blaðið - 07.10.2005, Side 22
22 I HEILSA
FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 blaöiö
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03
YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA
Líkamsæfingar, öndunar-
æfingar, slökun og hug-
leiðsla.
Sértímar fyrir byrjendur og
Morgun-, hádegis-,
síðdegis- og kvöldtímar.
NÝTT! Astanga yoga
barnshafandi konur. www.yogaheilsa.is
Jógamiðstöðin
www.jogamidstodin.is
Afmælistilboð í október
Við eigum 4 ára afmæli lO.október. Af því
tilefni bjóðum við 4 ára gömul verð á
mánaðar- og þriggja mánaða kortum
í jóga út október. Mánaðarkort á 5.900 kr.
Þrír mánuðir á 12.900 kr. Opnir tímar alla
daga vikunnar. Ókeypis prufutímar.
Guöjón Bergmann, jógakennari Ármúla 38 - 517-3330
smoothie ávaxtadrykkur
úr pressuðum ávöxtum
Auglýsingar
blaðiða
Þrjár tegundir fíknar
Þegar fólk heyrir orðin „fíknog „fík-
ill“ tengir það þau fyrst og fremst
við fíkniefni, eiturlyf og áfengi. En
það eru fleiri fíknir en eiturlyfja-
fikn og áfengissýki sem hrjáir fólk
og eru vandamál í okkar annars
ágæta þjóðfélagi. Matarfíkn, spila-
fikn og kynlífsfíkn eru t.a.m. fíknir
sem eiga ekkert skylt við ávana og
fíkniefni í þeim skilningi. Hér ætla
ég lítillega að gera þessum þremur
tegundum fíkna skil. Ég vil geta
þess að hér verður einungis stiklað
á stóru og er hægt að lesa sér betur
til um þessa sjúkdóma á heilsuvefn-
um Doktor.is.
Matarfíkn
Matarfíkn er sjúkdómur. Matarfíkl-
ar eru ekki eins og heilbrigt fólk
þegar neysla matar er annars veg-
ar. Venjulega hætta menn að borða
þegar þeir eru orðnir saddir, það
gera matarfíklar ekki. Matarfíklar
fela mat til að borða síðar leynilega
í einrúmi. Matarfíklar borða mat
til að slá á óöryggi og ótta og/eða
til að flýja áhyggjur og vandamál.
Matarfíklar finna til sektarkennd-
ar og skömmustu eftir að hafa
borðað. Sjúkdómurinn matarfíkn
er þriþættur, líkamlegur, andlegur
og tilfinningalegur. Það er hinn lík-
amlegi þáttur sjúkdómsins, oftast í
formi offitu, sem við berum utan á
okkur og er því sjáanlegur. Ástæða
þess að matarfíklar ná ekki lang-
tímaárangri í megrun er sú að rót
vandans liggur í hinum tilfinninga-
lega og andlega þætti sjúkdómsins.
Þeir skynja boðskipti taugakerfis-
ins ekki rétt. Meðan heilbrigt fólk
bregst ósjálfrátt við hungri með því
að sækja í mat bregðast þeir á sama
hátt við reiði, gremju, ótta og fleiri
tilfinningum sem hafa ekkert með
matarþörf að gera.
Einkenni matarfíknar eru:
1. Borðar þú þegar þú ert ekki
svangur/svöng?
2. Heldur þú áfram að borða óhóf-
lega án þess að kunna á því skýr-
ingar?
3. Finnur þú til sektar og eftirsjár
þegar þú hefur borðað yfir þig?
4. Eyðir þú miklum tíma og hugs-
un í mat?
5. Hugsar þú með ánægju og til-
hlökkun til þeirrar stundar þeg-
ar þú getur borðað ein/n?
6. Skipuleggur þú þetta leynilega
át þitt fyrirfram?
7. Borðar þú í hófi innan um fólk
en bætir þér það upp eftir á?
8. Hefur þyngd þin áhrif á það
hvernig þú lifir lífinu?
9. Hefur þú reynt megrun í viku
eða lengur án þess að ná til-
settu marki?
