blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 12
12 I SKOÐUN
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 ! blaöiö
Offituvandi á barnsaldri
getur dregiö dilk á eftir sér
Á sama tíma og
íslenska þjóðin
er í æ ríkari mæli
að vakna til vit-
undar um gildi
hollrar fæðu og
reglulegrar hreyf-
ingar er hún að
þyngjast. Þrátt
fyrir ábendingar
fagaðila bæði á sviði næringarfræði
og líkamsræktar virðist offituvand-
inn ekkert vera á undanhaldi held-
ur þvert á móti fer hann vaxandi.
Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að
íslensk börn eru þyngri en börn
hinna Noðurlandaþjóðanna. Þetta
skýtur skökku við því aldrei áður
hefur verið eins mikil umræða um
óhollt mataræði, hreyfingarleysi og
afleiðingar hvoru tveggja. Fræðsla
og ábendingar um hvaða fæðu skal
forðast og hvers skal helst neyta er
víða að finna. Líkamsræktarstöðv-
ar eru á hverju strái og hægt er að
velja úr ógrynni af alls kyns íþrótta-
iðkunum sérstaklega skipulagðar til
að halda sér í formi. Þrátt fyrir allt
þetta er fólk að þyngjast.
Enda þótt offituvandinn sé án efa
erfiður einstaklingnum á öllum ald-
ursskeiðum má álykta sem svo að
neikvæð áhrif og afleiðingar hans
séu alvarlegri hafi hann átt við of-
fituvandamál að stríða strax á unga
aldri. Á aldursskeiðinu 5-18 ára er
einstaklingurinn að móta sína eig-
in sjálfsmynd. Hann skoðar sjálfan
sig, ber sig saman við jafnaldrana
og speglar sig í umhverfi sínu. Hann
lærir fljótt hvað það er sem þykir
flott, er viðurkennt og eftirsóknar-
vert. Skilaboðin sem einstakling-
urinn fær um sjálfan sig frá þeim
aðilum sem hann umgengst er stór
áhrifaþáttur á mótun sjálfsmyndar
hans. Sá sem strax á barnsaldri á
við offituvanda að stríða er útsettari
fyrir neikvæðum athugasemdum
frá umhverfi sínu, leyndum sem
ljósum. Hann er auk þess í áhættu-
hópi þeirra sem lagðir eru í einelti;
er strítt eða látinn afskiptur. Afleið-
ingarnar eru oftar en ekki brotin
sjálfsmynd; óöryggi, tilfinningaleg
vanliðan og jafnvel þunglyndi. I
slíkri vanlíðan eru félagsleg vanda-
mál oft ekki fjarri. Eitt leiðir af öðru
og brátt, ef ekki er að gáð, getur líf
þessa einstaklings verið undirlagt af
erfiðleikum sem fylgt geta honum
út ævina.
Sökum þess hversu offita er per-
sónulegt mál hefur umræðan verið
viðkvæm. Sumir þora ekki að nefna
vandamálið því þeir óttast að vera
særandi eða skapa óþægilega nær-
veru með slíku tali. Foreldrar sem
hafa verið að horfa upp á börn sín
þyngjast óhóflega hafa stundum
veigrað sér við að ræða vandamál-
ið opinskátt af ótta við að auka enn
frekar á vanlíðan þeirra. Einnig ótt-
ast þeir jafnvel að umræðan kunni
að hvetja barnið til að grípa til öfga-
kenndra viðbragða eins og að byrja
að borða óreglulega og jafnvel svelta
sig. Það liggur hins vegar í augum
uppi að offituvandinn verður ekki
leystur án þess að horfst verði fyrst
í augu við hann, vandinn skilgreind-
ur og lausnir ræddar.
Hvað börnin varða eru
foreldrarnir í lykilh lutverki
Hvort sem barnið er að berjast við of-
fituvandamál eða annað vandamál
ef því er að skipta þarf það að geta
treyst á aðstoð og stuðning fullorðna
fólksins í lífi þess. Það liggur í hlutar-
ins eðli að barnið sjálft sér í lagi ef
það hefur ekki náð 18 ára aldri hefur
varla nægjanlegan þroska til að leysa
öll sín vandamál upp á eigin spýtur.
