blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 17.08.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2005 blaöiö Porsteinn Gylfason látinn Þorsteinn Gylfason heimspekipró- fessor er látinn, 58 ára að aldri. Hann lést úr krabbameini í gær- morgun eftir stutta legu. Þorsteinn var sonur þeirra Guð- rúnar Vilmundardóttur og dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, fv. ráðherra. Hann menntaðist við Harvard-háskóla, Háskóla íslands og Magdalen Coll- ege í Oxford, en auk kennslustarfa sinna við Háskóla Islands var hann gestafræðimaður við háskóla viða um heim. Hann var afkastamikill höfundur, bæði á sviði fræðigreinar sinnar sem hinna fögru lista, hugsaði mikið og ritaði um íslenskt mál og íslenska hugsun, auk þess að hann var jafn- vígur á skáldskap í ljóðlist og tónlist, og var gott tónskáld. Þá þýddi hann ýmis höfuðrit heimspekinnar á ís- lensku. Þorsteinn tók jafnframt þátt í opinberri umræðu um margvísleg málefni og var jafnan eftir framlagi hans tekið á þeim vettvangi. Þorsteinn var ókvæntur og barn- laus. ■ Allt fallið í ljúfa löð segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla. „Ég er búin að ráða hingað hæfa rétt- indakennara með mikla reynslu svo hér er allt á fullu við að und- irbúa næsta skólaár. Hér er hinn besti andi“, segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, skólastjóri Landa- kotsskóla. Hún kallar frétt sem birtist í DV í gær „bull“ en þar var sagt að kennarar hafi verið neydd- ir til þess að segja upp og að marg- ir foreldrar hafi tekið börn sín úr skólanum. „Frá því ég byrjaði hér hafa tveir réttindakennarar sagt upp störfum. Þeir ákváðu að fara með sín mál í gegnum lögfræðinga svo ég hitti þá því miður aldrei.“ Hörkugott kennaralið Fríða Regína segist vera með hvort tveggja nógu marga kennara sem og nemendur til þess að nám geti hafist eftir tæpa viku. „Ég er með hörkugott lið sem er allt með kenn- araréttindi. Síðan hafa innritanir aldrei verið fleiri eins og staðan er í dag [í gær].“ Hún segir þó að hún eigi eftir að sjá hvernig nem- endur muni skila sér í skólann en hún hefur enga trú á því að foreldr- ar láti plata sig með bullfréttum fjölmiðla. Þó viðurkennir Fríða Regína að margir foreldrar hafi lát- ið stór orð falla fyrr í sumar. „En ég hef ekki fundið neitt annað en velvild frá foreldrum og þeir sem voru hvað heitastir virðast mér vera mjög ánægðir í dag.“ Skemmdaverkastarfsemi Fríða Regína segir að vissulega hafi umræða og fjölmiðlafár haft slæm áhrif á skólann og ímynd hans. „Það er hræðilega ljótt að þetta skuli halda áfram. Að fólk skuli vinna svona skemmdaverkastarfsemi eftir að það er búið að gera upp hug sinn um að það vilji ekki vinna hérna. Ég sé ekki hvað þettaerannaðen skemmdaverka- starfsemi. Fólki blöskrar framganga þessa liðs sem er hætt hérna.“ ■ Milljarða ábati fyrir Austfirðinga Gera má ráð fyrir að álver Fjarðar- áls á Reyðarfirði muni skila Aust- firðingum um átta milljörðum í tekjur á ári. Ennfremur mun stór- iðjan skapa ýmis afleidd störf á svæðinu sem skapa frekari ábata. Þetta kemur fram í hálf fimm frétt- um KB-banka í gær. Þar segir að starfsmenn í álveri og fjölskyldur þeirra muni þurfa ýmsa þjónustu. „Ennfremur mun stóriðjuver vera stór viðskiptavinur hjá mörg- um þjónustufyrirtækjum á staðn- um. Aukin umsvif í bæjarfélaginu munu einnig auka tekjur þeirra og svigrúm til framkvæmda auk þess sem verksmiðjan sjálf greiðir ýmis gjöld." Þá segir jafnframt að mikilvægt sé að rugla ekki saman svæðisbundn- um áhrifum og þjóðhagslegum ábata. Hagvöxtur muni ekki skapast til lang- frama vegna stóriðju nema hærri laun verði í álverinu sjálfu sem og í fram- leiðslugeirum sem álverið nýti. Enn- fremur er mikilvægt