blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 14.09.2005, Blaðsíða 28
28 I VÍSINDI MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2005 blaöiö Gervihnattaáœtlun skilar árangri: Ævaforn sprenging Sérhannaður gervihnöttur Það var gervihnötturinn Swift sem gerði vísindamönnum kleift að greina uppruna þessa gamma- blossa en án hans hefði það aldrei verið mögulegt. Swift gervihnött- urinn er hluti af hinni svokölluðu MIDEX áætlun Bandarísku geim- ferðarstofnunarinnar(NASA) og var honum skotið á loft í nóvember á síðasta ári. Gammablossar hafa verið þekkt fyrirbæri í geimnum um nokkurt skeið og koma fyrir að meðaltali einu sinni á dag. Þeir koma úr öllum áttum himingeims- ins og endast frá nokkrum milli- sekúndum uppí nokkur hundruð sekúndur. Aldrei áður hefur verið mögulegt að staðsetja með ná- kvæmni uppruna slíkra blossa fyrr en með sérhönnuðum gervihnött- um líkt og Swift. Þegar gervihnött- urinn greinir gammablossa kemur hann upplýsingum um staðsetn- ingu hans til stjórnstöðva á jörðu sem síðan beina sjónaukum að staðnum. Þannig ná vísindamenn að fylgjast með eftirleik blossans. Hjá NASA eru menn bjartsýnir á að þessi stjarna verði aðeins sú fyrsta af mörgum sem muni uppgötvast með hjálp Swift gervihnattarins. „Við hönnuðum Swift sérstaklega til að leita að stuttum blossum á jaðri alheimsins. í fyrsta skipti get- um við kannað einstakar stjörnur sem urðu til við tilurð alheimsins og það eru vissulega fleiri stjörnur þarna úti,“ sagði Neil Gehrels vís- indamaður hjá NASA. Fyrstur til að staðsetja gammabiossa Það var reyndar annar gervihnött- ur í MIDEX áætluninni sem varð fyrstur til að staðsetja upptök gammablossa fyrr á þessu ári en sá ber nafnið HETE-2. Þetta átti sér stað 9. júlí sl. Þá nam gervihnöttur- inn stuttan gammablossa sem ent- ist í einn tíunda af sekúndu. HETE- 2 sendi staðsetningu blossans til jarðar og tveir stjörnukíkjar, annar þeirra í Chile og hinn á Hawaii-eyj- um, náðu tveimur dögum seinna að nema dauft endurskin af bloss- anum. Nánari rannsóknir leiddu í ljós að upptök blossans voru í nærri tveggja milljarða ljósára fjarlægð frá jörðu. Aðeins hálfum mánuði seinna staðsetti Swift annan blossa í nærri þriggja milljarða ljósára fjar- lægð. Gervihnötturinn Swift Bandarískir stjörnufræðingar tilkynntu í síðustu viku að þeir hefðu uppgötvað sprengingu við jaðar alheimsins sem gæti gefið vísbendingar um tilurð stjarn- anna. Um var að ræða svokallað- an gammablossa sem að öllum líkindum hefur myndast þegar sólstjarna hefur fallið saman í árdaga. Þrettán milljarða ára gamalt Vísindamennirnir telja að spreng- ing þessi hafi átt sér stað fyrir um þrettán milljörðum ára eða aðeins um tæplega einum milljarði ára eft- ir að stórihvellur er almennt talinn hafa átt sér stað. Þó að þær stjörn- ur sem urðu til uppúr stórahvelli séu löngu horfnar á braut má enn finna leifar þeirra í ævafornum sprengingum sem geta gefið vis- indamönnum vísbendingar um samsetningu þeirra. Þannig gefst einnig tækifæri til að rannsaka hvernig þessar stjörnur hafa mót- ast í upphafi. Blossi þessi átti sér rætur í fornum hluta alheimsins og aldrei áður hefur vísindamönnum tekist að greina sprengingu sem er í jafn mikilli fjarlægð. Gróflega áætlað er talið að sprengingin hafi átt sér stað í um þrettán milljarða ljósára í burtu sem er einnig sá tími sem hefur tekið fyrir hana að berast til jarðar. Aðeins eitt annað fyrirbæri hefur greinst í meiri fjar- lægð en þessi sprenging en það eru hin svokölluðu dulstirni sem talið er að myndist þegar geimgas sogast inní svarthol. ° Afnot af Suzuki Swift heiltár. o Medion Black Dragon j fartölvurfrá BT. o |-pod frá Apple búðinni o 25.000.- kr úttektí Office one oNuddtæki frá Heilsu- húsinu oGjafakarfa frá Osta og Smjörsölunni o Árs Áskrift að Skólavefnum Klipptu ut seðilirm hér að neðan og sendu okkur hann (Blaðið, Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogur) eða sendu okkurtölvupóst (með nafni kennitölu og símanúmeri) á netfangið skoli@vbl.is Dregið úr innsendum svörum á mánudögum Ath. Þú mátttaka þátt eins oft og þú vilt, þvífleiri innsendir seðlar, þeim mun meiri vinningslíkur Þátttökuseðilí Fyrirsögn: Fullt nafn: Kennitala: Simi blaóió Sendist á - BlaÖið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur 25.000, fflhslsu afficelsunerstore kolavefurinn. húsiö

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.