blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 38
381FÓLK MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöið SMAborcrarinn ÓFRÍSK SMÁRALIND Smáborgarinn hefur, vinnu sinn- ar vegna, mikið verið í nálægð við Smáralind undanfarið, sem er alveg ný reynsla fyrir hann. Smáborgarinn er nefnilega mik- ill Laugavegsmaður, og tekur göngutúr á Laugaveginum fram yfir bæði Smáralindir og Kringl- ur borgarinnar hvaða dag sem er. En nú hefur sum sé opnast nýr heimur fyrir Smáborgaranum: Heimur verslunarmiðstöðva út- hverfa Reykjavíkurborgar. Þegar Smáborgarinn var á rölti í Smára- lind nýverið, í leit að einhverju alveg ónauðsynlegu sem varð að kaupast strax, rann upp fyrir hon- um ljós: Smáralindin var sneisa- full af ófrískum konum. Hlýrra í Smáralind Hvert sem litið var voru barnshaf- andi konur, sumar voru að því komnar að eiga, á meðan aðrar voru stutt komnar á meðgöngu. Þær liðu um gangana, og skoðuðu í glugga búðanna, hver um sig að hugsa um verðandi afkvæmi, grindargliðnun, samdráttarverki, svefnleysi undanfarinna nátta, og bjúg. Smáborgarinn dró þá álykt- un að um leið og veður væri farið að kólna, væri ófært fyrir óléttar konur að ganga úti fyrir, og því væri Smáralind góður kostur til að komast hjá kuldanum. Einnig eru færri skólar í nágrenni Smára- lindar en Kringlunnar og því ef til vill færri unglingar að slæpast, og rólegra umhverfi fyrir mædd- ar ófrískar konur. Geimverur? Um leið og Smáborgarinn hafði gert þessa uppgötvun, fór honum að líða fremur undarlega. Til að byrja með er Smáborgarinn ekki ófrísk kona, og skar sig því veru- lega úr fjöldanum. í öðru lagi varð upplifunin af Smáralind allt í einu öðruvísi, því honum fór að finnast að Smáralind væri ekki raunveruleg, heldur væri hún hluti af einhverri vísindaskáld- sögu, eða mjög undarlegri kvik- mynd, þar sem ófriskar konur kæmu við sögu, og væru annað hvort andsetnar, vélmenni eða dulbúnar geimverur. í hverju skúmaskoti birtust nú óléttu konurnar, og stefndu allar í átt að Smáborgaranum, reiðar á svip, því Smáborgarinn var alls óþungaður, og því léttur á sér og -í lundu fyrir vikið. Smáborgar- inn sá sig tilneyddan að yfirgefa Smáralindina, og þegar hann gekk hröðum skrefum til dyra, sá hann sér til mikillar gleði að ófrísku konurnar misstu áhug- ann og tóku upp fyrri iðju sína, að ganga stefnulaust um gang- ana, og skoða áhugalaust í glugga á óspennandi búðum sem allar selja ónauðsynlegt dót sem verð- ur að kaupast strax. SU DOKU talnaþraut 67. gáta 5 9 3 6 5 7 4 3 1 5 2 1 8 3 9 4 8 9 7 5 2 6 8 9 7 5 6 8 4 5 Lausn á 67. gátu verður að finna i blaðinu á morgun Lausn á 66. gátu lausn á 66. gátu 7 5 8 4 2 1 6 9 3 9 1 2 3 7 6 5 4 8 3 6 4 9 8 5 7 2 1 8 7 1 5 6 4 9 3 2 4 2 5 7 3 9 8 1 6 6 9 3 8 1 2 4 7 5 5 3 7 4 2 8 1 6 9 2 8 6 1 9 7 3 5 4 1 4 9 6 5 3 2 8 7 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölu- num frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. o 1.SÆTI m METSÖLULISTA Hljómsveit ár Harry Potter-mynd i vandrœðum Framkvæmdarstjórar Harry Pott- er-myndanna eiga yfir höfði sér lög- sókn vegna nafngiftar á hljómsveit sem gerð var sérstaklega fyrir nýj- ustu myndina. I hljómsveitinni eru m.a. Jarvis Cocker úr Pulp og Phil Selway úr Radiohead. Hljómsveitin, sem kölluð er Wyrd Sisters, kemur fram á jóladansleik Hogwarts-skóla í nýjustu Harry Potter-myndinni, Harry Potter og eldbikarinn, en hún er væntanleg í næsta mánuði. Nafnið Wyrd Sisters er líka notað af stúlknasveit frá Kanada, sem nú íhuga hvort þær eigi að lögsækja, því þær hafa verið starfræktar í 15 ár. Söngkonan Kym Baryluk segir: „Það er til lítils fyrir okkur að breyta nafninu, fyrir utan hvað það væri dýrt. Við erum mjög daprar yfir þessu öllu, og þetta hefur verið að eyðileggja fyrir okkur um tíma. Við höfum hætt við tónleika, og frestað útgáfu á næstu plötu, allt vegna þess að óvissa ríkir um hvort við getum haldið nafninu okkar.