blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaðiö Skapandi íólk tekur ekki vfð fyrirskip unum kolbrun@vbl.is Einn af gestum Bókmenntahátíð- ar í ár er kanadíska skáldkonan Margaret Atwood. Hún er ekki einungis þekktasta skáldkona Kanada heldur ein virtasta skáld- kona heims í dag. Hún er fjölhæf- ur höfundur og viðfangsefnin eru margbreytileg. Þekktust er hún fyrir skáldsögur sínar. Staða kvenna, valdabarátta, kúgun og samskipti kynjanna eru áberandi umfjöllunarefni í skáldsögum hennar. Sumar hverjar, eins og Saga þernunnar og Oryx and Crake, endurspegla hrollvekjandi framtíðarsýn. „Ég byrjaði að skrifa fimm ára gömul og á handrit frá þeim tíma,“ segir Atwood. „Frænka mín sagði að ég hefði á þeim aldri sagt að ég ætlaði mér að verða rithöfundur, en ég get ekki ímyndað mér að ég hafi sagt það. Þetta voru aðallega ljóð og svo skáldsaga sem ég lauk ekki við og fjallaði um frænku. Þetta voru dæmigerð verk fimm ára barns með myndum. Ekkert sérstakt og engin ástæða til útgáfu.“ Eiginmaður Atwood, Graeme Gib- son, er sömuleiðis gestur Bókmennta- hátíðar en hann er rithöfundur og handritahöfundur. „Ég byrjaði ekki að skrifa fyrr en rúmlega tvítugur. Ég var í skóla en sinnti ekki náminu. Ég eyddi dágóðum tíma í hernum og naut þess mjög,“ segir hann. „Ég tók aldrei þátt í bardögum. Ég var góð skytta og góður leiðtogi. Ég stóð mig vel en vildi ekki verða hermaður að atvinnu og þess vegna byrjaði ég að skrifa. Allt frá táningsárum líkaði mér ekki heimurinn í kringum mig og ég ákvað því að skrá mína eigin útgáfu af hlutunum. Þannig fæddist fyrsta skáldsaga mín.“ Engin forskrift Þótt Margaret Atwood sé gagnrýnin og djarfur höfundur virðist hún lítt gefin fyrir að skilgreina skáldskap sinn og segist ekki vera hugmynda- fræðilegur höfundur. Hún segir rit- höfunda ekki skulda neinum neitt. „Þegar menn fara að segja rithöf- undum hvað þeir eiga að gera þá gera þeir eitthvað annað. Það er ekki hægt að skipa þeim fyrir. Þeir gera það sem þeim hentar og síðan má virða það fyrir sér og leggja dóm á það. Það er ekki hægt að gefa rithöf- undum forskrift að því hvernig þeir eigi að haga sér eða hvað þeir eigi að segja. Skapandi fólk tekur ekki við fyrirskipunum,“ segir hún. „Ég held að rithöfundar hafi ákveðnar skyldur rétt eins og aðrir borgarar,“ segir eiginmaður henn- ar. „Eins og til dæmi þær skyldur að launa gott með góðu og sýna heiðar- leika eins og fólk á að gera sem lifir í hópum. Að því leyti höfum við öll okkar skyldur. En aðrar skyldur hafa rithöfundar ekki.“ Hjónin eru sammála um að rit- höfundar hafi ekki jafn mikil áhrif og áður, en telja um leið að ekkert komi í staðinn fyrir skáldskapinn. ,Það sem hefur breyst er að við fáum fréttirnar samstundis úr sjónvarpi en skilgreining á atburðum birtist síðan í dagblöðum sem taka sig al- varlega. Þar er því lýst að fellibylur hafi haft ákveðin áhrif og menn rýna í eftirleikinn,“ segir Atwood. ,En þeirri tilfinningu sem fylgir því að vera manneskja og lifa fellibylinn verður einungis lýst í skáldsögu, og stundum í gegnum kvikmyndir en yfirleitt í minna mæli. Kvikmyndir eru takmarkaðar og það eru skáld- sögur einnig með sínum hætti. Það er til dæmis engin tónlist sem fylgir skáldsögunni.