blaðið - 23.08.2005, Síða 14
blaði
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
FLUGIÐ TIL KEFLAVIKUR
Aðdragandi sveitarstjórnakosninga á næsta ári ætlar ljóslega
að vera í lengra lagi. Ekki síst á það við um Reykjavíkurborg
þar sem við blasir margra mánaða fjörbrot R-listans, en raun-
ar má segja að kosningabaráttan um borgina hafi hafist þegar sjálf-
stæðismenn kynntu fjölbreyttar og frumlegar hugmyndir sínar um
framtíð borgarinnar. Þó þar hafi ekki verið um eiginlegar tillögur að
ræða er ljóst að borgarbúar eru meira en tilbúnir til þess að gera skipu-
lagsmál að kosningamáli málanna næsta vor. Miðað við umræðuna í
nágrannabyggðum borgarinnar virðist áhuginn ekki vera minni þar.
Guð láti gott á vita, því skipulagsmál höfuðborgarsvæðis-
ins þola ekki frekari bið til úrlausnar. Hitt er svo annað mál
hvort „fagfólkinu1 er treystandi til þess að bæta úr, því það
er ekki síst fyrir tilverknað þess sem í ógöngur er komið.“
Stóra jarðsprengjusvæðið i þessari umræðu er Vatnsmýrin og
hvað skuli gera við hana. Ljóst má telja að Reykjavíkurflugvöllur
verður þar ekki öllu lengur en það vefst enn sem áður fyrir mönn-
um hvert skuli flytja miðstöð innanlandsflugs. f því samhengi hafa
heyrst hugmyndir um lagningu flugvallar á Álftanesi, í Hvassa-
hrauni eða jafnvel úti á Skerjafirði. Hugmyndir af þvi taginu lýsa
stórhug og framkvæmdagleði en tæpast aðhaldssemi eða raunsæi.
Suður á Miðnesheiði liggur gríðarleg fjárfesting í aðalflugvelli fslands,
en fyrir liggur að fslendingar munu taka aukinn þátt í rekstri hans á kom-
andi árum og munu vísast axla kostnaðinn allan áður en yfir lýkur. Þar
reyndist unnt án mikillar fyrirhafnar að aðgreina millilandaflugið eftir
því hvort það er utan eða innan Schengen-svæðisins og vandséð að ekki
mætti koma innanlandsfluginu þar fyrir á sama hátt. Sú samgöngubót,
sem breikkun Reykjanesbrautar og lýsing hennar er, gerir þann kost enn
augljósari og ákjósanlegri. Svo er bara að vona að það verði ekki „fagfólk-
ið“ eitt, sem fær að ráða því hvernig Vatnsmýrinni verður ráðstafað.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 blaöið
Ólýðræðislegir fléttulistar
Hvað er málið
með þessa svoköll-
uðu fléttulista?
Vinstri-grænir eru
vístvoðalega hrifn-
ir af því að beita
þessari aðferða-
fræði við að raða a Guömundsson
framboðslista sína ................
í einhverju mis-
skildu jafnréttisskyni og hafa t.a.m.
lýst því yfir að þeir ætli að nota hana
fyrir næstu borgarstjórnakosningar.
Félagsmenn í Vinstrihreyfingunni
- grænu framboði eiga þannig að fá
að kjósa í sætin en síðan mun flokks-
forystan taka sig til og krukka í
framboðslistanum og handstýra
niðurröðuninni þannig að konur og
karlar séu til skiptis á listanum óháð
því hvar fólk lenti á honum fyrir til-
stilli hins almenna félagsmanns.
Nú síðast var ég svo að heyra að
Samband ungra framsóknarmanna
vilji að þessari aðferðafræði verði
beitt sem víðast af hálfu Framsókn-
arflokksins í kosningunum í vor
þannig að „ungir frambjóðendur
skipi annað hvert sæti.“ Ekki fylgdi
þó sögunni hvort það ætti að vera
aðeins í þeim tilfellum þar sem upp-
stillingarnefndir röðuðu á framboðs-
lista eða líka þar sem prófkjör færu
fram. Það verður þó að líta svo á að
átt sé við bæði tilfellin í Ijósi þess að
hvatt er til þess að þetta verði gert
sem víðast.