Hvort sem það eru foreldrarnir eða
aðrir áhrifaaðilar í uppeldi barnsins
kemur það í hlut þeirra fullorðnu að
leggja því lið. Góð fyrirmynd er for-
vörn gegn nánast hvaða vandamáli
sem kann að koma upp í lífi barns
þar með talið offituvandamáli. Barn
sem horfir á foreldra sína lifa heil-
brigðu lífi; huga að hollu mataræði
og stunda reglulega hreyfingu er
líklegt til að feta í sömu fótspor. Það
kemur yfirleitt einnig í foreldranna
hlut að versla inn til heimilisins. Ef
þeir vilja stuðla að hollu mataræði
barna sinna þá geta þau einfaldlega
sleppt því að kaupa aðrar vörur en
þær sem teljast hollar og næringar-
ríkar.
Heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt til
samhents átaks til að sporna við
offituvandanum. í ljósi þess væri
kannski hægt að höfða til samvisku
Kolbrún
Baldursdóttir
Kolkrabba fórnað fyrir krúnu
Hinnlitríkistjórn-
málafrömuður,
Davíð Oddsson ,
tók sína stærstu
pólitísku áhættu
voriði99i erhann
ákvað að bjóða
sig fram til for-
manns Sjálfstæð-
isflokksins gegn
sitjandi formanni, æskuvini sínum
og samherja frá Selfossi, Þorsteini
Pálssyni. Eftir harðvítuga baráttu
og nauman sigur Davíðs stóðu báð-
ir eftir öróttir og Sjálfstæðisflokkur-
inn klofinn í tvær fylkingar. Við þær
aðstæður var það lífsnauðsynlegt
pólitískri framtíð Davíðs Oddsson-
ar - og eðlilegt metnaðargjörnum
manni - að komast í ríkisstjórn eftir
kosningarnar sem fram fóru síðar
sama vor.
Rétt er að rifja upp að á þessum
tíma höfðu allir stjórnmálaflokkar
landsins að undanskildum Alþýðu-
flokki Jóns Baldvins verið mótfalln-
ir inngöngu í Evrópska efnahags-
svæðið, en hvers vegna? Flestir af
gamaldags ótta við hið óþekkta og
það að glata tiltölulega nýfengnu
sjálfstæði þjóðarinnar. Forystu-
menn helmingaskiptaflokkanna
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks vissu jafnframt sem var, að
með inngöngu i Evrópska efnahags-
svæðið mundu séríslensk forrétt-
indi og klíkuskapur heyra sögunni
til að verulegu leyti, samevrópsk
samkeppnislöggjöf myndi riðla því
einokunar- og fákeppnisástandi
sem hér hafði verið við lýði um ára-
tugaskeið. Fjölskyldurnar fjórtán
í Kolkrabbagenginu myndu þurfa
að laga sig að nútímalegri og sam-
evrópskri siðvæðingu í viðskiptum
sínum. Frjáls samkeppni á öllum
sviðum viðskiptalífsins myndi þýða
byltingu og endurnýjun.
Einn helsti samnefnari og hold-
tekja hinna ríkjandi afla, sjálfur
fundarstjóri aðalfunda Eimskipafé-
lags íslands, Davíð Oddsson borgar-
stjóri í Reykjavík vissi sem var, að
með því að samþykkja inngöngu í
þetta Evrópska efnahagssvæði gætu
alls kyns „götustrákar” hlaupið til
og hrifsað til sín viðskipti í nýfrjálsu
umhverfi evrópskra samkeppnis-
laga og fjárfrelsis, ekki síst í krafti
hinna frjálsu fjármagnsflutninga
milli Evrópulanda.
Af þeim sökum var þetta alls ekki
boðlegur kostur þeim öflum sem
höfðu leitt hann ungan til valda.
Þar til e.t.v. nú, á hinu örum setta
vori 1991.
