blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 14
 Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Árog dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson. Karl Garðarsson. ENN VARAÐ VIÐ HÆKKUN LAUNA Amorgunverðarfundi Verslunarráðs Islands sem haldinn var í gær töluðu sérfræðingar um stöðuna í efnahagsmál- um hér á landi. Virtust þeir allir sammála um að „veislan í efnahagslifinu hefði þegar náð hámarki og að væntingar í hagkerf- inu væru komnar úr takti við raunveruleikann“ eins og Vilhjálm- ur Egilsson, hagfræðingur orðaði það. Mikil þensla er í hagkerfinu hér á landi um þessar mundir, og lítið þarf út af að bera til að koll- steypa verði. Mikið hefur verið rætt um hlutverk Seðlabankans og vaxtahækkanir hans sem miða að því að minnka verðbólgu. Þessar tilraunir hafa ekki skilað tilætluðum árangri eins og tölur um verð- bólguþróun sýna glögglega. Ekkert af þessu kemur á óvart og hefur ítrekað verið rætt. Það sem er kunnuglegt við umræðuna á morgunverðarfundinum er nið- urstaðan um stöðu kjarasamninga um þessar mundir. Menn virð- ast sammála um að vegna þess hversu há verðbólgan hefur verið að undanförnu, séu forsendur kjarasamninga brostnar. Það þýðir að í kringum áramótin þarf að semja um frekari kauphækkanir fyrir ákveðna hópa. Við þessu vara sérfræðingar um efnahagsmál við og telja að efnahagskerfið þoli illa slíkar hækkanir. Af þessu má draga tvær ályktanir. Annarsvegar að ákaflega óskynsamlegt sé að setja inn ákvæði í kjarasamninga sem þýða uppsögn þeirra á slíkum uppgangstímum. Frekar á að semja um raunverulegar kjarabætur fyrir verkafólk, sem þola að efnahagsástandið fari örlítið út fyrir þá ramma sem stjórnvöld setja. Þetta þarf verkalýðshreyfingin að skoða, og skoða alvarlega. Það kemur ennfremur ekkert á óvart að um leið og farið er fram á kjarabætur fyrir þá lægst launuðu komi efnahagsspekingar og ráð- leggi mönnum að fara varlega. Á sama tíma og laun einstaklinga í „lykilstöðum“ og æðstu embættum hækka um háar fjárhæðir má ekki hreyfa við kjörum þeirra sem minnst hafa því þá fer allt efna- hagskerfið úr skorðum. Sú spurning hlýtur hinsvegar að vakna hvort ástandið sé í einhverjum skorðum í dag, og hvort ekki sé kom- inn tími til að stjórnvöld grípi til einhverra mótvægisaðgerða til að halda efnahagslífinu innan skynsamlegra marka - jafnvel þó laun hækki um einhverja þúsundkalla hjá þeim sem minnst hafa fyrir. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaöíö Trúlegt eða hitt þó heldur Samúel T. Pétursson Síðustu vik- urnar hafa dunið yfir mann myndir frá flóðunum í New Orleans fyrir tveimur vikum og árásinni á World Trade Center í New .............. York fyrir fjórum árum. Um síðustu áramót dundu á manni myndir frá harmleiknum við Indlandshaf. I hvert sinn getur maður aldrei annað en hrist haus- inn lítillega og hugsað með sjálfum sér „ótrúlegt". Það er þó ekki svo að atburðir sem þessir þurfi að koma fólki alveg í opna skjöldu. í flestum þessum tilfellum voru unnar skýrslur sem spáðu fyrir þessum „ótrúlegu“ harm- leikjum, þótt ekki sé hægt að útiloka einhverja misbresti í gagnavinnslu og rangtúlkanir. Þeir ættu því í raun ekki að flokkast sem ótrúlegir. 