“ Stökustund í umsjón Péturs Stefánssonar Rúnar Kristjánsson frá Skaga- strönd botnar: / valdastríði vaknar níð er veldur tíðum skaða. Eykst við gríðar orrahríð erfið kvíðastaða. Ingólfur Ómar Ármannsson: Orrahríð sem ekki'er blíð, eroftásíðum blaða. Sigrún Lárusdóttir frá Neðra- Nesi: Þreyta lýðinn langa hríð leiðar síður blaða. V.L.: Ogþað lýðum árog síð upp á býður hraða. Rúnar Kristjánsson frá Skaga- strönd botnar: Baugsmálið er býsna frekt í blöðum þessa daga. Sjá menn þar í sinni nekt svívirt merki laga. Sigrún Lárusdóttir frá Neðra- Nesi: Ætla aðfela eigin sekt en aðra í svaðið draga. Auðunn Bragi Sveinsson: Úr því verður eflaust þekkt, ágætframhaldssaga. Sveinn Auðunsson: Ónefnd kona yfirtrekkt alla vill nú klaga. Magnús Hagalínsson: Er í sumum taugin trekkt í tölvuer ástarsaga. Ingólfur Ómar Ármannsson: Sundurteygt og leiðinlegt, landsmönnum til baga. V.L.: Erþað nokkuð undarlegt -enda gömul saga. Finnur Sturluson: Allt erþetta undarlegt eitthvað má hér laga. Jónas Frímannsson botnar fyrripart V.L.: Styttast dagar dimmir skjótt dofnar hagur margra. Skondin baga skemmtir drótt, skapið lagar argra. Sveinn Auðunsson: Aðra klaga ei erfrjótt, und ei lagar kargra. Rúnar Kristjánsson frá Skaga- strönd: Hefur fagur fráleitt þótt frekjuslagur argra. Rúnar yrkir: Hlaðinnfroðufyllingu ferðast um á tánum, Glókollur með gyllingu, genginn út afskjánum. Heilbrigðisskertur hagurinn horfir við augum blindum. Bananalýðveldis bragurinn birtist í ótal myndum. V.L. sendir þessa fallegu vísu: Hugannfangar sumarsól, sést ei angurstár á hvarmi. Ljúft að ganga, leita í skjól, leggja vanga að móður barmi. í sjónvarpinu lék Helga Braga Jónínu Ben. með stæl. Auðunn Bragi Sveinsson yrkir: Jónína er kella klók, kát og laus við trega. Helga Braga hana tók, heldur fagmannlega. Hlynur Hallsson Vinstri grænn mætti bindislaus í pontu Alþingis um daginn. Auðunn Bragi: Tíðindum það svaka sœtti svo að næstum þingiðfraus, þegar Hlynur Hallsson mætti, í háa Alþing bindislaus. Bragi sendir vísu: Maður er orðinn ósköp grár, og ónýtur á besta stað. Konugreyið svekkt og sár, -sú verður bara’að hafa það. Sagt er að Framsóknarflokkurinn sé í útrýmingarhættu Bragi yrkir: Framsókn er aðfjara út, fellur ei tár afhvarmi. Fáir bera sorg ogsút, þó sitji’hún á grafarbarmi. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar var lagt fram um daginn, og enn fara öryrkjar halloka. Pétur yrkir: Fjárlög sniðin eru öll að eyðslu ráðamanna. -Enn erfarið vítt um völl í vasa öryrkjanna. Síðasta vísan er nafnagáta. Svar óskast í stökuformi. Pétur yrkir: / viðskiptum er konan klén kunn af argaþvargi. Enda skjálfa íhalds hnén undan hennar fargi. V.L. sendir fyrripart: Bláa höndin burt er flúin, byrgi fékk við Arnarhól. Botnar, vísur og fyrripartar sendist til: stokustund@vbl.is eða á: Blaðið, Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þér tekst að hafa mjöe eóð áhrif á þá sem þú þarft að eiga samskipti við fdag, og færo alla til að sjá hlutina með þínum augum. HaJtu þínu striki. ^ Allt gengur eins og þú helst vildir. Kemst þótt hægt fan sannast heldur betur á þér, og þú munt fljóuega sjá afrakstur góðrar vinnu þinnar. Þú get- ur bókað að fólk tekur eftir þessu, og hrífst af þér. