blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaAÍÖ TILBOÐ 1 Matsaman Thailenskur kjötréttur með kjúklingakjöti og grœnmeti. Steikt í matsman karrý og salt- hnetusósu. Kínverksar núðlur að hætti Mekong Eggjanúðlur með kjúklingi og grœnmeti. Paneng Thailenskur kjötréttur með nautakjöti og grœnmeti. Steikt í panengkarrý og kókomassa. Djúpsteiktar rækjur Djúpsteiktar rœkjur með súrsœtri sósu. Hœfilegur skammtur af hrísgrjónum fylgir Verð á mann kr. 1.245.- fyrir tvo kr 2.490.- Athugið: Tilboð eru eingöngu afgreidd fyrir tvo eða fleiri. Ef þú sækir fylgir 21. pepsi með tilboðinu TILBOÐ 2 Geng Sheo Van Thailenskur kjötréttur með nautakjöti. Steikt í grœnu karrý ( sterkt) Kao Pik Pao Steikt hrísgrjón með svínakjöti í olíulegnu chillí. Pad King Thailenskur kjötréttur með kjúklingakjöti. Steikt í ferskum engifer, lauk og chillí. Pas Siú hrísnúðlur með grœnmeti. Hœfilegur skammtur af hrísgrjónum fylgir. Verð á mann kr. 1.245,- fyrir tvo 2.490.- Athugið: Tilboð eru eingöngu afgreidd fyrir tvc eða fleiri. *-v? Ef þú sækir fylgir 21. pepsi með tilboðinu Bœjarlind: Opið alla virka daga frákl 11:00 til 21:00 lau. frákl 12:00 tH 21:00 sun. frá kl 17:00 til 21:00. Sóltún: Opiö alla virka daga frákl. 11:00 til 21:00 Lau. og sun.frá kl 17:00 til 21:00. HEIMSENDING EF PANTAÐ ER FYRIR MEIRA EN 2000,- KR. Sóltún 3 Sími: 562 9060 • Bæjarlind 14-16 Sími: 564 6111 • www.mekong.is Verjendur sakborninga ráða ráðum sínum f héraðsdómi, en Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, er lengst til vinstri. Baugsákæran kemur til kasta hæstaréttar y * y Saksóknari stendur fast á sínu en allar líkur eru á því að dómarar vísi 18 ákæruliðum Baugsmálsinsfrá. íframhaldi mun sá úrskurður vera borinn undir hæstarétt. Sakarkostn- aður verjanda Jóns Ásgeirs er kominn í 19 milljónir. Saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra telur enga þá ann- marka á ákæru sinni í Baugsmálinu, sem valdið geti því að ekki sé unnt að fjalla um hana eða einstaka liði hennar fyrir dómi. Krefst hann þess að ákæran standi. Að líkindum verð- ur þó einstökum ákæruliðum vísað frá með úrskurði, sem kveðinn verð- ur upp næsta þriðjudag. Gestur Jóns- son, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, telur þó eðlilegra að vísa ákærunni frá í heild sinni. Lögfræðingar, sem Blaðið ræddi við, telja afar ósennilegt að dóm- arar vísi málinu frá í heild sinni. Hins vegar geti þeir vísað frá þeim ákæruliðum, sem gerðar hafa verið athugasemdir við. Saksóknari muni þá sjálfsagt kjósa að áfrýja úrskurð- inum til hæstaréttar. Málflutningur þar yrði skriflegur og gæti málið fengið skjóta afgreiðslu. Saksóknari hvikar hvergi í gær var fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna 18 ákæruliða í Baugsmálinu svokallaða, en dómar- ar i því telja svo alvarlega annmarka á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. I fyrirtökunni sagði Jón H. B. Snorrason, saksóknari, að hann teldi verknaðarlýsingu ákærunnar fullnægjandi. Nefndi hann hliðstæð dæmi, þar sem svipuð efnistök í ákæru hefðu ekki vafist fyrir mönn- um, hvorki sakborningum, verjend- um né dómurum. Þess utan væri fjöldi dæma um að dómar hefðu fallið þrátt fyrir ýmsa annmarka í ákæru. Þar réði mestu að sakborn- ingar gætu áttað sig á þeim sökum, sem þeir væru bornir og gætu grip- ið til viðeigandi varna. Verjendur vilja frávísun Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, lagði áherslu á að til þinghaldsins væri boðað vegna bréfs dómenda og þar hefði verið settur fram efi um ákæruna, sem enn stæði, og sjónarmið sín og saksóknara breyttu engu þar um. Hins vegar skipti meira máli hverj- ar afleiðingarnar yrðu. Taldi hann miklu skipta að saksóknari fengi ekki tækifæri til þess að lagfæra ákæru sína að athugasemdum dóm- enda, enda væri þá unnt að efast um hlutleysi dómstólsins. Eðlilegast taldi hann að málinu öllu yrði vísað frá. Gestur taldi ákæruna bera þess öll merki að við „undirbúning henn- ar hafi vandvirknin ekki verið í fyr- irrúmi“. Þá lagði Gestur fram fyrir dóm- ara yfirlit yfir sakarkostnað vegna starfa fyrir skjólstæðing sinn, en hann nemur um 19 milljónum. Þar inn i er töluverður kostnaður vegna aðkeyptrar sérfræðivinnu, en Gest- ur hefur leitt vörn sakborninganna. Sparisjóður Hafnarfjarðar: Árni Matt selur stofnfjárhlutina Árni Mathiesen, sjávarútvegsráð- garð gengin fyrr en þau hafa hlotið herra og verðandi fjármálaráðherra, staðfestingu á stjórnarfundi spari- staðfesti í samtali við Blaðið í gær sjóðsins. að hann hefði selt stofnfjárhluti „Það er nú bæði það að ég hef ekki sína í Sparisjóði Hafnarfjarðar, en verið ánægður með þróunina hjá óstaðfestar fregnir herma að upp- sjóðnum að undanförnu, en síðan er kaup stofnfjárhluta minnihlutans nú líka hitt að ég tel að þeir timar í sparisjóðnum hafi átt sér stað að séu liðnir að stjórnmálamenn eigi undanförnu. Árni vildi ekki greina að vera að skipta sér af fjármála- frá söluverðinu eða kaupanda að svo stofnunum,“ segir Árni. stöddu, enda verða kaupin ekki um C3 Heiðskirt (3 Léttskýjað £ Skýjað £ AlskýJað // Rlgning, IWMiMar % Rlgnlng ? » Súld Snjókoma Amsterdam 20 Barcelona 26 Berlín 20 Chicago 17 Frankfurt 23 Hamborg 18 Helsinki 17 Kaupmannahöfn 18 London 22 Madrid 26 Mallorka 28 Montreal 21 New York 23 Orlando 22 Osló 19 París 22 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 09 Vín 21 Algarve 26 Dublin 17 Glasgow 16 re íO f ^~j Slydda Snjóél 6° 4-9 Skúr »0 T 9° ✓ 7°' Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn Byggt á upplýslngum ftá Vuíurstofu Islands • 9 Á morgun 0 7°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.