1 báðum tilfellum voru sérfræðingar búnir að spá fyrir um þá og mögu- leikana á að þeir gerðust í raun og veru. Af einhverjum ástæðum skirr- ast stjórnvöld þó til að bregðast við í tíma. Æ ofan í æ og draga þau það að skipuleggja sig m.t.t. þess að þeir ger- ist í raun og veru. Engu virðist skipta hvar í heiminum gripið er niður. Á Islandi var svipað uppi á tening- unum þegar snjóflóðin féllu á Súða- vík og Flateyri fyrir um ío árum síðan. Það var ekki fyrr en í kjölfar þessarra harmleikja að samþykkt voru lög um varnir gegn snjóflóð- um sem ráðist var kerfisbundið í uppbyggingu öflugra snjóflóðavarn- argarða til að verja byggðir á hættu- svæðum. Voru menn virkilega bún- ir að afskrifa snjóflóð í byggð sem mögulegan atburð á þessum tima? Var ekki búið að vara við afleiðing- um þungra snjóflóða á þessar byggð- ir áður en þessir atburðir áttu sér stað? En það er nánast sama hvað. Því miður virðist alltaf þurfa harmleik til að vekja okkur af værum blundi, hvort sem þeir eru af náttúrunnar eða mannanna völdum. Jafnvel með aukinniauðlegð ogvfsindaþekkingu virðast þjóðir heimsins alltaf ná að 99.............. Við virðumst vera í stöðugri afneitun gagnvart hættum i umhverfi okkar. sofna á verðinum að þessu leyti. Hvernig stendur á því að við get- um svona illa ímyndað okkur hið „ótrúlega“ og undirbúið okkur kerf- isbundið til að lágmarka skaðann af harmleikjum sem þessum? Svörin eru sennilega mörg og margslung- in. Hluti svarsins liggur e.t.v í því að það eru einfaldlega of margar „ótrúlegar“ framtíðarmyndir til að kerfið geti annað eftirspurn eftir við- bragðsáætlunum. En er vandamálið þá kannski tengt óskýrri forgangs- röðun og ófullkomnum líkindaút- reikningum? Liggur ábyrgðin hjá sérfræðing- unum? Geta þeir ekki metið og selt líkurnar stjórnvöldum nægilega sannfærandi? Eða vilja stjórnvöld ekki hlusta? Meginhluti ástæðunnar virðist þó liggja í hinni þrautseigu áráttu mannsins til að afneita hættunni. George W. Bush sagði m.a. „Ég held að enginn hafi séð fyrir að varnar- garðarnir myndu bresta“ þrátt fyrir að skýrsla þarlendra almannavarna frá árinu 2001 hafi lýst atburðarás- inni í ágætu samræmi við það sem síðar gerðist. Við virðumst vera í stöðugri af- neitun gagnvart hættum í umhverfi okkar. Dæmi úr umferðinni virðast skjóta stoðum undirþað. Við trúum t.d. aldrei að við sjálf eða einhver ná- kominn okkur geti dáið eða örkuml- ast í bílslysi. Það þarf alltaf harmleik til að vekja okkur upp af þyrnirósa- svefninum og kasta okkur inn í blá- kaldan raunveruleikann. Þetta er þó eiginleiki sem ábyrg stjórnvöld mega ekki láta ná tökum á sér. Þeim ber að hlusta á ráðlegg- ingar ráðgjafa sinna og bregðast við með þeim hætti sem á endanum leiðir til þess að unnt er að bregðast kerfisbundið og yfirvegað við ákveð- inni hættu sem yfir vofir. Þetta virðist ekki hafa verið gert í Banda- ríkjunum áður en fellibylurinn reið yfir New Orleans. Vonum að þetta kenni þarlendum sem stjórnvöldum annars staðar í heiminum ákveðna lexíu og að vinna út frá þeirri for- sendu að hið „ótrúlega" geti í raun og veru gerst. Og auðvitað helst að fyrirbyggja að það gerist. Lauslega byggt á umfjöllun í San Fransisco Chronicle Samúel T. Pétursson www.deiglan.com Réttindaskrá barna - undirstaða grunnskólastarfs E | kki er langt síðan