blaðið - 23.08.2005, Page 32
32 I MENNING
ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 blaöiö
Himnariki á
fjalimar á ný
Himnaríki var fyrsta verkefni Hafn-
arfjarðarleikhússins Hermóðs og
Háðvarar en í haust eru ío ár frá
frumsýningu leikritsins. Af því
tilefni verður verkið sett upp á ný.
Himnaríki var sýnt roo sinnum vet-
urinn 1995-6 en sigurganga þess á sín-
um tíma var ekki einskorðuð við vel-
gengnina í Hafnarfirði. Árni Ibsen
höfundur verksins var tilnefndur til
norrænu leikskáldaverðlaunanna.
Hafnarfjarðarleikhúsinu var boðið á
fjölmargar leiklistarhátíðir i Evrópu
og sýndi leikhúsið verkið í Noregi,
Svíþjóð og Þýskalandi. Himnaríki
var þýtt á fjölmörg tungumál og hef-
ur verið sett upp víða í Skandinavíu,
baltnesku löndunum, Rússlandi og
Þýskalandi, og er í dag örugglega
eitt þeirra íslensku verka sem hvað
víðast hafa verið sett upp.
Leikstjóri sýningarinnar núna
er sá sami og fyrir tíu árum, Hilm-
ar Jónsson, en þetta var fyrsta at-
vinnuuppsetning hans. Úr fyrri
sýningunni eru tveir leikarar, Guð-
laug Elisabet Ólafsdóttir og Erling
Jóhannesson. Nýir leikarar eru Þrúð-
ur Vilhjálmsdóttir, Elma Lísa Gunn-
arsdóttir og Friðrik Friðriksson, en
öll hafa þau starfað með leikhúsinu
áður. Frumsýning verður 16. sept-
ember. ■
Æfingar eru hafnar á Himnariki
eftir Árna Ibsen en leikritið verður
frumsýnt í septembermánuði.
Blalit/SteinorHugi
Strið og friður i
Listasafni Sigurjóns
Á sumartónleikum Listasafns Sig- Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Anna
urjóns Ólafssonar í kvöld, þriðju- GuðnýGuðmundsdóttirpíanóleikari
dagskvöldið 23. ágúst, leika Auður tvær sónötur; Sónötu fyrir fiðlu og
píanó í F-dúr op. 8 eftir Edvard Gri-
eg og Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.
1 í f-moll op. 80 eftir Sergei Prokofiev.
Auður Hafsteinsdóttir lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1983 aðeins 17 ára
gömul. Hún stundaði framhalds-
nám við New England Conservatory
í Boston og lauk Bachelor of Music
gráðu með hæstu einkunn. Auður
lauk Master of Music gráðu árið 1991
frá University of Minnesota. Hún
hefur hlotið fjölda viðurkenninga
fyrir leik sinn.
Anna Guðný Guðmundsdóttir lauk
námi frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík og Post Graduate Diploma frá
Guildhall School of Music í London
þar sem hún lagði áherslu á kamm-
ermúsík og meðleik með söng. Frá ár-
inu 1982 hefur hún tekið virkan þátt í
íslensku tónlistarlífi og er einn eftir-
sóttasti píanóleikari landsins.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.
Kaffistofa safnsins er opin eftir tón-
leika. Aðgangseyrir er 1500 kr. ■
Cornwell segist viss um
hafa fundið Kobba kviðristi
Metsölulisti erlendra bóka
Harry Potter & the Half-Blood Prince
J.K. Rowling
2 Mao: the Unknown Story
Jung Chang & Jon Halliday
3 Flags of our Fathers
James Bradley
^ Fashion History
5 Ultimate Hitchhiker's Guide
Douglas Adams
HatFullofSky
Terry Pratchett
7 KillerSmile
Lisa Scottoline
8 The Historian
Elizabeth Kosova
5 Sacred Stone
CliveCussler
10 Where Rainbows End
Ceœlia Ahern
Fyrir þremur árum sendi sakamála-
höfundurinn Patricia Cornwell frá
sér bók þar sem hún tókst á við ráð-
gátuna um Kobba kviðristi og hélt
því fram að listmálarinn Walter
Sickert hefði verið Kobbi. Cornwell
var harðlega gagnrýnd fyrir þessa
kenningu sína sem var sögð lang-
sótt. Nú hefur hún snúið vörn í sókn
og safnað nýjum sönnunargögnum
til að sanna mál sitt. Til liðs við sig
hefur hún fengið sálfræðing sem
er sérfræðingur um glæpi, rithand-
arsérfræðing og ljósmyndara. Ljós-
myndarinn hefur tekið myndir af
fingraförum á nokkrum af þeim
600 bréfum sem voru send lögregl-
unni á þeim tíma sem morðin áttu
sér stað. Almennt hefur verið talið
að bréfin væru gabb en Cornwell er
Hin umtalaða „How do you like Ice-
land?“ er komin í verslanir. Heim-
ildarmyndin, sem er eftir Kristinu
Ólafs, var sýnd í Sjónvarpinu fyrr
á árinu. Hún fjallar um ímynd ís-
lensku þjóðarinnar í vitund útlend-
inga og fékk sterk viðbrögð og frá-
bæra dóma. í myndinni er blandað
saman innihaldsríkum viðtölum,
upplýsandi staðreyndum og ein-
Ein þeirra mynda Walter Sickert sem Corn-
well segir benda til sektar hans.
