blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 24

blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 24
24 I TRÚMÁL MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 blaðiö Dra ugagangur á Menningamótt Á menningarnótt í Reykjavík mun bera einna hæst draugasýningin sem Draugasetrið á Stokkseyri hyggst setja upp í samstarfi við Tryggingarmiðstöðina. Drauga- gangur á vegum tryggingarfélags er ekki viðburður sem gerist á hverj- um degi en Benedikt G. Guðmunds- son aðalhönnuður og framkvæmda- stjóri Draugasetursins segir að sunnanmenn séu ánægðir að kom- ast í borgina. „Forsvarsmenn TM höfðu samband við okkur og sögðu að þeir væru spenntir fyrir að gera eitthvað nýtt og spennandi í tOefni af menningarnótt í Reykjavík. Draugasýning hafði komið tU tals hjá þeim og eftir að hafa skoðað Draugasetrið ákváðu þeir að semja við okkur um setja upp magnaða sýningu. Við Draugasetursmenn höfum orðið sérþekkingu á þessu sviði og leggjum mikinn metnað í safnið okkar og þær sýningar sem við stöndum að og erum að sjálfsögðu afskaplega þakklátir TM fyrir að veita okkur tækifæri tU að setja á svið eins magnaðan menn- ingarviðburð og raun ber vitni.“ Draugar í arf Þeir sem þegar hafa notið hugmynda- auðgi Draugasetursmanna á Stokks- eyri munu ekki verða sviknir af nýju sýningunni á menningarnótt.„Þetta verður ný og sjálfstæð sýning sem við setjum upp fyrir TM. Við munum að sjálfsögðu ekki færa Draugasetrið yfir enda er slíkt algjör ógjörningur. Draugasetrið verður því opið kl. 14-21 meðan á sýningu stendur líkt og aðra daga. Það er rétt að það komi fram að ekki er nóg með að TM bjóði almenn- ingi uppá þessa mögnuðu Draugasýn- ingu að kostnaðarlausu heldur munu þeir einnig bjóða öllum sýningargest- um afsláttarmiða sem gUdir sem 20% aflsáttur í Draugasetrið ffam til 15. sept. Sýningargestir munu því geta öðlast greinargóða þekkingu á þess- um menningararfi okkar og fræðst um þjóðhætti okkar í bland við skemmtun og ótta.“ Hvað skilur sýningin eftir sig? Vonir Draugasetursmanna standa til þess að „eitthvað" standi eftir sýninguna en engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að svo verði ekki. „Ég vonast svo sannarlega til að eitthvað verði eftir er sýningu lýkur og þá á ég við ánægjulega lífsreynslu þeirra sem sýninguna sjá sem vonandi lifir lengi í minningunni. Jafnframt held ég að slagorð TM eigi afskaplega vel við og geti verið ofarlega í hugum margra sem sýninguna muni sjá, þ.e. Trygg- ingamiðstöðin þegar mest á reynir,“ segir Benedikt. Pétur Pétursson fram- kvæmdastjóri Tryggingamiðstöðvar- innar segir að þar á bæ óttist menn síð- ur en svo afleiðingar þess að fá gesti sem þessa í fyrirtækið. „TM hefur verið til húsa í Aðalstrætinu í bráðum 50 ár. Félagið er þannig orðinn hluti af sögu og menningu þessarar götu, sem er sú elsta í borginni. Draugar, afturgöngur og önnur slík fyrirbæri eru það líka, a.m.k. jafn mikið og þeir eru hluti af menningu og sögu þjóð- arinnar. Það er því spurning hvort að þeir draugar sem að Draugasetrið færir í hús séu ekki bara viðbót við þá gesti sem þegar eru hér. En ef sýn- inging tekst vel til þá er ég viss um að við eigum eftir að gera eitthvað álíka skemmtilegt að ári. Ef svo einhverjir ílengjast hérna eftir sýninguna þá er kannski ekki þörf á því.“ Draugaútrás Benedikt segir ekki ólíklegt að sýning- in á menningarnótt sé einungis for- smekkurinn af útrás íslensks drauga- gangs en Draugasetrið hyggur jafhvel á frekari viðburði á komndi misser- um. „Ég yrði ekki hissa á því þó menn myndu leita til okkar í framhaldi um að setja sýningu sem þessa upp víðar óg vissulega væri spennandi að fara Uppvakningur. Ekki er talið fráleitt að slíkt fyrirbrigði sjáist á menningarnótt I' ?//-•' '7 99................. Ég man þó eftir konu sem var svo skyggn að hún gat ekki keyrt bíl eftir Suðurgötunni því þar var alitafsvo mikil mannþröng... Benedikt G. Guðmundsson aðalhönnuð- ur og framkvæmdastjóri Draugasetursins. með svona magnaða sýningu út fyrir landsteinana. Slíkt myndi án efa vekja feiknalega athygli og um leið styrkja og efla menningartengda ferðaþjón- ustu hér á landi svo um munar. í þeim efnum hefur þó ekkert verið ákveðið og framtíðin ein mun leiða slíkt í ljós.“ Skyggni truflar aksturshæfileika Þá segir Pétur aðspurður að TM hafi ekki fengið mál inn á borð til sín sem ekki megi útskýra með verald- legum hætti. „Við höfum reyndar skoðað það með hliðsjón af þessari sýningu sem er verið að setja upp og elstu menn sem hér starfa rekur ekki minni til þess. Ég man þó eftir konu sem var svo skyggn að hún gat ekki keyrt bíl eftir Suðurgötunni því þar var alltaf svo mikil mannþröng. Ég veit ekki hvort hún hafi lent í tjóni og þá reynt að skýra það út með því að hún gerði ekki greinarmun á lifandi og dauðum í umferðinni. Hins vegar er aldrei að vita hvort það bætist við vöruframboðið eftir þessa sýningu. í tryggingum er þetta jú allt spurning um að reikna út áhættur," segir Pétur að lokum en draugasýningin verður haldin á laugardag í höfuðstöðvum fé- lagsins að Aðalstræti 6 (gamla Morg- unblaðshúsinu). BlaOiH/lngó Móri sjálfur Hefur hans orðiðvíða vart.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.