blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 30
30 i íPRöTTnr MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 blaöiö HMundir2i árs íhandbolta íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri lék í gær sinn fyrsta leik í úrslitakeppni heimsmeist- aramótsins sem fram fer í Ungverjalandi. Island mætti landsliði Kongó en islensku piltarnir fóru hamförum og unnu með miklum mun, 41-15. Ernir Hrafn Arnarson skoraði 8 mörk.Árni Sigtryggsson skoraði 7 mörk, Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 6 mörk, Arnór Atlason og Andri Stefán skoruðu 5 mörk hvor og Árni Björn Þórarinsson skoraði 4 mörk. Davíð Svansson varði 10 skot í markinu og Björgvin Páll Gústavsson varði 8 skot. Staðan í hálfleik var 20-7. f hinum leik riðilsins unnu Þjóðverjar lið Spánar með 34 mörkum gegn 32. ísland leikur í dag við landslið Chile. Ronaldinhofær tæpaiomilljarða Brasilíski knattspyrnusnill- ingurinn Ronaldinho sem leikur með spænska stórliðinu Barcelona skrifar á allra næstu dögum undir nýjan samning við félagið. Umboðsmaður Ronaldinho sem heitir Robert De Assis og er bróðir hans, sagði í gær að fyrir 29.ágúst næstkomandi færi undirskrift fram á nýjum samningi sem gilti til næstu 10 ára. Fyrir öll þessi ár hjá Barcelona fær Ronaldinho litla 9 milljarða og 860 milljónir íslenskra króna. Þetta eru ekki neinir smápen- ingar og til að fólk geri sér betur í hugarlund hvað þetta er mikið.þá fær hann um 2.7 milljónir íslenskra króna á dag í laun næstu 10 árin. Takk fyrir túkall. Chelsea og AC Milan hafa oft verið nefnd sem næsti viðkomustaður Ronaldinho á knattspyrnuferli kappans en með þessum samningi er blásið á allt slíkt. Ronaldinho er og verður f Barcelona. ísland mætir SuðurAfríku í kvöld ÍSLAND líklegt byrjunarlið Leikkerfi 4-4-2 Islenska A-landsliðið í knatt- spyrnu mætir landsliði Suður Afríku í kvöld klukkan 20 og fer leikur liðanna fram á Laugardal- svelli. f lið íslands vantar Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunn- arsson en fyrirliðinn okkar, Eiður Smári Guðjohnsen, er mættur til leiks. Hannes Þ. Sigurðsson og Óal- fur örn Bjarnason sem leika í Nor- egi verða ekki með í kvöld þar sem þeir eru slasaðir. f liði Suður Afríku eru menn á borð við Ajax leikmennina Hans Wonk sem er markvörður og miðju- maðurinn Steven Pienaar. Benny McCarthy sóknarmaður með Porto sýnir listir sínar á Laugardalsvellin- um í kvöld sem og Delron Buckely sem leikur með Borussia Dortmund og Aaron Mokoena sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Black- burn Rovers. Landsliðsþjálfarar íslands, Ás- geir Sigurvinsson og Logi Ólafsson höfðu ekki tilkynnt byrjunarlið ís- lands í gærkvöldi þegar Blaðið fór í prentun. Við hér á Blaðinu ætlum þó að stilla upp liði fslands eins og við teljum að byrjunarliðið verði í kvöld. Barrichello hjá BAR HONDA 2006 Rúbens Barrichello var í gær form- lega tilkynntur sem ökumaður BAR HONDA-liðsins í Formúla 1 kapp- akstrinum á næsta ári. Enn er óljóst hver ekur við hlið hans en BAR vill halda Jenson Button sem er þó með samning við Williams á næsta ári eins og við höfum greint frá áður. Anthony Davidson og Takuma Sato koma einnig til greina sem öku- menn við hlið Barrichello, fari svo að Button aki fyrir Williams. Rubens Barrichello hefur ekið fyrir Ferrari síðustu sex ár og unn- ið níu mót. „Ég hlakka til samstarfs- ins með BAR HONDA en er um leið þakklátur Ferrari. Ég hjálpaði liðinu að vinna fimm meistaratitla en ég á enn eftir að vinna titil ökumanna og þurfti því á nýbreytni að halda. Ég hef trú á því að BAR HONDA-lið- ið hafi þann metnað sem til þarf,“ sagði Rubens Barrichello um samn- ing sinn við BAR HONDA. Nick Fry framkvæmdastjóri BAR HONDA