blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaðiö Steinn Kárason í 5-6 sætið Full ástæða til að hafa áhyggjur Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags íslands, segir að- stöðuleysi leiða til þess að menn stundi skotœfingar á ólöglegum svœðum. Landssvæði I Krýsuvfk sem skotáhugamenn hafa nýtt sér til æfinga án leyfis. Steinn Kára- son hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5-6 sætiá lista Sjálfstæð- isflokksins í prófkjöri vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. í tilkynningu frá honum segir: „Steinn er viðskipta- og umhverfisstj órnunarfræðingur sem margir þekkja úr út- varps- og sjónvarpsþáttum um garðyrkju og umhverfismál.“ ■ Nýr fram- kvæmdastjóri hjá Rauða krossinum Skortur er á æfingasvæðum fyrir skotveiðimenn og áður en slíkt svæði var opnað í Álfsnesi hafði engin að- staða verið fyrir skyttur í Reykjavík um langt skeið. Á mánudaginn birti Blaðið frétt um að skotáhugamenn stunduðu æfingar á svæði sem ekki hefði verið gefið leyfi fyrir að nýtt yrði til slíkra æfinga. „Það er gríðarlega alvarlegt ef menn eru að skjóta af rifflum á svæðum í nálægð við byggð og það ætti ekki að líðast“, segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Islands. Hann telur að slíkar æfingar séu þó ekki algengar en full ástæða sé til að hafa áhyggjur af þessu, sér- staklega ef menn eru að skjóta af stórum rifflum. Sigmar segir hálfgert ófremdar- ástand hafa ríkt í þessum málum. ,Menn hafa verið að finna sér einhver svæði til að æfa sig á. Sveitarfélögin hafa ekki staðið sig nógu vel í þessu. Það er fyrst núna sem við erum að fá skotæfingasvæði í Reykjavík“, segir Sigmar. Líka óþrifnaður Fyrir utan hættuna sem af þessu skapast hafa skotmennirnir gengið illa um svæðið og skilið eftir sig rusl. Sigmar segir að fyrir utan einn og einn slóða gangi skotveiðimenn yfir- leitt vel um umhverfið. „Við höfum það mottó að skilja ekkert eftir nema sporin okkar. Við höfum verið með átak í samvinnu við Olís í nokkur ár um að menn hirði skothylki sin og annarra á fjöllum uppi. Ástandið hef- ur alveg gjörbreyst. Maður sér varla tóm skothylki miðað við það sem áð- ur var“, segir Sigmar B. Hauksson.a Kristján Sturluson hefúr verið ráðinn framkvæmdastjóri Rauða kross Islands og tekur hann við því starfi af Sigrúnu Árnadóttur i lok október. Sigrún hefur gegnt starfinu síðasthðin 12 ár. Kristján hefur frá árinu 2000 verið sjálboða- liði í Kjósarsýsludeild Rauða kross Islands, verið formaður deildarinnar frá 2001 og setið í stjórn Rauða kross íslands í 3 ár.| Fellibylurinn Katrín Islendingar styrkja Banda- :::::::::: 30 milljónir Ríkistjórn íslands ákvað í gær að veita Bandaríkjamönnum fjárstuðn- ing til enduruppbyggingar í þeim fylkjum sem verst urðu úti þegar fellibylurinn Katrín reið yfir. Sam- þykkt var að verja hálfri milljón dala til verkefnisins, eða um 31 millj- ón íslenskra króna. Einnig kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins að sérstök fjársöfnun sé hafin til stuðnings fórnarlömbum fellibylsins undir for- ystu tveggja fyrrverandi forseta, Bill Clinton og George Bush eldri. Það fé sem safnast mun verða notað til end- uruppbyggingar í þeim ríkjum sem verst urðu úti; Alabama, Louisiana og Mississippi. ■ Islendingar leggja sitt af mörk- um til stuðnings fórnarlamba Katrínar Komdu og taktu meö, boröaðu á staönum eða fáöu sent heim Við sandum