blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 38
38 IFÓLK MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaöiö SMÁborcrarinn JÁ EÐA NEI? Smáborgarinn er einn af þeim sem þarf að hringja í fólk oft á dag. Stundum er það fólk sem hann þekkir og man símanúmerið hjá, en stundum er það bláókunnugt fólk úti í bæ. Símaskráin er því oft vin í eyðimörkinni, og smá- borgarinn hefur öðlast töluverða leikni í að fletta í henni. Honum finnst jafnvel ákveðin ró í því að handleika síður símaskrárinnar, og í hvert skipti sem ný skrá kem- ur út byrjar hann á því að fletta sjálfum sér upp til að sjá hvort hann sé nú ekki örugglega með. Smáborgarinn gerir sér þó grein fyrir því að ansi margir hafa ekki fyrir því að leita í skránni, þegar hægt er að leita að símanúmer- um á netinu á prýðilegri síðu, eða hringja í þjónustulínu með afbragðs starfsfólki, sem er boðið og búið að hjálpa. Smáborgarinn er þó gamaldags og finnst síma- skráin alltaf betri. Já? Á tímum hraðans er engu að síður ekki hægt að stóla á að síma- skráin sé alltaf við höndina, og þá hefur netið og símanúmerið með hjálplega starfsfólki símaskrárinn- ar oft komið að góðum notum. Það hefur jafnvel verið eins og að hringja í gamlan kunningja að renna fingrunum um símaskíf- una og slá inn gullna númerið. Því brá smáborgaranum heldur betur í brún um daginn, þegar hann valdi 118 og í stað þess að heyra ljúfa og hljómfagra rödd þjón- ustufulltrúans svara: „Símaskrá, góðan daginn", var stunið upp frekjulega: „Já“ og svo dó röddin út i nær ógreinanlegt „....góðan daginn". Smáborgarinn hrökk í kút og spurði varfærnislega: „Er þetta hjá símaskránni?" „Já“ var þá svarað aftur, og heldur ákveðn- ar ef eitthvað er. Smáborgarinn íhugaði snarlega að sleppa þessu bara, en vegna þess að erindið var brýnt ákvað hann að láta þennan ruddaskap yfir sig ganga og klára þetta símtal. Þegar hann fór svo að hafa orð á þessu við vini sína kom ýmislegt í ljós. í sjálfhverfu sinni og vegna einstakra hæfileika til að vera utan við sig hefur smáborgar- inn víst misst af því þegar að síma- skránni var breytt í fyrirtækið „Já“. Þetta átti víst að vera eitthvað sérlega jákvætt, og vísa líka á glett- inn hátt í það, hvernig sumir svara í símann. Smáborgarinn gerði sér á örskotsstundu grein fyrir því að já-ið sem hann fékk í símann var ekki ruddaskapur af hálfu þjón- ustufulltrúans, heldur var sá hinn sami einfaldlega að svara í símann með nafni fyrirtækisins. Verði Ijós Þegar ljósið rann upp fyrir Smá- borgaranum varð hann forvitinn að hringja aftur í 118 og heyra svarað upp á nýtt. „Já, ...góðan dag“ heyrði hann á nýjan leik, frekjan og ruddaskapurinn leyndi sér ekki. Smáborgarinn skellti á og hló. Mikið óskaplega hefur símaskráin tapað miklum þokka á þessari nafnbreytingu. Hvernig er hægt að halda úti þjónustu þar sem lykillinn að velgengni er kurt- eisi og hjálpsemi í gegn um síma, og skikka starfsfólkið svo til að svara með einsatkvæðisorðinu „Já“ í símann? Smáborgaranum er öllum lokið. Næsta mál hans á dagskrá er að finna leið til að binda bókaútgáfu símaskrárinn- ar á bakið, og hundsa gjörsamlega þjónustu „Já“. Já, nei takk! SU DOKU talnaþraut Lausn á 50. gátu irerður að finna i blaðinu á morgun. 