að orkusala til álvers verði ábatasöm. „Þessi áhrif eru líklega til staðar, t.d. er líklegt að ófaglærðir starfsmenn fái hærri laun í álbræðslu en annars staðar í efnahagslífinu og fólk sem flytur til Austurlands hlýtur að gera það vegna þess að það hefur völ á ein- hverju betra þar. Hins vegar eru þessi áhrif fremur veik fyrir hagkerfið í heild“ segir ennfremur í Hálf fimm fréttum KB-banka í gær. Eldavélar oftast íkveikjuvaldur Algengasta orsök bruna, þar sem kviknar í út frá rafmagni, er eldavél- in. Samkvæmt samantekt Löggild- ingarstofu á ástæðum bruna vegna rafmagns kemur fram að um 37% þeirra kvikna út frá eldavél, um 8% út frá rafmagnstöflum og dreifikerfi, og um 7% út frá fasttengdri flúorlýs- ingu annarsvegar og sjónvörpum hinsvegar. Flestir brunar verða vegna bilun- ar eða hrörnunar í rafmagnstækinu eða búnaðinum sjálfum, en hins- vegar liggur orsökin í 44% tilfella í rangri notkun á rafmagnstæki. Fáandlátaf völdum rafmagnsbruna Röng notkun er sérstaklega algeng þegar kviknar í út frá eldavélum, en röng notkun þeirra felst oftast í að pottur eða panna er skilin eftir aðgæslulaust á heitri hellu. Einnig getur kviknað í feiti eða olíu sem of- hitnar í potti eða í feiti á óhreinni eldavél. Fá dauðsföll verða hér á landi í brunum þar sem rafmagn er or- sakavaldur, eða að meðaltali 0,3 á ári. Einn maður lést í fyrra af þess- um orsökum en það var í fyrsta sinn frá árinu 1996 sem það gerðist. Tíðni andláta af þessum orsökum er rétt rúmlega 1 á hverja milljón íbúa en sú tiðni er um helmingi hærri á hinum Norðurlöndunum. Löggildingarstofa áætlar að ár- legt eignatjón vegna allra rafmagns- bruna hér á landi á síðasta ári hafi numið ríflega 310 milljónum króna. ■ Viöbúnaóur á Menningarnótt Gert er ráð fyrir að á bilinu 60-100 þúsund manns verði í miðbænum á Menningarnótt á laugardaginn og því verður nokkur viðbúnaður í borginni. Aðgerðamiðstöð verður starfrækt á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, Slysa- og bráðavaktar LSH, Reykjavíkurborgar og fleiri, sem bera ábyrgð á öryggismálum á Menningar- nótt. Þó eru vegfarendur beðnir um að undirbúa sig undir einhverjar um- ferðartafir í tengslum við hátíðina. Umferðargæsla Við umferðarlöggæslu verða um 20 lögreglumenn og munu þeir aðallega sinna umferð um Sæbraut, Hring- braut/Miklabraut og Bústaðaveg að Suðurhlíð. Vonast er til að þessi um- ferðarstýring liðki fyrir allri umferð og bindur lögreglan miklar vonir við að ný og endurbætt Hringbraut skili auknum afköstum á umferðarflæði. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafan- ir geta myndast umferðarteppur á álagstímum og því er ökumönnum og öðrum vegfarendum bent á að sýna þolinmæði og lipurð og fylgja fyrirmælum lögreglu. Almenningssamgöngur Þá er sérstaklega tekið fram að bið- stöð strætisvagnanna í miðborginni vprÖur í VonarstríPti no af bpim sök- ur og Suðurgata að Melatorgi lokaðar fyriralmennriumferð. Helgaráætlun Strætó bs er í gildi og allar almennar leiðir eru eknar til kl. 24:00. Stofn- leiðir fara á 60 mínútna fresti til kl. 02:00. Safnsvæði leigubifreiða verður í Ingólfsstræti gegnt Hæstarétti frá kl 09:00 til miðnættis. Bílastæði fyrir fatlaða verða á stæðinu milli Vesturgötu og Tryggvagötu (á móti Hafnarhúsinu). Aðkoma að því er frá Tryggvagötu. Þá verða lögreglumenn við al- menna löggæslu við störf þessa nótt eftir nánara skipulagi Lögreglunnar I Reykjavík RENAULT Vönduð frönsk hönnun Einstök þægindi Fallegir litir 5 stjörnu NCAP öryggi Einstaklega sparneytinn Hlaðinn staðalbúnaði 3 ára ábyrgð B&L Grjóthálsi 1 575 1 2 Meft bíllnn handa þór I Þú eignast hann fyrir kr. 1.970. Bílasamningur / Bílalá kr. 20.500

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.