Kolkrabba fórnað
fyrir ráðherrastól
Tilboð formanns Alþýðuflokksins
um að fá afhent á silfurfati sjálft
forsætisráðuneytið gegn því að láta
af andstöðunni við EES var óneitan-
lega freistandi og í raun eini valkost-
ur hins unga og nýbakaða formanns
íhaldsins ef hann ætlaði að bjarga
frama sinum og heiðri, og ná sundr-
aðri íhaldshjörðinni saman á ný.
Margir af hinum framsýnni gömlu
bakhjörlum voru urrandi reiðir yf-
ir þessu ráðabruggi, forystumenn
annarra flokka fordæmdu það og þá-
verandi forseti lýðveldisins Vigdís
Finnbogadóttir var svo andsnúin
inngöngunni að hún íhugaði alvar-
lega að staðfesta alls ekki lögin um
aðild að EES. Hið dýrmæta sjálfstæði
íslands var talið í bráðri hættu.
Davíð hefur að líkindum talið að
sitjandi forréttindahópar i viðskipta-
lífinu gætu undirbúið þokkalega að-
lögun með þeim fimm missera fyrir-
vara sem þó var fyrir hendi áður en
lögin tækju gildi 1. janúar 1994. En
hann hefur vart órað fyrir hvílíkur
kraftur yrði leystur úr læðingi með
hinni nýju lagasetningu og hversu
fljótt ungir .kraftmiklir og óstýrilát-
ir athafnamenn myndu ná að grípa
tækifærin og nýta til fulls. Jafnframt
hefur forsætisráðherrann ungi að
líkindum ofmetið hæfni gamla Kol-
krabbans til að mæta samkeppni og
aðlaga sig breyttum forsendum.
Allt fer úr böndum
Þegar við tóku að blasa þær stað-
reyndir að hið raunverulega vald
hafði með inngöngunni í EES
færst með ógnarhraða úr höndum
pólitíkusa og til þeirra sem nú réðu
yfir eða höfðu aðgang að hinu al-
þjóðlega stórkapítali, tóku ýmsir að
örvænta. Gamla valdið var tekið að
fjara út og á örfáum árum horfðu
landsmenn forviða á algert hrun
SÍS-veldis Framsóknar og Kolkrabba-
veldis íhaldsins.
Endanlega tók steininn úr þeg-
ar sjálfu höfuðvígi rótgrónu kaup-
mannastéttarinnar og áróðurs-
meistara Sjálfstæðisflokksins, hinu
virðulega Morgunblaði var ögrað og
síðan ærlega skákað af Fréttablaði
hinna nýríku. Þá þurfti forsætis-
ráðherrann að grípa til sýnilegra
aðgerða til að sefa bálvonda skjól-
stæðinga sína og hraðpródúsera
Jakob Frímann
Magnússon
12 VIKNA ÁTAK
3 MÁN. EUROWAVE
24 TÍMAR HLJÓÐBYLGJUR M/CELLONUDDI
6X CELLONUDD
6X HÚÐBUSTUN
6X AQUA - DETOX AFEITRUN
6X t /2 LEIRVAFNINGUR
TILBOÐSVERÐ 47.900,-
TÍMINN Á AÐEINS 399kr,- 120 TÍMAR ALLS
4 VIKNA ÁTAK
1 MÁN. í EUROWAVE
8 X HJÓÐBYLGJUR M/CELLONUDDI
2 X CELLO - NUDD
2 X HÚÐBUSTUN
2 X AQUA - DETOX AFEITRUN
2X1/2 LEIRVAFNINGUR
TlLBOÐSVERÐ 25.900,-
TÍMINN Á AOEINS 648kr,- 40 TÍMAR ALLS
8 VIKNA ÁTAK
2 MÁN. i EUROWAVE
16X HJÓÐBYLGJUR M/CELLONUDDI
4X CELLONUDD
4X HÚÐBUSTUN
4X AQUA - DETOX AFEITRUN
4X 1 /2 LEIRVAFNINGUR
TILBOÐSVERÐ 36.900,-
UNN Á AOEINS 462k&- 80TIMARALLS
STÖRHÖFÐI 17 SÍMI 5873750
WWW.ENGLAKROPPAR.IS
markaðsaðila og fara þess á leit við
þá að þeir annars vegar dragi úr
auglýsingum á óhollustu og hins
vegar gæti þess að innihaldslýsingar
varanna séu ávallt bæði uppfærðar
reglulega og nákvæmar t.a.m. hvað
varðar magn hvers innihalds fyrir
sig. Þetta er ekki hvað síst mikilvægt
í þeim tilvikum þegar vörur eru aug-
lýstar með áherslu á hollustu- og
næringargildi þeirra. 1 innihaldslýs-
ingu sumra þessara vara má hins
vegar sjá að hún inniheldur sykur
en ekki er endilega getið um magn-
ið. Önnur ábending sem freistandi
er að setja hér fram í lokin og lýtur
að heilbrigðisyfirvöldum er sú hvort
ekki sé nauðsynlegt að skoða betur
það fæði sem sjúklingum á sjúkra-
húsum landsins stendur til boða.
