blaðið

Ulloq

blaðið - 23.08.2005, Qupperneq 18

blaðið - 23.08.2005, Qupperneq 18
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 blaöiö Vatnsfæðingar bannaðar á flest- um sjúkrahúsum Konur semfœða í vatni eru afslappaðri ogfljótari aðjafna sig Sjúkrahús á íslandi nota margir hverjir baðkar og potta til slökun- ar fyrir konur með hríðaverki og viðurkennt er að það geti auðveld- að barnsfæðingar. Þrátt fyrir það banna sömu sjúkrahús konum að fæða í vatni án haldbærra raka. Konur sem hafa fætt í vatni segja það sársaukaminna og afslapp- aðra heldur en venjuleg fæðing auk þess sem þær eru fljótari að jafna sig. Hægt er að fæða í vatni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í heimahúsi með aðstoð ljós- móður. Vilhjálmur Kr. Andrésson, yfirlækn- ir á kvennadeildinni á sjúkrahúsi Akraness, segir að vatnsfæðingar séu ekki leyfðar á Akranesi vegna þess að það sé ekki nægjanlega ör- uggt fyrir barnið en heitur pottur sé notaður til slökunar. Aðspurður hver hættan sé við vatnsfæðingar 99.......................... Okkur er sennilega ekki ætlað að fæðastí vatni. segir Vilhjálmur „Það er vonlaust að segja það í nokkrum orðum, það er ekkert einfalt svar við því. Annars mætti segja að það sé borðleggjandi vegna þess að okkur er sennilega ekki ætlað að fæðast í vatni. Það er ýmislegt sem getur komið upp á, blæðingar og ýmislegt annað og þá er oft erfitt að koma konunni upp úr pottinum. Það er hætta á að barn sem fæðist í vatni svolgri í sig vatnið og það leiti í lungun. Þetta er bara almenn skynsemi." Vatnsfæðing er auðveldari Steina Þórey Ragnarsdóttir, ljósmóð- ir og hjúkrunarfræðingur á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja, segir að vatnsfæðing sé yfirleitt auðveldari fyrir konurnar og börnunum reið- ir ekkert verr af. „Sumar heimildir segja að vatnsfæðing sé mýkri lend- ing en venjuleg fæðing enda grípur barnið ekki andann fyrr en það er komið upp úr vatninu. Vatnið getur flýtt útvíkkun og fær konuna til að slaka á. Það fjarlægir ekki hríðarnar heldur gerir konuna færari til að tak- ast á við hríðarnar af því hún nær betri slökun og líður vel í vatninu. Við höfum ekki lent í neinum áföll- um og þetta eru alveg eins fæðingar og í rúmi, standandi eða sitjandi." Óhöpp í vatnsfæðingum Vilhjálmur segir að það hafi komið upp óhöpp við svona vatnsfæðingar heima fyrir. „Ekki á íslandi heldur í Ástralíu. Ég hef þó engar tölur um hve algengt það er. Við getum náttúr- lega ekki bannað heimafæðingar en ef eitthvað kemur upp á þá ber ljós- móðirin ábyrgð á því.“ Steina Þór- ey segir að á Suðurnesjum séu þau með ákveðnar verklagsreglur sem er farið eftir til að tryggja öryggi móður og barns. „Við höfum góða reynslu af vatnsfæðingum og kon- unum líkar þetta vel enda konurnar sjálfar við stjórn. Þetta er náttúrlega leyft á mörgum stöðum út í heimi.“ Engin svör fengust á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi varðandi skort á þessu fæðingaúrræði þrátt fyrir að leitað væri eftir þvi. svanhvit@vbl.is Mikið úrval af sœngurgjöfum ^Vlóðiii^ást Hamraborg 7 S: 564 1451 WWW.modurast.IS Ól son sinn í heitri sund lauff umvaíin ástvinum Sóley Tómasdóttir er tveggja barna móðir sem hefur fætt bæði börn sín í heitum pottum án allra deyfilyfja og segist ekki geta hugs- að sér venjulega fæðingu. Sóley eignaðist dóttur í heitum potti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ár- ið 1999 og svo eignaðist hún son í heitri sundlaug á heimili sinu árið 2002. Þegar Sóley ól son sinn á heimilinu var ljósmóðir viðstödd sem kom með uppblásna sundlaug. Auk þess kaus Sóley að bjóða nánustu ástvinum sínum að fylgjast með fæðingunni og segir hún að það hafi verið ólýsan- legt. „Ég hef verið með hríðir án þess að vera ofan i vatni og það var bara skelfing. Um leið og ég fór ofan í vatn- ið var bara eins og ég hefði verið dóp- uð upp, verkirnir minnkuðu og það var eins og ég væri rétt að byrja. Mað- urinn minn, dóttir mín, ljósmóðir, systur mínar tvær, mamma og pabbi og tvær systur hennar mömmu voru viðstaddar. Þetta var alveg magnað. Bæði fyrir mig og þau. Þetta var eig- inlega alveg ólýsanleg stund. Þetta er það ótrúlegasta sem maður gerir, bæði erfiðasta og flottasta og hræði- legasta. Að eignast barn er ótrúlegt og ég held að einmitt þess vegna sé svo mikilvægt að konan fái að stjórna því algerlega sjálf hvernig hún vill