blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 30
V 30 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöiö Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals: Sorgleg niðurstaða Valur tapaði i-8fyrir þýska liðinu Potsdam á Laugardalsvelli í gcer. Tapið var alltofstórt en Potsdam eru núverandi Evrópumeistarar. Valsstúlkur töpuðu 8-i fyrir Evrópu- meisturum Potsdam í Evrópukeppni meistaraliða á Laugardalsvellinum í gær. Þetta var fyrri leikurinn í 8-liða úrslitum keppninnar en ljóst er að við ramman reip verður að draga á sterkum heimavelli liðsins í seinni leiknum næstkomandi sunnudag. Potsdam leiddi 2-1 i hálfleik en Laufey Jóhannsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark en Guðný Óðinsdóttir jafnaði fyrir Val. Pots- dam stillti upp níu landsliðskonum Þýskalands sem eru heimsmeistar- ar en liðið er meðal allra sterkustu kvennaliða í heiminum í dag. Elísa- bet Gunnarsdóttir þjálfari Vals var sammála því að tapið væri alltof stórt: „Já, munurinn á liðunum er ekki sjö mörk í þessum leik, það er alveg klárt mál. Við spiluðum mjög vel á köflum og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum þar sem við réðum gangi leiksins á köflum. Við sköpuð- um okkur fullt af fínum færum og við vissum það fyrir leikinn að við þurftum að nýta þau vel en það tókst því miður ekki. Þær nýta líka átta af níu færum sínum í þessum leik, það er ekkert flóknara en það, þær áttu eitt skot yfir en nýttu annars öll sín færi.“ Óásættanleg niðurstaða Varnarleikur Vals var ekki til fyr- irmyndar eins og tölurnar gefa til kynna: „Já hann var dapur en við erum að spila á móti leikkerfinu 3-4- 3 sem er leikkerfi sem við þekkjum ekki og höfum aldrei spilað gegn. Þær hafa 100% sóknarmenn í hverri einustu stöðu, sjö alveg frábæra sóknarmenn, og það var mjög erfitt fyrir okkur að leysa það. Við hefð- um getað gert þetta miklu erfiðara með því að setja á þær mörk þegar við höfðum tækifæri til þess. Svo eru þarna vafaatriði í fyrri hálfleik sem ég vildi gjarnan fá að líta betur á því það hefði getað breytt leiknum að fá það dæmt okkur í hag“ segir Elísabet. Lið Potsdam er eins og áð- ur sagði ógnarsterkt og var vitað að leikurinn yrði Valsstúlkum erfiður: „Já við getum kannski ekki ætlast til þess að fara með sigur af hólmi gegn svona góðu liði en 8-1 er niðurstaða sem er ekki ásættanleg." Þrátt fyrir stórtap og enga möguleika á því að komast áfram er árangur Vals frá- bær enda sá besti sem íslenskt lið hefur náð í Evrópukeppni: „Já en það er bara ömurlegt að spila svona leik á okkar heimavelli af því að við erum búnar að gera það góða hluti í þessari keppni. Mér fannst leikur- inn í dag það góður að mörgu leiti að það er sorglegt að niðurstaðan sé svona“ segir Elísabet. Bjóst við erfiðari leik Frank Neubauer þjálfari Potsdam sagði í samtali við Blaðið eftir leik- inn að hann hefði búist við mun erf- iðari leik en úr varð: „Já ég bjóst alls ekki við því að skora svona mörg mörk. Ég hélt að við næðum aldrei að vinna svona stórt en ég er auðvit- að mjög ánægður með úrslitin. Við berum mikla virðingu fyrir Val, þær stóðu sig mjög vel og þá sérstaklega í byrjun leiks. En ég bjóst við erfiðari leik, hann var reyndar mjög erfiður allan fyrri hálfleikinn en við tókum öll völd á vellinum í seinni hálfleik og enduðum á því að vinna þetta nokkuð auðveldlega.