blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaöiö GSM staðsetningarkerfi Deilt um kostnað Deilur standa milli símafyrirtœkjanna um hver skuli bera kostnað afþví að tengja Og Vodafone við kerfi sem gerir Neyðarlínunni kleift að staðsetja þann sem hringir úrfar- síma í neyðartilfellum Síminn og Neyðarlínan hafa verið í samstarfi um rekstur kerfis sem gerir það mögulegt að staðsetja 99................. „Atburðir síðustu daga hljóta að leiða það i Ijós að við þurfum að leysa þetta mál." þann sem hringir í Neyðarlínuna úr farsíma með nokkurri nákvæmni síðan árið 2002. Að sögn upplýsinga- fulltrúa Símans hefur Og Vodafone aldrei óskað formlega eftir því að fá aðgang að þessari þjónustu. Aðlaga þarf kerfið svo Og Vodafone geti tengst því og standa deilur um hver skuli bera kostnað sem af því hlýst. Ósanngjarnt að Og Vodafone beri kostnaðinn Árni Pétur Jónsson forstjóri Og Vod- afone segir að viðræður hafi staðið á milli þessara aðila af og til í gegnum tíðina. „Neyðarlínan er með samn- ing við Símann og okkur finnst eðli- legast að þeir geri samning beint við okkur líka. Með þvi fengist aukið öryggi, til dæmis ef annað kerfið bilaði. Neyðarlínan hefur hinsvegar valið að vera hjá Símanum sem hef- ur þýtt að við höfum þurft að senda okkar merki til Símans. Það höfum við gert um nokkurt skeið. Síminn er hins vegar þannig í stakk búinn að hann getur ekki sent merki okk- ar áfram til Neyðarlínunnar án þess að fara í ákveðna tæknivinnu hjá sér. Þeir vilja að við greiðum fyrir hana sem okkur finnst mjög ósanngjarnt. Við erum búnir að vinna okkar tæknihluta og sendum merkið frá okkur, og að beiðni Neyðarlínunnar erum við að senda merkið áfram til Símans. Við teljum að það sé ekki á okkar könnu að sjá til þess að Síminn geti svo sent það áfrarn," segir Árni Pétur en bæt- ir við að atburðir síðustu daga hljóti að leiða það í ljós að fyrirtækin þurfi að setjast niður og leysa þetta mál. Sóknargjöld fyrir einn og hálfan milljarð Siðmennt heldurþvífram að Þjóð- kirkjan vilji hcekka þau um 50%. Siðmennt, félag siðrænna húman- ista leggst alfarið gegn þeim tillög- um Þjóðkirkjunnar að hækka beri sóknargjöld. Félagið hvetur stjórn- völd til að hafna öllum slíkum tillög- um sem það kallar óréttmætar álögur á almenning í landinú. í tilkynningu frá félaginu segir að Þjóðkirkjan fái 3 milljarða frá ríkinu á ári til rekstr- ar og þar af séu 1,5 milljarður í formi sóknargjalda. Ennfremur segir að krafa kirkjunnar sé sú að upphæðin sem fæst með sóknargjöldum hækki um 50%. Siðmennt telur það ekki í verkahring stjórnvalda að sjá um að innheimta sóknargjöld, fremur en önnur félagsgjöld, og vill félagið að al- hann g r e i ð i slíkan skatt eða ekki. Kirkjan kannast ekki við þessar tillögur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttur verkefnastjóri upplýsingasviðs segir menningur hafi frjálst val um hvort að tilkynning Siðmenntar byggi á hafi verið farið fram á að sú skerðing sem þegar hafi verið gerð á sóknar- gjöldum um 7% verði leið- rétt. Fulltrúar Prófastdæmanna í Reykjavík hafi farið á fund ráðherra til að ræða það málefni. Það sé því enginn fótur fyrir því að Þjóðkirkjan hafi krafist hækkunar sóknargjalda upp á 50%. ■ Beintflug frá Keflavík til hinna fögru miðaldaborgar Tallinn í Eistlandi Innifalið I verði: Flug, 4 stjörnu hótel m/morgunmat, akstur til og frá flugvelli, fslensk fararstjórn og skattar. Verð 49.900 kr. Frá Akureyri Frá Keflavík 5.-9. október uppselt 12.-16.október uppselt 19.-23. október uppselt 28-31.októberaukaferð laussæti 26.-30. október uppselt Tallinn hefur breyst f nútfmaborg með alþjóðlegu yfirbragði á sfðustu 10 árum. Þrátt fyrir það eru íbúarnir stoltastir af gamla bæjarhlutanum. Þar eru götur steini lagðar og við þær standa vel varðveittar stórkostlegar byggingar frá 11 -15 öld. Þá setja markaðirnir mikinn svip á borgina. Tallinn hefur verið bætt við á heimslista UNESCO sem ein best varðveitta miðaldarborg N-Evrópu. Menningarlíf íTalllinn stendur með miklum blóma og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. (Tallinn er hægt að gera góð kaup. Þar er ódýrt að versla og matur á veitingahúsum er ódýr. Þá er, næturlífiö fjörugt, barir, skemmtistaðir og kaffihús á hverju götuhorni. Tallinn er borg sem fangar, borg sem skilur eitthvað eftir, löngu eftir að komið er heim. Spennandi skoðunarferðir I boði með fslenskri fararstjórn Trans-Atlantic Sfmi 5888900 www.transatlantic.is Mikið úrval af brjóstargjafa- og meðgönguundirfatnaði í mörgum litum Einnig erum við með hinn vinsæla Carters ungbarnafatnað Hamraborg 7 • Kópavogi • Sími 564 1451 www.modurast.is Gríðarleg fjölgun há- skólanema Nemendum á háskólastigi hefúr íjölgað hratt hér á landi undanfarin ár og á árunum 1995-2003 íjölgaði háskólanem- um hér á landi um 83%. Þetta kemur fram í riti sem OECD hefur gefið út um menntun í 30 aðildarríkjum stofnunarinnar. Þar kemur fram að menntun- arstig fer hækkandi í flestum OECD löndunum og er ísland engin undantekning þar á. Ef sama innritunarhlutfall helst, munu 83% ungs fólks stunda fræðilegt háskólanám. Þó kem- ur fram að innritunarhlutfall á íslandi sé óvenjuhátt sem skýrist að hluta til af fjölda eldri háskólanema. Þetta háa hlutfaU muni því ekki haldast til lengdar þar sem fjöldi eldra fólks sem aldrei hefur stundað háskólanám er takmarkaður. fsland í efsta sæti í útgjöld- um til menntamála Heildarútgjöld til menntamála námu 7,4% af vergri lands- framleiðslu árið 2002 og er ísland þar með komið í efsta sæti hvað þessi útgjöld varðar. Bandaríkin koma næst á eftir. Meðaltal OECD ríkjanna er 5,8%. Fjármögnun menntunar er að breytast og þannig treysta margir háskólar nú meira á einkaíjármagn en áður. í ritinu er einnig bent á þá staðreynd að útgjöld og góður árang- ur nemenda fari ekki alltaf saman. Þannig eyða Finnar til dæmis nálægt meðaltali til grunnskólans en þeir hafa jafnan komið einna best út í PISA rannsókninni sem fram- kvæmd er á 15 ára nemendum. Haldið sofandi Konan sem slasaðist illa í bruna fyrir rúmum tveimur vik- um liggur enn á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Vakthafandi sérffæðingur segir að kalla megi ástand hennar óbreytt þar sem henni er haldið sofandi og í öndunarvél. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.