þeirrar skoðunar að morðinginn
hafi skrifað nokkur þeirra.
„Ég er enn sannfærðari nú en áður
um að Walter Sickert var morðing-
inn og er viss um að hann skrifaði
nokkur bréfanna", segir Cornwell
sem er einnig þeirrar skoðunar að
Sickert hafi málað myndir af fórnar-
lömbunum. ■
stöku myndefni þar sem íslenska
þjóðin er sýnd á raunsæjan hátt.
Meðal álitsgjafa eru tónlistarmað-
urinn Damon Albarn, leikkonan
Victoria Albarn, leikarinn Terry Jo-
nes úrMontyPython, Andrei V. Koz-
yrev fyrrverandi utanríkisráðherra
Rússlands og John K. Billock stjórn-
armaður Time Warner. ■
„How do you like Iceland?”
er komin i verslanir
Stephen King. Nú er hægt aö kaupa sig inn í skáldsögu eftir hann.
Viltu verða skáld-
sagnapersóna?
Sextán rithöfundar, þar á með-
al John Grisham og Stephen
King, taka þátt í uppboði á
eBay sem haldið verður frá 1. til 25.
september. Þar gefst netverjum kost-
ur á að kaupa sig inn í skáldsögur
rithöfundanna. Hæstbjóðendur fá
nafn sitt inn í viðkomandi sögu og
verða þannig að skáldsagnapersón-
um. Ágóðinn af sölunni mun renna
til samtaka sem veita rithöfundum,
blaðamönnum og listamönnum
ókeypis lögfræðiaðstoð.
Rithöfundarnir hafa gert góða
grein fyrir því á eBay hvað netverjum
stendur til boða. Stephen King segir
að persóna í sögu hans Cell geti verið
hvort sem er karlkyns eða kvenkyns
en sá hæstbjóðandi sem vilji deyja
í sögunni verði að vera kona. Peter
Straub varar netverja við því að sú
persóna sem gæti hlotið nafn hæst-
bjóðanda kunni að vera vafasamur
karakter. Rithöfundurinn Rick Moo-
dy bendir á að þar sem hann viti enn
ekkert um persónur í væntanlegri
bók sinni þá geti hann ekki heitið
hæstbjóðanda því að nafn hans verði
á góðri eða vondri persónu en þar
sem hann skrifi venjulega ekki um
vont fólk þá verði persónan senni-
lega sæmilega samúðarfull. Nokkrir
rithöfundanna taka fram að ef þeir
telji nafn viðkomandi ósmekklegt
eða jafnvel móðgandi muni þeir ekki
nota það. ■
Handbók gras-
nytjungsins
Ætigarðurinn - handbók grasnytj-
ungsins er komin út hjá Bókaútgáf-
unni Sölku. Bókin er 210 blaðsíður og
skreytt litmyndum eftir höfundinn,
veflistakonuna Hildi Hákonardótt-
ur. Hildur sinnir gróðri allan ársins
hring og hér leiðir hún lesandann
á vit móður náttúru og sýnir fram
á hve gott er að lifa í sambýli við
hana. Hún lýsir því hvernig má nýta
ýmsar jurtir, villtar og ræktaðar, til
matar. Inn á milli eru girnilegar
uppskriftir og frásagnir um lífið og
hugmyndafræði ræktunar. Bókin er
gagnlegt uppflettirit en jafnframt
saga höfundar sem hefur aflað sér
viðamikillar þekkingar á náttúr-
unni og þeirri menningu sem teng-
ist ræktun. ■