Auðvitað ráða einstakir stjórn-
málaflokkar því hvernig þeir haga
þessum málum hjá sér en menn
hljóta engu að síður að gera sér grein
fyrir því hversu ólýðræðisleg þessi
vinnubrögð eru. Hvernig verið er
með þessu að setja upp girðingar og
hindranir á frelsi fólks til að velja þá
aðila á framboðslista sem það vill að
skipi þetta eða hitt sætið. Um þetta
hefur vissulega verið fjallað oft áður
og m.a. verið tekin dæmi um það
hvernig t.d. kynjakvótar í þessum
99........................
Hvernig veríð er með
þessu að setja upp
girðingar og hindranir á
frelsi fólks til að velja þá
aðila á framboðslista
sem það vill að skipi
þetta eða hitt sætið.
efnum geta leitt til alveg fáránlegrar
niðurröðunar á framboðslista út frá
lýðræðislegum sjónarhóli.
Þannig geti það hæglega gerst að
karlmaður lendi t.d. í öðru sæti list-
ans þrátt fyrir að hann hafi hlotið
margfalt færri atkvæði en konan
sem lendir í þriðja sætinu svo dæmi
sé tekið. Eða öfugt. M.ö.o. þýðir það
einfaldlega að sá sem lendir t.a.m.
í öðru sætinu er mjög ólíklegur til
að hafa til þess lýðræðislegt umboð
frá meðlimum viðkomandi flokks
- sem allajafna ætti að vera það eina
sem skipti máli ef lýðræðið væri haft
að leiðarljósi.
Samfylkingin hefur reyndar sleg-
ið öll met í þessum efnum með því
t.a.m. að halda prófkjör í Reykjavík
fyrir síðustu alþingiskosningar og
troðið svo eftir á ýmsum aðilum í
sæti ofarlega á framboðlistunum
sem ekki höfðu tekið þátt í próf-
kjörinu. Fyrir sömu kosningar gagn-
rýndu ýmsir á vinstrivængnum það
hástöfum að konum hefði fækkað í
efstu sætum á sumum framboðslist-
umSjálfstæðisflokksins.Sérstaklega
var rætt um þetta í Reykjavíkurkjör-
dæmunum. Var forysta flokksins
hvött til þess að taka sig til og breyta
þeirri uppröðun á listunum sem
hafði verið niðurstaða opinna próf-
kjöra.
Sem betur fer datt forystu Sjálf-
stæðisflokksins ekki í hug að taka
upp á svo ólýðræðislegum vinnu-
brögðum og á hún hrós skilið fyrir
það. Þetta er í raun sambærilegt við
það að eftir alþingiskosningar yrði
tekið upp á því að breyta því hverj-
ir hefðu verið kosnir á þing svo það
fengist einhver uppröðun sem ein-
hverjum aðilum þóknaðist, hvort
sem það væri að þingsætum væri
skipt upp til helminga eftir kyni
fólks eða eitthvað annað.
Maður spyr sig eðlilega að því
hvers vegna verið sé að halda próf-
kjör á annað borð ef það á ekki að
virða niðurstöðuna og þar með vilja
fólksins sem tekur þátt í þeim?
Hjörtur]. Guðmundsson
Sagnfrœðinemi
Rope Yoga er ólíkt öðrum æfingakerfum eins og t.d
hlaupum og þolfimi sem reyna mikiö á liði og stoðkerfi,
sérstaklega fyrir þá sem eru eldri og þyngri. Roþe Yoga
er einstaklega góð og heilþrigð leið til bættrar heilsu.
Hreyfingamar eru framkvæmdar í láréttri stöðu og
krafturinn í kviðnum er nýttur til að framkvæma þær.
Skráning í afgreiðslu
Veggsport 577 5555.
Eftir sumarsæluna er kominn tími til að koma kroppnum
aftur í rétt horf. Ný átaksnámskeið heflast 5. september.
Mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan
6:30, 7:30, 11:00, 12:00 og 17:00
Markmið námskeiðs:
Úr fitu í vöðva, aukið þol og vaxandi styrkurl
Skráning hjá þjálfurum:
Sigga Dóra - 692 3062 / Hjördís - 663 9537
C,kvns&C Jfciisnrrtkt
Golfhermir Vorum að bæta við St. Andrews og Druids Glen í safnið.
\ V \ ' ; * a’V' ■
\ *
Við erum byrjuð að bóka
Hvort beijast samtök verslun-
ar og þjónustu fyrtr hag versl-
unareigenda eða neytenda?
