blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 26
^iCSiÉigfr- 26 -MWHW MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 ' blaðið ernak@vbl.is Guðsgjöfin góða Soya baunin er ákaflega næring- arrík náttúruafurð, full af góðum próteinum, mikilvægum amínó- sýrum og vítaminum. Hún hefur verið ræktuð í Kína í þúsundir ára og margvíslegar afurðir unn- ar úr henni sem nýttar hafa verið í mataræði Kínverja og víða um Asíu. Vesturlandabúar hafa á und- angengnum árum verið að átta sig í auknum mæli á heilsuáhrifum soyaafurða enda leiða rannsóknir sífellt í Ijós frekari heilsufarsleg- an ábata af neyslu þeirra. Heilsuauki Margar rannsóknir hafa verið gerð- ar á áhrifum soyaafurða á manns- líkamann og niðurstöður þeirra hafa leitt til enn frekari rannsókna á þessari einstöku baun. Til að mynda hefur matvæla og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna gefið út að matvæli sem innihalda soya prótein geti dregið úr líkum á hjartasjúkdómum, styrkt bein, dregið úr líkum á ákveðnum tegundum krabbameins og nú bein- ast sjónir manna að þeirri staðreynd að asískar konur þjást síður af kvill- um breytingarskeiðsins eins og hita- og svitaköstum. Það hefur verið rak- ið til mataræðis þeirra sem er gjarna ríkt af soyaafurðum. Margvíslegar afurðir Úr soyabaunum eru unnar margvís- legar afurðir og er soyasósan líklega þeirra þekktust hér á landi. Hún er útbúin með aldagamalli gerjun- araðferð þó flestar þeirra sósa sem við íslendingar þekkjum séu unnar með öðrum hætti. Soyamjólk hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi og nú er svo komið að hana er hægt að kaupa í flestum almennum mat- vöruverlsunum. Úr henni er unn- ið soyajógúrt sem er unnið með sambærilegum hætti og jógúrt úr kúamjólk . Tempeth er soyabauna- kaka sem nýtur vaxandi vinsælda en hún er búin til úr baunum sem hafa verið losaðar við hýðið og svo þjappað saman. Oft er hægt að fá þær bragðbættar með ýmiskonar grænmeti og korni. Soyaolían er sér- lega heilsusamleg enda er hún full af andoxunarefnum sem hafa sýnt sig að eru sérlega heilsubætandi en mik- ill áhugi vísindamanna á þeim hefur komið af stað skriðu rannsókna sem leitast við að sýna gildi andoxunar- efnis fyrir líkamann og mikilvægi þess að borða margvísleg matvæli sem innihalda þau. Soyabaunir er að sjálfsögðu einnig hægt að borða einar og sér eða nýta í matargerð svo sem súpugerð. Baunaystingur eða tofu Tofu eða soyabaunaystingur er ein af vinsælli soyaafurðum en tofu líkt og soyabaunir inniheldur mikið af góðum próteinum, lektínum, magne- síum og E vítamíni. Að auki er Tofu sérlega auðmeltanlegt því trefjar soyabaunarinnar eru síaðar frá þeg- ar tofu er búið til. Tofu er í raun yst soyamjólk. Tofu er að mörgu leyti notað í asískri matargerð eins og kartöflur í hinni vestrænu. Tofu er þó öllu næringaríkara en kartöflur og kemur gjarna í staðinn fyrir kjöt í mataræði grænmetisæta. Það er bú- ið til með svipuðum hætti og ostur en soyamjólk er hleypt þar til hún ystir en soyamysan er skilin eftir og ystingurinn kreistur í ostaklút. Hann er svo settur undir farg sem þéttir ystinginn í tofublokkir. Tofu tekur auðveldlega í sig bragð annarra matvæla sem það er eldað með sem gerir það að mjög skemmti- legu hráefni að vinna með enda er auðvelt að bragðbæta það með all- skyns kryddum, jurtum og