“ „Nema þá í huga rithöfundarins,“ skýtur Gibson inn í. „Heilinn er mun virkari þegar menn lesa en þegar þeir horfa á sjónvarp eða sjá kvikmynd," held- ur Atwood áfram. „Þegar þú lest fer mikil heilastarfsemi í gang, þú sérð umhverfið fyrir þér, hefur hugmyndir um það hvernig fólk lít- ur út og ímyndar þér hvernig rödd þess hljómar. Skáldsagan gefur þér ákveðna mynd sem þú fyllir upp í og heilinn er mjög virkur á meðan.“ Ólíkir höfundar Þar sem tveir rithöfundar í hjóna- bandi eiga í hlut þá er ekki fráleitt að spyrja hvort þeir skiptist á hug- myndum. „Við erum gjörólíkir rit- höfundar og því ráði sem annað okk- ar myndi gefa hinu yrði aldrei fylgt,“ segir Gibson. Atwood tekur undir þetta: „Það er engin samkeppni á milli okkar vegna þess að við erum svo ólík. Þegar við hittumst vorum við rithöfundar og fátt kom okkur á óvart. Ég hef séð nokkur hjónabönd BlaliS/lngó Margaret Atwood og Graeme Gibson. Hún mun sennilega seint hætt að skrifa skáldsögur en hann segist mjög líklega vera hættur skáldsagnaskrifum. kunningja minna bresta vegna þess að þegar parið giftist hafði konan ekki gefið út bækur. Síðan kom að því að hún sendi frá sér skáldverk og karlmaðurinn, sem var ekki rit- höfundur, komst að því að hann átti maka sem var að fá mikla athygli og gleymdi fyrir vikið að strauja skyr- turnar hans og elda kvöldmatinn fyrir hann.“ Atwood er gríðarlega afkastamik- ill rithöfundur en þegar hún er spurð hvort hún skrifi á hverjum degi seg- ir hún: „Ég vildi geta svarað því ját- andi en það er bara ekki þannig.“ „Ég geri það alls ekki,“ segir Gib- son. „Síðasta skáldsaga mín kom út í byrjun tíunda áratugarins og ég held að hún sé mín síðasta. Sem skáld- sagnahöfundur hef ég ekkert lengur að segja. En ef ég fæ góða hugmynd þá mun ég að sjálfsögðu skrifa bók. Ég hafði aldrei sérlega gaman af því að vera skáldsagnahöfundur. Það var erfið vinna og ég var um það bil átta ár með hverja bók. Ég var ánægður með árangurinn og mér líkaði lífsstíllinn en ég naut þess ekki að skrifa skáldsögur.“ Hann er nú samt með bók á leið- inni, The Bedside Book of Birds, þar sem er að finna texta skálda og rit- höfunda um fugla ásamt rúmlega too litmyndum af alls kyns fuglum. Hann hefur eytt fimmtán árum i bók- ina sem kemur út í október. Á sama tíma kemur út bók eftir Atwood, Penelópukviða, þar sem skáldkon- an fjallar um Penelópu, eiginkonu Ódysseifs, og tólf þjónustustúlkur hennar sem voru hengdar undir lok Odysseifskviðu. Bókin kemur út víða um lönd, þar á meðal á Islandi þar sem Bjartur gefur hana út. - ' NU ER TÆKÍFÆRIÐ FRABÆRi T1LBOÐ 12 VIKNA ATAK 3 MÁN. EUROWAVE 24 TÍMAR HLJÓÐBYLGJUR M/CELLONUDDI 6X CELLONUDD 6X HÚÐBUSTUN 6x AQUA - DETOX AFEITRUN 6X 1 /2 LEIRVAFNINGUR TILBOÐSVERO 47.900.- TÍMINN Á AÐEINS 399kr,- 120 TÍMAR ALLS 8 VIKNA ÁTAK 2 MÁN. í EUROWAVE 16X HJÓÐBYLGJUR M/CELLONUDDI 4X CELLONUDD 4X HÚÐBUSTUN 4X AQUA - DETOX AFEITRUN 4X 1 /2 LEIRVAFNINGUR TILBOÐSVERÐ 36.900.- INN Á AÐEINS 462kk.- 80 TÍMAR ALLS 4 VIKNA ATAK 1 MÁN. I EUROWAVE 8 X HJÓÐBYLGJUR M/CELLONUDDI 2 X CELLO - NUDD 2 X HÚÐBUSTUN 2 X AQUA - DETOX AFEITRUN 2 X 1/2 LEIRVAFNINGUR TILBOOSVERÐ 25.900,- TÍMINN Á AÐEINS 648kr,- 40 TÍMAR ALLS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.