blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 25

blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 25
blaðið MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 JÓLAUNDIRBÚNINGUR I 25 Alvöru kjötveislur fýrir jólin -með öllu tilheyrandi Hefðin að fara á jólahlaðborð hefur fest sig rækilega í sessi hér á landi. Nú er órjúfanlegur partur af jóla- undirbúningi hjá fjölda fólks að fara á jólahlaðborð og þá fer fólk oftar en ekki með vinnustöðum eða í öðrum stærri hópum. Einnig er algengt að fjölskyldur taki sér frí frá jólastress- inu og taki forskot á sæluna með því að fara saman og eiga góða stund og borða góðan mat. Margir fyllast til- hlökkunar strax í janúar og fara að sjá fyrir sér jólahlaðborðin svigna undan kræsingum. Núna fer að styttast f stóru stundina því jólahlað- borðin hefjast þegar líða tekur á nóv- ember og það er ekki seinna vænna að drífa sig að panta því flestir eru frekar forsjálir í þessum málum og vilja alls ekki missa af lestinni. Veit- ingastaðirnir Argentína steikhús og Perlan eru fyrsta flokks veitinga- staðir og alvöru matgæðingar verða ekki sviknir af því að fara þangað í jólahlaðborð. Villbráðasúpa og purusteik Perlan hefur fyrir löngu sannað sig með eitt besta jólahlaðborð á land- inu. Veitingastaðurinn getur tekið við stórum hópum og hafa vinnustað- ir og aðrir stærri hópar nýtt sér það. Gísli Thoroddsen, matreiðslumaður í Perlunni, segir aðsóknina vera gríð- arlega, bæði á villibráðahlaðborðið sem stendur yfir núna og á jólahlað- borðið sem byrjar 9. nóvember. „Fólk er farið að panta mjög snemma til að tryggja að það fái borð á þeim dögum sem það vill. Hjá okkur eru allir laugardagar fram að jólum upppantaðir og meirihlutinn af föstudögunum. Fólk má þó ekki gleyma því að það eru 7 dagar í vik- unni,“ segir Gísli. Nú er villibráðatíð og er hún út októbermánuð. Ekki er venjan að nota villibráð á jólahlaðborði en þó eru sumir staðir sem nýta sér hana. Meðal þess sem er á jólahlaðborðinu í Perlunni er villibráðasúpa og alls kyns forréttir auk þess sem kjöt er í hávegum haft - hamborgarhryggur, kalkúnabringur og purusteik svo eitthvað sé nefnt. „Fyrst þegar jólahlaðborðið var að koma til landsins kunni fólk ekki á það. Núna er fólk hins vegar farið að átta sig á því hvernig á að borða þegar úrvalið er svona mikið. f fram- haldi af því kemur svo jólahlaðborð- ið.“ segir Gísli. Amerísk kalkúnaveisla Á Argentínu steikhúsi hefst jóla- hlaðborðið 24. nóvember. Það verð- ur með svipuðu sniði og undanfar- in ár. „Þemað er amerísk kalkúnaveisla og svo verður það skreytt með alls kyns góðum forréttum og eftir- réttum,“ segir Kristján Sigfússon, annar eigandi Argentínu. í ár er 14. árið sem Argentína er með jólahlað- borð. Kristján merkir ekki að aðsóknin hafi aukist gegnum árin - fólk sæk- ir alltaf jafn mikið í hlaðborðin. „Nú þegar eru einhverjir dagar upppantaðir. Við erum aðeins seinni að fylla hjá okkur en hjá þeim stöðum sem geta tekið stóra hópa. Það eru margir einstaklingar sem koma hingað en þó getum við alltaf tekið einhverja hópa.“ Eftir eina og hálfa viku byrjar villibráðahlaðborð á Argentínu og svo byrjar jólahlaðborðið í kjöl- farið af því. Þó mun eitthvað eima eftir afvillibráðinni á jólahlaðborð- inu. „Það verða einhverjar hreindýra- útfærslur hjá okkur en það er í fyrsta sinn sem við höfum eitthvað svoleiðis. Við höfum reyndar haft hreindýrapaté en nú langar okkur til dæmis að hafa grafið hreindýr.“ Þess má geta að Argentína er alltaf skreytt mikið og fallega fyr- ir jólin og því myndast rómantísk og yljandi stemning í kringum jóla- hlaðborðið. ■ Hótel Olafsvík tekur 100 m í gistingu lau. 26 nóv ef tekið er jólahladborð Dansleikur á eftir bordhaldi Reyktur og grafinn lax,Hreyndýrapat< Villigœsapate, blandadir sjávarréttir, laxapate, Villisveppasúpa • < ! ffi '■'■ i " angikjöt, Jólaskinka, Rifjasteik, Lambatœri .. „ ^ ^ _ Ris a la mand með hindiberjasósu Sherrytriffle, Súkkulaðimousse : ásamt öllu tilheyrandi meðlœti leikið verður fyrir dansi eftir- borðhald Erum með ráðstefnusal fyrir 300m gerum tilboð í ársáhátíðir Ráðstefnur og aðrar uppákomur Geymið auglýsinguna ^ HÖTKl. ÓlafsOtk Hótel Valhölly Þingvöllum, býður landsmönnum upp á ógleymanlegt jólahlaðborð Jólahlaðborðið er í boði á eftirfarandi dagsetningum: Föstudaginn 18. nóv. Laugardagin 19. nóv. Sunnudaginn 20. nóv. (hádegishlaðborð) Föstudaginn 25. nóv. Laugardaginn 26. nóv. Sunnudaginn 27. nóv. (hádegishlaðborð) Föstudaginn 2. des. Laugardaginn 3.des. Sunnudaginn 4.des. (hádegishlaðborð) Föstudaginn 9. des. Laugardaginn 10. des. Sunnudaginn 11. des. (hádegishlaðborð) Föstudaginn 16. des. Laugardaginn 17. des. Sunnudaginn 18. des. (hádegishlaðborð) t °hópum ^upp0^01,06" ÖjÓð hlaðborð að hSt Voru vil1 ValhaL úíarl pmat:eiÓS'Ur Lifandi tónlist föstudaga og laugardaga. Bókum einnig rútur fyrir hópa. \ \l l lOl 1 g Hótel Valhöll, Pingvöllum, sími 480 7100 - fax 480 7101, www.hotelvalholl.is, hotelvalholl@hotelvalholl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.