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Þú ert ekíd að taka á móti þeim boðum sem þér eru að berast. Reyndu að tengjast innsæi þínu og sjáðu hvort þér tekst að ráða í þessi nýlegu rugl- ingslegu skilaboð. V Það er svolítið erfitt að verða uppveðraður í ástar-deildinni þegar þér gengur svona illa í fara-á- fætur-á-morgnana-deildinni. Gefðu ástarlífinu, og líkama og sál, aðeins meiri hvíld. OFiskar (19. febrúar-20. mars) $ Hæfileikar þínir til forystu aukast með hveiiu verkefni, og nú sérðu að þú þarft að endurskooa vinnuhópinn þinn til ao ná bestu útkomunni. Hjálpaðu hópnum að endurnýja sig. V Vinnufélagi getur hjálpað mikið til núna, sem betur fer. Ef vel ler á meo ykkur getur hann/hún hjálpað þér að komast yfir rómantísk vandamál, en bara að losa um smá stress væri góð byrjun. OHrútur (21. mars-19. apríl) $ Hvað er mikilvægara en að vinna vel akkúrat núna? Byggðu orðstýr þinn upp hjá fólki sem skipt- ir mestu máli. Það getur breytt öllu fyrir þig, svo gakktu i málið. O Farðu þér hægar, spretthlaupari. Þú verður að róa þig aðeins niður.og passa aðþú sért ánægð(ur) með leiðina sem þú ákvaðst að fara. Aðrir biða og fylgjast með því hvemig fer. ©Naut (20. april-20. mai) $ Þú öðlast skýra sýn varðandi mál sem varða þig miklu. Vandaðu þig við að skUja málið til fulln- usru áður en þú gerir nauðsynlegar breytingar á vinnu þinni. 4P Kannski sérðu allt í svart/hvitu en það er allt í lagi, stundum eru hldtirnir bara einfaldir. Treystu jtínum eigin hugmýfidum, og þú sérð ekki eftir ©Tvíburar ......(21.,ma(-21,jún()................. $ Það eru sviftingar og ólíkar skoðanir á sveimi í fyrirtækinu, og ertitt er að átta sig á þvi hvað raun- verulega er i gangi. Gefðu þessu smá tíma. O Ef þér fmnst eins og eitthvað sé í gangi undir yfirboroinu.þá er það líkast tU rétt hjá þér. Notaðu samskiptahæfileika þína tU að komast að leyndar- dómunum, til að hjarta þitt fái þau svör sem það þarf. ®Krabbi (22. júní-22. júlf) ^ Þú gerir þér grein fyrir þvi að það semþú seg- ir og það sem aðrir heýra er ekki alltaf það sama. Reyndu þvi að velja orð þín og tala skýrt, og ekki reyna að taka ábyrgð á mistúlkunum annarra. 4P Þú þarft ekkert að fara út og sýna þig. Stund- um er notalegt að vera bara heima, og ekkt f sviðs- ljósinu, sérlega ef þú hefur einhvern tU að kúra með þér. Ljón (23. júlf- 22. ágúst) Hafðu samband við gamla eða nána viðskipta- vini og sjáðu ef þú getur eitthvað hjálpað þeim. Þeir munu vera ánægðir með þetta frumkvæði þitt, og jafnvel þótt þeir þurfi ekkert frá þér, munu þeir tala vel um þig og senda til þín viðskipti. V Ekki halda aftur af þér, nema ef þú ert að hitta einhvern í fyrsta skipti. Þá er smá þogn oft mUdu meira tælandi en endalaus orðaflaumur. Þú lærir líka meira á því að hlusta, en tala. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Það er gott að þjálfa sköpunargáfuna og leyfa sjálfsstjórmnni aðetns að lita undan. Orka pín eykst til muna, og aðrir dragast að henni. V Astin liggur i loftinu og, allt getur gerst. TU allrar hamingju hefurðu verið að undirbua komu hennar, svo framkvæmdu hugmyndir þínar. Vog (23. september-23. október) S Þú ert ekki á sömu bylgjulengd og fólk f kring um þig, svo kúnnum þínum og kollegum liður hálf undarlegaþar til þú ert búin(n) að stilla þig af. Þá gengur alft upp. “ Ertu reiðubúinín) i að vera smá diplomat? Það erþað sem þarf að gera í dag. Finndu leið tíl að halda friðinn, og hættu að berjast. Ef þú leggur niður vopnin, fylgja hinir þínu fordæmi. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Ólikar hugmyndir á vinnustað valda usla í morgunsárið. Þú getur mildað stöðuna aðeins, en bara ef þú ert alveg hlutlaus. V Verkefni dagsins, ef þú ert til i það: Taktu frum- kvæði í átt til rómantíkur, lítið eða stórt, i eigin per- sónu eða með hjálp netsins. Stjörnurnar segja að þú eigir auðvelt með samskipti f dag, og það sem þú hefur í dag fær farsælan endi. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) -í* Þú verður að lesa yfir hausamótunum á ein- hverjum til að fá þínu framgengt í dag. Ekki eyða krónu i vitleysu, og reyndu aa ná settum markmið- um í að ná kostnaoi niður. V Þú gætir verið upptekin(n) af peningamál- um þessa dagana, en hjarta þitt myndi vel pyggja meiri tónlist og menmngu. I stað þess að íara að versla, prófaðu að fara á tónleika eða á listasafn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.