holm: 109,110,111,112,113 ■ Rizzo: Poppcrono. laukur, svcppir, Tt-:’'- fenkur hvitlaukur, jalopano, sv pipar Wf Naples: Skmka. popperone. svoppir, sv. óHfur, hvttlaukur. grænn pipar, parmcsan (íyöi Toscana: Poppcronc. jalapcnos, r]6maostur. ananas, sv. ótííur, hvitlaukur, svappir, krydd 6w°I STARFSMENNTUN Bókhald grunnur 110 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir starfandi skrifstofufólk eða þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Hentar einnig sjálfstætt starfandi atvinnurekendum eða þeim sem eru að hefja rekstur og vilja vera sem mest sjálfbjarga við við bókhaldið. Kennslan byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum og þátttakendur fá hagnýt verkefni með raunverulegum fylgiskjölum sem eru merkt og færð með tilheyrandi uppgjöri og útskriftum. Prufuútgáfa af bókhaldsforriti fylgir. Uppbygging námsins miðast við nemendur með grunnþekkingu í tölvum og Excel. Helstu kennslugreinar: • Verslunarreikningur • Virðisaukaskattur, reglur og skýrslur • Bókhaldsgrunnur og handfært bókhald • Tölvufært bókhald í Navision Kennsla hefst 20. september og lýkur 4. nóvember. Bjóðum upp á morgun- og kvöldtíma. Verð kr. 86.000,- o Bókhald framhald Stutt framhaldsnámskeið í Navision tölvubókhaldi. Sjá nánari lýsingu á heimasíðu skólans www.tsk.is Þjóðarút- gjöld aukast umfram lands- framleiðslu Þjóðarútgjöld íslendinga jukust um tæp 12% á öðrum árstjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Landsframleiðslan jókst hins vegar mun minna vegna mik- ils innflutnings eða um tæp 7%, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofú íslands í gær. Ef landsframleiðsla á síðasta ári er skoðuð kemur í ljós að hún var 885 milljarðar króna, sem er rúmum 6% meira en á fyrra ári.„Vöxturinn einkenndist af miklum vexti einkaneyslu sem óx um 6,9% og fjárfestinga sem uxu um 21,0%. Þjóðarútgjöldin uxu því talsvert umfram landsfram- leiðsluna eða um 8,4% og leiddi það til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd“ segir ennfremur í tilkynningu Hagstofunnar frá því í gær. ■ Lögreglueftirlit við skóla 96 tekn- ir í sömu götunni Lögreglan í Reykjavík tók 96 ökumenn í einni og sömu götunni í siðustu viku. Sérstakt eftirlit var við skóla í vestur- bænum og er þetta afrakstur þess. Mældur var hraði bifreiða sem óku um götur í námunda við skólana og aðallega á skólatíma. Mælingarnar fara fram með hraðamyndavélum sem eru í ómerktum lögreglu- bifreiðum. Á götunum er 30 km hámarkshraði og mikið af börnum á ferð yfir og við þær. Ökumennirnir óku um Neshaga og óku þrír þeirra svo hratt að þeir mega búast við að verða sviptir ökuréttind- um. 1 ljós kom að 22% þeirra sem óku um Neshaga meðan mælingar fóru fram óku of hratt. I þessari viku munu laganna verðir söðla um og mæla hraða íbúa í Grafarvogi. ■ Frjálslyndir: Vilja innan- landsflugið til Keflavík- urflugvallar Bæjarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjanesbæ vill að innanlandsflugið og skyld starfsemi verði flutt frá Vatnsmýrinni í Reykjavík til Keflavíkurflugvallar. Segir í tilkynningu frá félaginu að slíkt myndi styrkja atvinnulíf og samgöngur í Reykjanesbæ. „Þverpólitísk samstaða um flugvallarmál er til marks um styrk Reykjanesbæjar á sama tíma og hver hönd- in er upp á móti annarri í Reykjavík og nágrenni" segir ennfremur i tilkynningunni. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.