“ ■ Potsdam vilja Margráti FrankNeubauerþjálfariPotsdamvar yfir sig hrifinn af Margréti Láru Við- arsdóttur, stormsenter Valsstúlkna í leiknum í gær: „Hún er alveg frábær leikmaður. Hún gerði okkur mjög erfitt fyrir og hún getur vel spilað með hvaða liði sem er í þýsku Bún- deslígunni. Þegar hún kemur út um næstu helgi ætla ég að fara í viðræð- ur við hana og sjá hvað hún segir.“ Margrét Lára var stolt að heyra af þessu mikla hrósi: „Þetta er frábært lið og ef svona sterkt lið hefur áhuga á manni þá er það bara besta hrós sem maður getur mögulega fengið“ sagði Margrét skælbrosandi en í þann mund gekk Neubauer framhjá og knúsaði hana rækilega! „Ég hef aldrei séð þennan mann áður“ sagði Margrét undrandi en skellihlæjandi. Auðvitað stefnir ein af okkar bestu leikmönnum á atvinnumennskuna: „Ég stefni að því einhvern tímann og vonandi gengur það eftir.“ ■ KOMAl'SU GÓÐUR KOSTUR í LYFTURUM Raikkonen stal sigrinum Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen stal sigrinum í Japanskappakstrin- um í Formúlu 1 um helgina. Raikkon- en byrjaði í sautjánda sæti í ræsingu en með mögnuðum akstri tókst hon- um að vinna sig upp um hvert sætið á fætur öðru en hann tók að lokum fram út Giancarlo Fisichella á loka- hringnum. Nýkrýndur heimsmeist- ari Fernando Alonso endaði svo í þriðja sæti og þar með tók Renault fram úr McLaren í keppninni um heimsmeistaratitil bílasmiða. Rena- ult hefur tveggja stiga forystu fyrir lokakeppnina sem fram fer í Shangh- ai í Kína um næstu helgi. Raikkon- en hefur þegar tryggt sér annað sætið í heimsmeistarakeppninni en Michael Schumacher og Juan Pa- blo Montoya berjast um það þriðja. Schumacher hefur tveggja stiga for- skot en Fisichella getur reyndar enn náð köppunum en hann er níu stig- um á eftir Schumacher og þarf hann því að sigra í Kína auk þess sem hinir tveir þurfa að falla úr leik eða enda neðar en í tíunda sæti. ■ Allir klárir í slaginn Heiðar Helguson, Árni Gautur Ara- son og Auðun Helgason gætu allir verið í byrjunarliði Islands sem mætir Svíum í undankeppni HM á miðvikudaginn. Heiðar missti af 3-2 tapleiknum gegn Pólverjum vegna persónulegra ástæðna en Árni Gaut- ur þar sem unnusta hans á von á barni. Árni gæti hinsvegar þurft að fara frá Svíþjóð þar sem tilvonandi markmaður er enn ekki fæddur. Auðun Helgason meiddist í leikn- um en Ásgeir Sigurvinsson annar landsliðsþjálfari Islendinga sagði í samtali við Fótbolti.net að Auðun yrði líklega með. Þá verður Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikfær en hann hefur verið sjóðheitur undanfarin misseri með Halmstad í Svíþjóð og er líklegur til að byrja leikinn. Hannes Þ. Sigurðsson gerir einnig tilkall til byrjunarliðssætis en hann var besti leikmaður liðsins á föstu- dag en þar skoraði hann annað mark íslands. Líklegt er að Logi og Ásgeir noti tvo sóknarmenn, annan aðeins aftar en hinn en ef allir eru heilir er líklegt að Heiðar vermi bekkinn þar sem hann hefur lítið fengið að spreyta sig með Fulham í ensku úr- valsdeildinni. ■ *\ & , , 1 '&zl A | ft ^0 |^|®J fVI Knattspyrnusérfræðingarnir Willum og Gummi Torfa fara yfir mestu tilþrifin í KVÖLD KL 21 00 ásamt mistökunum sem áttu sér stað í leikjum helgarinnar. 1- _ 1 1 ■ 1 THVGGUU ÞÉR ÁSKRIFT ^ W ( SÍMA 800 7000, A WWW.ENSKI.IS M mtm £ 1 EÐA1NÆSTU VERSLUN SiMANS. B O L T 1 N N 0$ Jfe. *

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.