10. Gremst þér það þegar aðrir
segja við þig: „Sýndu nú svolít-
inn viljastyrk til að hætta að
borða yfir þig?“
11. Ertu enn á þeirri skoðun, þrátt
fyrir að dæmin sýni annað, að
þú getir farið í megrun „..á
eigin spýtur..“ hvenær sem þú
vilt?
12. Finnur þú sterka löngun til að
borða mat á einhverjum tiltekn-
um tíma sólarhringsins sem
ekki er matmálstími?
13. Borðar þú til að flýja áhyggjur
og vandræði?
14. Hefur þú leitað meðferðar
vegna ofáts eða vanda sem teng-
ist mat?
15. Valda átsiðir þínir þér eða öðr-
um óhamingju?
Spilafíkn
Samkvæmt skilgreiningu banda-
ríska geðlæknafélagsins er spilafíkn
sérstakur sjúkdómur sem svipar
um margt til áfengissýki. Spilafíkn-
in fer ekki í manngreinarálit. Hún
fer ekki eftir greind, aldri, kyni eða
þjóðfélagsstöðu. Allir sem byrja að
spila upp á peninga taka þvi nokkra
áhættu sem rétt er að vara við. Af-
leiðingar spilafíknar geta verið alvar-
legar, ekki síður en annarra fíkna:
Upplausn fjölskyldna, rúið traust,
sektarkennd og lág sjálfsvirðing
svo eitthvað sé nefnt. Góðu fréttirn-
ar eru þær að hægt er að ráða bót á
þessum vanda með aðstoð fagfólks
og stuðningi.
Aðvörunarmerki um hugs-
aniega spilafíkn:
Hefur þú einhvern tíma...
1. Misst úr skóla eða vinnu vegna
fjárhættuspila?
2. Spilaðlengurenþúætlaðirþér?
Spilað áfram til að bæta upp tap-
ið? - Spilað til að gleyma þér og
forðast áhyggjur og vanda?
3. Fengið löngun til að halda upp
á atburði með því að spila?
4. Slegið lán til að spila eða borga
spilaskuldir?
5. Vanrækt sjálfa(n) þig eða
fjölskyldu þína vegna spila-
mennsku?
6. Spilað til að bjarga fjárhagn-
um?
7. Lofað sjálfum þér eða öðrum
að hætta spilamennsku, en
ekki staðið við það? Hugsaðu
málið...
Kynlífsfíkn
Margir halda að kynlífsfíkn hljóti
að vera á einhverju afbrigðilegu
sviði, þar séu öfuguggar á ferð, en
svo þarf alls ekki að vera. Fíknin
getur verið til vandræða þótt hún
sé á viðurkenndu sviði svo sem
sókn í samfarir, sjálfsfróun, klám
og vændi. Annað svið er svo á
gráu svæði svo sem sókn í að sýna
sjálfa(n) sig, gægjast á glugga, klæm-
ast í síma eða á netinu, hafa mök við
dýr o.s.frv. Þriðja sviðið er svo sókn
í hegðun sem er beinlinis hættuleg
og glæpsamleg, svo sem sifjaspell,
misnotkun barna og nauðgun. Við
rannsóknir hafa greinst ellefu nokk-
uð aðskildir hegðunarflokkar kyn-
lífsfíkla en þeir eru:
1. Kynórar
2. Daðurkynlíf
3. Kynlíf með ókunnugum
4. Borgað fyrir kynlíf
5. Sala á kynlífi
6. Gægjukynlíf
7. Sýnikynlíf
8. Kynferðisleg áreitni
9. Kvalalosti
10. Munalosti
11. Kynlíf með börnum
Fáir fíklar beita sér aðeins að einum
flokki. Flestir eru með blöndu af
þremur til fjórum flokkum og sum-
ir allt upp í sex eða sjö. Fíklar eiga
sér þó alltaf uppáhaldshegðun eða
blöndu af hegðunum.
Jórunn Frímannsdóttir,
hjúkrunarfrœðingur og ritstjóri á
www.doktor.is