blaðið - 07.10.2005, Side 16

blaðið - 07.10.2005, Side 16
16 I NEYTENDUR FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 bla6Í6 Neytendur versla sam- kvæmt ófull- nægjandi upplýsingum Nýlega birtu Evrópusamtök neyt- enda (BEUC) niðurstöður könnunar um áhuga almennings í Evrópu á því að borða holla fæðu. Samkvæmt fréttatilkynningu á heimasíðu sam- takanna sögðust 77% aðspurðra hafa áhuga á því að borða holla fæðu og 81% fagna því ef að upplýsingar um næringargildi væru á umbúðum þeirrar vöru sem þeir versluðu sér. Hins vegar virðast flestir neytendur veita fullyrðingum framleiðendaum innihald og áhrif vörunnar meiri athygli en næringargildistöflunum sem iðulega eru einnig á þeim þar sem fullyrðingarnar eru auðskiljan- legri. Könnunin sýndi einnig fram á það að neytendur virðast treysta markaðsfullyrðingunum og þá sér- staklega þegar að þekkt vörumerki eiga í hlut. Samtökin segja hins vegar að markaðsfullyrðingar séu ekki endilega góður leiðarvísir að vali á heilsusamlegri vöru þar sem að þeim hættir til að undirstrika einungis ákveðna þætti vörunnar. Vara sem er sögð fitulítil þarf ekki endilega að vera heilsusamleg þar sem hún getur til dæmis verið með hátt hlutfall af salti. Samkvæmt tals- manni BEUC er niðurstaðan sú að neytendur taki ákvarðanir byggðar á ófullnægjandi upplýsingum eða ófullkomnum skilningi á þeim upp- lýsingum sem þeim er gefið á um- búðum vara. Samtökin vilja leggja áherslu á að reglur um fullyrðing- ar um heilsu og næringagildi vara verði hertar þannig að það verði auðveldara fyrir neytendur að skilja hvað sé raunverulega í vörunum og hver hlutföll hvers efnis sé til að auð- velda fólki að nálgast og borða holl- ari mat. ■ Ps2 spennu- breytar inn- kallaðir Hátæknifyr- irtækið Sony innkallaði 3,5 milljónirspennu- breyta fyrir þunnu gerðina af Playstation 2 leikjatölvunni nýverið. Ástæð- ur innköllunar- innar voru sam- kvæmt fréttatil- kynningu þær að spennubreyt- arnir gætu of- •” hitnað og jafnvel Þunna gerBin af skemmst. Inn- piaystatior>2 tölv- köllunin náði unni. yfir þær tölvur sem seldar voru í Evrópu, Ástralíu, Mið-Asíu og Afríku. Það er þó und- irstrikað að hvorki eldsvoðar né slys á fólki hafi orðið á því svæði sem innköllunin náði yfir en það þótti samt sem áður nauðsynlegt að fara í slika aðgerð sem varúðarráðstöfun til að koma í veg fyrir að slíkt gerð- ist. Rétt um þriðjungur þeirra tölva sem voru með bilaðan spennubreyti voru seldar í Evrópu en samkvæmt Eggerti G. Þorsteinssyni hjá Playst- ation hjálparlínunni á Islandi er ekki komin hrein tala á það hversu margar þeirra voru seldar á íslandi þar sem tölvurnar eru ekki skráðar eftir tegund spennubrey ta sem þeim fylgja. Hann sagði hins vegar að þó- nokkrir hafi sett sig í samband við þá vegna málsins og þeir sem hefðu keypt umræddan straumbreyti hafi fengið honum skipt. ■ Dýrasta matar karfan í 10-11 Samkvæmt nýjustu úttekt verðlags- eftirlits ASÍ sem var framkvæmd á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag munaði 65% á dýrustu og ódýrustu matvörukörfum matvöru- verslanna. Karfan var ódýrust í Bón- us þar sem hún kostaði 5.431 krónur en dýrust í 10-11 eða 8.951 krónur og munurinn því 3.520 krónur. I matvörukörfunni voru 35 algengar neysluvörur heimilanna og náði könnunin til níu verslanakeðja. Bor- in voru saman verð í eftirtöldum verslunum: Hagkaupum Skeifunni 15, Fjarðarkaupum Hólshrauni íb, Bónus Kringlunni, Krónunni Skeif- unni 5, 10-11 Lágmúla 7, Nóatúni Hamraborg 18,11-11 Grensásvegi 46, Samkaupum Miðvangi 41 og Nettó í Mjódd. Einungis voru valdar vörur í körfuna sem eru fáanlegar í öllum þeim verslunum sem teknar voru til samanburðar. Hins vegar er tekið fram í fréttatilkynningu ASl að hér sé einungis um beinan verðsaman- burð að ræða en að ekki væri lagt mat á gæði vara né þjónustu söluað- ila. ■ Frutti f it brauð Trefjaríkt, próteinríkt, E-vítamín ríkt, kolvetnaskert Innihald: epla/appelsínutrefjar, -melónu og graskerskjarnar, limesaft, sólkjarnafræ, hafrar, rúgsigtimjöl Qirr Bm

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.