmouth - Tottenham frá 13.08. Leikur sem fram fór slðastliðinn laugardag. 02.00 Dagskrárlok 21.00 Rescue Me (8:13) (Inches) 21.45 Sjáðu 22.00 Kvöldþátturinn Beinskeyttur spjall- og skemmtiþáttur þar sem viðburðir dagsins eru hafðir aö háði og spotti. 22.45 David Letterman Góðir gestir koma (heimsókn og Paul Shaffer er á sínum stað. 23.35 Joan Of Arcadia (7:23) Táningsstelpan Joan er nýflutt til smábæjarins Arcadia þegar skrltnar uppákomur fara að henda hana. Þáttaröðin var tilnefnd til Emmy verðlauna auk þess sem hún hlaut Peoples Choice Award fyrir bestu dramaþættina. 00.25 Frlends 2 (14:24) (Vinir) (The One With The Prom Video) 00.50 Kvöidþátturlnn 01.35 Seinfeld 3 (The Letter) um sfðustu helgi. 22.00 Olissport 22.20 Landsleikur f knattspyrnu (Króatía - Brasilía) 00.00 Landslelkur (knattspyrnu (Danmörk-England) 01.40 Bandarfska mótarööin f golfi (The International) 22.00 Fourplay (Ástin er óutreiknanleg) Rómantísk gamamynd þar sem samskipti kynjanna eru (brennidepli. Ben er handritshöfundur viö vinsælan sjónvarpsþátt í Bretlandi. Allen er framleiðandi þáttarins og kvæntur aðalleikkonunni, Carly. Fiona er förðunardaman en hún og Ben er bæði einhleyp Fólkiö vill gera góðan sjónvarpsþátt enn betri en það er erfitt þegar ástarmál þeirra eru komin í algjöra flækju. Bönnuð börnum. 00.00 Young Frankenstein (Hinn ungi Frankenstein) Óborganleg gamanmynd. Maltin gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu og segir hana eina albestu grlnmynd allra tlma. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Peter éoyle, Marty Feldman, Madeline Kahn, Cloris Leachman,Teri Garr. Leikstjóri, Mel Brooks. 1974. 02.00 Celebrity (Fræga fóikið) Bönnuö bömum. 04.00 Fourplay (Ástln er óútreiknanleg) Bönnuð börnum. leikafólk sem gæti gert svo margt en gerir svo lítið vegna þess að það hef- ur ekki næga trú á sjálfu sér. Skortur á sjálfstrausti getur því leikið marga grátt. Menn verða hins vegar að gæta sín á hrokanum. Annars verða þeir alveg eins og fulltrúar R-listans í borginni - og það er ekki ákjósan- legt hlutskipti. kolbrun@vbl.is bmaaugiysmgar 510-3737 Augiysingaaeita 510-3744 blaðMk, Veislumánuóur PEPSI PfiPINOS Nú býöur Papinos til veislu allan ágúst mánuó 899 kr 1000 kr Stór með Stor með pizza pizza áleggstegundum áleggstegundum Brauð stangir °g sosa 99^ sími: 59 12345 Papinos Núpalind 1 Kópavogi Papinos Reykjavíkurvegi 62 Hfj Opid alla 16-22 PflPINOS p i z z n ■ Af netinu Ég verð bara að segja nokkur orð um nýjasta raunveruleikafirringa- þáttinn sem hóf göngu sína á Stöð tvö í gær. Extreme makeover home edition í upphafi hélt ég að hér væri að hefjast einhver skelfilegur þáttur þar sem óheppnir ammríkanar yrðu teknir í lýtaaðgerð, heima hjá sér. En nei, til allrar guðs lukku var það nú ekki raunin. Hér var í raun á ferð ansi hreint góður þáttur, fjölskyldan rekin til Bahamas í eina viku á með- an 7 léttgeggjaðir hönnuðir rifu hús- ið nánast til grunna og endurbyggðu það með 50 manna verktakaher. Flott hugmynd og skemmtilega uppsett. http://kaupfelag.blogspot.com/ Sirkus er ný sjónvarpsstöð og ég verð að viðurkenna að ég hef gaman af henni. Mér finnst nefnilega Seinfeld skemmtilegur, Vinir ánægjulegir og Guðmundur Steingríms sniðug- ur. Að vísu voru þessir Kvöldþættir skelfilegir til að byrja með, en þeir fara ört skánandi. David Letterman er meira að segja nett glúrinn stund- um. Það eina leiðinlega (þessu er að móttökuskilyrðin á þessari sjónvarps- stöð hérna hjá mér eru afspyrnu slök og mun verri eftir að ég fékk ADSL- sjónvarpið frá Símanum. Það er eins og “undratækið” (eins og Kári kallar það) trufli þegar lélega loftnetsteng- ingu. Á móti kemur að allar sjón- varpsstöðvarnar þar eru náttúrulega afar skarpar og ég er búinn að hanga yfir Discovery og BBCPrime síðustu daga. Enda hef ég lítið gaman af góðu veðri miðað við sjónvarpið. http://danielfreyr.blogspot.com Ljótu andarungarnir? Ég var að horfa á The Swan á Skjá einum sem ég horfi nánast aldrei á. Manneskjur öðlast langþráð sjálfsálit á 3 mánuð- um. Gott mál að fá aukið sjálfsálit en af hverju að breyta öllum eins? Beinna nef, sléttur magi, ljóst hár, stór brjóst, hvítar tennur. Allt til að nálgast það að líta út eins og forsíð- urnar á glanstímaritunum, jafnvel dagatölunum á veggjunum á bílaverk- stæðunum. Lýtalæknirinn (sem var sjálfur með kinnarnar á bakvið eyr- un og fast bros vegna sömu aðgerð- ar) stráði salti í sár þátttakenda með því að segja að þær væru með skakkt nef, hangandi andlit, sokkin augu, bauga Sveins og litu út fyrir að vera að minnsta kosti fertugar. Halló! Svo fullyrti jólasnjóhvíthærði kventann- læknirinn með góm í sama lit að þær væru með tennur eins og kandís eða gamalt grindverk og að þær yrðu sko ekki ánægðar eða frambærilegar fyrr en þær væru komnar með svona krón- ur og brosti eins og kóreskur túristi við Jökulsárlón. Sorrí en mér finnst þetta vera svo röng skilaboð. Þáttur- inn í kvöld var að minnsta kosti með virkilega myndarlegum, venjulegum konum um þrítugt með falleg augu og bros og menn sem elskuðu þær eins og þær voru. Það sem mér fannst aðallega að þeim var sjálfsmyndin því þær kenndu gömlum kærustum, brottfluttum föður eða öðrum lífs- förunautum um hvernig þeim leið í dag. Það kom aldrei fram að þær tækju ábyrgð á eigin lífi. Þær voru þegar báðar á fullu í líkamsrækt, önn- ur búin að missa 45 kg jafnt og þétt á löngum tíma, þegar The Swan gengið mætti eins og fulltrúar íslenskrar get- spár til að tilkynna þeim gleðitíðind- in um þátttökuréttinn og þær misstu sig af gleði á hlaupabrautinni. Ofangreindar ástæður fyrir öllum breytingunum eru að sjálfsögðu til þess að selja þættina en svona í Reykjavíkuralvörunni - þá finnst mér raunhæfara að taka svona makeo ver á margfalt minni hraða, sleppa lýtalækninum, stóru brjóstunum og hvíta hárinu, laga bara holurnar hjá tannsa, fara í gymið, eiga áhugamál, rækta vinaböndin og tjá sig hjá sér- fræðingum ef svo ber undir. http://www.olgabjort.blogspot.com/

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.