50. gata 5 8 2 9 1 1 7 4 6 1 4 2 7 1 8 4 3 8 2 7 8 9 3 5 5 6 4 8 2 Lausn á 49. gátu lausn á 49. gátu 8 4 2 5 6 1 3 9 7 3 7 1 9 8 4 2 6 5 5 9 6 3 7 2 8 1 4 1 5 8 7 4 6 9 3 2 4 2 7 8 3 9 1 5 6 9 6 3 2 1 5 4 7 8 6 3 4 1 2 7 5 8 9 2 1 5 6 9 8 7 4 3 7 8 9 4 5 3 6 2 1 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. ítalir íalla íyrír George Clooney HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) Hjartaknúsarinn myndarlegi, Ge- orgeClooney.hefurheldurbeturheill- að ítali en hann hefur að undanfornu látaið sérlega vel að landi og þjóð. „Ítalía er besta land í heimi,“ sagði kappinn þegar hann ræddi við fjöl- miðla í Feneyjum og þau auðvitað mætti segja að það væri nú bara til marks um smeðjuskap Clooneys, vegna þess að hann vann til tveggja verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum er erfitt að líta framhjá fegurð og menningu hinna ítölsku héraða.Clo- oney vann verðlaun fyrir myndirnar Good Night og Good Luck. Michael Moore stefnir á að gera hörmungamynd $ Þú ættir að einbeita þér að fjármálunum í vinnunni, helst í allan dag. Þú hefur hjartað á rétt- um stað og getur því hugsað um tölur og fjármál. Þú ættir ao geta komið málunum í góðan jarðveg. ▼ Fjármálin eru efst á daeskrá hjá pér um þessar mundir en þú vilt ekki að pau útiloki allt annað í lífi þínu. Verkefni þitt núna er að koma íjármálun- um í lag svo þú getir einbeitt þér að öðru, eins og rómantfldnni. ®Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þú verður svo orkumikil/1 að J)ú gætir gleymt því að taka nesti eða fara heim í hádegismat en pér verður sama. Áhugi þinn verður smitandi en pú verður samt á toppi heimsins. .V Þú ert mjög einbeitt/ur og stefnir að ákveðnu markmiði. 1 stað þess að fæla fólk frá þér þá muntu fáþað með þérílið. OFiskar (19. febrúar-20. mars) Draumar þínir og metnaður eru að opinberast núna og þú munt hafa þá að leiðarljósi þegar þú að- stoðar viðskiptavini. Þetta verður auðvelaur aagur. V Sem draumóramanneskja ertu í meira sam- bandi við heiminn handan raunveruleikans en flestir. Ekki láta gagnrýni annarra hafa áhrif á þig. Hrútur (21. mars-19.aprfl) 3 Það er einhverju verkefni að ljúka í dag. Líttu aftur og skoðaðu hvað gekk upp og hvað ekki. En áður en lanet um líður verður næsta stóra verkefn- ið komið á borðið hjá þér. V Vinir þínir standa mér þér í gegnum súrt og sætt. Það er gott að eiga einhvern að sem skilur þig. Leyfðu þeim að heyra hve vænt þér þykir um þao. ©Naut (20. apríl-20. maí) $ Það verður valdabarátta þar sem gamla liðið mætir nýja liðinu og þessi barátta mun skilgreina fyrirtækio í nokkrar vikur. Þú dregst að hófsömu nliðinni en reynt verður að sannfæra þig um ann- að. V Heimurinn virðist vera í liði með þessu villta og tryllta fólki en ef þú hugsar um það, viltu þá nokkuð það sem þau eru ao fá? Stöougleiki þinn, þolinmæði og traust leiðir þig rétta leið. Michael Moore er sagður vera að huga að mynd um hvernig Bush Bandarikjafor- seti hefur unnið með björgunarmálin í Bandaríkjunum. Moore er þekktur fyrir að koma með umfjallanir um misgjörðir stjórnmálamanna og eru vandamálin með björgunaraðgerðir sögð hafa allt sem til þarf til að Moore geti gert góða mynd um það. Moore hefur látið stór orð falla um slysið og eftirmál þess og segir á vefsíðu