blaðið - 07.10.2005, Side 15
blaðið FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005
NEYTENDUR 115
Rafmagnsmengun
Neytendur tilraunadýr
Rafmengun hefur aukist á síðastliðnum árum. Með gríðarlegum framförum í tækni og aukinni notkun rafmagnstækja í daglegu amstri hafa
áhyggjur af slíkri mengun stigmagnast. Símabær hóf nýlega að flytja inn sérstaka rafmengunarmæla og býður þá til sölu í verslun sinni.
Nemarnir nema rafmagsmengun frá símum, tölvum, rafmagnstenglum, köplum og öllum öðrum búnaði sem sendir frá sér rafmagnsbylgjur.
Bylting þægindaraftækjanna
Rafmagnstækjabylting hefur átt
sér stað á síðasta áratug og hefur
raftækjum fjölgað. Þau eru nú orð-
in stór hluti af almennu lífsmynstri
fólks, sérstaklega á vesturlöndum.
Ber þar líklega fyrst og fremst að
nefna gsm-síma og mp3-spilara.
Miklar umræður hafa verið um
áhrif tækjanna á heilsufar fólks og
þá sérstaídega á börn sem eru talin
mun viðkvæmari fyrir þessum áhrif-
um en fullorðið fólk. Staðfesting á
skaðsemi slíkra rafmagnstækja er
enn sem komið er ekki fáanleg en all-
margir vísindamenn hafa haldið því
fram að hún sé vissulega til staðar.
Misvísandi rannsóknir
Víðtækar rannsóknir hafa verið
gerðar á vegum Alþjóða Heilbrigð-
isstofnunarinnar á áhrifum slíkrar
mengunar á heilsu manna. Hingað
til hafa niðurstöður rannsókna sem
hafa verið framkvæmdar á vegum
stofnunarinnar sýnt að rafmengun
á bilinu 0-300 GHz valdi engum sjá-
anlegum óæskilegum heilsukvillum.
Það er hins vegar tekið fram á heima-
síðu stofnunarinnar að ekki sé hægt
að alhæfa um áhrif rafmengunar á
þessari stundu þar sem nauðsynlegt
sé að gera frekari rannsóknir enda
ekki komin nein langtímareynsla á
notkun þeirra tækja sem hafi sprott-
ið upp sem hálfgerðar nauðsynjavör-
ur á síðastliðnum áratug. Nýleg rann-
sókn kínverskra fræðimanna sem
var birt um miðjan september segir
hins vegar að rafmengun sem mæl-
ist um 1800 MHz geti valdi varanleg-
um skemmdum á DNA erfðaefni í
heilafrumum. Þessar fullyrðingar
eru samhljóma þeim sem lífefna-
fræðingarnir Henry Lai og Narenda
Singh við Washington háskóla hafa
haldið fram en þeir hafa ennfrem-
ur fullyrt að áreiti af völdum segul-
magns í litlu magni leiði til þess að
áhrifin safnist smám saman upp og
hafi ofangreindar afleiðingar fyrir
heilafrumur. Rannsóknir þeirra
hafa hins vegar verið harðlega gagn-
rýndar af farsímaframleiðendum.
Betra að hafa varann á
Gylfi Gylfason hjá Símabæ segir að
mælarnir sem þeir selji nýtist fyrst
og fremst til að staðsetja rafmengun
og vera hvatning til þess að leita sér-
fræðiaðstoðar ef ástæða er til. Gylfi
segir ennfremur að margt bendi
til þess að ekki sé öll tækni góð og
betra sé að hafa varann á gagnvart
hlutum sem eru jafn nálægt mann-
inum og gsm símar og mp3 spilarar.
Þangað til að vísindin eða reynslan
sanni eitthvað annað þá sé neytand-
inn ekkert annað en tilraunadýr. ■
Gylfi Gylfason hjá Símabæ.
Læstir símar
í síðasta tölublaði Neytendablaðsins
var fjallað um læsta síma. Þar er átt
við þá farsíma sem eru einungis
nothæfir á meðan að viðkomandi
neytandi er í viðskiptum við tiltek-
ið símafyrirtæki. Læstir símar eru
vel þekktir erlendis en forsendur
slíkra viðskiptahátta eru afar marg-
breytilegar. Bindingatími sem og
sá afsláttur er fylgir þannig símum
er mismunandi og ekki er gefið að
hægt sé að opna símana aftur hvort
sem greitt er fyrir slíkt eður ei.
Samkvæmt fréttinni gaf Og Vodaf-
one íslandi þær upplýsingar að þeir
sem keyptu síma í verslunum fyrir-
tækisins og hjá umboðsmönnum
þess gætu notað símkort frá hvaða
símafyrirtæki sem er og að eigend-
ur læstra símtækja gætu komið með
þau í verslanir Og Vodafone og látið
opna þau þeim að kostnaðarlausa.
Við nánari eftirgrennslan kom hins
vegar í ljós að slík þjónusta er frekar
ný af nálinni hjá fyrirtækinu og hef-
ur einungis staðið til boða frá því í
nóvember síðastliðnum. Gísli Þor-
steinsson almannatengslafulltúi Og
Vodafone segir að farið hafi verið í
það að bjóða upp á slíka þjónustu til
að koma til móts við óskir viðskipta-
vina fyrirtækisins og hafi þjónustan
mælst afar vel fyrir. 1 dag eru allir
símar sem fyrirtækið kaupir inn
ólæstir.
Síminn selur hinsvegar læsta
síma og rökstyður það með því að
Tal, forveri Og Vodafone, hafi gefið
fordæmi fyrir slíkum viðskiptahátt-
um á íslandi. Síminn tekur samt
fram að á móti fái viðskiptavinirnir
sem kjósa að versla slíka síma þá á
lægra verði. Að lágmarki er gefinn
3.000 króna afsláttur og hægt er að
opna símana aftur gegn 3.000 króna
gjaldi. Neytendasamtökin telja að
slík þjónusta gæti vel verið réttlæt-
anleg sem valmöguleiki enda getur
hún nýst viðskiptavinum sem eru
tryggir sínu símafyrirtæki til kostn-
aðarlækkunar.
Við komum ykkur
örugglega í flugið á innanbæjartaxta
og sækjum ef þið viljið.
Nú kemstu með Hreyfli/Bæjarleiðum milli Reykjavíkursvæðisins Þegar margir ferðast saman, 4-8 manns, er þetta
og flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á innanbæjartaxta. Hvenær engin spurning.
sólarhringsins sem er, flóknara er það ekki. Þetta er nefnilega Og á leiðinni heim geturðu slakað á og látið það eftir
orðið hagstæðara en margan grunar! þér að þiggja léttar veitingar um borð í flugvélinni.
Það kostar sitt ef þú ferð á eigin bíl; bensín, bílastæðagjald auk Við sjáum um aksturinn
heilmikils umstangs við að leggja eða geyma bílinn. - á innanbæjargjaldi. £
Við vekjum, efþið viljið, áður en við sendum bílinn.
Dagtaxtar eru frá 8.00 til 17.00 virka daga og kvöld- og næturtaxtar frá 17.00 til 8.00
\WREVF/ÍZ/
OG GÓÐUR ENDIR
OTTÓ AUGLÝSINGASTOF*