blaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 18
18 I JÓLA UNDIRB ÚNING UR
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 blaöiö
Svava Eyjólfsdóttir hjá Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar
Við bjóðum hópum að halda jóla-
hlaðborð hjá okkur á tímabilinu
frá l8. nóvember til IJ. desember.
Matreiðslumeistari er Sturla Birgis
Kíktu á heimasíðu okkar,
glersalurinn.is, eða hringdu og
fáðu nánari upplýsingar
í símum 586 9006 og 564 2112.
Herratískanfyrir komandi jól
Teinótt jakkaföt með
litríkum bindum
Á Laugarvegi 34 stendur ein
rótgrónasta verslun íslendinga,
Herrafataverslun Guðsteins
Eyjólfssonar. Hún hefur starf-
að sleitulaust frá 1918 og verið
staðsett í þessu húsi frá árinu
1929. Heimsókn þangað til að
klæða sjálfan sig eða byrgja sig
upp af gjöfum er orðin stór hluti
af jólaundirbúningi margra
fslendinga.
Kynslóð tekur við af kynslóð
Guðsteinn sjálfur er reyndar fallinn
frá fyrir þónokkru en rekstur versl-
unarinnar hefur haldist innan fjöl-
skyldunnar. Eyjólfur sonur hans,
sem var jafnaldri verslunarinnar
lést á síðasta ári en stjórnaði henni
áratugum saman og var viðriðinn
verslunina allt fram á síðasta dag.
Svava Eyjólfsdóttir dóttir hans rak
hana við hlið föður síns síðustu tvo
áratugi og rekur hana enn í dag.
Börnin koma og kaupa
gjafir handa afa
Svava segir að verslunin fylgi vissu-
lega straumum og stefnum og reyni
að aðlagast því sem er í tísku hverju
sinni. Eðli varanna breytist kannski
ekki mikið en litir og snið þróist í
takt við tímann.
„Fólk kaupir mikið af skyrtum og
bindum í jólapakkana en það sem
við seljum mest af fyrir jólin eru
peysur og náttföt. Þá er alltaf keypt
mikið af yfirhöfnum af öllum toga
enda auðveldara að versla slíkar flík-
ur en jakkaföt upp á stærðir þegar
verið er að kaupa fyrir aðra,“ segir
Svava. Hún bætir við að yngsta
kynslóðin komi líka til að kaupa
ódýrari gjafir eins og vasaklúta eða
sokkapör handa öfum sínum eða
öðrum eldri ættingjum og að mjög
ánægjulegt sé að fá hana inn líka.
Ekki endilega verslun
eldri kynslóðanna
Aðspurð segir Svava að vissulega sé
stærsti kúnnahópur verslunarinnar
fólk um eða yfir fertugu og að eldra
fólkið sé mjög traustur kúnnahópur.
Þó séu viðskiptavinirnir alltaf að
yngjast og þá sérstaklega síðastliðin
tvö til þrjú ár sem er afar ánægjuleg
þróun að hennar mati. Helsti mun-
urinn sem hún finnur fyrir í dag
frá því sem áður var er að fólk virð-
ist hafa miklu meiri peninga milli
handanna og kaupir þar af leiðandi
meira í hvert sinn. „Markmiðið hjá
okkur er ekki að vera endilega með
lægsta verðið heldur með lægsta
verð miðað við gæði, að gæði og
verð fari saman.“
Teinótt jólaföt og skær-
ir litir á bindum
Þegar Svava var innt eftir því hvað
myndi verða vinsælasti jólafatn-
aður herranna um þessa jólahátíð
segir hún að teinótt jakkaföt og
röndóttar eða einlitar skyrtur vera
mest móðins í dag. Bindin eru lífleg
í skærum litum sem seljast vel hvort
heldur sem þau séu einlit eða blönd-
uð. Herrafataveslun Guðsteins leggi
sig fram við að vera með mikið
framboð af slíkum bindum enda sé
eftirspurnin mikil.
GLÆSILEGUR SALURTILVEISLUHALSA &
VEISLUÞJÓNUSTA í HEIMAHÚSUM
Árshátíðir • Jólahlaðborð • Giftingar • Þorrablót • Móttökur
Hlaðborð ► Sushi
Brauðveislur Grill matseðlar
Brunch ► Samlokubakkar
Matseðlar ► Brauð og kökur
Tapas ► Smörrebröd
mmt
KOKKarmr
I II VEIStUÞJÓNUSTA ■
JÚNS ARNARS S RÚNARS
þórður