lögum. í verslunum er tofu selt í pakkningum þar sem það er geymt á kafi í vatni. Þannig ber að geyma það þar til það er notað en ef skipt er um vökva á því daglega geýmist það lengur. Það má einnig frysta tofu en áferðin á því breytist lítillega við það og það verður ögn seigara. Eitt það vinælasta á erlend- um veitingahúsum Japanskir veitingastaðir hafa notið aukinna vinsælda í Bandaríkjunum á undanförnum árum og sushi stað- ir hafa einnig sprottið upp víða um Evrópu. Á síðustu misserum hafa staðir eins og Sachi's on Clinton og En Brasserie opnað í New York en þar er boðið upp á víðatækara úrval af japanskri matarhefð en bara sus- hi til að mynda ferskar soyabaunir I snakk fyrir matinn og kostar einn skammtur litla tuttugu og fimm dollara. Það sem gerir þessa staði þó sérstaka og ólíka öðrum japönsk- um veitingastöðum er ferskt tofu sem borið er fram ylvolgt eða kælt en það er útbúið á meðan þú bíður. Séu menn á ferðalögum vestur um haf er alveg nauðsynlegt að prófa þessa dásemdarrétti sem hafa sleg- ið í gegn þar ytra enda er ferskt tofu mun bragðbetra og ferskara en tofu- blokkirnar. Sachi's on Clinton 25 Clinton Strætí NewYork, NY1002 Sími: 212.253.2900 www.sachisonclinton.com En Brasserie 435 Hudson Stræti NewYork,NY 10014 Sími: 212.647.9196 Fax: 212.647.7550 www.enjb.com Tofu er selt í þremur áferðar- styrkleikum: Stíft tofu: Það er þéttara en aðr- ar gerðir og því auðvelt að skera það í teninga og nýta til steikingar, súrsunar, reykingar, bökunar, til að grilla eða í súpugerð. Stíft tofu er rík- ara af próteinum, fitu og calsíum en aðrar gerðir. Millistíft tofu: Hentar vel í upp- skriftir þar sem blanda á tofuið við annað hráefni eða ef það á að hræra það út. Silkitofu: þessi gerð hefur rjóma- mjúka áferð og er einnig notað í blandaðar uppskriftir. 1 Japan er silkitofu borðað eins og það kemur fyrir með svolítilli soyasósu en það er einnig notað í Misó súpu. Eldað úr tofu Úr tofu má útbúa margvíslega rétti. Tofu má skera niður og nota líkt og kjöt í pottrétti, steikja með græn- meti á pönnu með soyasósu, engifer og sítrónusafa eða baka sem með- læti, jafnvel útbúa ídýfur. Hér á eft- ir fara tvær tofuuppskriftir og fyrir áhugsama má benda á fjölda góðra og einfaldra uppskrifta á veraldar- vefnum. Tofu frauð 185 g tofu, skorið í 1 cm þykkar sneiðar 2 msksmjör 3 sneiðar speltbrauð 185 g rifinn mozzareliaostur 1 msksaxaður laukur 11/4 bolli soyamjólk 2 egg, létthrærð salt og pipar eftir smekk Aðferð: Smyrjið brauðið og skerið hverja sneið í fjóra bita. Smyrjið eldfast mót með smjöri og raðið brauðinu, tófubitunum, ostinum og lauknum til skiptist. Blandið saman mjólk- inni, eggjum og svolitlu salti saman í skál og hellið fyrir. Látið standa í klukkustund. Setjið eldfasta mótið ofan í ofnpönnu sem sett hefur ver- ið í rúmlega botnfylli af vatni og bak- ið í 45 mínútur í forhituðum ofni á 180 C. Tofu sýrður rjómi 375 g mjúkt tofu eða silkitofu 2 msk sítrónusafi 'A tsk salt (tvisvar) Aðferð Sjóðið tvo bolla af vatni með 14 tsk. salti. Setjið tofuið útí í heilu lagi og setjið á suðu í stutta stund. Fjar- lægið af hellunni og látið standa í 2-3 mínútur. Hlutið tofuið niður í blandara og bætið sítrónusafanum og saltinu saman við. Hrærið þar til góðri og jafnri áferð er náð.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.