blaðið - 07.10.2005, Side 19
blaðið FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005
I 19
Rómantísk kvöldstund
Sýnið ást ykkar með eldamennsku
Matur, kynlíf og rómantík hefur tengst órjúfanlegum böndum í ára-
raðir. Erida notum við sömu skynfæri við eldamennsku, að borða og að
stunda kynlíf, þ.e. lykt, bragð, sjón, snertingu og heyrn. Líkt og kynlíf
þá snýst eldamennska og át líka um að læra og prófa eitthvað nýtt. Að
sama skapi er eldhúsið, líkt og svefnherbergið, frábær staður fyrir
gleði, slökun og tælingu. Því ekki að sleppa því að fara út að borða
og grípa ástvininn með inn í eldhús til að elda gómsæta og lokkandi
máltíð. Til að hjálpa til er hér leiðarvísir að hinu fullkomnu máltíð á
einstaklega rómantískri kvöldstund.
Borðið einungis það sem ykkur
finnst gott. Ekki vera að reyna
að gera kvöldið of fullkomið
með fínum mat sem ykkur
finnst svo vondur.
Gerið máltíðina sérstaka, jafn-
vel þó þið séuð bara að elda
pasta. Finnið tíma til að skipu-
leggja máltíðina, elda hana og
njóta hennar ásamt því að njóta
félagsskapar hvors annars.
Kryddaðu máltíðina og kvöldið
með lostvekjandi mat líkt og
ostrum, basil, ólífum og súkku-
laði.
Gerið matinn fallegan með
því að hafa hann litríkan og
fallega fram settan. Það er
miklu skemmtilegra að borða
mat sem lítur vel út.
Ekki gera of mikið. Reynið að
hafa máltíðina einfalda en samt
góða. Það er ekkert gaman að
eyða meirihluta rómantíska
kvöldsins í eldhúsinu.
• Matur á alltaf að vera náttúru-
legur. Kaupið ferskt gæðahrá-
efni sem svíkur engan.
. Fyrst og fremst þá skuluð þið
hafa gaman af þessum sam-
eiginlega matarundirbúningi.
Opnið vínflösku, hækkið í
græjunum og syngið yfir elda-
mennskunni.
• Lokiðeldhúshurðinniáóhreinu
diskana. Þeir geta beðið til
morguns. Það má ekkert eyði-
leggja þetta fullkomna kvöld.
svanhvit@vbl.is
Ber ástarinnar
Ekkert er
betra en
jarðarber
„Vafalaust hefði Guð getað búið
til betra ber en vafalaust gerði
Guð það ekki.“ Þessi fleygu orð
mælti Dr. William Butler sem
var enskur rithöfundur en berið
sem hann talar svo frómt um er
jarðarber.
Hjartalagað berið hefur alltaf
verið tákn hreinleika, losta og
lækninga og hefur verið notað í
sögum, bókmenntum og málverk-
um í aldanna rás. jarðarberið var
löngum tákn Venusar, gyðju ástar-
innar vegna hjartalögunar sinnar
og rauða litsins. Einnig var talið að
ef tvöfalt jarðarber væri brotið til
helminga og deilt með einhverjum
af gagnstæðu kyni þá myndast ást
þar í milli. í hverju jarðarberi eru
um 200-300 fræ og jarðarber eru
einu berin þar sem fræin eru utan á
berinu en ekki innan í því. Það væri
því ekki vitlaust að gæða sér á þess-
um ljúffenga jarðarberjahristingi
sem er hættulega góður og sjúklega
sætur.
Jarðarberja- og bananahristingur
1 bolli léttmjólk eða undanrenna
3mskhveiti
1 msk jarðarberjasulta
‘/2 bolli niðurskorin jarðarber
1 lítill banani
4 klakar
Setjið allt hráefnið í blandara eða
matvinnsluvél og setjið á hæsta
styrk þar til hristingurinn er orð-
inn mjúkur og jafn. Skiptið í 2 glös
og drekkið með röri. Verði ykkur að
góðu! ■
fV:';
Whirlpool
HEILDAR VÖRULISTI - www.ht.is - YFIR
www.ht.is
www.ht.is
Heiti
ð <
00
O
VANDAÐAR
FRYSTIKISTUR
VEL BÚNAR OG MEÐ
ORKUNÝTINGU B
GERÐU VERÐSAMANBURÐ
ÞAÐ MARGBORGAR SIG!
.?.. *:. r. r~ is.mtnm ...v. , -
%
Rafnotk. r .i|t
Lítrar Litrar Space kWh Orku-
brúttó nettó Hæð Breidd Dýpt Körfur Manager Lás Hjól Ljós /24klst. flokkur VGTO
VESTFRSST
SZ225C 225 225 85 92 65 1 Nei Já Nei Já 0,81 B | TILBOÐ 39.995
SZ282C 282 282 85 102 65 1 Nei Já Já Já 0,92 B | TILBOÐ 44.995
SZ399C 399 399 85 137 65 2 Nei Já Já Já 1,15 B TILBOÐ 52.995
SZ464C 464 464 86 156 65 2 Nei Já Já Já 1,30 B TILBOÐ 59.995
Whirlpool
AFG610B 105 103 86 53 58 1 Nei Nei Nei Nei 0,57 B 32.995 TILBOÐ 27.995
AFG614B 141 138 86,5 57 iniim 65 1 Nei Já Já Nei 0,64 B 34.995 TILBOÐ 29.995
AFG6211B 215 212 86,5 81 65 1 Nei Já Já Nei 0,78 B 37.995 TILBOÐ 34.995
AFG626B 265 258 88,5 95 66 1 Nei Já Já Já 0,88 B 44.995 TILBOÐ 39.995
AFG6391B 327 320 88,5 112 66 3 Já Já Já Já 1,00 B 54.995 TILBOÐ 46.995
AFG6491B 423 408 88,5 134 66 4 Já Já Já Já 1,16 B 59.995 TILBOÐ 49.995
AFG6591B 510 496 88,5 162 66 5 Já Já Já Já 1,36 B 64.995 TILBOÐ 59.995
(Jj) Heimilistæki
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
HUÓMSÝN Akranesi - SKAGAVER Akranesi - SAMKAUP ÚRVAL Borgarnesi - BLÓMSTURVELLIR Hellissandi - VERSLUNIN HAMRAR Grundarfirði - SKIPAVlK Stykkishólmi - KAUPFÉLAG
KRÓKSFJARÐAR Króksfjarðarnesi - ÞRISTUR Isafirði - KAUPFÉLAG V-HÚNVETNINGA Hvammstanga - KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki - RAFBÆR Siglufirði - UÓSGJAFINN
Akureyri - ÖRYGGI Húsavík - SPARKAUP Fáskrúðsfirði - VERSLUNIN VlK Neskaupsstað - SAMKAUP STRAX Seyðisfirði - FLÁABRÚN Vopnafirði - HS-RAF Eskifirði - VERSLUNIN VlK
Reyðarfirði - SINDRI KHB Egilsstaðir - MARTÖLVAN Höfn - KASK Höfn - MOSFELL Hellu - FOSSRAF Selfossi - BRIMNES Vestmannaeyjum - GEISLI Vestmannaeyjum - VERSLUNIN RÁS
Þorlákshöfn - NETTÓ Grindavik - RAFEINDATÆKNI Reykjanesbæ - SAMKAUP Reykjanesbæ - RAFBÚÐIN Hafnarfirði - RAFMÆTTI Hafnarfirði.
HEILDAR VÖRULISTI - www.ht.is - YFIR 10C
R - www.ht.is