hafa þetta, svo lengi sem öryggi barns og móður er haft í fyrirrúmi. Það verður að vera þannig að konunni líður sem best og að hún noti þær leiðir sem henni finnast ákjósanlegastar til að lina þjáninguna." Óskiljanlegt að vatnsfæð- ingarséu bannaðar Sóley er ekki alveg sátt við þá stað- reynd að vatnsfæðingar og heima- fæðingar séu að mestu bannaðar á Is- landi. „Mér finnst alveg ótrúlegt að fólk skuli ákveða það að eitthvað sé leyfilegt en annað ekki og mér finnst algjörlega óskiljanlegt að pededin sé ennþá leyft en vatnsfæðingar ekki. Pededin hefur ofboðslega sljóvg- andi áhrif, bæði á móður og barn, og getur leitt af sér keðjuverkun sem getur endað með keisaraskurði eða eitthvað þaðan af verra. Það er alltaf talað um að mænudeyfing, sem er 99......................... Það ersvo óþolandi þeg- ar læknar, ískjóli mennt- unar sinnar og virðing- ar í samfélaginu, segja bara að það sé ýmislegt sem getur gerst og rök- styðja það ekki frekar. talin vera besta deyfingin, eigi ekki að hafa nein áhrif en hún hefur vit- anlega mjög mikil áhrif. Það er við- urkennt að það getur hægt á fæðing- arferlinu og gert það að verkum að konur verða of þreyttar til að ná að fæða barnið og þar með endað í keis- araskurði. Þetta er allt saman i lagi á meðan vatnsfæðingar eru bannaðar án þess að haldbær rök séu til staðar. Ég held að ástæðan fyrir þessu sé sú Sóley Tómasdóttir ásamt nýfæddum syni sfnum Tómasi Schalk Sóleyjarsyni og Ijós- móðurinni Aslaugu Hauksdóttur að læknarnir, sem hafa allt um það að segja hvaða þjónustu konurnar fá, koma aldrei nálægt náttúruleg- um fæðingum. Þeir koma bara að fæðingum þar sem eitthvað er að og þeir sjá ekki öðruvísi fæðingar. Það er því skiljanlegt að þeir líti á fæð- ingu sem stórhættulegan hlut. Það er svo óþolandi þegar læknar, í skjóli menntunar sinnar og virðing- ar í samfélaginu, segja bara að það sé ýmislegt sem getur gerst og rök- styðja það ekki frekar. Við eigum ekki að sætta okkur við það að þeir geti talað svona við okkur, þeir eiga að tala við okkur eins og vitrænar manneskjur.“ Mikil hœtta á bama Arlega slasast fjöldi smábarna þegar þau detta ofan af hjóna- rúminu eða af skiptiborðinu. Það er því mjög mikilvægt að skilja smábarn aldrei eftir eftirlitslaust eitt augnablik. Það sem margir full- orðnir gera sér ekki grein fyrir er að þó að barnið sé það litið að það sé ekki farið að geta sest upp sjálft geta þau velt sér og það er nóg til þess að þau detti á gólfið. Dæmi er um að eins vikna gamalt barn hafi spyrnt sér niður á gólf af skipti- borði. Ef smá- barn dettur ofan af hjónarúmi eða skiptiborði þá samsvarar fallið því að fullorðinn einstaklingur detti ofan af bílskúrsþaki en það skýrir það hversu slæm höfuðhögg sum þessara barna hljóta. Fallhættur eftir 6 mánaða aidur Þegar börn hafa náð 6 mánaða aldri þroskast þau hratt og geta farið að gera meira sjálf. Það er ein góð og gömul uppeldisregla sem er á þá leið að það eigi aldrei að lyfta smábarni upp á eitthvað sem það ekki kemst sjálft upp á því þá er bara ein leið niður - þau detta. I tölum frá slysa- deild má sjá að það er mjög algengt að börn undir tveggja ára aldri séu að detta ofan af húsgögnum. Stund- um er það vegna þess að þau eru að príla sjálf eða að þeim er lyft þangað upp og þau skilin eftir. Börn velta matarstólum Talsvert er um að börn detti úr eða velti háum matarstólum og það er því mjög mikilvægt að þau séu sett í beisli um leið og þau byrja að nota hann. Margir trúa því ekki að þessir traustbyggðu stólar geti oltið en það er staðreynd að þeir geta allir oltið. Það er því mikilvægt að verða sér úti um sérstaka festingu en hún kemur í veg fyrir að barnið geti spyrnt sér aftur á bak. Það er mjög upp og ofan hvort fólk festi börnin sín í kerrur og vagna en barnið á alltaf að vera í beisli í þeim. Höfuð barna er mjög viðkvæmt. Börn eru völt á fótunum fyrstu æviárin en þeim verður ekki meint af að hrasa á jafnsléttu nema þau séu stöðugt að detta á flísalögð gólf. Um leið og barnið er komið upp í ein- hverja hæð eru meiri líkur á því að þau hljóti alvarlegri áverka. Það er því mikilvægt að gæta þeirra vel. I næstu viku mun ég fjalla um inn- kaupagrindur og slys tengd þeim Herdís L. Storgaard Verkefnastjóri barnaslysavarna Árvekni Lýöheilsustöö herdis@lydheilsustod.is www.lydheilsustod.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.