blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 16
16 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaðiö Sjónvarp i isskápnxtm Ekki það nýjasta - en kannski framtíðin Kóranski ísskápaframleiðandinn Di- er hægt að spara nokkurt pláss í eld- os hefur nú hafið framleiðslu á nýj- húsinu. Vandinn er reyndar sá að um ísskáp með innbyggðu sjónvarpi. erfitt er að tengja gamla videótækið Þetta er reyndar ekki ný hugmynd við tækið, eða nýja DVD spilarann, en útfærsla Dios er ákaflega smekk- en á móti kemur að þetta er ákaflega leg og skemmtileg. Þeim fjölgar sí- hentugtþegarhorfteráJamieOliver fellt sem kjósa að kaupa litlar íbúðir, - allavega auðveldara að herma eftir sérstaklega i ljósi hækkandi íbúða- meistaranum þegar staðið er fyrir verðs. Hver fermeter í íbúðinni er framan sjónvarpið. ■ því dýrmætur, og með þessari lausn AO A. OSKARSSON EHF. www.oskarsson.is SIMAR: 56« 6600 / 566 7200 ÓTRÚLEG VERÐ - ÓTRÚLEGT ÚRVAL Hágæða nuddbaðker & sturtuklefar með eimbaði og ótal aukahlutum... OPIÐ ALLA VIRKA DAGA MILLI KL. 9-12 & 13-17 ...þú getur hlustað á útvarpið eða geisla- spilarann og jafnvel talað í símann á meðan þú slappar af í baði! Að setja upp vegg- fóður Veggfóður hefur um árabil átt undir högg að sækja en virðist nú vera að komast í tísku á ný. Margar mismun- andi gerðir af veggfóðri eru til eins og t.d. pappírsveggfóður, vínilveggfóður, blautrýmis- veggfóður, textílveggfóður og glertreíjastrigi svo einhver séu nefnd. Þegar byrjað er að setja upp veggfóður er gott að nota lóð í snúru eða hallamál til að leggja lengjuna lóðrétt á vegginn. Einnig er gott að finna hentugan byrjunarstað t.d. út við glugga eða dyr. Forðast skal að leggja í horn á miðri vegg- fóðurslengd en lengd brúnar frá horni á að vera sem minnst tveir cm. Ef veggfóðurslengjurn- ar eiga að skarast er mikilvægt að byrja út við glugga og vinna sig inn í herbergið. Þannig sjást samskeytin siður og minni hætta á að þau varpi skugga þegar sólin skín inn í herbergið. Ef hitastig í herberginu er undir 15 gráðum og lofttak mikið er hætta á að límið þorni seint og fellingar myndist. Ef loftbólur myndast er hægt að nota sprautur til að sprauta veggfóðurslimi inn undir veggfóðrið. Einnig er hægt að gera lítinn skurð í loftbóluna og koma lími inn með lidum pensli og síðan lima fast. Til að fella veggfóður að innstungum og rofum er best að skera kross í veggfóðrið á nákvæmlega rétt- um stað. Síðan er lokið skrúfað af, að sjálfsögðu eftir að búið er að taka rafmagnið af. Þá er auðvelt að leggja veggfóðrið yfir, klippa flipana í burtu og skrúfa lokið aftur á. Ef í veggnum eru göt fyrir skrúfur eða nagla sem á að halda er gott ráð að stinga eldspýtu í gatið þannig að hún standi aðeins út úr gatinu. Bungan á veggfóðrinu sýnir svo staðsetningu gatsins og þar er auðvelt að negla nagla þegar límið er þornað. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.