sinni að það sé mikið að segja frá um hörmungarnar og þau vandamál sem komið hafi upp í kjöl- far þeirra og að land- ið verði aldrei samt aftur. ©Tvíburar (2.1fmaír21..júní).............. $ I>egar þú horfir á heildarmyndina þá koma hugsiónir þínar í ljós. Haltu þie við þennan hugs- unarnátt, það mun efla framleioni þína. V Það er alveg sama hve vel þú þekkir ástvini bína,það er aldreigott að ganga út frá einhverju ef pú ert ekki viss. Efpað liggur eitthvað þér á hjarta pá skaltu spyrja að pví. ©Krabbi (22. júní-22. júlO $ Það mun myndast skoðanaágreiningur í vinn- unni og þú þarft að aðstoða við ao leysa úr því. Þú mátt buast við því að það taki nokkra daga. V Þú ert mjöe tilfinningarík/ur þessa dagana oe vilt helst opna njarta þitt fyrir hverjum sem á leio hjá. Það er ekki alltaf góð huemynd og þú skalt geyma þetta fyrir rétta einstaknnginn. © Ljón (23. júlí-22. ágúst) $ Varaðu þig á stolti annarra því það gæti risið upp ágreiningur og þú lent inn a milli. Þvi ætti þó aðlægja fljótlega. V Það eru allir hálfpirraðir í dag og enginn virð- ist ætla sér að taka tiflit til annarra. Þér frnnst það ffekar skrýtið en ef þú stendur fast á þfnu ættir þú ekki að bera neinn skaða af. Heimili Jimi Hendríx varðveitt Loks hefur náðst niðurstaða í máli sem hefur staðið síðan árið 2001 um staðsetningu æsku- heimilis Jimi Hendrix. Ákveð- ið hefur verið að varðveita heimili stórstjörnunnar úr barnæsku og verður húsið sem er staðsett í Seattle flutt að grafreit Hendrix en goðið lést aðeins 27 ára gamall árið 1970. Húsið verður opið fyrir almenning og hefur þegar verið flutt á stað í millitíðinni þar til það verður flutt á endan- legan stað. Hugmyndin er að í húsinu verði tónlist- arkennsla, æfingarher- bergi og hljóðfærasafn. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Það verða stofnanabundnar breytingar fljót- lega í fyrirtækinu en það er óþarfi að hafa áhyggj- ur. Minnstu breytingar munu nafa mjög jákvæöar afleiðingar í för meo sér,til dæmis á framleiðni og vinnustaðamóral. V Það eru breytingar í loftinu. Hvaða breytingar það eru er óljóst en mundu bara að breytingar eru oftast til góðs. ©Vog (23. september-23. október) $ Það er góður dagur fýrir þig og þína nánusta samstarfsmenn. Dagur iákvæðrar orku, skemmti- legra viðbrapða og aðdáun viðskiptavina. Þú sérð gott tækifæri myndast fljótlega. Þú hefur lag á að róa fólk niður, á sama tíma og þú lætur þvilíða vel. Fáðu þau til að tala um ástríður sínar og þú verður heilluð/heillaður Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Það mun eitthvað fara um vinnustaðinn og hafa neikvæð áhrif á flest starfsfólk og viðskipta- vini en þú veist að það er hægt að vinna f þessu. Þú skalt taka stiórnina og sýna samstarfsaoilum þínum hvað skal gera. Mynntu sjálfan þig á hve myndarleg/ur þú c Farðu út á lífið og njóttu þín. ©Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Þú ert á réttum stað á réttum tíma. Talaðu við alla sem þú þekkir og þú munt öðlast ný sambönd og væntanlega viðskiptavini. Orka þeirra mun ýta þér áfram. V Þú eetur ekki þagnað og einmitt núna er það miög jálcvætt. Fólk hlustar á pig oe virðir skoðanir þínar. Þú átt ansi marga áhangenaur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.