blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaöÍA Rumsfeld um Afganistan NATO taki við af Banda- mönnum Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagðist í gær vonast til að Atlantshafsbandalagið myndi á endanum taka að sér að- gerðir gegn hryðjuverkum í Afgan- istan sem herir bandamanna hafa nú á hendi. Hann viðurkenndi þó að þetta væri erfitt verkefni og vildi ekki nefna neinar tímasetningar. Rumsfeld lét þessi orð falla áður en fundur varnarmálaráðherra Atl- antshafsbandalagsins hófst en hann sagði að aukið hlutverk bandalags- ins í Afganistan yrði eitt af megin- umræðuefnum fundarins. Hann vildi ekki tjá sig um þau ummæli ýmissa frammámanna þýskra sósí- aldemókrata að þeir myndu vera á móti því að blanda saman friðar- gæslu bandalagsins í landinu og hernaðargæslu Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vill að NATO taki við af herjum bandamanna í Afganistan Kosningar til norska stórþingsins Myndun ríkisstjómar hafin Stjórnarmyndunarviðrœður hafnar eftir kosningasigur vinstriflokkanna. Stoltenberg verð- ur nœsti forsœtisráðherra. Stjórnmálaferli Bondeviks lokið. Stjórnarmyndunarviðræður hófust í Noregi í gær eftir að ljóst var að bandalag vinstri flokkanna hafði haft betur í kosningum til norska Stórþingsins og að ríkisstjórn Kjell Magne Bondevik væri fallin. Banda- lag vinstri flokkanna hafði hlotið 87 þingsæti en bandalag hægri og miðflokkanna 82 sæti þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin. Þrátt fyr- ir að vinstri flokkarnir hafi fengið meirihluta þingsæta hafði bandalag hægri og miðflokka fengið 21.000 fleiri atkvæði en þeir þegar búið var að telja nánast öll atkvæði í gær. „Ég er ánægður með að verða forsætis- ráðherra, sérstaklega vegna þess að það er þýðingarmikið og mikilvægt starf og vegna þess að það er mikil- vægt fyrir mig að leiða Noreg á rétta braut“, sagði Jens Stoltenberg, leið- togi Verkamannaflokksins og tilvon- andi forsætisráðherra, í viðtali við norska ríkissjónvarpið í gær. Hreinn þingmeirihluti Bondevik.forsætisráðherraNoregs, hringdi í Harald Noregskonung í gær og baðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína þegar ljóst var að stjórnin væri fallin. í kjölfarið fær Jens Stoltenberg væntanlega um- boð til að mynda nýja ríkisstjórn. í viðtali við Aftenposten sagðist Stoltenberg vilja mynda stjórn Jens Stoltenberg, leiðtogi Verkamannaflokksins og forsætisráöherraefni vinstri flokkanna, ásamt Kristin Halvorsen, leiötoga Sósíal- íska vinstri flokksins, og Aslaug Haga, leiðtoga Miðflokksins. með Sósíalíska vinstriflokknum og Miðflokknum en þessir flokk- ar mynduðu hið svokallaða Rauð- græna bandalag með Verkamanna- flokknum. Nýja stjórnin mun hafa meirihluta á Stórþinginu en yfir- leitt hafa minnihlutastjórnir verið við stjórnvölinn í Noregi. Aðeins tvisvar á síðustu 36 árum hafa for- sætisráðherrar notið hreins þing- meirihluta. Stjórn Bondeviks mun sitja til 14. október er hún leggur fram fjár- málafrumvarp fyrir næsta ár. Stjórnmálaferli Bondeviks lokið Með kosningaósigrinum er stjórn- málaferli Kjells Magne Bondevik, for- sætisráðherra landsins, lokið. Hann hefur verið í stjórnmálum í 32 ár og þar af í sjö ár sem forsætisráðherra. Hann lýsti yfir sárum vonbrigðum með úrslitin. Sagði hann enn fremur ekki geta skýrt af hverju stjórninni hefði verið hafnað þar sem Norð- menn hefðu aldrei haft það jafngott. Framfaraflokkurinn náði mestri fylgisaukningu í kosningunum og er að þeim loknum annar stærsti flokkur landsins með 37 þingsæti. Verkamannaflokkurinn bætti við sig 19 sætum og er með 62 sæti alls. Nálgast 100 milljarða Á næstu dögum kemur eitt hundr- að milljarðasti Bic kúlupenninn af færiböndunum og í hillur verslana. Samkvæmt reiknikúnstum firanska fyrirtælusins sem ffamleiðir pennana koma 57 pennar á hverri sekúndu allt frá því að sá fýrsti var sendur á mark- að árið 1950. Frá því þá hefur þetta htla fjölskyldufyrirtæki stækkað í að verða heimsfyrirbæri með 8.560 starfs- menn og rúmlega 100 milljarða króna ársveltu. Sprengjuárás í London Framsal meints sprengjumanns ftölsk yfirvöld munu framselja mann sem grunaður er um aðild að misheppnuðum sprengjuárásum í London þann 21. júlí. Hæstiréttur landsins staðfesti í gær úrskurð lægra dómstigs þess efnis. Hinn 27 ára gamli Hussain Osman var hand- tekinn á Ítalíu viku eftir árásirnar en hann er grunaður um að hafa reynt að sprengja Sheperd’s Bush lestarstöðina. Osman verður að öll- um líkindum sendur til Bretlands innan tíu daga en auk hans hafa þrír menn verið ákærðir fyrir sprengju- árásirnar misheppnuðu. i.Dyikr í Lotus Marathon miðaþurrkuskápur Lotus sápuskammtari 1.591kr Lotus WC Lotus Professional Hagkvæm heildarlausn fyrir snyrtinguna Compact statíf 1 Á tilboði í september 2005 Lotus Professional skammtarar fyrir snyrtinguna, miðaþurrkur Marathon Soft, enMotion handþurrkur, handsápa mild, WC Compact 2ja laga, setuhreinsir og Tropical ilmur Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Vacuum pökkunarvél Rfeá ft]U-'T iaS Sjálfvirk vacuum pökkun Hjálpartækið sem ekkert heimili getur verið án ICELANnic UMBUOIR lcelandic umbúðir, lager og sala, Héðinsgötu 2, 105 Reykjavík • Sími: 560 7881 • Fax: 581 4215 packaging@icelandic.is • www.icelandic.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.