Það er að vissu
leyti aðdáunar-
vert að gefast ekki
upp í baráttu fyrir
málstað sinn. Að
sjálfsögðu spillir
ekki að málstaður-
inn sé góður. Það
verður því miður
ekki sagt um mál-
stað Samtaka verslunar og þjónustu
sem nú eina ferðina enn hamast á
nauðsyn þess að hefja sölu á áfengi
í almennum verslunum. I pistli frá
samtökunum í lok síðustu viku seg-
ir:: „Sífellt verður augljósara að tími
er kominn til að heimila sölu á létt-
víni og bjór í matvöruverslunum
og sérverslunum. ÁTVR er löngu
horfið frá því markmiði sem lög-
in setja henni um að sporna gegn
misnotkun áfengis. Þá er ljóst að
ÁTVR stendur ekki undir kröfum
neytenda um úrval léttvíns sem
í boði er líkt og þær verslanir sem
eru í samkeppni myndu gera...“
Er þetta rétt? Hjá ÁTVR er hægt
að fá keyptar nánast allar vínteg-
undir sem framleiddar eru og er
mikið álitamál hvort víða finnist
verslanir erlendis með meira en
tvö þúsund tegundir á boðstólum.
Þá má ætla að með breyttu fyrir-
komulagi hækkaði áfengi í verði.
Þar veldur einfaldlega stærðarhag-
kvæmni. Ástæðan fyrir því að verð
á áfengi er hátt hér á landi er ekki
álagning ÁTVR heldur skattlagn-
ing ríkisins. Verslunareigendur
hafa sagt mér að þeir myndu aldr-
ei geta haft eins lága álagningu og
ÁTVR nema þá með því að hafa
eingöngu í boði vinsælustu tegund-
irnar. Þetta er mergurinn málsins. Á
allra smæstu útsölustöðum ÁTVR á
landsbyggðinni eru að lágmarki 8o
tegundir áfengis. Halda menn að
svo yrði áfram eftir að ÁTVR yrði
lögð niður?
Ahugamenn um sölu á áfengi í
matvöruverslunum hafa flestir vilj-
að setja einhver skilyrði fyrir leyfi til
að versla með áfengi. Þetta þýðir að
einvörðungu stærri keðjurnar hefðu
tök á að sinna verkefninu. Einokun
stórverslana tæki við af ÁTVR ef
þessi háttur yrði hafður á. En hvað
yrði unnið með því? Jú, það vinnst
eitt með því. Umbjóðendur Samtaka
verslunar og þjónustu hefðu komist
yfir á fengsæl mið.
En mér er spurn: Líta Samtök versl-
unar og þjónustu ekki á það sem sitt
hlutverk að bæta hag neytenda, það
er að segja viðskiptavinanna? Ef
það er nú svo að úrval minnkaði og
verðið hækkaði, væri þá ekki und-
arlegt að berjast fyrir fyrirkomu-
lagi sem hefði slíkt i för með sér?
Og varðandi áfengisstefnuna, þá get
ég tekið undir með SVÞ að ÁTVR
hefur í seinni tíð stundum farið út
á ystu nöf í áróðursmennsku fyrir
sinni vöru og hef ég gagnrýnt það.
ÁTVR á að sinna viðskiptavinum
sínum vel og bjóða uppá góða þjón-
ustu en þessi stofnun á ekki að keppa
að þvi að koma eins miklu áfengi
niður í þjóðina eins og framast kost-
ur er. Henni er fengið sitt hlutverk
til að þess að reka ábyrga áfengis-
stefnu. Þegar hún ekki rís undir því
hlutverki sínu á að benda henni á
það, ekki hvetja til þess að hlaupið
verði frá þessu ætlunarverki eins og
Samtök verslunar og þjónustu gera.
Samtök verslunar og þjónustu telja
sig án efa vera að tala fyrir framför-
um og framtíð; einokun heyri fortíð-
inni til. Staðreyndin er sú að nánast
alls staðar í heiminum breytast nú
viðhorfin ört bæði varðandi sölu
á áfengi og tóbaki og reglum sem
gilda í samfélaginu um neyslu þess-
ara efna. í þeirri umræðu þykir það
ekki bera vott um afturhaldssemi að
vilja sýna varfærni og ábyrgð. Þvert
á móti þykja slík viðhorf vísa inn í
framtíðina.
Ögmundur Jónasson, alþingismaður
- www.ogmundur.is
Ögmundur
Jónasson