er ánægður með komu Bar- richello. „Hann er frábær ökumaður og hefur reynslu af því að vinna með toppliði. Við höfum uppá margt að bjóða og Barrichello sá kosti okkar. Ég er líka þakklátur Ferrari að losa Barrichello undan samningi sínum hjá þeim“, sagði Nick Fry við frétta- menn. Felipe Massa tekur við af Barrich- ello hjá Ferrari og Michael Schumac- her verður þar áfram sem ökumaður númer eitt. Lykillin að mótleikara Barrichello hjá BAR HONDA er hvar Jenson Button endar. Williams telur sig vera með öruggan samning við Button til næstu þriggja ára en But- ton vill núna vera áfram hjá BAR HONDA eftir að ljóst varð að BMW ætlar að yfirgefa Williams í lok þessa árs. FH-ingar þurfa einn sigur enn í íslands- meistaratitilinn Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH), vann Þrótt Reykjavík 1-5 í i4.um- ferð Landsbankadeildarinnar en leikið var á Laugardalsvelli. Tryggvi Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir FH og hefði getað skorað þrennu en hann brenndi af vítaspyrnu í seinni hálfleik. Allan Borgvardt, Auðun Helgason og Davíð Þór Viðarsson skoruðu eitt mark hver. Allan Borg- vardt er þar með kominn með 13 mörk í deildinni og Tryggvi Guð- mundsson er kominn með 12 mörk. Næstu menn á listanum yfir marka- hæstu leikmenn deildarinnar koma með 8 mörk þannig að það lítur út fyrir einvigi á milli Tryggva og Borg- vardt um markakóngstitilinn. Islandsmótið í ár hefur verið ein- stefna hjá FH. Liðið hefur unnið alla sína 14 leiki í mótinu og yfirburðir FH á vellinum hafa verið með ein- dæmum. FH-ingar geta á sunnudag tryggt sér íslandsmeistaratitilinn og það í i5.umferð en FH mætir Val á sunnudaginn á Kaplakrikavelli en Valsmenn eru í öðru sæti deildarinn- ar, með 31 stig eða 11 stigum á eftir FH. Slíkir yfirburðir hafa ekki verið á íslandsmótinu síðan 1995 að ÍA vann með ótrúlegum yfirburðum, hlatu 49 stig í 18 leikjum. ÍA vann 16 leiki, gerði 1 jafntefli og tapaði ein- um leik. ÍA tryggði sér þá íslands- meistaratitilinn í i4.umferð þegar IA vann KR, sem þá var í öðru sæti, 2-0 á Akranesi. Ekkert getur komið í veg fyrir að FH verði lslandsmeistari annað ár- ið í röð og það er aðeins formsatriði fyrir þá hvítu og svörtu að landa titl- inum. Nú er bara spurningin. Hvor verður markakóngur, Tryggvi eða Borgvardt? Valsmenn fá liðsstyrk í hand- boltanum Handknattleiksdeild Vals gerði í gær samning við tvo leikmenn fyr- ir komandi leiktíð í handboltanum í karlaflokki. Valsmenn hafa fengið til liðs við sig franskan leikmann sem heitir Mohamadi Loutoufi og er kallaður BAVOU. Hann er örvhent- ur leikmaður um 170 sentimetrar á hæð og er feikilega líkamlega sterk- ur. Bavou er 30 ára og kemur frá franska liðinu Pontault-Combault sem er í útjaðri Parísar. Hann get- ur bæði spilað sem hornamaður og einnig sem skytta þrátt fyrir að vera ekki hávaxnari en Bavou hefur yfir gríðarlegum stökkkrafti að ráða. Þá skrifaði hornamaðurinn Bald- vin Þorsteinsson undir eins árs framlengingu á samningi sinum við Val en um tíma leit út fyrir að hann yfirgæfi herbúðir Vals. Bald- vin er eins og flestum er kunnugt einn besti hornamaður okkar í dag og það hefði verið mikið áfall fyrir Val ef hann hefði farið frá félaginu. Valsmenn hafa misst nokkra sterka leikmenn frá slðustu leiktíð og nægir i því sambandi að nefna leik- stjórnandann og fyrirliðann Heimi örn Árnason og skyttuna Vilhjálm Halldórsson. Valsmenn hafa gefið út að þeir ætli sér að fá að minnsta kosti einn leikmann til viðbótar og eru þeir að leita að hægri handar skyttu. Fjór- ir útlendir leikmenn hafa reynt sig hjá Val að undanförnu en ekki verið taldir nægilega góðir til að fá samn- ing.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.