blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 32
32 I MENNING MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöið Konungsheimsóknin og mannlif á Eskifirði Tvær ljósmyndasýningar standa yf- ir í Þjóðminjasafni íslands. Önnur fjallar um konungsheimsóknina 1907. Á þeirri sýningu eru tæplega 60 ljósmyndir úr Reykjavík og af Suðurlandi teknar af Halldóri E. Arnórssyni, Hallgrími Einarssyni, Magnúsi Ólafssyni, Pétri Brynj- ólfssyni, Vigfúsi Sigurðssyni og óþekktum ljósmyndara. Eru þær í eigu Þjóðminjasafns íslands og Minjasafnsins á Akureyri. Hin sýningin fjallar um mannlíf á Eskifirði 1941-1961. Ljósmyndirnar eru eftir Halldóru Guðmundsdótt- ur. Dóra, eins og hún var kölluð, byrjaði snemma að taka ljósmynd- ir og hélt því áfram alla ævi. Mynd- ir Dóru þóttu vel teknar og hún hafði gott auga fyrir myndefni. Öll umgengni Dóru um myndirn- ar lýsti ótrúlegri natni og góðri skipulagningu. Hún setti mynd- irnar kerfisbundið í albúm og skrifaði skýringartexta við. Alls urðu albúmin hennar rúmlega 100. Áhugaljósmyndun hennar vakti at- hygli. I kringum 1930 var stofnað fyrirtæki sem framleiddi póstkort og fékk það að búa til póstkort eftir myndum hennar. Dóra tók margar Reykjavíkurmyndir og var haldin sýning á myndum hennar úr borginni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Árið 1989 var gerður sjónvarpsþátt- ur um Dóru og myndir hennar, í þáttaröðinni Fólkið í landinu. Sýningarnar standa til 27. nóvemb- er. ■ Ljósmynd frá Eskifirði eftir Halldóru Guð- mundsdóttur. Flóknar ástir Ný bók um samband rithöfundanna og heimspekinganna Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir er komin út. Höfundurinn er Hazel Rowley og bókin heitir Tete-a-Tete. Sartre og Beauvoir kynntust þegar þau voru í námi við heimspeki i Par- ís og bæði voru afburðanemendur. Með þeim tókust ástir og samband- ið stóð í áratugi, allt þar til Sartre Sartre og Beauvoir. I nýrri bók er að finna sláandi frásagnir um áratugasamband þeirra. lést. Þau gengu ekki í hjónaband og eignuðust ekki börn. Órðið tryggð var ekki til í orðabók Sartre sem átti hóp af ástkonum. Beauvoir átti í nokkrum ástarsamböndum við kvenkynsnemendur sína og nokkr- ar urðu ástkonur Sartre. Sartre og Beauvoir höfðu hina mestu ánægju af því að ræða þessi sambönd hvort við annað og kryfja þau til mergj- ar. Ánægja ástkvennanna var ekki jafn mikil. Ein þeirra fékk alvarlegt taugaáfall og önnur fyrirfór sér. Sartre laug miskunnarlaust að konunum í lífi sínu, einnig Beauvo- ir sem þjáðist oft af afbrýðisemi en hélt andlitinu út á við. Árið 1979 þeg- ar Sartre var orðinn blindur og við dauðans dyr gumaði hann sig af því að hafa níu konur á valdi sínu. Rowley hefur áður skrifað ævisög- ur rithöfundanna Christinu Stead og Richard Wright. Hún þykir hafa skrifað afar áhugaverða bók. Ansi mörgum kann að mislíka framkoma parsins í einkalífi og skeytingarleysi þeirra gagnvart tilfinningum ann- arra. Rowley leggur hins vegar eng- an dóm á slíkt í bók sinni og forðast vandlætingu. H Heilsunudd þegar þér hentar Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar Rongtai RT-H09 nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. Rongtai nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir i huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu G3 til að sannfærast. www.ecc.is ECC Skúlagötu 63 Sími 5111001 Opið 10-18 Sagnfræöi fyrir almenning Y> Tímaritið er ekki einungis ætlað sagnfræðingum heldur öllu sögu- áhugafólki og í því eru fræðilegar greinar skrifaðar fyrir almenning," segir Páll Björnsson en hann er rit- stjóri Sögu ásamt Hrefnu Róberts- dóttur. Nýtt hefti Sögu er komið út en tímaritið kemur út tvisvar á ári og það er Sögufélagið sem stendur að útgáfunni. „Það eru þrjár megingreinar í þessu hefti,“ segir Páll. „Eva S. Ólafsdóttir fjallar um hetjudauða í Sturlungu og Islendingasögum. Jón Árni Friðjónsson fjallar um samgöngubyltingu á miðöldum þegar farið var að járna hesta og samgöngur færðust frá skipum yf- ir á hesta. Jósef Gunnar Sigþórsson fjallar svo um sam- b a n d bókmenntafræði og sagnfræði. Síðan eru nokkr- ar viðhorfsgrein- ar. Þar er meðal annars grein eftir Hannes Hólm- stein þar sem hann svarar dómi Helgu Kress um bók hans Halldór 1902-1932. Einnig grein þar sem Stef- án Aðalsteinsson gagnrýnir túlkan- irAgnarsHelgason- ar erfðafræðings á uppruna íslend- inga og Sveinbjörn Rafnsson skrifar um Landnámu- rannsóknir. f tímaritinu eru fjölbreyttar um- fjallanir um bækur, en það hefur Páll Björnsson er ritstjóri Sögu en nýtt hefti er nýkomið út. ætíð verið stór hluti af stefnu timarits- ins að sinna bók- menntum. Ástæða er svo til að vekja athygli á ítarlegri umfjöllun um Þjóðminjasafnið. Sex fræðimenn á ólíkum sviðum skrifa um nýja sýningu Þjóð- minjasafnsins út frá sínu sjónar- horni. Afstaða þeirra er mjög ólík. Þeir sem hafa farið á sýn- inguna hafa lýst yfir ánægju sinni með grein- arnar og finnst þær dýpka skiln- ing þeirra,“ segir Páll.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.