blaðið - 10.10.2005, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöiö
Rússar hætta
notkun eldflaugar
Mistókst að koma gervihnetti á sporbaug
Rússar hafa hætt tímabundið
notkun Rokot-eldflaugar sem
notuð var við misheppnaða
tilraun til að koma gervihnettin-
um Cryosat á sporbaug um jörðu.
Rokot-eldflauginni verður ekki
skotið á loft aftur á meðan beðið
er niðurstöðu rannsóknar á því
hvað fór úrskeiðis hafði Rúss-
neska ríkissjónvarpið eftir geim-
rannsóknastofnun landsins.
Gervihnötturinn féll í Atlantshafið
eftir að hafa verið skotið á loft í
Plesetsk í Norður-Rússlandi á laug-
ardag. Svo virðist sem hluti eld-
flaugarinnar hafi ekki skilið sig frá
hnettinum vegna tækniörðugleika.
Það gerði það að verkum að aðalvél
hennar hélt áfram að ganga eftir
að það hefði átt að slokkna á henni.
Samkvæmt fréttum frá Evrópsku
geimvísindastofnuninni sem stend-
ur að Cryosat-áætluninni féll bæði
gervihnötturinn og eldflaugin í haf-
ið norður af Grænlandi, ekki langt
Reiðarslag fyrir Geim-
vísindastofnunina
Þetta er mikið reiðarslag fyrir stofn-
unina sem hafði vonast til þess að
geta notað hnöttinn til að fylgjast
með bráðnun íss á Norðurpólnum
og útvega þannig áreiðanlegri upp-
lýsingar sem nýta mætti til að rann-
saka áhrif hlýnunar jarðar. Þetta
þykir einnig mikið áfall fyrir Rússa
sem hafa verið að reyna að hasla sér
völl á þessu sviði geimrannsókna.
Cryosat-áætlun Evrópsku geimvís-
indastofnunarinnar hófst fyrir 7
árum og kostaði smíði gervihnattar-
ins um 10 milljarða króna.
Cryosat gervihnöttur Evrópsku geimvís-
indastofnunarinnar féll f Atlantshaf eftir
að hafa verið skotið á loft í Norður-Rúss-
landi á laugardag.
Gervihnötturinn Cryosat féll í Atl- frá Norðurpólnum.
antshaf aðeins örfáum mínútum
Kanpmannahöfn - La Villa
ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn.
Tölum íslensku.
Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905
_____www.lavilla.dk • Geymið auglýsinguna_
Lítið loftljós
60 w Halog.
Standlampi
Kúplar frá
Veggljós
i-.
Cube
HM ■ V
Ljósakróna
Donald Tusk, forsetaframbjóðandi Borg-
aralegs vettvangs, og Malgorzata kona
hans, greiða atkvæði í forsetakosningun-
um í Póllandi í gær.
Forsetakosningar
í Póllandi:
Tusk talinn
sigurstrang-
legastur
Donald Tusk, frambjóðanda Borg-
aralegs vettvangs, var spáð sigri
í forsetakosningunum í Póllandi
sem fram fóru í gær. Tusk var spáð
40% fylgi en Lech Kaczynski, fram-
bjóðandi Laga og réttlætisflokksins
kemur fast á hæla hans með 35%
fylgi samkvæmt könnunum. Þessir
tveir flokkar sem báðir eru til hægri
í stjórnmálum fóru með sigur af
hólmi í þingkosningum í landinu
fyrir tveimur vikum og eiga nú í
stjórnarmyndunarviðræðum. Kjör-
sókn var dræm framan af degi í gær
en stjórnmálaskýrendur höfðu velt
fyrir sér hvort margir myndu mæta
á kjörstað í þetta sinn í ljósi afar
slakrar kjörsóknar í þingkosning-
unum. Þá var kjörsókn aðeins tæp
40% og hafði hún ekki verið lægri
frá falli kommúnismans í landinu
árið 1989.
Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú,
vonast til að geta boðið sig fram i forseta-
kosningum f landinu á næsta ári.
Fujimori
vill bjóða
sig fram
Alberto Fujimori, fyrrverandi for-
seti Perú, vonast til að geta boðið
sig fram í forsetakosningum í land-
inu á næsta ári. Fujimori sem er af
japönskum uppruna hefur dvalið í
útlegð í japan síðustu fimm ár eftir
að hafa neyðst til að segja af sér emb-
ætti vegna spillingarmála. Fujimori
á yfir höfði sér málshöfðun ef hann
snýr aftur til Perú þar sem hann
er eftirlýstur fyrir aðild að spilling-
armáli og vegna gruns um að hafa
staðið að baki morðum á 25 meint-
um uppreisnarmönnum Maóista.
Stjórnvöld í Perú hafa meinað
Fujimori að bjóða sig fram til ársins
2010. „Fujimori mun ekki geta boð-
ið sig fram í forsetakosningunum
vegna þess að um leið og hann stíg-
ur fæti á perúíska jörð verður hann
handtekinn og stungið í fangelsi,“
sagði Macchiavello, sendiherra Perú
í Japan. Stuðningsmenn Fujimoris
fara aftur á móti fram á að ákærur
gegn honum verði felldar niður.