blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 34
34 I KVIKMYNDIR
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaðið
DEUCE BIGALOW
m
Sýnd kl. 6,8.30 og 10.30 B.i. 14ára
iténjj-iumwj
Sýndkl. 5.30,8 og 10.20
'Hnnn var kvennabón rnfkilt...
en nú kemur fortiöin tbakið á
jrjr honum."
Fekk Grantf Prix
verdlaunin i Cannes.
Hefur fengið einróma lof
gagnrýnentla um heim allan.
, 400 kr. í bíó! Glldir á allar sýnlngar merktar með raufiu
Ljóða- og
hljómorða-
kvöld á Café
Rosenberg
í kvöld ld. 22 verður ljóða
og hljómorðakvöld á Café
Rosenberg og verður héðan í
frá annan hvern miðvikudag
fram á vor 2006.1 kvöld koma
fram Mike Pollock, Einar
Olafsson, Gardar Baldvinsson,
Hojkur og Open Mic. Staðurinn
er vettvangur í hjarta gamla
bæjarins fyrir alla þá sem
langar að tjá sig í ljóðum eða
með (hljóm)orðum. Þarna gefst
þekktum jafnt sem óþekkt-
xun höfundum tækifæri á að
flytja ljóð/orð og bjóða til sölu
bækur eða diska sína. Á hverju
ljóðakvöldi verður ákveðin
dagskrá með auglýstum höf-
undum en að henni lokinni
verður hverjum sem er frjálst
að stíga á stokk og taka flugið.
Aðgangur er frjáls og ókeypis.
Spunakvöld i
Klink og Bank
1 kvöld verður spunakvöld hjá Klink
og Bank Brautarholti og hefst það kl.
21 með undirbúningsfundi. Óllum
er velkomið að taka þátt, eina skil-
yrðið er að viðkomandi mæti á und-
irbúningsfund og tilkynni atriði sitt
til þátttöku. Markmið Spuna er að
stuðla að almennum spuna, í hvaða
formi sem er. Á liðnum Spunakvöld-
um hafa komið fram fjölmargir
listamenn en eðli formsins vegna
er alveg óvíst hverjir koma fram
á hverju Spunakvöldi, það ræðst
á undirbúningsfundum. Hægt ei
að skoða myndir af liðnum Spuna
kvöldum á http://where.is/spuni
Þátttaka og áhorf eru öllum heimil
að endurgjaldslausu.
»irrý mætir
iftur á skjáinn
kvöld kl.21 verður tvöfaldur
aófnunarþáttur fyrir Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, UNICEF á
íslandi. Farið verður til Kenýa til
að skoða hvað íslendingar geta
með auðveldum hætti gert til að
hjálpa fátækum, munaðarlausum
börnum til að fá mat, hreint vatn
og menntun. Farið verður inn á
heimili telpu sem býr ein með
krabbameinssjúkri ömmu sinni og
dreymir um að verða læknir, 11 ára
munaðarlaus drengur opnar heimili
sitt, 15 ára alnæmissmitaður piltur
og margir fleiri segja sögu sína í
þættinum. Einstakt tækifæri til að
kynnast framandi heimi og sjá að
lítið framlag getur breytt miklu.
FYRSTI HLUTINN í EPÍSKUM FANTASÍU PRÍLEIK
HIÐ NYJA M
FRUMSÝND 16 • 09
s/nÁBflL bíó REGfiBooínn