Ætla mætti í ljósi umræðunnar um
hollustu að tímabært sé að skipta
út kaffimeðlæti spítalanna eins og
kleinum, kexi og brúntertum fyrir
t.d. heilkornabrauðsneið með osti?
Höfundur er sálfræðingur.
eitt stykki fjölmiðlafrumvarp sem
stemma mundi stigu við þessum
ósköpum. Þegar það ekki tókst
vegna sjálfsagðs inngrips forseta ís-
lands var hafist handa við að níða af
þeim óvini skóinn og leggja á ráðin
með sérsniðna hringamyndunarlög-
gjöf gegn veldi hinna óinnmúruðu.
Þar sem uppgangur og fjárhagslegt
veldi þeirra virtist óstöðvandi, var
gripið til gamalkunnugra „let them
deny it” bragða úr smiðju Richards
Tricky Dick Nixon, og nokkur vilja-
laus verkfæri valdakerfis Sjálfstæðis-
flokksins brýnd til að gera innrás í
höfuðstöðvar þeirra í beinni útsend-
ingu, svo krossfesting skúrkanna
gæti farið fram sem oftast. Með
atfylgi og dyggri aðstoð meintra
fórnarlamba hinna óinnmúruðu var
gengið fram með þeim hætti sem lík-
legastur var til að skaða varanlega
og þar með veikja óvininn sem allra
mest.
I þeim darraðardansi miðjum
gerist það að dómstólar hafna mál-
inu og neyðarleg afhjúpun samsær-
ismanna úr innsta hring forsætis-
ráðherrans á sér stað. Við slíkar
aðstæður var það skynsamlegt hjá
forsætisráðherranum að taka pok-
ann sinn snarlega og hreiðra um sig
í fjárhúsinu við Kalkofnsveg. Krafan
um afsögn hefði ella vafalítið komið
fram og bundið snautlegan endi á
lengsta samfelldan feril íslensks for-
sætisráðherra.
Lærdómurinn sem af þessu brölti
verður dreginn mun vonandi bund-
inn í lög á næstu misserum, lög
sem gerir mögulega skipun óháðrar
rannsóknarnefndar í málum sem
þessum, lög sem takmarka mögu-
leika forsætisráðherra til samfelldr-
ar setu við 8 ár og lög sem takmarka
möguleika stjórnmálamanna til að
raða innmúruðum, innvígðum og
ófrávíkjanlegum einkavinum sín-
um á mikilvægustu og eftirsóttustu
jötur ríkisins og veikja þar með til-
trú almennings á meginstoðir samfé-
lagsins og leikreglur þess. Hér þarf
gegnsæjar leikreglur og óhlutdræga
eftirfylgni til þess að undirróður
hagsmunablokka og skefjalaus átök
þeirra ríði ekki íslensku samfélagi á
slig enn frekar en orðið er.
Höfundur er tónlistarmaður og
varaþingmaður