blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 14
blaðið= Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. SIGUR LÝÐRÆÐISINS Aform embættis- og stjórnmálamanna um sameiningu sveit- arfélaga guldu afhroð í kosningum á laugardag. Af sextán sameiningartillögum voru fimmtán felldar og yfirleitt með miklum mun. Þetta er sigur lýðræðisins og honum ber að fagna. Heyrst hafa efasemdarraddir um gildi kosninganna þar sem þátt- taka hafi ekki verið mikil. Er þá til tínt að alls hafi um 70 þúsund manns verið á kjörskrá, en aðeins um 22 þúsund hafi neytt atkvæðis- réttar síns. Viðbúið er að þessar raddir muni jafnframt boða að kjósa þurfi aftur um sameininguna síðar. Þau vinnubrögð minna um margt á það, sem grannar okkar í Evrópusambandinu hafa mátt þola, en þar er kosið aftur og aftur uns kjósendur komast að „réttri“ niðurstöðu. Það er auðvitað ekkert nema skrumskæling á lýðræðinu. En það er merkilegt að aldrei heyrist múkk um það að eitthvað sé bog- ið við sameiningu sveitarfélaga, þó ekki hafi nema brot atkvæðisbærra manna samþykkt hana. Enn síður þegar hugmyndir um klofning sveit- arfélaga eru reifaðar. í sumar voru Árna Magnússyni, félagsmálaráð- herra, afhentar undirskriftir 75% íbúa í Svarfaðardalshreppi, sem ný- lega rann saman við Dalvíkurkaupstað, en þeir vildu fá hreppinn sinn aftur. Möppudýrum félagsmálaráðuneytisins þótti það „úr takti“ við þróunina og þar með var það búið. Fólkið másumsévilja sameiningu en það má ekki vera á móti henni eða losna undan henni. Er það lýðræði? Sameiningarkvörnin mun halda áfram að mala enn um sinn, en það er mikilvægt að stjórnmálamenn virði vilja kjósenda, sem kom svo skýrt fram um helgina. En það er kannski tímabært að þeir greini nánar frá því hvað er svona eftirsóknarvert við sameiningarnar ann- að en að það geri líf skriffinnanna þægilegra. Þeir munu vafalaust enn nefna rökin um hagkvæmni stærri rekstrareininga og allt það, en þá er sjálfsagt að muna það að eitt sveitarfélag ber höfuð og herðar yfir öll önnur sveitarfélög í landinu, en það er Reykjavík. Sýnist mönnum að útsvarsgreiðendur þar njóti einhverrar hagkvæmni stærðarinnar? Auglýsingastjórí: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & augiýsingar Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. VILTU STOFNA FYRIRTÆKI? Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, ábyrgð stjórnenda o.fl. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt þriðjudagana 18. okt, 25. okt. og 1. nóv. kl. 17-20 að Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Boðið verður upp á léttan kvöldverð í hléi. Verð 25.000 kr. Fyrirlesari er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdóms- lögmaður, LL.M VR og fleiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. 14 I ÁLIT MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaAÍA 'p(J/t/X...?>ESStR- ViStNDAMEJV/V EZir búnír pð t?mr/i w pm>n nug mtð SVKvRíGNÍ, WKKÐfiUÐL\m>Ay&OTÓTTU öSoNLfiG'b GTZóPuKUúsZflmruM, ZPolM flrPS; ~£l W N]0/~PóSTMöDEPrN\SN\/\ o& loTTSTZhJPKZGKi oG W Ttr/lA Gjaldþrot, ríkisafskipti og hrundar spilaborgir Sá dapurlegi atburður átti sér stað á dögunum að stór vinnustaður fór á hausinn á Norðurlandi þar sem um íoo manns misstu vinnu sína í einni svipan. Illa hafði gengið hjá fyrirtækinu um nokkra hrið og eig- endur vinnustaðarins höfðu haldið starfsmönnum í fullri vinnu fram á síðasta dag sem seint mun teljast til fyrirmyndar og valda eigendur með þessu starfsmönnum sínum miklum fjárhagslegum vandræðum. Eigendur fyrirtækisins munu líkleg- ast svara fyrir þessi verk með einum eða öðrum hætti á næstu vikum. Daglegt brauð En mikilvægt er að athuga að fyr- irtæki verða gjaldþrota nánast daglega í öllum hagkerfum. Þau eru eðlilegur hlutur þar sem fjár- magn færist frá þeim óhagkvæmu til þeirra hagkvæmu. Illa rekin og óhagkvæm fyrirtæki tapa í sam- keppni við þau hagkvæmu og bet- ur reknu. Hafa slíkar tilfærslur í hagkerfinu almennt ekki afgerandi