blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 22
22 I HEIMXLI MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 blaöiö Ljós stiUt eftir stemmningu Þráðlaus heimili verða sífellt algengari í bíómyndum sem eiga að sýna frá framtíðinni má oft sjá fullkomlega rafræn heimili og nú virðist sem framtíðin sé komin. Það er sífellt algengara að heimili séu rafræn, allt frá hita og gardínum yfir í heita potta og öryggiskerfi. Hægt er að kaupa þráðlaust kerfi þar sem gardínum, hita og ljósum er stjórnað með rofa í vegg og fjarstýringu. Hvert herbergi fyrir sig er þá með sér hitastillingu og sér ljósasenu. Mismunandi ljósastillingar eru settar inn í minni og það nægir einungis að ýta á til dæmis rómantík, borða saman eða sjónvarpstakkann til að skapa rétta stemmningu. Það er líka hægt að hafa þetta allt samtengt og þá er upplýsingaskjámiðstöð þar sem hægt er að stilla hita, ljós og gardínurnar í öllum herbergjum. Einnig er hægt að tengja öryggiskerfi og reykskynjara í kerfið. Þá er hægt að fjarstýra heimilinu úr fartölvu eða farsíma og til að mynda stillt hitann áður en komið er heim eða látið renna í heita pottinn. Lydía Ósk Óskarsdóttir, kynningafulltrúi S. Guðjónsson ehf, segir að þráðlausa kerfið sé mjög vinsælt í nýbyggingar og endurnýjuð húsnæði í dag. „Þetta þráðlausa kerfi hentar vel því þú þarft ekki leiðslur heldur er þetta rafhlöðudrifið. Þú getur því sett rofana hvar sem er og jafnvel límt þá á vegginn.“ Gardína stjórnuð með fjarstýringu Það hefur þekkst í fyrirtækjum í tugi ára að hafa rafdrifnar gardínur en undanfarið er það sífellt að verða algengara í heimahúsum. Elías Theodorsson, starfsmaður í Z-brautum og gluggatjöldum, segir að rafdrifnar gardínur verði sífellt vinsælli. „Ég held að við höfum fyrst sett rafdrifnar gardínur upp árið 1987. Það var eiginlega bara í 99......................... Hvert herbergi fyrir sigerþá með sér hitastillingu og sér Ijósasenu. fyrra sem það varð vinsælt að fá rafdrifnar gardinur inn á almenn heimili. Fólk kaupir mest mótor í rúllugardínur og svo ef þú ert með stóra stofuglugga þá ertu með gardínubraut og mótor í hana og þá dregur hún fyrir og frá fyrir þig. Þú getur fengið allar gardínur rafdrifnar en rúllugardínur eru vinsælastar. Það er hægt að stjórna gardínunni með fjarstýringu eða rofa á vegg, við mælum með rofanum því fjarstýringar eiga það til að týnast. Svo er þetta mjög þægilegt og jafnvel nauðsynlegt fyrir hreyfihamlað fólk, til dæmis, sem á erfitt með að komast að glugganum til að draga fyrir og frá. Svo er hægt að tengja mótorona saman þannig að þú ýtir bara á einn rofa og þá fer allt í gang.“ Yngra fólk er tilbúið til að borga fyrir þægindi Lydía Ósk tekur undir að þessi tækni sé sífellt að verða vinsælli. „Fólk er farið að spá meira í þessi þægindi og með þessari nýbyggingarsprengju og þeirri staðreynd að fólk hefur meiri peninga handa á milli. Yngra fólkið þekkir inn á þetta, vill fá þægindin og er tilbúið til að borga fyrir þau. Þessar breytingar höfum við verið að sjá síðustu 5-7 árin. Til að mynda er fólki ekki sama um hvernig tenglar eru á veggnum hjá því. Það vill orðið fá eitthvað smart, eitthvað sem passar inn en ekki bara þetta hvíta plast. Það er hluti af heildarhönnuninni að hafa rofana flotta. svanhvit@vbl.is LOFTHREINSITÆKI ætt líðan með betra lofti 1 Hreinsar loftið | Eyðir lykt | Drepur bakteríur Nánari upplýsingar á www.ecc.is og í síma 5111001 Skúlagötu 63 -105 Reykiavík Drasl Það finnst öllum leiðinlegt að hafa drasl í kringum sig auk þess sem það getur hreinlega valdið vanlíðan. Þótt okkur finnist sem við séum hætt að taka eftir því þá hefur það áhrif á okkur, hvort sem það er falið í skúffum og skápum eða er beint fyrir framan okkur. Flest- ir eiga skápa og skúffur fullar af hlutum sem er gamlir, bilað- ir og ónotaðir. í raun er sagt að það megi henda 40% af hlutum í venjulegi herbergi. Það reynist mörgum erfitt að henda gömlu dóti, pakka öðru og skipu- leggja sig. En galdurinn er að gera eitt í einu. Til að byrja með skaltu finna það herbergi sem þarf helst á því að halda að losa sig við drasl. Það er mikilvægt að gefa sér nægan tíma í verkefnið og má jafnvel búast við að þetta taki nokkra klukkutima. Hafðu fimm kassa þér við hlið. Taktu hvern einasta hlut í herberginu og hugsaðu um hann á gagnrýninn og rökréttan hátt. Segðu sjálfri/sjálfum þér að eignir skipta minna máli en manngildi. Flokkaðu hvern hlut í eft- irfarandi kassa og mundu að merkja hvern kassa rækilega. Rusl Allt sem er brotið, útrunnið og gagn- ast hvorki þér né öðrum á að fara í ruslið. Vertu vægðarlaus. Breyttu drasli í peninga Það er hægt að selja ýmislegt í smáauglýsingum eða jafnvel á upp- boðssíðum eins og www.ebay.com. Mundu að þitt drasl getur verið ann- ars gersemi. En það sem fer í þennan kassa verður að yfirgefa húsið, ekki gleyma að losa þig við þetta. Endurvinnanlegt Reyndu að endurvinna allt sem mögulegt er. Þetta á við um föt, dós- ir, Slöð, gler og jafnvel gömul hús- gögn. Minningakassinn Það er fullkomlega eðlilegt að vilja geyma suma hluti vegna minning- anna sem þeim fylgja. Varastu bara að þessi kassi gerist ekki of stór. Nauðsynlegt Ef þú notar hlutinn reglulega þá á hann greinilega heima hjá þér.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.