blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÖTTIR MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaAÍ6 Kári Jónsson, íslenskur mótorhjólakappi: Rústaði heimsmeistara í þolkeppni BlaÖiÖ/SteinarHugi Kári tekur forystuna í startinu viö Bolöldu. Þetta var ekki óalgeng sjón í sumar. Sautján ára íslenskur strákur sigraði fyrrverandi heims- meistara í þolkeppni á mótor- hjólum í byrjun mánaðarins. Með sigrinum tryggði Kári Jónsson sér einnig íslandsmeistaratitilinn í sín- um flokki sem er góður árangur fyrir drenginn. Hann sigraði Peter Bergval sem var heimsmeistari árið 2002 til 2003. A heimsmælikvarða Keppt var í tveimur umferðum á nýrri braut við Bolöldu og var hvor umferð um ein og hálf klukkustund. Startað var í hóp og náði Kári þar öðru sæti strax í byrjun. Hann sýndi þó fram á yfirburði sína með því að vinna sig upp í fremsta sæti strax á fyrsta hring af sex. Kári hélt foryst- unni allan timann og kom örugglega í mark tæpum tveimur mínútum á undan næsta manni en Peter Berg- val, fyrrverandi heimsmeistari, varð þriðji. I síðari umferðinni jók Kári for- skot sitt og sigraði mótið örugglega. Að loknu mótinu hafði Bergval á orði að Kári ætti fullt erindi í keppnir á erlendum vettvangi. Hann spáði hon- um meira að segja á meðal tíu hæstu manna á GNCC mótinu í Bandaríkj- unum færi Kári þangað að keppa. Búinn að æfa í tíu ár Kári hefur þrátt fyrir ungan aldur töluverða reynslu á hjólinu en hann hefur stundað sportið frá sjö ára aldri. Hann segir að stefnan hafi alltaf verið að fara utan til keppni. „Ef maður kemst eitthvert út þá fer maður. Þetta er spurning um að finna styrktaraðila af því að það er svo dýrt“, segir Kári. Fyrir utan að sigra Peter Bergval var Kári einnig á undan stóra bróður sínum. „Það var ekki fyrr en hann tók sér fri í fyrra sem ég fór framúr honum. Hann keppti nefnilega lítið sem ekkert í fyrra.“ Fjölmargir leikir í Meistaradeildinni í kvöld verður keppt í A, B, C og D riðlum Meistaradeildar Evrópu um víðan völl. Club Brugge tekur á móti Juventus og Rapid Vín fær Bay- ern Munchen í heimsókn á A riðli. í B riðli mætir Arsenal svissneska lið- inu Thun og Sparta tekur á móti Aj- ax. C riðillin fer af stað með leikjum Bremen og Barcelona annars vegar og Udinese og Panathinaikos hins vegar. I D riðli mætast svo Benfica og Lille og Villareal tekur á móti Manchester United. Meiðsli hjá Arsenal Arsenal gaf frá sér tilkynningu í gær þar sem sagt var frá þvi að Thierry Henry, sóknarmaðurinn franski, verður frá í sex vikur sökum meiðsla á nára. „Ég býst við því að hann verði frá í sex vikur“, segir Ar- sene Wenger, þjálfari liðsins. „Allt sem bendir til annars þangað til verða góðar fréttir. Auðvitað viljum við helst hafa Henry með í liðinu þar sem hann er leikmaður á heims- mælikvarða. En ég lít einnig á þetta sem gott tækifæri fyrir yngri leik- menn á borð við Robin van Persie, Jose Antonio Reyes og Quincy Ow- usu-Abeyie til þess að láta ljós sitt skína“, segir Wenger. Ferguson prófar Smith Alex Ferguson ætlar að láta Alan Smith fá sitt stærsta verkefni sem miðjumaður í kvöld þegar Manchest- er United fer til Spánar að keppa við Villareal. Þar verður það verkefni Smith að passa lykilmann spænska liðsins, Juan Roman Riquelme, en Roy Keane verður fjarverandi sök- um tognunar á aftanverðu lærinu frá leik laugardagsins. „Laugardag- urinn var erfiður til þess að dæma getu stráksins, það er einfaldlega vegna þess að hann hafði ekkert að gera. Það verður þó ekki sama sag- an gegn Villareal þar sem Riquelme er mjög hættulegur andstæðingur“, sagði Ferguson í gær. Þá telur hann liðið vera mun betra en það var fyrir ári siðan og býst við góðum hlutum frá því í Meistaradeildinni í ár. Sol Campbell leggur línurnar á æfingu hjá Arsenal í gær Ástralía Aflimartilað bættaleik Leikmaður í ástralska fót- boltanum ætlar að láta lækna taka af sér einn fingur í því skyni að bæta leik sinn. Brett Backwell, sem spilar fýrir liðið Glenelg frá úthverfi Adelaide, segist hafa þjáðst og haíf takmarkaða hreyfigetu í fingri frá því hann fingurbrotnaði fyrir þremur árum. Þá stungu læknar upp á því að beinin í fingrinum yrðu tengd saman með aðgerð en Backwell vildi það ekki. Hann trúir því að aflimun sé eina leiðin til þess að hann geti spilað almenni- lega og sársaukinn hverfi. Kvennahandbolti A-landsliðið á mótíHollandi A-landslið kvenna mun taka þátt á Alþjóðlegu móti í Hol- landi dagana 10-16 október en það verkefni er stór liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM sem fram fer í Sviss í nóvember. Liðið spilar á móti Slóvakíu, Tékldandi, Rúmenum og tveimur liðum frá Hollandi. A og B. Land- sliðshópurinn verður tifleynn- tur um næstu mánaðamót. Formúlan Liðinlækki kostnaðinn Alþjóða akstursíþróttasam- bandið hefur ákveðið að í regl- um um Formúlu 1 sem verða að veruleika árið 2008 verði ákvæði um að liðin þurfi að lælcka óþarfa kostnað allveru- lega. „Ný lið sem hafa áhuga á að taka þátt árið 2008 hafa látið í ljós að þau geti einungis komið til keppni ef kostnaður er lækkaður verulega“, segir Max Mosley, forseti samband- sins. Þá eru lið Formúlunnar og sambandið sammála um að íþróttin geti ekki þrifist ef ekkert verði að gert í málunum. Eiður Smári Ekkimeðígær vegna veikinda Eiður Smári Guðjohnsen var ekki með í leikmannahópi Chelsea í leik liðsins gegn An- derlecht í Meistaradeildinni í gær.Ástæðan sem gefin var upp var að Eiður Smári er veikur heima með sýkingu í hálsi. Advocaat tekur við Suður-Kóreu Suður-Kóreahrifln af Hollendingum Fyrrverandi landsliðsþjálfari Hollands, Dick Advocaat hefur verið ráðinn þjálfari Suður-Kóreu þar til heims- meistaramótið í Þýskalandi er liðið. Hann verður því þriðji Hollendingurinn til þess að stýra landsliði Suður-Kóreu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.