slæm áhrif þar sem starfsmennirn- ir leita til annarra starfa, stofna sín eigin fyrirtæki i svipuðum rekstri, eða flytjast á milli landshluta í sama tilgangi. Mörg merkustu fyrirtæki landsins voru stofnuð í kjölfar þess að fólk missti vinnu sína. Ber þar helst að nefna matvöruverslunina Bónus sem stofnuð var í kjölfar þess að eigandinn, sem þá vann hjá Sam- bandinu gamla, missti vinnu sína og stofnaði fyrirtæki í sömu grein. Afskiptaleysi er vænlegast Að því sögðu er því mikilvægt að ríkisvaldið haldi að sér höndum og aðhafist ekki með sértækum aðgerð- um líkt og ýmsir ráðherrar hafa haft á orði. Slíkar aðgerðir eru aðeins til þess fallnar að fresta vondum áhrif- um gjaldþrotsins á það ágæta fólk sem varð fyrir tjóni í kjölfar þess og gera þau áhrif jafnvel enn verri en ella. Þegar ríkisvaldið færir peninga í óhagkvæm verkefni, hvort sem það er á Norðurlandi, í Reykjavík, eða er- lendis er niðurstaðan alltaf sú sama. Verkefnin halda áfram á meðan rík- isfé berst en um leið og því sleppir hrinur spilaborgin og jafnvel enn fleiri verða fyrir miklum skaða en i hinu upphaflega gjaldþroti. Þetta þekkja þeir vel sem muna tið stórkostlegra rikisafskipta hérlendis á árum áður. Þetta þekkja þeir hugs- anlega betur sem unnið hafa við ým- is gæluverkefni rikisins í seinni tíð sem síðan hafa verið sett út í kuldan vegna breytinga í þingkosningum eða pennastriks í tilteknu ráðuneyti. Að treysta stjórnmálamönnum til lengri tíma er slæm hugmynd. Treystum fyrirtækjunum Traust fyrirtæki sem rekin eru á markaði á heilbrigðan og gáfulegan hátt, líkt ogyfirgnæfandi meirihluti fyrirtækja, eru það besta sem hvert hagkerfi hefur. Innan þeirra njóta starfsmenn öryggis í starfi þar sem reksturinn er hagkvæmur, neytend- ur njóta afurða þess ár frá ári, og stöðugleiki er meiri þar sem stjórn- málamenn geta ekki komið fingrum sínum í reksturinn. Höfundur rekur hugbúnaðarfyrir- Klippt & skoríð Blaðið var óvenjufjölbreytt á föstudag, þvfvegnamistakaíprentsmiðjuMorg- unblaðsins birtist ágæt efnissíða úr Viðskiptablaðinu í Blaðinu, en bæði blöðin eru prentuð þar. Lesendur Blaðsins gátu þannig les- ið „Lífið" úr Viðskiptablaðinu, þar sem greint var frá samkomum liðinnar viku, auk pistilsins „Vín í vikulok". Vonandi eiga slík mistök sér ekki stað aftur, en hins vegar vonar Klippari að lesendur Blaðsins hafi notið góðs af þessari óvæntu vörukynningu Viðskiptablaðsins. Pingflokkur Frjálslyndra hefur óskað eftir áliti frá umboðs- manni Alþingis á því hvort þingmannin- um Gunnari örlygs- syni, hafi verið heim- ilt að segja sig úr Frjálslynda flokknum og ganga til liðs við sjálfstæðismenn án þess að glata þingsætinu, en það telja frjálslyndir að tilheyri flokknum fremur en Gunnari. Hér virðist á ferðinni furðuleg fákunnátta um eðli þingsins, en eins og allir þingmenn eiga að vita, eru það réttkjörnir þingmenn, sem fá kjör- bréf, en ekki flokkarnir. En svo má spyrja hvort frjálslyndir séu virkilega að kalla eftir meira flokksræði og hvort jarm þeirra um að alþingis- menn skuli einungis vera bundnir við sannfær- ingu sína hafi verið nákvæmlega það? Sverrir Her- manns- son drap niður penna í Morgun- blaðinu f liðinni viku þar sem hann heldur því fram að bú- ið hafi verið að klipptogskorid@vbl.is lofa Þorsteini Pálssyni stöðu útvarpsstjóra þegar Páll Magnússon hafi allt í einu verið tekinn fram yfir hann. Ekki skal hér lagður dómur á hversu áreiöanlegur heimildarmaður Sverir er, en hitt er athyglis- vert í þeim fjölmiðlaumbrotum, undanfarinna vikna, eru afar fáar rísandi stjörnur. Menn virðast miklu uppteknari af þvf að særa upp nokkra gamla og góða. Gárungarnir velta því fyrir sér hvenær von sé á Magnúsi Bjarnfreðs- syni á skjáinn, hvort Ellert B. Schram verði ekki fenginn til þess að lífga upp á DV og svo mætti auðvitað freista þess að fá Matthfas Johannes- sen til þess að setjast í hinn auða ritstjórastól Fréttablaðsins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.