að þúsund- ir íslenskra barna komust í I fyrstu kynni við stofnun sem á eftir að vera drjúgur hluti af veru- leika þeirra mörg komandi ár. Sex ára börn eiga ekki auðvelt með að PR*FE^I*NAIL3 íslandsmeistarakeppni í Professionails naglaásetningum verður haldin í húsnæði naglaskólans að Hjallabrekku 1 í Kópavogi laugardaginn 24 september nk. Keppt verður í french naglaásetningu og naglaskreytingum. sjá fram í tímann og átta sig á þvi hverju grunnskól- inn muni skila þeim eftir tíu ára vist. Þess vegna þarf samfélagið að búa svo í haginn að reynsla þeirra af skólanum verði þægileg og gefandi. Nú á dögum þurfa íslensk börn að verja bróðurparti ævi sinnar í skólanum. Skólaár og skóladagar Sverrir Jakobsson 1. verðlaun: 2. verðlaun: 3 verðlaun: vöruúttekt 100.000 vöruúttekt 50.000 vöruúttekt 25.000 Pátttökurétt hafa allir fyrrverandi og núverandi nemendur naglaskólans og Snyrtiskólans í Kópavogi. Skráning í síma 588 8300 99.................... Er ekki eðlilegt að veita börnum rétt til að tileinka sér ákveðna þekkingu og þjálfun í tilteknum grunnfögum sem skilgreindur sé í Réttindaskrá barna? eru orðin fleiri og lengri en áður var. Skólinn er hluti af lífi þeirra — ekki bara undirbúningur fyrir lífið. Ef við segjum að hlutverk grunn- skóla í íslensku nútímasamfélagi sé eitthvað annað en að vera geymslu- stofnun fyrir foreldra sem þurfa dag- gæslu, þá er mikilvægasta verkefni hans að veita börnum innihaldsríka og góða menntun og kenna þeim ákveðna þekkingu og tækni við að tileinka sér þekkingu. Sú menntun nýtist þeim einnig sem þegnar í lýð- ræðissamfélagi. Lýðræðissamfélag snýst um þáð að allir eiga sama rétt. Þess vegna er það eitt mikilvægasta hlutverk grunnskóla að bjóða öllum börnum jöfn tækifæri til náms. Að skólinn sé ekki upphaf dilkadráttar sem síð- an heldur áfram allt lífið — hvað þá dilkadráttar sem byggist á því hvaða börn eiga efnuðustu foreldrana. Hvert barn er auðlind og miklu skiptir að í skólanum sé laðaður fram styrkur barnsins. Ekkert mis- munar jafnmikið og sama kennsla fyrir öll börn. Þetta er hugsunin á bak við svokallað einstaklingsmið- að nám. En til þess að það verði annað en bara fallegur frasi þá þarf að brjóta upp stóra hópa og skipta þeim niður í smærri einingar. Þann- ig er betur hægt að sinna þörfum hvers og eins. En það kostar víst ögn meira en hitt, að troða frösum um einstaklingsmiðað nám inn í aðal- námskrá. íslensk skólakerfi ber ennþá að ýmsu lagi of rík merki kerfishugsun- ar þar sem steypa á þetta unga fólk í sama mót. Þess vegna ætti aðalnám- skrá grunnskóla að hverfa. I staðinn ætti að koma réttindaskrá barna. Er ekki eðlilegt að veita börnum rétt til að tileinka sér ákveðna þekkingu og þjálfun í tilteknum grunnfögum sem skilgreindur sé í Réttindaskrá barna? Síðan má veita kennurum og öðru fagfólki frjálsar hendur við að móta skólastarf og meta hvern- ig hægt sé að laða fram það besta í hverju barni í samráði við börn, for- eldra og forráðamenn. Engum mundi detta það í hug að skilgreina störf neinna einstaklinga í samfélaginu þannig að einungis sé minnst á skyldur en ekki réttindi. Hið sama á að eiga við um börnin. Sverrir Jakobsson, sagnfrœðingur www.murinn.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.